Leita í fréttum mbl.is

Æpandi þögn Morgunblaðsins

MBLHún er æpandi, þögn Morgunblaðsins um þau ummæli Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ í gær að óraunhæft sé að draga umsókn Íslands að ESB til baka.

Ekki hefur verið birtur stafkrókur í blaðinu um þetta. Núll viðbrögð!

Þess í stað velur Morgunblaðið að birta um miðjan dag yfirlýsingu frá einhverjum samtökum sem kalla sig Ísafold, þar sem hvatt er til þess að umsóknin verði dregin til baka. Nokkuð sem er ekkert nýtt, hefur núll fréttagildi.

Þetta er mjög fyndið, það verður að segjast eins og er. 

Svo hefur verið reynt að láta það í veðri vaka að þetta sé nú bara skoðun Adolfs. Evrópusamtökunum þykir það afar ólíklegt.

Við minnum á það í þessu samhengi að flestöll stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru farin að gera upp í Evrum.

Þá má nánast fullyrða að í aðild felist tækifæri fyrir útgerðarfyrirtæki Íslands, með auknu samstarfi við sjávarútvegsaðila í Evrópu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað kemur maður í þessari stöðu sem Adólf Guðmundsson gegnir, ekki fram í umræðuþætti og viðrar sínar "persónulegu skoðanir" þegar hann er að tala fyrir hönd þeirra samtaka sem hann stýrir.

Hann hlýtur að tala fyrir hönd LÍÚ og það er vissulega ánægjulegt að þar skuli vera viðsnúningur hvað varðar þann þátt að klára samningaviðræðurnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.8.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hvernig væri að kynna sér málið? Þetta birtist í morguná Mbl.is:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/05/verdum_ad_reyna_ad_na_godum_samningi/

Formaður LÍÚ vill draga umsóknina til baka eins og þarna kemur skýrt fram. Engin stefnubreyting hefur orðið á þeim bænum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, telur að fyrst ríkisstjórnin ætli ekki að draga umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu til baka verði að leggja alla áherslu á að reyna að ná eins góðum samningi og mögulegt er.

"Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að draga umsóknina til baka og þess vegna tel ég ekki raunhæft að reikna með að hætt verði við viðræður um aðild að Evrópusambandinu.

Fyrst að ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég nauðsynlegt að við verðum við borðið og reynt verði að ná eins góðum samningum og mögulegt er
," segir Adolf."

"Verðum að reyna að ná góðum samningi"

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 00:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það mikilvægasta fyrir okkur er að reyna að gera eins góðan samning og við mögulega getum fyrir Íslands hönd."

"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 00:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tilgangur Landssambands íslenskra útvegsmanna er:

  • Að vera heildarsamtök útvegsmanna og málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum.
  • Að stuðla að framförum í sjávarútvegi.
  • Að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna og vinna að  umhverfismálum.
  • Að gæta hagsmuna útvegsmanna við gerð kjarasamninga.
  • Að taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna útvegsmanna við samningsgerð íslenska ríkisins við önnur ríki. 
  • Að annast samninga við vátryggingafélögin um iðgjöld og fjárhæðir fiskiskipa og semja um kostnað við veitta aðstoð og björgunarlaun.
  • Að vera í forsvari við rekstur mála fyrir dómi og gagnvart stjórnvöldum er snerta sérstaklega hagsmuni og réttindi félagsmanna."

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 00:43

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta, fyrst Evrópusamtökin tala um "æpandi þögn Morgunblaðsins" að Fréttablaðið hefur enga frétt flutt um þetta mál hvorki í dag né gær. Ekki einu sinni litla eins dálks frétt. Hvers vegna ekki?

Hvers vegna setti Ólafur Stephensen, fyrsti formaður Evrópusamtakanna, þessa frétt ekki á forsíðuna í gær eða í dag eða fjallaði yfir höfuð eitthvað um málið? Þessi mikli Evrópusambandssinni?

Jú, vegna þess að þetta er engin frétt. Það hefur ekkert breytzt hvað sem líður óskhyggju Evrópusamtakanna í örvæntingarfullri leit sinni að einhverjum hálmstráum til þess að hanga á.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.8.2010 kl. 07:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna:

"Við getum ekki deilt um það næstu tvö árin hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir Þorsteinn Már Baldvinsson.

"Við þurfum að koma þessu í farveg. Það þarf að ákveða að búa til samningsmarkmið eða taka upp aðra mynt einhliða.

Ég kalla eftir því að öll orkan fari ekki í að ræða hvort það sé rétt eða rangt að sækja um aðild, frekar að reynt sé að greina kosti og galla.

Þá fyrst geta menn tekið afstöðu með eða á móti."

Þorsteinn segist ekki ætla að lýsa sinni skoðun á því hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.

"Mér finnst við ekki vera í góðri stöðu sem þjóð og ég spyr sjálfan mig hvort líklegra sé að efnahagur landsins rétti fyrr úr kútnum með eða án aðildar?

Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að kjósa um það
– umræðan þarf að komast á það stig að við vitum hvaða kostir eru á borðinu og svo fái þjóðin að taka ákvörðun. Ég held það verði aldrei friður um málið, enda er það risavaxið.

