6.8.2010 | 17:11
Sagði Adolf eitthvað sem mátti ekki?
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sér ástæðu til að senda frá sér fréttatilkynningu eftir viðtal á Rás-2, í gær, sem vakið hefur mikla athygli. Þar sagði Adolf það ekki vera raunhæft að draga ESB-umsóknina til baka og að stefna bæri að ná eins góðum samningi í sjávarútvegsmálum, eins og hægt er.
Þetta hleypti illu blóði í ýmsa stjórnarmenn í LÍÚ.
En Adolf hefur sent þetta frá sér og er m.a. að finna á vef LÍÚ.
"Að gefnu tilefni vill undirritaður árétta að engin breyting hefur orðið á afstöðu LÍÚ til aðildar að Evrópusambandinu. Ummæli mín undir lok viðtals í síðdegisþætti á Rás 2 í sl. miðvikudag voru í fréttum RÚV síðar þann sama dag af einhverri ástæðu slitin úr samhengi við annað sem ég hafði sagt fyrr í þættinum.
LÍÚ hefur um árabil lýst þeirri afstöðu samtakanna að Ísland eigi ekki erindi inn í Evrópusambandið. Ríkisstjórn Íslands sótti hins vegar um aðild að ESB þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri.
Ég tel að það komi strax í ljós í aðildarviðræðunum, að það eru engin líkindi til þess að við náum viðunandi samningi fyrir Íslands hönd eins og ég lýsti í viðtalinu."
Þá er það spurningin: Sagði Adolf eitthvað sem mátti ekki segja?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Fréttin er þessi, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins:
"FYRST AÐ ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að VIÐ verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum SAMNINGUM og mögulegt er," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
"Verðum að reyna að ná góðum samningi"
Einnig þessi SKOÐUN Adolfs Guðmundssonar:
"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST."
RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 17:42
"Tilgangur LÍÚ er" meðal annars:
"Að taka þátt í alþjóðasamstarfi og gæta hagsmuna útvegsmanna við samningsgerð íslenska ríkisins við önnur ríki."
Landssamband íslenskra útvegsmanna væri því að GANGA GEGN tilgangi sínum með því að taka EKKI þátt í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 17:48
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna:
"Við getum ekki deilt um það næstu tvö árin hvort við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu," segir Þorsteinn Már Baldvinsson.
"Við þurfum að koma þessu í farveg. Það þarf að ákveða að búa til samningsmarkmið eða taka upp aðra mynt einhliða.
Ég kalla eftir því að öll orkan fari ekki í að ræða hvort það sé rétt eða rangt að sækja um aðild, frekar að reynt sé að greina kosti og galla.
Þá fyrst geta menn tekið afstöðu með eða á móti."
Þorsteinn segist ekki ætla að lýsa sinni skoðun á því hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.
"Mér finnst við ekki vera í góðri stöðu sem þjóð og ég spyr sjálfan mig hvort líklegra sé að efnahagur landsins rétti fyrr úr kútnum með eða án aðildar?
Ég er þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að kjósa um það - umræðan þarf að komast á það stig að við vitum hvaða kostir eru á borðinu og svo fái þjóðin að taka ákvörðun. Ég held það verði aldrei friður um málið, enda er það risavaxið.
En það er skylda okkar sem erum í forystu að fara yfir málin efnislega og kynna kostina og gallana fyrir þjóðinni, þannig að hún geti síðan tekið upplýsta afstöðu í almennum kosningum."
Þorsteinn Már Baldvinsson - Það lifir enginn við þessa vexti
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 17:50
Það er miður ef ESB sinnar minnka eitthvað átrúnað á hinn nýja guð sinn "Adolf".Nú hallast þeir að því að einhverjir séu að verki sem stjórni Adolf og bregðist við ef hann segi eitthvað,sem túlka megi sem stuðning við ESB.Nú er ekki nokkur leið að túlka það sem stuðning við ESB það sem Adolf sagði.Ef það er hægt þá er alveg eins hægt að segja að Steingrímur J. Sigfússon styðji aðild að ESB, og það enn frekar.Steingrímur lagði fyrir Alþingi tillögu um að Ísland gengi í ESB og kæmi heim með samning sem hann segir að verði að fella,Adolf vildi ekki að Ísland sækti um aðild að ESB, en hann vill að komið sé heim með eitthvað, svo hægt sé að segja að ekki verði komist lengra, svo hægt sé að fella þessa vitleysu endanlega.Og hvað með Ögmund Jónason,Varla dettur ykkur ESB sinnum í hug að taka hann í guðatölu þótt hann styðji ríkisstjórn sem sótt hefur um ESB aðild.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 18:26
Sigurgeir Jónsson
Evrópusamtökin hafa ALDREI sagt það hér að Adolf Guðmundsson, eða allir í Landssambandi íslenskra útvegsmanna, STYÐJI NÚ aðild Íslands að Evrópusambandinu.
En þú virðist ríghalda þér í þá skoðun að ALLIR sjálfstæðismenn og ALLIR útvegsmenn hafi EINA samræmda og staðlaða skoðun í þessum málum.
Landssamband íslenskra útvegsmanna myndi hins vegar að sjálfsögðu EKKI taka þátt í viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu EF ALLIR ÚTVEGSMENN teldu að það hefði ENGA þýðingu.
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 18:53
Ja, það sem virðist hafa skeð er, að bláhöndum hafi líkað eigi all-vel að hann blótaði ekki ESB í sand og ösku - og helst ríkisstjórn með þ.e. í annarri hverri setningu í viðtalinu.
Það sem hann sagði í viðtalinu var alveg skýrt. Telur að taka eigi fullan þátt í ferlinu til enda og einhenda sér í að ná sem bestum samningi. Annað sé eigi relevant. Alveg skýrt.
Í sjálfu sér er þetta eina skynsamlega nálgunin sem hægt er að taka. Bara augljóst. Aðildarumsókn var samþykkt a lýðræðislegan hefðbundinn hátt. Það er mál er afgreitt.
Bláum höndum og öfgasinnaðri einstklingum hefur ekki líkað við skynsamlega framsetningu Aolfs. Allt og sumt. Því hann Adolf er alveg óvitlaus sko og yfirleitt hófsamur í málflutningi sínum og framsetningu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 18:57
Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna - mbl.is
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 19:07
Átrúnaðurinn er enn til staðar.Það er ágætt.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 19:40
Ég byggi ALLAR mínar skoðanir á STAÐREYNDUM.
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 19:53
Spá frekari lækkun stýrivaxta
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 19:55
steini br. er staðreynd, er það ekki.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 20:16
On the Sunny Side of the Street
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 20:22
Sigurgeir.
Þú varst að segja að evrópusinnar hafa haldið því fram að Adolf styður ESB. Það er bara rangt.
Annaðhvort lestrarerfileikar eða heimska á þínum bæ.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.8.2010 kl. 21:07
ÉG sagði það, að ekki væri hægt að túlka það sem Adolf sagði, sem stuðning við umsókn að ESB.Gera Evrópusamtökin það.Túlka Evrópusamtökin orð Adols þannig.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 21:46
Túlka Evrópusamtökin orð Adolfs þannig.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 21:47
Þeir sem eru læsir geta lesið það sem ég sagði hér ofar á síðunni.
Sigurgeir Jónsson, 6.8.2010 kl. 22:01
Fréttin er þessi, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins:
"FYRST AÐ ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að VIÐ verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum SAMNINGUM og mögulegt er," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
"Verðum að reyna að ná góðum samningi"
Einnig þessi SKOÐUN Adolfs Guðmundssonar:
"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST."
RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson
Þorsteinn Briem, 6.8.2010 kl. 22:08
Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna), sjötta stærsta sjávarafurðafyrirtæki í heiminum, hefur átt og rekið fyrirtæki í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Hollandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Bandaríkjunum, Taílandi, Suður-Kóreu, Japan og Kína.
SÍF (Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda) keypti árið 1990 fyrsta erlenda fyrirtækið, Nord Morue í Frakklandi, og á næstu árum óx starfsemi fyrirtækisins verulega fiskur um hrygg með fjárfestingum í fyrirtækjum í Frakklandi, Spáni, Grikklandi, Noregi og Brasilíu.
Íslandssíld, sem áður hét Síldarútvegsnefnd, var í ársbyrjun 1999 sameinuð SÍF og seinna sama ár sameinuðust SÍF og Íslenskar sjávarafurðir undir merki SÍF.
SÍF stofnaði árið 2004 dótturfélagið Iceland Seafood International (ISI), sem sjá skyldi um sölu á öllum sjávarafurðum félagsins, en SÍF seldi ISI árið 2005.
ISI hefur rekið útibú í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Grikklandi, Kanada og Suður-Kóreu en verið með höfuðstöðvar á Íslandi.
Árið 2006 var nafni SÍF breytt í Alfesca og fyrirtækið hefur rekið 11 framleiðslustöðvar í þremur löndum, Frakklandi, Spáni og Bretlandi, en haft höfuðstöðvar á Íslandi.
Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, bæði eitt sér og í samstarfi. Fyrirtækið á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi.
Samherji hefur einnig verið með starfsemi í Afríku frá árinu 2007 og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins.
Samherji - Erlend starfsemi
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í apríl 2007, sjá bls. 19-20
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 00:32
"Evrópusambandið hefur þróast mjög síðan samið var um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Að langmestu leyti er Ísland þátttakandi í framvindu Evrópusambandsins og yfirtekur flestar ákvarðanir þess.
Ísland er að mestu opið til viðskipta, fjárfestinga og uppkaupa.
Útlendingar mega eiga 49,9% hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Meðal annars er Ísland opið til innflutnings á mörgum landbúnaðarvörum, enda aðeins fáar búvörur framleiddar hér.
Í raun er Ísland áhrifalaust annars flokks fylgiríki Evrópusambandsins."
Aðildarumsókn er einmitt tímabær núna - Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 00:35
Við Íslendingar yrðum langstærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu - Fiskafli árið 2005
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 01:19
Ísland er ekki aðili að ESB. Ekki frekar en Noregur.Noregur er á EES efnahagsvæðinu eins og Ísland. Engum í Noregi dettur í hug að halda því fram að með því að vera aðili að ESS séu Norðmenn hluti af ESB.Það er einfaldlega bull að halda slíku fram.Norðmenn kusu að vera ekki hluti af ríkjasambandi Evrópu.Grænlendingar og Færeyingar eru ekki heldur í ESB.Engin rök eru fyrir því að Íslendingar eigi frekar að vera þar.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2010 kl. 08:35
Og svo er spurningin:Hvenær breytist Evrópusambandið í Evrasíusambandið.Tyrkland hefur sótt um aðild að ESB.Hluti þess er í Asíu.Fréttir hafa borist um að umsókn Íslands geti flýtt fyrir aðild Tyrklands.Frakkar vilja aukið samstarf N-afríkuríkja við ESB.Fer Israel inn .Þeir fá að keppa í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.Landfræðilega eru ríki norður Afríku ekki síður tengd þessu hugtaki "Evrópu" en ísland.Enda er vandséð af hverju N-Afríkuríkin geta ekki gengið í ESB eins og Malta.ESB er veldi gamalla nýlenduvelda sem vija sýna mátt sinn og megin með því að komast í aðstöðu til að stjórna öðrum þjóðum.Þangað eigum við ekkert erindi.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2010 kl. 08:49
Sagði ESB vindbelgurinn Össur eitthvað útí Brussel í fagnaðarlátum sínum sem þjóðin hans vildi alls ekki að hann segði eða gerði.
Já það fór ekki fram hjá neinum hann varð sér og þjóð sinni til stórskammar !
Adólf hefur leiðrétt útúrsnúninga og rangtúlkanir fréttastofu RÚV og fleiri sem reyndu að snúa því þannig út að LÍÚ styddi nú eindregið ESB aðildarviðræður.
Össur hefur hinns vegar ekki leiðrétt eitt né neitt og orð hans voru ekki slitin úr neinu samhengi hann vill inní ESB sama hvað.
Hann skuldar þjóð sinni afsökunarbeiðni, en þjóðin skuldar honum harðort uppsagnarbréf og það mun hann fá fyrr en seinna þegar þessi ESB vitleysa hans verður stöðvuð af meirihluta þjóðar og þings.
Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 11:19
ég er stoltur af Össuri. hann er að gera góða hluti nú til dags og hann skuldar mér ekki afsökunarbréf.
Það þarf ekki nema hlusta á síðdegisútvarpið á rás tvö til þess að heyra það sem Adolf sagði. óklippt. óþarfi að kenna útúrsnúninga og rangtúlkanir fréttastofu rúv. Það er ljóst að hugsandi menn innan LÍÚ vilja klára aðildarviðræðurnar. vitleysingjarnir vilja draga umsóknina til baka.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2010 kl. 11:39
Skoðanir Jóns Sigurðssonar og hrifning hans á ýmsu á meginlandi Evrópu hafa lítið breyst á þeim 37 árum þegar ég heyrði fyrst í honum sem leiðbeinanda.Hann segir að ESB hafi þróast mikið frá því að EESsamningutinn var gerður.Hann útskýrir ekki nánar í hverju sú þróun er fólgin, en hún á að vera öllum augljós.ESB stefnir hraðbyri í þá átt að verða formlegt ríki.Ísland var því sem næst nauðbeygt af gömlu nýlenduveldunum með tollum og öðrum yfirgangi til að fallast á ESS samningin.Afleiðingar þessa samnings stöndum við nú frammi fyrir í dag, og sér ekki fyrir endann á því.Ákvæði samningsins um frjálst flæði fjármagns varð til þess að íslenskir bankar uxu sem gorkúlur á haug.Og Gömlu nýlenduveldin heimta að við borgum þótt ekkert í þessum samningi segi að við eigum að gera það.Jón Sigurðsson er gamall kennari Framsóknarflokksins í áróðri.Hann þekkir aðferðir allra mestu áróðursnillinga Evrópu,´gamalla sem nýrra, og vitnaði í þær í sinni kennslu.En hann er nú á á villigötum eins og fleiri.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2010 kl. 11:51
Það kostar íslendinga stórfé að standa í þessum svokölluðu"viðræðum " við gölmlu nýlenduveldin og fylgifiska þeirra sem kalla sig ESB, og eru Svíar og Finnland ekki best, þessi gömlu fylgiríki Þýskalands.Og eftir því sem þessi fíflagangur tekur lengri tíma þeim mun dýrari verður hann.Össur á að hafa manndóm í sér að geta horft á hlutina eins og þeir liggja fyrir.Ríkisstjórnin getur sett þessum "aðildarviðræðum "tímamörk og að þeim tíma liðnum skipað þeim sem eru í viðræðunum að koma heim að þeim tíma liðnum, og lýsa því yfir að viðræðurnar hafi verið árangurslausar og aðildarumsóknin hafi verið dregin til baka.Eða verður þetta "umsóknarferli" eins og hjá Tyrkjum sem hafa verið dregnir á asnaeyrunum árum saman.Össur á að hætta að skríða fyrir ESB, og standa uppréttur fyrir hönd Íslands eða segja af sér ella.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2010 kl. 12:04
Sigurgeir Jónsson
"Meiri hlutinn ítrekar að öll aðildarríki Evrópusambandsins njóta almennrar viðurkenningar sem sjálfstæð og fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.
Því er ekki um það að ræða að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu feli í sér að landið hafi glatað stöðu sinni sem sjálfstætt og fullvalda ríki.
Má raunar benda á að síðustu áratugi hefur sjálfstæðisbarátta margra ríkja beinst að því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi einmitt til að geta sem frjáls og fullvalda ríki tekið þátt í alþjóðasamstarfi annarra frjálsra og fullvalda ríkja.
Á þetta ekki síst við um sjálfstæðisbaráttu ríkja í Evrópu síðustu tvo áratugina. Einnig er á stundum vísað til þess að mikilvægt sé fyrir ríki að endurheimta og treysta fullveldi sitt til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi á eigin fótum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 12:06
Ja, hérna.
Jón Baldur Lorange, 7.8.2010 kl. 12:15
"Úrsagnarréttur.
Líkt og fram hefur komið telur meiri hlutinn nauðsynlegt að framsal valdheimilda sé ávallt afturkræft.
Nefndin hefur kannað sérstaklega einhliða úrsagnarrétt úr Evrópusambandinu. Gildandi sáttmálar ESB innihalda ekki beint ákvæði um þá stöðu að ríki segi sig úr sambandinu.
Á hinn bóginn hefur Lissabon-sáttmálinn, sem ætlað er að breyta gildandi sáttmálum ESB, að geyma slíkt ákvæði.
Þar er gert ráð fyrir að ríki geti gengið úr sambandinu á grunni samnings þar um við önnur aðildarríki en slíkur samningur mun þá fjalla um hvernig viðkomandi ríki hverfi úr sambandinu.
Meiri hlutinn minnir á að almennt samkomulag er um þann skilning að jafnvel þótt gildandi sáttmálar innihaldi ekki ákvæði af þessu tagi sé fullljóst að aðildarríki geti einhliða kosið að ganga úr sambandinu á grundvelli almennra reglna þjóðarréttar.
Um þetta vísast einnig til þess er Grænland sagði sig úr sambandinu þar sem það var aðili á grundvelli aðildar Danmerkur."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 12:16
Nú væri fróðlegt að fá tilvísun í skýrslu frá Steina Briem um hvernig ríki sem komið er inn í ESB og búið að aðlaga allt regluverk, stjórnkerfi og efnahagskerfi að ESB gjörðum, á í raun að geta sagt sig úr ESB. Þetta kann að vera fræðilegur möguleiki en sérðu t.d. fyrir þér að samgróið ESB ríki geti þetta í raun?
Jón Baldur Lorange, 7.8.2010 kl. 12:25
Þar sem eg veit að LÍÚ menn eru að lesa þetta þá er hér fræðileg grein frá Háskólanum í Porsmoð um spán-UK sem andsinnar hafa ruglað um all-miið. Allt vitleysa hjá náttúrulega.
Svona kom það upphaflega til að Spánverjar sóttust eftir að skrá skip í Uk. Vegna útfærslu breta í 200 mílur þá þrengdi að sögulegum veiðisvæðum Spánverjá á Sól-Banka - og þá sáttst þeir eftir að skrá skip í UK (og víðar) og engar reglur voru til er hömluðu því UK. Þessvegna er algjör 100% þvaðursþvæla þegar menn eru að taka þetta og búa til sagnabálka varðandi Ísland. Þetta gæti einfaldlega eigi gerst fræðilega (þarf varla að skýra það frekar út, býst eg við og allra síst fyrir LÍÚ mönnum. Meina, Adolf td. mundi strax fatta það.)
,,Member States created a de facto exclusive fishery zone covering a considerable part of the North-East Atlantic and North Sea fishing grounds. Significantly, the zone took in a major portion of the Great Sole Bank (Gran Sol) which was historically an important fishing area for the Spanish fleet. In the mid-1970s, more than 450 Spanish vessels had been fishing these grounds for high-value groundfish species such as hake, megrim and monkfish (anglerfish); now these vessels were excluded. Access negotiations began with the Community but an EEC–Spain Fisheries Agreement was not concluded until 1980. This restricted access to a “basic list” of just 300 named vessels, of which only half were licensed to fish in the area at any one time. Many of the displaced vessels, which were fishing out of ports in Galicia and the Basque country, looked for EEC countries in which to register. By 1983, when the Community's TAC/quota system came into operation, there were over 60 “Anglo-Spanish” (AS) vessels on the UK register. Many of these were former Spanish vessels which had re-registered in the UK, their owners setting up British companies in order to comply with the conditions of the 1894 Merchant Shipping Act. The remainder were former UK-registered vessels which had been bought by their new Spanish owners. All these vessels were automatically granted UK fishing licences, which before 1984 were freely available to any UK-registered vessel."
http://linkinghub.elsevier.com/retrieve/pii/S0308597X01000355
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2010 kl. 12:48
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum. [...]
Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu. [...]
Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna. [...]
Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 13:07
"Þá óskaði nefndin eftir upplýsingum og mati utanríkisráðuneytisins á kostnaði við aðildarviðræður. [...]
Kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins að kostnaður sem falli undir ráðuneytið sé metinn á tæpar 800 milljónir króna fyrir tímabilið 2010-2012.
Svarar það til ríflega 260 milljóna króna á ári að meðaltali en lunginn af þeim kostnaði felst í þýðingum reglna Evrópusambandsins yfir á íslensku sem ekki hafa verið þýddar á grunni EES-samningsins.
Telur meiri hlutinn afar mikilvægt út frá meginreglum um aðgang almennings að lögum að þær megi nálgast á íslensku.
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 13:22
"Öryggis- og varnarmál. Almennt og áhrif Lissabon-sáttmálans:
Nefndin hefur kynnt sér þær reglur sem gilda um utanríkis- og öryggismál í Evrópusambandinu og þær breytingar sem verða þegar Lissabon-sáttmálinn tekur gildi.
Lissabon-sáttmálinn kveður á um að öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins verði óaðskiljanlegur hluti af utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og hafi þar af leiðandi sömu markmið.
Þau meginverkefni sem falla undir öryggis- og varnarmálastefnuna eru friðargæsla, friðaruppbygging, hættuástandsstjórnun (e. crisis management), og mannúðar- og neyðaraðstoð.
Sáttmálinn skuldbindur aðildarríkin til að móta til lengri tíma litið sameiginlega varnarstefnu og þar með, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) samþykkir einróma, sameiginlegar varnir.
Lissabon-sáttmálinn kveður hvorki á um að her Evrópusambandsins verði stofnaður né að herskyldu verði komið á.
Jafnframt eru sett margs konar skilyrði fyrir þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu, meðal annars að slík stefna skuli ekki stangast á við stefnu þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO.
Hafa ber í huga að við gerð Lissabon-sáttmálans hefur þurft að taka tillit til aðildarríkja með ólíka forsögu í öryggis- og varnarmálum.
Af 27 ríkjum eru 21 aðili að NATO. Af hinum sex ríkjunum eru fimm (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) yfirlýst hlutlaus. Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja.
Sérstaða Íslands sem herlausrar og vopnlausrar þjóðar er augljós. Ísland mun undir engum kringumstæðum koma á innlendum her eða taka þátt í samstarfi herja.
Af þeim sökum er einnig eðlilegt að Ísland standi utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA), líkt og Írar hafa kosið að gera, enda þátttaka í henni valkvæð.
Breytingar vegna Lissabon-sáttmálans munu ekki hafa áhrif á þá meginreglu að ákvarðanir í utanríkis- og öryggismálum þarf að samþykkja einróma og ekki er hægt að þvinga aðildarríki með atkvæðagreiðslu til að taka þátt í aðgerðum.
Meiri hlutinn áréttar að í þessu felst að ríki verður hvorki þvingað til friðargæslu né hernaðaraðgerða, né til að fylgja ákveðinni stefnu.
Ríki geta hins vegar valið að sitja hjá ef þau vilja ekki standa í vegi fyrir vilja meiri hlutans.
Nefndin hefur kynnt sér lagalega bindandi ákvörðun leiðtogafundar Evrópusambandsins frá 19. júní 2009 um túlkun Lissabon-sáttmálans hvað varðar öryggis- og varnarmál.
Í henni er ítrekað að ákvörðun um þróun sameiginlegra varna þurfi að taka einróma og í samræmi við stjórnarskrá hvers ríkis.
Auk þess gengur sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnan aldrei framar stefnu hvers ríkis í öryggis- og varnarmálum.
Þar kom og fram að hvert aðildarríki ákveður hvort það taki þátt í fastri samvinnu á sviði varnarmála eða í evrópskri varnamálastofnun.
Þá telur meiri hlutinn rétt að benda á að í ákvörðun fyrrnefnds leiðtogafundar ESB var skýrt tekið fram að í Lissabon-sáttmálanum væri ekki gert ráð fyrir samevrópskum her, né herskyldu, af neinu tagi auk þess sem hvert aðildarríki ákveður í samræmi við réttarreglur sínar hvort það taki þátt í hernaðaraðgerðum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 13:43
"Hvað skattlagningu innan aðildarríkja Evrópusambandsins varðar er hún alfarið í höndum ríkjanna sjálfra, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hefur aðild að Evrópusambandinu ekki áhrif á tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða fyrirtækjaskatta, svo dæmi séu nefnd.
Öll afskipti Evrópusambandsins af skattamálum eru háð einróma samþykki aðildarríkjanna."
"Innan Evrópusambandsins gilda reglur um hámarks- og lágmarkshlutfall virðisaukaskatts með það að markmiði að tryggja eðlileg viðskipti á innri markaði, en grunnhlutfall hans má ekki vera lægra en 15% og ekki hærra en 25%."
"Við inngöngu í Evrópusambandið mundu tollar milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins falla niður en tollar á vörum frá þriðju ríkjum yrðu samkvæmt tollskrá ESB.
Til framtíðar litið munar mestu um að tollar féllu niður af varningi frá ríkjum Evrópusambandsins, meðal annars landbúnaðarafurðum."
"Nefndin ræddi einnig þær reglur sem gilda innan Evrópusambandsins um vörugjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti. Þrátt fyrir þær reglur hafa aðildarríki sambandsins töluvert svigrúm til að ákveða hlutfall gjaldsins.
Fram kom á fundum nefndarinnar að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi engu breyta sem slík um einkasölu ríkisins á áfengi, enda er slík einkasala enn við lýði til dæmis í Svíþjóð en Svíar settu það á sínum tíma sem sérstakt samningsmarkmið.
Í ljósi þess telur meiri hlutinn ekkert því til fyrirstöðu að slíkt fyrirkomulag haldist hér.
Loks má nefna að tolltekjur sem ESB-ríkin innheimta fara að mestu í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins."
"Fram kom á fundum nefndarinnar að tekjur Evrópusambandsins (framlög aðildarríkja) voru árið 2008 um 1% af heildarþjóðartekjum aðildarríkja Evrópusambandsins."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 14:13
"Gjaldmiðilsmál.
Það er álit meiri hlutans að komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og í því eigi að leita eftir samkomulagi við Evrópusambandið og ECB [European Central Bank - Seðlabanka Evrópu] um stuðning við krónuna.
Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp evruna, með örfáum undantekningum, en til að svo megi verða þarf aðildarríki að eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (Economic and Monetary Union, EMU).
Aðildarríki þarf auk þess að uppfylla "Maastricht-skilyrðin" svokölluðu, sem sett voru fram í bókun við stofnsáttmála Evrópusambandsins.
Öll aðildarríki eru aðilar að myntbandalaginu en til að uppfylla Maastricht-skilyrðin þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:
Halli á ríkissjóði má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsframleiðslu.
Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum Evrópusambandsins þar sem hún er lægst.
Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er stöðugast.
Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%."
"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.
Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum."
"Meiri hlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 14:47
Orku- og auðlindamál. Vatns- og orkuauðlindir:
Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meiri hlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
Meiri hlutinn leggur áherslu á að eignarhald og nýting vatns- og orkuauðlinda takmarkast ekki af reglum Evrópusambandsins umfram það sem þegar er á grundvelli meginreglna á sviði umhverfisréttar.
Um er að ræða meginreglu um sjálfbæra nýtingu, þ.e. að menn fylgi almennri stefnumótun um sjálfbæra þróun, gangi ekki á höfuðstól auðlinda og takmarki þar með ekki afnotarétt eða lífsgæði komandi kynslóða. [...]
Meiri hlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga.
Rétt er því að huga sérstaklega að því að tryggt verði að Íslendingar geti nýtt endurnýjanlegar vatnsafls- og jarðhitaauðlindir sínar til orkuframleiðslu og fjölbreytts iðnaðar.
Í fljótu bragði virðist ekkert í reglum Evrópusambandsins hindra þetta, raunar leggur sambandið mikla áherslu á að auka hlut hreinna orkugjafa.
Reglur Evrópusambandsins um útblástursheimildir geta haft áhrif á nýtingu orkunnar en útiloka ekki nýtingu auðlindanna eða hvernig ríki ákveða að nýta þær ef þau kjósa svo.
Grundvallaratriði er að ekki er hróflað við fullveldisrétti ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meiri hlutinn á að við gerð aðildarsamnings Norðmanna á sínum tíma var sett inn bókun um að þeir héldu yfirráðum yfir öllum sínum auðlindum.
Ástæða bókunarinnar var að Evrópusambandið hefur ekki samræmda stefnumótun, hvorki að því er varðar eignarhald né nýtingu þeirra auðlinda er hér um ræðir, svo sem áður greinir."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 15:39
Byggðamál:
"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.
Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.
Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.
Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.
Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.
Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.
Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 15:54
Landbúnaðarmál:
"Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands.
Það á til dæmis við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar.
Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.
Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og mjólkurkvóti verður afnuminn frá árinu 2013.
Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.
Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi beingreiðslna sem byggð er á sögulegri framleiðslu.
Tiltekið svigrúm er þó fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu, eins og síðar verður komið að.
Meiri hlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."
"Meiri hlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til þess að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.
Bendir meiri hlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur."
"Meiri hlutinn telur rétt að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar að Evrópusambandinu, sérstaklega með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu."
"Fordæmi þau sem sköpuð hafa verið í aðildarsamningum ríkja eins og Finnlands munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að skilgreina allt landið sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og sem harðbýlt svæði.
Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, umfram það sem almennar reglur Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.
Á sama hátt telur meiri hlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands."
"Ljóst er að íslenskur landbúnaður í heild sinni er lykillinn að fæðuöryggi landsins, þ.e. að nægur matur sé til í landinu, ef þörf krefur.
Í því sambandi leggur meiri hlutinn einnig áherslu á matvælaöryggi en hér á landi eru búfjárstofnar afar viðkvæmir fyrir mögulegum utanaðkomandi sýkingum og mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geti gripið til nauðsynlegra ráðstafana til verndar íslenskum búfjárstofnum, enda hefur náðst markverður árangur hér á landi í dýraheilbrigðismálum og matvælaöryggi.
Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið undanþegið viðskiptum með lifandi dýr. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000, en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfina að undanþágan er nú varanleg innan EES-samningsins.
Meiri hlutinn telur rétt að kröfu um að þessari undanþágu verði framhaldið fyrir Ísland, verði haldið uppi í mögulegum aðildarviðræðum.
Vísað er í því efni til landfræðilegrar einangrunar landsins sem leitt hefur af sér búfjárstofna sem sérstök ástæða er til að vernda gegn beinni utanaðkomandi ásókn."
"Mikilvægt er að tryggja sem best ákveðinn sveigjanleika til aðgerða hér á landi til að tryggja áfram öflugar sjúkdómavarnir. Slíkt er lykilatriði til að tryggja áfram heilnæmi og sérstöðu þeirra afurða sem framleiddar eru hér á landi í hefðbundnum búskap."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 16:25
Þetta nægir engan veginn steini br.Kostnaðartölurnar varðandi "aðildarumsóknina" eru gjörsamlega út í loftið.Enginn veit hvað þessar "aðildarviðræður" koma til með að standa lengi fyrr en tímamörk hafa verið sett á þær, né hvað þær kosta okkur.Það sem er okkur dýrast er það að allt efnahagslíf landsins er sem lamað meðan þetta viðræðurugl stendur yfir.ESB sinnar ráða yfir efnahag þjóðarinnar við stjórn landsins þótt þeir telji ekki þriðjung af landsmönnum.Þeir eru að drepa niður efnahag landsins, með þá von í brjóst að þegar allt er komið að endalokum, þá stökkvi þjóðin á ESB í örvæntingu.En þessu EVRU útrásarliði sem sett hefur landið á hausinn verður ekki að ósk sinni.Úthaldið verður meira en ESB heldur.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 7.8.2010 kl. 17:03
Sjávarútvegsmál:
"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.
Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."
"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."
"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.
Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum.
Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins fjallar um nýtingu á sameiginlegri auðlind og er gerð í samkomulagi aðildarríkja sambandsins um nýtingu og samvinnu.
Í þessu sambandi telur meiri hlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."
"Meiri hlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu.
Í því efni telur meiri hlutinn algerlega útilokað að Ísland taki yfir reglur Evrópusambandsins er lúta að brottkasti.
Fram kom á fundum nefndarinnar að Evrópusambandið tekur mið af aðferðum Íslendinga við stjórn fiskveiða og hefur óskað eftir aðstoð Íslendinga í því sambandi.
Hinn lögformlegi ráðgjafi stjórnvalda varðandi heildarafla á íslenskum fiskimiðum er Hafrannsóknastofnun."
"Meiri hlutinn telur einnig afar mikilvægt að Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum eins og hægt er, og tryggi þannig sem best réttindi Íslands til veiða úr þeim, en deilistofnar hafa orðið sífellt mikilvægari í afkomu greinarinnar.
Leita þarf leiða til að tryggja hagsmuni Íslands með beinum aðgangi að slíku samningsferli. Þar þarf að tryggja að sú hlutdeild sem þegar hefur verið samið um haldist, auk þess sem nauðsynlegt er að þrýsta á um að samningum verði lokið um aðra stofna.
Að sama skapi þarf að tryggja að Ísland hafi rétt til að ákveða nýtingu stofna er krefjast markvissrar nýtingar, líkt og loðnustofninn.
Aukin tækifæri kunna að felast í rétti til veiða úr þessum stofnum í lögsögum aðildarríkja Evrópusambandsins en meginreglan innan sambandsins er sú að aðildarríkin geta veitt sína hlutdeild úr deilistofnum í lögsögum annarra aðildarríkja."
"Hvað varðar erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi telur meiri hlutinn grundvallaratriði að haft verði náið samráð við sjávarútveginn um afstöðu Íslands.
Á sama tíma telur meiri hlutinn að frumskylda samningamanna Íslands sé að tryggja að afrakstur auðlindarinnar falli til á Íslandi.
Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi.
Bent hefur verið á að ríkjum sé heimilt að setja reglur til að sporna við erlendum fjárfestingum.
Mögulega mætti setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips, auk ákvæða sem binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við búsetu.
Á fundum nefndarinnar voru nefndinni kynnt þau sjónarmið að möguleikar gætu falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessu sviði, svo sem skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni, en breytingar á stefnunni eru í undirbúningi."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 17:09
Stjórnarskráin:
"Meiri hlutinn telur rétt að leitað verði til sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar við gerð ákvæðis um framsal valdheimilda, auk þess sem litið verði til fordæma hjá nágrannaríkjum okkar og miðað verði við að valdframsal sé með þeim hætti að það sé takmarkað og afmarkað, eigi sér ávallt stoð í lögum og sé að auki alltaf afturkræft.
Þá telur meiri hlutinn rétt að kveða á um að framsalið sé einungis leyfilegt í ákveðnum tilgangi og að því skilyrði uppfylltu að önnur ríki framselji sitt vald á sama hátt.
Jafnframt telur meiri hlutinn nauðsynlegt að ríkið eigi sjálft aðild að þeirri stofnun sem vald er framselt til, stofnanir séu lýðræðislegar og byggist á grunnstoðum réttarríkisins.
Síðast en ekki síst áréttar meiri hlutinn að tryggt verði að valdframsal verði einungis heimilt leiði það ekki til lakari réttarstöðu þegnanna en leiðir af stjórnarskrárbundnum réttindum þeirra.
Eðlilegt er, og í samræmi við það fyrirkomulag sem er í stjórnarskrárákvæðum annarra ríkja á Norðurlöndum, að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá, annaðhvort nýja málsgrein við 21. gr. eða nýja grein, 21. gr. a, þar sem fram komi heimild til þess að Alþingi geti ákveðið að framselja ríkisvald til alþjóðastofnunar og nánar tilgreind skilyrði fyrir slíkri ákvörðun, í hverju framsalið felist, hvers kyns alþjóðastofnun eða stofnanir átt er við o.s.frv.
Einnig þarf að taka afstöðu til þess hvort til dæmis þurfi aukinn meiri hluta þingmanna til að samþykkja slíkt framsal, eins og stjórnarskrár margra landa mæla fyrir um."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 17:46
"Að áliti þjóðréttarfræðings er eftirfarandi eðlilegt ferli staðfestingar hugsanlegs aðildarsamnings milli Íslands og Evrópusambandsins:
1. Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.
2. Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.
3. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.
4. Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.
5. Alþingi samþykkir skv. 21. gr. stjskr. að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.
6. Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi skv. 79. gr. stjskr. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.
7. Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
8. Forseti Íslands staðfestir aðildarsamninginn að tillögu utanríkisráðherra.
9. Utanríkisráðuneytið tilkynnir Evrópusambandinu um staðfestingu samningsins.
10. Aðildarsamningurinn öðlast gildi samkvæmt ákvæðum hans þegar öll aðildarríki Evrópusambandsins hafa staðfest samninginn."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 18:01
26.1.2010:
"Svo gæti farið að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin í fyrirsjáanlegri framtíð og eru líkur á að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli sem Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor í Háskólanum í Reykjavík, skrifar í Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum skólans.
Í pistli sínum gerir Ólafur endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið að umtali. Ólafur segir meðal annars að árangur hafi náðst með efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það endurspeglist í því að krónan sé að ná jafnvægi - brothættu þó. Þetta jafnvægi styðjist við rammgerð gjaldeyrishöft og hærra vaxtastig en almennt gerist.
"Enda þótt engum þurfi að blandast hugur um skaðsemi haftanna virðast þau óumflýjanleg í ljósi þess að engar forsendur eru fyrir að úr landi renni í erlendum gjaldeyri fé erlendra aðila sem streymdi inn fyrir hrun í leit að hærri ávöxtun en annars staðar bauðst.
Hætt er við að afnám haftanna myndi valda slíkri áraun á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gengi krónunnar að við það yrði naumast unað.
Þarf því að horfast í augu við þann möguleika að krónan losni ekki úr viðjum haftanna í fyrirsjáanlegri framtíð og jafnvel að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga,“ segir Ólafur í Háskólablaðinu.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur - Gjaldeyrishöftin trúlega ekki afnumin fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 22:05
Fá ég ekkert svar við spurningu minni Steini Briem hér að ofan? Væri ekki líka einfaldara fyrir þig að vera með eina tilvísun í skýrslu meirihluta Alþingis í stað þess að mata það hér ofan í blogglýð?
Jón Baldur Lorange, 7.8.2010 kl. 22:22
Jón Baldur L'Orange
Blaðamennsku lærði ég á Morgunblaðinu en ekki Bændablaðinu.
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 22:33
"Article 49 A
1. Any Member State may decide to withdraw from the Union in accordance with its own constitutional requirements."
Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon) - Sjá bls. C 306/40
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 22:42
"The Treaty of Lisbon introduces an exit clause for members who wish to withdraw from the European Union.
This formalises the procedure by stating that a member state may notify the European Council that it wishes to withdraw, upon which withdrawal negotiations begin; if no other agreement is reached the treaty ceases to apply to the withdrawing state two years after such notification."
Procedure for EU withdrawal
"No European Union (EU) member state has ever chosen to withdraw from the European Union, though some dependent territories or semi-autonomous areas have left.
Of these, only Greenland has explicitly voted to leave, departing from the EU's predecessor, the European Economic Community, in 1985.
The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."
Withdrawal from the European Union
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 22:43
TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.
"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.
Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.
Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17
Þorsteinn Briem, 7.8.2010 kl. 23:12
Sæll Steini,
Þetta vissi ég fyrir. Þetta var ekki svar við spurningunni sem var þessi:
Jón Baldur Lorange, 7.8.2010 kl. 23:14
Jón Baldur L'Orange
Hjón gera samning, þau ganga í hjónaband, búa í sömu íbúð og deila hluta af fullveldi sínu en eru engu að síður sjálfstæðir einstaklingar.
Hjónin eru með sameiginlegt "regluverk, stjórnkerfi og efnahagskerfi".
Mörg hjón skilja hins vegar, þrátt fyrir að þau hafi verið ástfangin upp fyrir haus.
Og margir hjónaskilnaðir eru mjög erfiðir vegna til að mynda framhjáhalds, áfengis- og eiturlyfjaneyslu, og barna sem hjónin hafa eignast saman.
Hjónaskilnaðir eru því MARGFALT erfiðari en úrsögn ríkja úr Evrópusambandinu.
En þrátt fyrir það voru alls 2.575 lögskilnaðir hérlendis á árunum 1991-1995 og þar af 570 án undangengins skilnaðar að borði og sæng.
(Sjá Hjúskapar- og sambúðarrétt eftir Ármann Snævarr, bls. 175.)
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 00:20
Sigurgeir Jónsson
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva leggur undir sig heiminn
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 00:49
Jón Baldur, það hefur ekkert ríki innan ESB ákveðið að segja sig úr þessu. Því ert þú að spurja spurningar sem enginn getur svarað.
Lisbon sáttmálin leggur hinsvegar upp með það að úrsögn úr ESB taki tvö ár, og mælt er með því að samið sé um úrsagnarferlið. Takist það ekki hinsvegar, þá tekur úrsögn úr ESB engu að síður gildi tveim árum eftir tilkynningu ríkis um að það hafi sagt sig úr ESB.
Úrsagnarákveði EES samningins er 12 mánuðir.
Jón Frímann Jónsson, 8.8.2010 kl. 08:28
Engar líkur eru á því að hægt verði að setja krónuna aftur á flot í nánustu framtíð.Gengi krónunnar er í raun haldið föstu.Eins og vitnað er í hér að ofan myndi gengið falla með skelfilegum afleiðingum.Ísland fékk tveggja ára frest aða halda genginu föstu.Sá frestur rennur út í byrjun des.Ekki hefur verið gefið annað tilkynna en að sá frestur verði framlengdur.Ísland uppfyllir því ekki þá grunnreglu ESB um frjálst flæði fjármagns og á því ekki möguleika á inngöngu í framtíðinni.Þetta vita ESBsamtakasinnar en halda samt áfram að berja hausnum við steininn, um að við getum fengið inngöngu þótt þetta liggji fyrir nú þegar og gerði það líka þegar sótt var um, þvert ofan í það sem stjórnarskráin segir að þingmenn eigi að greiða atkvæði með sinni sannfæringu.Þar sem þetta liggur nú fyrir að við getum ekki einu sinni uppfyllt þetta grunnatriði til viðbótar við allt annað sem við munum ekki samþykkja, er þá ekki kominn tími fyrir ríkisstjórnina að hugsa sinn gang með umsóknina.Nei við ESB
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2010 kl. 09:20
Fresturinn var fenginn hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Undanþága hjá ESB er ekki til staðar,varðandi frjálst flæði fjármagns innan EES.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2010 kl. 09:24
Og hvað skyldi taka við,þegar ESB tilkynnir að ríki hafi sagt sig úr ESB og að samningar hafi ekki tekist um úrsögnina.Tollar og aftur tollar á vörur frá viðkomandi ríki og það þótt ESB hafi sagt áður að viðkomandi þjóð sé Evrópuþjóð.Viðkomandi ríki verður beitt tolla og viðskiptakúgunum.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2010 kl. 10:46
4.8.2010:
"Þau svör fengust í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu að engin áform væru uppi um algjört afnám hafta síðar á þessu ári.
Heimild Seðlabankans til að takmarka viðskipti gildi til loka næsta árs."
Höftin afnumin?
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 12:54
Gjaldmiðilsmál.
Það er álit meiri hlutans að komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og í því eigi að leita eftir samkomulagi við Evrópusambandið og ECB [European Central Bank - Seðlabanka Evrópu] um stuðning við krónuna.
Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp evruna, með örfáum undantekningum, en til að svo megi verða þarf aðildarríki að eiga aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (Economic and Monetary Union, EMU).
Aðildarríki þarf auk þess að uppfylla "Maastricht-skilyrðin" svokölluðu, sem sett voru fram í bókun við stofnsáttmála Evrópusambandsins.
Öll aðildarríki eru aðilar að myntbandalaginu en til að uppfylla Maastricht-skilyrðin þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:
Halli á ríkissjóði má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsframleiðslu.
Verðbólga má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum Evrópusambandsins þar sem hún er lægst.
Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er stöðugast.
Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%."
"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.
Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum."
"Meiri hlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 13:02
Sigurgeir Jónsson,
Evrópusambandið mun væntanlega leggja sitt af mörkum til að Ísland fái aðild að gengissamstarfi Evrópu (ERM II) sem fyrst eftir að landið fengi aðild að sambandinu, til að mynda í ársbyrjun 2013, og gæti því tekið upp evru í ársbyrjun 2015, um leið og Pólland.
Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun væntanlega ekki heldur setja sig upp á móti því að Ísland geti sem fyrst fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu og uppfylli Maastricht-skilyrðin.
"Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppa ER AÐ BAKI."
Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17
"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.
Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins FEST GAGNVART EVRU og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
26.1.2010:
"Svo gæti farið að gjaldeyrishöftin verði ekki afnumin í fyrirsjáanlegri framtíð og eru líkur á að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli sem Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor í Háskólanum í Reykjavík, skrifar í Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum skólans.
Í pistli sínum gerir Ólafur endurreisn efnahagslífsins eftir hrunið að umtali. Ólafur segir meðal annars að árangur hafi náðst með efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það endurspeglist í því að krónan sé að ná jafnvægi - brothættu þó. Þetta jafnvægi styðjist við rammgerð gjaldeyrishöft og hærra vaxtastig en almennt gerist.
"Enda þótt engum þurfi að blandast hugur um skaðsemi haftanna virðast þau óumflýjanleg í ljósi þess að engar forsendur eru fyrir að úr landi renni í erlendum gjaldeyri fé erlendra aðila sem streymdi inn fyrir hrun í leit að hærri ávöxtun en annars staðar bauðst.
Hætt er við að afnám haftanna myndi valda slíkri áraun á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gengi krónunnar að við það yrði naumast unað.
