6.8.2010 | 17:01
Ungir Evrópusinnar senda Ísafold opið bréf
Ungir Evrópusinnar hafa sent Ísafold, sem eru samtök gegn ESB, bréf vegna bréfs hinna síðarnefndu til þingmanna Íslands.
Það byrjar svona: " Eftir að við lásum bréf ykkar, sem stílað er á hæstvirtan forseta Alþingis og háttvirta Alþingismenn, þar sem þið hvetjið þingmenn til þess að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka og gefið fyrir því tvær ástæður hvers vegna þið styðjið slíka tillögu, langar okkur að benda ykkur á nokkra hluti.
Þið segið í bréfinu að þær forsendur sem leiddu til aðildarumsóknar Íslands að ESB, að Evrópusambandsaðild og upptaka evrunnar myndu flýta fyrir efnahagsbata hins íslenska hagkerfis, séu brostnar. Það verður að teljast einstakt í sögunni að tólf frjáls og fullvalda ríki kasti af sjálfsdáðum eigin gjaldmiðli og taki í staðinn upp sameiginlega mynt, mynt sem í dag er orðinn einn útbreiddasti gjaldmiðill í heimi og hátt í þrjátíu ríki nota. Gengi evrunnar hefur sveiflast töluvert gagnvart Bandaríkjadal og á fyrstu árum féll til dæmis gengi hennar verulega en styrktist svo að nýju. Það stöðvaði hins vegar ekki ný ríki í því að taka upp Evruna sem og íslensk fyrirtæki, til dæmis útgerðarfyrirtæki, í að stunda sín viðskipti í Evrum. Það er því fullsnemmt að dæma evruna til dauða."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Nú væri frábært ef Ungir Evrópusinnar senda forsætisráðherranum bréf og spyrja hann hvenær það á að byrja að standa aftur við EES samninginn.
Á meðan að EES samningurinn er ekki virtur af þeirri ríkisstjórn sem vill ganga í ESB, þá er ekkert mark takandi á henni.
Ef lausnir kreppunnar í dag er að afnema EES samninginn, þá er ljóst að forsætisráðherrann og ríkisstjórnin líta ekki til EES eða ESB þegar kemur að lausnum.
Höft og einokun eru lausn þessarar ríkisstjórnar en ekki ESB.
Ef við fáum ríkisstjórn sem vinnur eftir EES þá kemur í ljós hversu frábært ESB er í raun og veru.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:06
"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.
Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.
Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.
Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.
Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.
Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."
Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 18:09
Ég var að lesa það áðan í viðskiptablaði Moggnas að dollarinn er að falla.
Það er enginn NEI-sinni að spá um endalok dollarsins??
Það er staðreynd að gjaldmiðlar sveiflast og það er óþarfi að lesa of mikið í það.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.8.2010 kl. 21:12
Dollarinn ekki verið lægri í rúmt ár
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:16
Hagvöxtur á ný í Litháen
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:17
Hlutabréfavísitölur hækka í Evrópu
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:19
Methagnaður þýskra fyrirtækja
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:21
Hagnaður þýska bílaframleiðandans Volkswagen fjórfaldast
Volkswagen - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:22
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Gengi evru gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal frá ársbyrjun 2003, bls. 24
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 21:41
Stefán.
Þú talar oft og mikið um hin rosalegu höft sem hér eru, sem eru nú alls ekki til eins mikils trafala og af er látið.
Ég veit til dæmis að þrátt fyrir að þú sért örugglega með mjög góðar tekjur þá átt þú í engum teljandi erfiðleikum við að yfirfæra tekjur þínar í íslenskum krónum yfir í Evrur með því að nota íslenska debit eða credit kortið þitt í Berlín eða hvar sem er í heiminum.
Eða leggja þetta inná þýskan bankareikning þinn í skömmtum.
En þér er tíðrætt um tímabundinn höftin á Íslandi en áttar þig ekki á því að höftin með viðskipti eru viðvarandi í tilskipunum og reglugerðum með óhóflegu skrifræði og vottorða frumskógi ESB apparatsins sjálfs.
Auk þess eru bein höft á viðskipti með ýmsar vörur við fyrirtæki í löndum utan ESB það er aukatollar á t.d. banana, appelsínur, sítrónur og hveiti og sykur og margt fleira sem flutt er frá S-Amaríku, Afríku, Asíu eða Ástralíu.
Líklegt er að vegna þessara hafta að þá myndu margar af þessum vörum og ýmsar fleiri hækka talsvert í verð til neytenda á Íslandi gengi Ísland í ESB.
Þetta eru höft og viðskiptahindranir til þess að vernda niðurgreidda ræktun bænda á þessum afurðum í S-Evrópulöndum ESB.