En það er skylda okkar sem erum í forystu að fara yfir málin efnislega og kynna kostina og gallana fyrir þjóðinni, þannig að hún geti síðan tekið upplýsta afstöðu í almennum kosningum.
"

Þorsteinn Már Baldvinsson - Það lifir enginn við þessa vexti

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 12:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkjum er stjórnað samkvæmt KOSNINGUM en EKKI skoðanakönnunum.

Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.

Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.

Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.

Kosningar til Alþingis 25.4.2009


Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 12:06

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er í raun hægt vegna þess að við vitum þegar hvað er í boði og hvað ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.8.2010 kl. 13:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson

Það skiptir að sjálfsögðu máli að Landssamband íslenskra útvegsmanna hafi nú ÁKVEÐIÐ að TAKA ÞÁTT Í VIÐRÆÐUM um aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda birtir Morgunblaðið þessa frétt:

"Fyrst að ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að við verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum samningum og mögulegt er," segir Adolf."

"Verðum að reyna að ná góðum samningi"


Þessi STEFNUBREYTING LÍÚ hlýtur að vera ÓSIGUR fyrir þá sem vilja ekki að LÍÚ taki þátt í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu, eða þessar viðræður fari yfirhöfuð fram.

Evrópusamtökin hafa hins vegar ekki fullyrt að Landssamband íslenskra útvegsmanna sé nú fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda væri slíkt að sjálfsögðu ennþá stærri frétt.

"Tilgangur LÍÚ er" meðal annars:


"Að taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna útvegsmanna við samningsgerð íslenska ríkisins við önnur ríki."

LÍÚ væri því að GANGA GEGN tilgangi sínum með því að taka EKKI þátt í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Hér er ÞINGRÆÐI og eftir alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM, var ríkisstjórninni FALIÐ af þingmönnum úr ÖLLUM flokkum að SÆKJA UM AÐILD að Evrópusambandinu.

Og meirihluti Alþingis ákvað jafnframt að greidd yrðu atkvæði um AÐILDARSAMNINGINN í ÞJÓÐARATKVÆÐAREIÐSLU.

Ríkjum er hins vegar EKKI stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum hverju sinni og menn detta EKKI inn og út af Alþingi samkvæmt þeim, enda þótt það virðist vera stefna Sjálfstæðisflokksins.

Formaður Heimssýnar
, hinn vinstri græni Ásmundur Einar Daðason, er þá væntanlega dottinn út af þingi, samkvæmt skoðanakönnunum og stefnu Sjálfstæðisflokksins.

30.7.2010:

"Samfylkingin
mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi en Vinstri grænir tapa fylgi og mælast með nítján prósent.

Vinstri grænir
mældust með tuttugu og átta prósenta fylgi í apríl og hafa því tapað þriðjungi fylgis síns síðan þá."

Skoðanakönnun Capacent Gallup sem stjórnar nú landinu samkvæmt Sjálfstæðisflokknum


"Það mikilvægasta fyrir okkur er að reyna að gera eins góðan samning og við mögulega getum fyrir Íslands hönd."

"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 13:43

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Steini minn, LÍÚ hefur frá því svokallaðir viðræðuhópar voru skipaðir í tengslum við svokallaða samninganefnd Íslands tekið þátt í þeim hópum eins og samtök annarra hagsmunaaðila. Hvað er nýtt við þetta? Ekkert. Í því felst ekkert gæðavottorð eða samþykki á einu eða neinu. LÍÚ er eftir sem áður á móti inngöngu í Evrópusambandið og vill að umsóknin verði dregin til baka.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.8.2010 kl. 15:33

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þá kom inn blá hönd vopnuð reglustriku og:  Búmm!  Beint í hausinn!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 15:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjörtur J. Guðmundsson

Fréttin
er þessi, eins og fram kom í athugasemd minni hér að ofan og frétt Morgunblaðsins:

"FYRST AÐ ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að VIÐ verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum SAMNINGUM og mögulegt er," segir Adolf Guðmundsson."

"Verðum að reyna að ná góðum samningi"


Einnig þessi SKOÐUN Adolfs Guðmundssonar:


"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST."

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson



Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna:



"Við getum ekki deilt um það næstu tvö árin hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir Þorsteinn Már Baldvinsson.



"Við þurfum að koma þessu í farveg. Það þarf að ákveða að búa til samningsmarkmið eða taka upp aðra mynt einhliða.



Ég kalla eftir því að öll orkan fari ekki í að ræða hvort það sé rétt eða rangt að sækja um aðild, frekar að reynt sé að greina kosti og galla.



Þá fyrst geta menn tekið afstöðu með eða á móti."



Þorsteinn segist ekki ætla að lýsa sinni skoðun á því hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.



"Mér finnst við ekki vera í góðri stöðu sem þjóð og ég spyr sjálfan mig hvort líklegra sé að efnahagur landsins rétti fyrr úr kútnum með eða án aðildar?

Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að kjósa um það
– umræðan þarf að komast á það stig að við vitum hvaða kostir eru á borðinu og svo fái þjóðin að taka ákvörðun. Ég held það verði aldrei friður um málið, enda er það risavaxið.

En það er skylda okkar sem erum í forystu að fara yfir málin efnislega og kynna kostina og gallana fyrir þjóðinni, þannig að hún geti síðan tekið upplýsta afstöðu í almennum kosningum.
"

Þorsteinn Már Baldvinsson - Það lifir enginn við þessa vexti

Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband