6.8.2010 | 14:58
Verða Íslendingar fyllibyttur í boði ESB?
Ögmundur Jónasson, þingmaður(!) fer mikinn í Morgunblaðinu í dag, í grein sem næstum vekur upp gæsahúð, þannig er andinn í henni. Segja má að hún falli í flokk þeirra greina sem styðja við hina svokölluðu "Hrægammakenningu" þ.e. að ESB vilji sölsa undir sig allt verðmætt hér við land.
Ögmundur skrifar m.a.: "Ef Ísland sameinast Evrópusambandinu fjölgar íbúum um 0,07 prósent. Yfirráðasvæði sambandsins stækkar um tæp 10 prósent og áhrifasvæði (eftirlits- og björgunarsvæði) um 20 prósent. Það er ekki að undra að herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island, Virkisins í norðri. Áhrifasvæðið færi úr ca 10 milljónum ferkílómetra í 12 milljónir ferkílómeta. Koma aðrir jafn færandi hendi? Halda menn að þessum 0,07 prósentum muni verða treyst fyrir stjórn og eftirliti á 20% Evrópu? Að sjálfsögðu ekki. En ekki mun standa á styrkveitingum svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." (Leturbreyting, ES-blogg)
Hann notar s.s. sér til stuðnings eitt ógeðfelldasta dæmið úr amerískri sögu, þ.e.a.s. meðferð hvíta mannsins á indíánum.
Og gefur þar með í skyn að meðferð ESB á Íslendingum verði svipuð. Og ekki nóg með það, heldur er ESB líka ein allsherjar peningadæla, sem notar fé sitt til að "kaupa" lönd inn í sambandið!
Þetta er makalaus málflutningur og í raun eitt það versta sem sett hefur verið á pappír í ESB-umræðunni lengi.
Ögmundur virðist hafa orðið öfgunum að bráð, talar um "stórríki", "innlimun", "við gegn þeim" og segir að ESB sé að tala niður til okkar, svo eitthvað sé nefnt.
Ögmundur ætti að vita betur; ESB rænir t.d. ekki auðlindum af aðildarþjóðum, hefur ekki innlimað eitt einasta landa og ekki borgað með búsi!
Það mun verða íslenska þjóðin sem greiðir atkvæði um það á endanum, hvort við göngum í ESB eða ekki! Þegar aðildarsamningur liggur fyrir!
Stundum verður maður kjaftstopp, grein Ögmundar er í þeim flokknum!
Vonandi er botninum náð hjá Ögmundi með þessari ótrúlegu grein!
Okkur hjá Evrópusamtökunum er spurn eftir lesturinn á greininni:
Verða Íslendingar fyllibyttur í boði ESB?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já já, kallinn fór alveg með það þarna. Stimplaði sig út með stæl kallgreyið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 15:00
Ekki er annað sjáanlegt en að ESB sé þegar búið að kaupa einhverja íslendinga, allavega þá sem eru á launum hjá bandalaginu.Og þær greiðslur sem ESB segist vera tibúið að koma með vegna þess"aðlögunarferlis"sem ESB telur nauðsynlegt að íslendingar gangi í gegnum, þær greiðslur ESB eru í raun ekkert annað en mútur og það verður þeim til ævarandi skammar sem taka við þeim .Ögmundur hefur rétt fyrir sér.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 15:11
Kallinn hlýtur að verða að segja af sér þingmennsku vegna þessarar þvaðursgreinar. Ekki við hæfi að svona maður gegni störfum fyrir hönd þjóðar í vestrænu lýðræðisríki. Er bara þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 15:51
Sigurgreir, Þetta svar þitt er bæði rökleysa og rökleysi. Síðan er það hin tilbúna fullyrðing andstæðinga ESB á Íslandi um að fólk sé á launum hjá ESB við að skrifa um kosti ESB aðildar. Þetta er auðvitað ekkert nema tilbúningur, og fellur undir ekkert annað en lygi.