Einnig vil ég nefna það hér að þetta svokallaða fjórfrelsi sem átti að vera svo afskaplega gott og skilvirkt er illa að virka hér innan ESB, það þekki ég á eigin skinni við að reyna að flytja vörur mína hér á milli ESB landa. Þvílík skriffinnska og kostnaður og leyfisveitingar.
Endurskoðandinn minn segir mér reyndar að þetta svokallaða fjórfrelsi hafi aldrei virkað neitt nema í "theoríuni" og svo fyrir stórfyrirtækin sem hafa haft efni á því að geta látið sína lobýista liggja í commizararáðunum í Brussel með misþykk seðlabúnt í vösunum, allan ársins hring og svo jú fyrir bankaelítuna sem farið hefur eins og engisprettuplága yfir svæðið og það með skelfilegum afleiðingum fyrir Bandalagið sjálft og skýrasta og eitt nærtækasta dæmið um það var auðvitað Ísland og fall bankanna þar.
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 11:10
Gunnlaugur.
Ég er líka í innflutningsbransanum. Ég er að flytja inn vörur til Íslands. Þar þarf ég líka að fá mörg leyfi. Og endurnýja reglulega og redda pappíra fyrir hverja sendingu. Og ekki er Ísland í ESB. Þetta er bara eðli viðskipta að hafa hluti á svart og hvítu. Það er óþarfi að kenna ESB um.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2010 kl. 11:43
Gunnlaugur: Ég ætla ekki að fara að skýra það út fyrir þér hvernig sjómaður í byrjun 4ra vikna túrs og án símasambands bregst við þegar honum er bannað af bankanum og yfirvöldum að millifæra peninga á reikninginn sinn erlendis til að standa undir framfærslukostnaði sínum.
Þú virðist ekki hafa hugmynd um það sem er að gerast á Íslandi.
Ég leyfi mér að fullyrða það í ljósi þessara fullyrðinga þinna hér að ofan.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 11:49
Jú Stefán ég þekki þessi mál.
Það vill svo til að góður vinur minn og nágranni hér á Spáni er á einum tekjuhæsta frystitogara landsins og hann hefur sagt mér að hann hafi ekki haft nein teljandi vandræði við að millifæra allar sínar tekjur hingað út.
Hann gleðst mjög yfir að Evran skuli enn vera að lækka, meðan íslenska krónan styrkist, því tekjur fyrir afurðirnar eru að nær öllu leyti í US dollar.
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 12:19
Hvernig fer vinur þinn að?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:24
Gunnlaugur: Hvernig getur þú útskýrt að Seðlabankinn neitaði mér 2svar um undanþágu?
Það eru ekki til neinar verkfallsreglur í þessari Paradís þinni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:30
Ég get ekki farið í að skýra f.h. Seðlabankans hvað hefur hent þig í samskiptum þínum við þá við að millifæra þitt fé.
En trúi því samt að þarna hafi verið um eitthvert tilfallandi tímabundið vandamál eða tæknilegt útfærslu atriði að ræða sem hafi verið vegna þess að þú hafir ekki passað uppá að dreifa þessu oftar og jafnar yfir lengra tímabil, sem auðvitað er samt ákveðið óhagræði af, en ekkert óyfirstíganlegt stórvandamál samt.
Hinnsvegar get ég bent þér á að það er talsvert ódýrara og fljótlegra fyrir mig að færa fé af íslenskum bankareikningi mínum á bankareikning minn hér á Spáni heldur en ag Breskum bankareikningi mínum og hingað út og einnig öfugt. Kostnaðurinn við þessar millifærslur milli þessara banka í ESB ríkjunum Bretlandi og Spáni er miklu hærri heldur en frá litla sjálfstæða Íslandi sem ekki er í ESB. Þar eru líka takmarkanir á hvað ég má færa mikið í einu.
Ég trúi ekki öðru en að þetta sé leyst mál hjá þér núna og að þú passir þig á því að dreifa millifærslum oftar og jafnar og þá verður þetta ekkert vandamál fyrir þig.
Þannig gerir vinur minn þetta stórvandræðalaust, án þess að ég vilji fara nánar útí hans fjármál.
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 13:22
Gunnlaugur I, Það má núna bara flytja 350.000 ISKR á frá Íslandi vegna gjaldeyrishafta.
Það er hlegið af þeim sem ætlar sér að reyna að skipta íslenskum krónum í bönkum erlendis. Enda gjörsamlega gagnslaust, þar sem enginn erlendur banki tekur við íslensku krónunni lengur.
Þú ennfremur ruglast á reglum ríkja varðandi fjárþvott, sem takmarka þær upphæðir sem þú getur flutt á milli landa.
SEPA mun ennfremur lækka þennan kostnað þegar það hefur tekið fullt gildi innan Evrópu.
Jón Frímann Jónsson, 7.8.2010 kl. 14:42
Gunnlaugur: Mér finnst frábært hvernig þú færir rök fyrir einhverju sem þú hefur alls enga hugmynd um. Hrikalega finnst mér þetta lélegt hjá þér. Mín reynsla er þitt huglægt mat;) Þú ert frábær náungi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 16:13
Jón Frímann.
Það má alveg flytja miklu meira fjármagn frá Íslandi ef þú ert að kaupa inn og greiða fyrir vörur eða þjónustu. En fyrir einstaklinga sem er að nota þetta til ótilgreindra þarfa þá getur vel verið að það sé rétt hjá þér að þessi fjárhæð sé almennt bundinn við kr. 350.000.- á dag eða nokkurra daga millibili.
En hinnsvegar er íslenska krónan tekinn fullgild í öllum þeim fjölmörgu bönkum sem ég hef prófað hér á Spáni og líka í Englandi.
Þá á ég við þannig að þú getur farið með debit eða kredit kortið þitt í hvaða automatíska hraðbanka sem er og slegið þar inn þitt leyninúmer og hvað þú villt taka mikið út í evrum eða pundum og bankinn afgreiðir þig sjálvfirkt með það í peningaseðlum og það meira að segja á Seðlabanka gengi eða svo gott sem. Á kvittunina þína færðu síðan prentað hvað þú tókst mikið út í evrum og á hvaða gengi það var gert gagnvart íslensku krónunni og hvað kortið þitt var skuldfært samtals fyrir í íslenskum krónum ásamt sundurliðuðum kostnaði.
Þannig hamla þessi takmörkuðu gjaldeyrishöft hinum venjulega íslendingi sáralítið sem ekkert jafnvel þó svo þeir hafi allar sínar launatekjur á Íslandi en búi erlendis.
Hvað þú mátt taka mikið út úr hraðbanka á dag er hinns vegar takmarkað við ákveðna upphæð en er svolítið mismunandi upphæð frá einu korti til annars á dag, en er yfirleitt frá 250 til 330 evrum á dag.
Hinns vegar getur þú auk þess notað íslenska kredit kortið þitt til að greiða fyrir hvaða þjónustu eða vöru hvar sem á annað borð er tekið við kortum.
Það getur vel verið að einhver hraðbanki í útlöndum hafi hlegið af þér þegar þú reyndir að taka þar út pening af íslenska kortinu þínu.
En það hefur þá bara verið af því að þeir vita hvað þér er illa við íslensku krónuna, eða sem líklegra er að þú hefur ekki átt næga innistæðu á kortinu þínu, kallinn minn.
Það hefur ekkert með íslensku krónuna að gera, þó þú hatir hana útaf lífinu að því er virðist.
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 16:15
Sæll Stefán.
Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega um þínar aðstæður allar í þessu máli og af kurteisi og tillitssemi við þig þá kæri ég mig ekki um að vera með nefið ofan í þínum einka fjármálum.
Hinns vegar vill bara svo til að ég veit miklu meira um þessi mál en þig gat nokkurn tímann grunað og það frá fyrstu hendi frá fólki sem ég þekki mjög vel og er í mjög svipaðri aðstöðu og þú og reyndar frá fleirum líka. Þess vegna þýðir ekkert fyrir þig að segja mér eða öðrum hér á blogginu einhverjar hryllingssögur um þessi gjaldeyrishöft og hvaða stórtjóni þau valdi þér.
Slíkt stenst engan veginn skoðun þó svo að það geti vel verið að þau hafi hugsanlega getað hafa valdið þér einhverjum smávægilegum og tímabundnum vandamálum.
En alls ekkert umfram það !
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 17:24
Gunnlaugur I, það er ekki bankinn sem fæst við það. Heldur Visa eða annað kortafyrirtæki sem sér um það. Bankanir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu þegar þú tekur út pening í þeirra hraðbanka.
Þú getur lesið íslensk lög um gjaldeyrisviðskipti hérna. Það er alveg ljóst að þú hefur engan skilning á því hvaða áhrif gjaldeyrishöftin hafa á daglegt líf íslendinga, sem geta ekki keypt sér gjaldeyri nema þá að vera á leiðinni erlendis og þá gegn framvísun farseðils sem einnig er tekið ljósrit af.
Það eru aðeins ónýtir gjaldmiðlar sem þurfa að standa í gjaldeyrishöftum eins og þeim sem íslendingar lifa við í dag.
Jón Frímann Jónsson, 7.8.2010 kl. 18:39
En bankarnir íslensku þurfa alla vegana fyrst að hafa traust hjá VISA og eða Mastercard alþjóðlegu greiðslumiðlunarfyritækjunum eins og þeir greinilega hafa og þrátt fyrir hatur þitt á lítlum gjaldmiðil okkar.
Athugaðu það fyrst Jón Frímann Íslands KRÓNU HATARI !
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 20:04
Gunnlaugur I, Hættu að saka mig um að vera "krónu hatara". Krónan er gjaldmiðill, og sem notandi þess gjaldmiðils geri ég þá kröfu að viðkomandi gjaldmiðill sé stöðugur, öruggur og valdi mér ekki efnahagslegum skaða sem íbúa viðkomandi ríkis.
Eins og staðan er núna, þá uppfyllir krónan ekki nein af þessum skilyrðum. Eins og sést mjög vel á gjaldeyrishöftunum sem ríkja á íslensku krónunni. Það er ennfremur ljóst að íslenska krónan hefur valdið mér efnahagslegum skaða, bæði með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Skaðinn er ennfremur sá að kjör mín hafa skerst til mikilla muna vegna upptaldra aðila.
Þannig að áður en þú sakar mig um að hata krónuna, þá skora ég þig á að nota krónuna sjálfur sem gjaldmiðil. Ég lofað þér því að þú mundir fljótt saka stöðugleika og trausts evrunnar sem þú notar á Spáni.
Áskökun þín um að ég sé krónu hatari er því fyrst og fremst vísun á það hversu ruglaður málflutningur þinn er, og hversu mikil rökleysa hann ennfremur er.
Jón Frímann Jónsson, 7.8.2010 kl. 21:31
26.1.2010:
"Svo gæti farið að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin í fyrirsjáanlegri framtíð og eru líkur á að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli sem Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor í Háskólanum í Reykjavík, skrifar í Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum skólans.
Í pistli sínum gerir Ólafur endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið að umtali. Ólafur segir meðal annars að árangur hafi náðst með efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það endurspeglist í því að krónan sé að ná jafnvægi - brothættu þó. Þetta jafnvægi styðjist við rammgerð gjaldeyrishöft og hærra vaxtastig en almennt gerist.
"Enda þótt engum þurfi að blandast hugur um skaðsemi haftanna virðast þau óumflýjanleg í ljósi þess að engar forsendur eru fyrir að úr landi renni í erlendum gjaldeyri fé erlendra aðila sem streymdi inn fyrir hrun í leit að hærri ávöxtun en annars staðar bauðst.
Hætt er við að afnám haftanna myndi valda slíkri áraun á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gengi krónunnar að við það yrði naumast unað.
Þarf því að horfast í augu við þann möguleika að krónan losni ekki úr viðjum haftanna í fyrirsjáanlegri framtíð og jafnvel að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga,“ segir Ólafur í Háskólablaðinu.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur - Gjaldeyrishöftin trúlega ekki afnumin fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 22:03
TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.
"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.
Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.
Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 23:16
Gunnlaugur: Hrikalega ertu heppinn að þekkja þetta ekki frá fyrstu hendi.
Ég ætla ekki reyna að rökræða við þig meira um huglægt mat þitt sem byggir ekki á neinu nema einhverju í þínu höfði en ekki eigin reynslu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 16:10
Eru NEI-sinnar byrjaðir að verja gjaldeyrishöftin? Ja hérna hér.
Djöfull hlítur heiftin að vera mikil gagnvart ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2010 kl. 18:37
"Gengi dollars gagnvart japanska jeninu hefur ekki verið lægra í 15 ár.
Dollarinn féll í verði á föstudaginn þegar nýjar tölur voru birtar um atvinnuleysi í Bandaríkjunum, en þar hefur störfum fækkað.
Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum og aukin óvissa um efnahagslíf landsins gera það að verkum að trú á dollarann minnkar."
Bandaríkjadalur ekki lægri gagnvart japanska jeninu í fimmtán ár
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 02:58
Gríska ríkið á réttri leið að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 03:18
Þýska vélin að komast í gang
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 09:42
9.8.2010 (í dag):
"Vöruskiptaafgangur eykst enn mikið í ÞÝSKALANDI, sem bendir til að VÖXTUR á öðrum ársfjórðungi gæti hafa verið SÁ MESTI FRÁ SAMEININGU LANDSINS fyrir 20 árum.
Frá Þýskalandi, sem er NÆSTMESTA ÚTFLUTNINGSHAGKERFI HEIMSINS á eftir Kína, berast nú þær fregnir að útflutningur hafi farið upp í 86,5 milljarða evra í júní, það mesta frá því í október 2008.
Innflutningur náði einnig nýjum hæðum í 72,4 milljörðum evra.
Það er MESTI INNFLUTNINGUR Í EINUM MÁNUÐI FRÁ ÞVÍ MÆLINGAR HÓFUST ÁRIÐ 1950.
Þetta þýðir að afgangur á vöruskiptum Þýskalands við útlönd jókst um 44% frá maí og fram í júní, um 14,1 milljarð evra."
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.