Jón Frímann Jónsson, 6.8.2010 kl. 16:15
Þetta er það heimskulegasta sem hefur komið í ESB umræðuna síðan Ungir bændur auglýstu ESB-herinn í Fréttablaðinu.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.8.2010 kl. 21:16
Ögmundur Jónasson þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Í dag var samþykkt á Alþingi að Ísland gengi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Vinstrihreyfingin grænt framboð á þingi klofnaði í málinu.
Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna.
Lengi vel var ég á þessu máli, enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar könnunarviðræður til að leiða það í ljós.
En þótt ég hafi verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. En þótt ég sé á þessu máli eru margir annarrar skoðunar og vilja láta reyna á í viðræðum hvað við fengjum. Gott og vel, þá gerum við það.
Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í samningsdrög til að kjósa um.
Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því hve arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.
Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur.
Er ég að ganga á bak orða minna gagnvart kjósendum? Nei, þetta hef ég sagt frá því á síðasta ári og í aðdraganda kosninganna."
ESB reynir á Vinstri græna
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:26
Halla Gunnarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí í fyrra þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að mörgum framsóknarmönnum sé heitt í hamsi vegna afstöðu Guðmundar Steingrímssonar í Evrópusambandsmálinu en hann hyggst greiða atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um að gengið verði til aðildarviðræðna við bandalagið.
Framsóknarflokkurinn hefur farið nokkra hringi í þessu máli, eins og stundum vill verða í þeim ágæta flokki.
Hvað sem því líður virðist afstaða Guðmundar og Sivjar Friðleifsdóttur vera mun meira í takti við niðurstöðu flokksþings Framsóknar en afstaða annarra þingmanna flokksins, sem ætla sér að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu.
Vilji flokksþings Framsóknar var skýr
Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum sem blaðamaður Morgunblaðsins. [...]
Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt. Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi. Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."
"Tvöfalda leiðin var lítið rædd
Ég minnist þess ekki að í löngum og fræðandi umræðum á flokksþingi Framsóknar hafi nokkur þeirra þingmanna, sem nú vilja greiða atkvæði með Sjálfstæðismönnum, komið í pontu og lagt til að fremur yrði farin leið tvöfaldrar atkvæðagreiðslu. Misminni mig skal ég gjarnan leiðrétta það.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti hins vegar tvöföldu atkvæðagreiðsluleiðina á sínum landsfundi og stendur fast við þá afstöðu.
Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald.
Þess vegna kemur ekki á óvart að þingmenn VG greiði sumir atkvæði með tvöföldu leiðinni en aðrir með tillögu ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli fyrirliggjandi samnings, þegar þar að kemur.
Persónulega tel ég að það skipti ekki höfuðmáli hvort haldin verði ein eða tvær atkvæðagreiðslur. Hins vegar er þetta mál þannig að kominn er tími til að leiða það til lykta á lýðræðislegan hátt. Fyrsta skrefið á þeirri vegferð verður stigið þegar þingmenn ganga til atkvæða á Alþingi í dag."
Virðum ólíkar skoðanir gagnvart ESB
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:34
Ögmundur skýrir afstöðu sína ágætlega í rökfastri og yfirvegaðri grein á vef sínum ogmundur.is
Sigurður Þórðarson, 7.8.2010 kl. 22:27
Sigurður, Hann hefur ekki gert neitt slíkt. Ögmundur er hinsvegar kominn í nauðvörn þeirra sem vita að þeir hafa skrifað sig útúr umræðunni.
Jón Frímann Jónsson, 8.8.2010 kl. 08:30
Ögmundur veit það kannski ekki, en evrópuþjóðir færðu okkur annað en glerperlur og eldvatn við hrunið.
Þær lánuðu okkur pening.
Alvörupeninga, gjaldeyrir sem hægt er að nota í viðskiptum við aðrar þjóðir.
Peninga sem viðn áttum ekki til.
Vegna þess að Íslandi hafði verið stjórnað af óhæfu fólki.
Fólki sem við kusum.
Guðjón Eiríksson, 9.8.2010 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.