Þarf því að horfast í augu við þann möguleika að krónan losni ekki úr viðjum haftanna í fyrirsjáanlegri framtíð og jafnvel að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga,“ segir Ólafur í Háskólablaðinu.
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur - Gjaldeyrishöftin trúlega ekki afnumin fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 13:47
5.8.2010:
"Raungengi [íslensku krónunnar] er nú afar lágt í sögulegu samhengi og lætur nærri að það sé fjórðungi undir meðaltali síðustu áratuga.
Engu að síður hefur raungengið hækkað talsvert síðan það var hvað lægst í kjölfar hrunsins, eða tæplega 17% [MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM]."
5.8.2010: Fyrsta lækkun raungengis íslensku krónunnar á þessu ári
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 13:55
UPPTAKA EVRU Í PÓLLANDI.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, Norðurlöndin og Pólverjar hafa lánað okkur Íslendingum gjaldeyri eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
16.12.2009: "The year 2015 is more likely than 2014, but it's not like 2015 is a new date which would replace 2012, it's not that kind of target," [Polish Deputy Finance Minister Ludwik] Kotecki said in Otwock during his opening remarks of a Finance Ministry-organized seminar on the euro-adoption process."
Poland delays adoption of the Euro until 2015
6.5.2010: "In January, [Polish Prime Minister Donald] Tusk vowed that euro-hopeful Poland would meet a key condition for joining the eurozone by reducing its public deficit to 3.0 percent of gross domestic product by the end of 2012.
Polish Prime Minister Donald Tusk
Brussels has given Poland, which joined the EU in 2004, until 2012 to rein in its public deficit under the 3.0 percent of GDP limit specified by the Maastricht Treaty governing criteria for entry into the eurozone."
Economy of Poland - Pólverjar eru um 38 milljónir
Economy of the European Union - The largest economy in the world
Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 13:58
8.8.2010 (í dag):
Sviss verður að breyta um stefnu gagnvart Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 14:23
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.
Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013.
"- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun Háskóla Íslands árið 2004, sjá bls. 9
Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.
Og nú kostar evran um 156 krónur hérlendis, einungis 10% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 80% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt Á NÆSTU ÁRUM og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en EKKI evrum.
Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar, illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.
Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán.
Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%.
Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis
Hagþjónusta landbúnaðarins
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 15:05
Ekkert annað liggur fyrir en að frjálst flæði fjármagns verður að vera til staðar til að Ísland fái inngöngu í ESB.Við það mun krónan að sjálfsögðu hríðfalla.Verðbólga fer úr böndunum.Halli á ríkissjóði eykst.Þar með uppfyllum við ekki skilyrði ESB varðandi ríkishalla.Ekkert útlit er því fyrir að við fáum inngöngu í ESB á næstu 10-20 árum,jafnvel þótt við samþykkjum öll skilyrði ESB fyrir inngöngu, sem við gerum að sjálfsögðu ekki.Hvað þá að við fáum að taka upp evru.Draumórar Évrópusamtakanna um að íslendingar fái einhverja sérmeðferð sem yrði fyrir utan reglur ESB er rugl.En að sjálfsögðu eigum við ekki að eyðileggja framtíð landsins með því að láta gömul nýlenduveldi stjórna okkur í gagnum ríkjabandalag sitt, ESB.Tímasetjum því viðræðurnar og drögum umsóknina til baka að þeim tíma liðnum.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 8.8.2010 kl. 15:13
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 15:30
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 15:33
UPPTAKA EVRU HÉRLENDIS.
Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013, EFTIR TVÖ OG HÁLFT ÁR, og tekið upp evru í ársbyrjun 2015, eftir fjögur og hálft ár.
Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.
Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gengishrunið hér, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí, 5,7% í júní og 4,8% í júlí, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.
Vísitala neysluverðs í júlí 2010
Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012 en nú eru hér 8% stýrivextir og 1% á evrusvæðinu.
Stýrivextir verða því væntanlega lækkaðir hér enn frekar í næstu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, 18. ágúst næstkomandi.
Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu árið 2009
Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn jákvæður á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.
Seðlabanki Evrópu (The European Central Bank):
"The European System of Central Banks comprises the European Central Bank and the national central banks (NCBs) of all EU Member States (Article 107.1 of the Treaty) whether they have adopted the euro or not."
"To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:
the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.
Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.
Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."
"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."
"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."
"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."
"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.
Að auki hefur Bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu og þar með ESB."
Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27
14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru
Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010
Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010
Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU)
Maastricht-skilyrðin
Who can join the euro area and when?
Gengissamstarf Evrópu - ERM II
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 15:38
15.3.2010: Fyrirspurn á Alþingi um upptöku evru
"Hins vegar skiptir grundvallarmáli að skuldirnar munu fara minnkandi ef ríkisstjórnin og Alþingi halda sig innan áætlunar í ríkisfjármálum og verða nærri 85% af landsframleiðslu árið 2014, sem verður nokkuð nálægt eða jafnvel undir meðaltali í Vestur-Evrópu. [...]
Við þetta má bæta að þótt viðmiðin miðist við vergar eða brúttóskuldir er staða Íslands enn betri í erlendum samanburði ef eingöngu er horft til hreinna skulda.
Það er fyrirsjáanlegt að árið 2014 verður staða Íslands líklega betri en landa Evrópusambandsins og raunar betri en í öðrum löndum sem við horfum oft til, til dæmis Bandaríkjanna, svo ekki sé nú minnst á Japan, sem á við mestan vanda allra landa að stríða núna.
Þá er ekki horft til þess að skuldbindingar utan efnahagsreiknings eru litlar hérlendis. Í mörgum löndum eru þær verulega íþyngjandi og raunar má halda því fram með góðum rökum að íslenska ríkið eigi eignir utan efnahagsreiknings."
14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 15:54
8.8.2010 (í dag):
Sviss verður að breyta um stefnu gagnvart Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 17:12
Góð grein.
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/lifsreynsla-af-plaza
Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2010 kl. 18:53
Ég þakka SteinaBr og JóniFr fyrir svörin.
Geta ekki allir verið sammála að ríki, sem þegar er komið inn í ESB og orðið samgróið sambandinu, getur í de facto ekki sagt sig úr því þó það de jure eigi kost á því?
Jón Baldur Lorange, 8.8.2010 kl. 19:46
Jón Baldur, við úrsögn ríkis úr ESB hætta sáttmálar og lög ESB að gilda í víðkomandi ríki. Þannig að þetta er ekkert vandamál eins og þú heldur fram hérna.
Hinsvegar kjósa ríki að vera innan ESB vegna þess hagsmunir þeirra eru svo ríkir innan ESB.
Sviss sótti um aðild að ESB árið 1992, og munu líklega ganga í ESB á næstu 20 til 40 árum. Svisslendingar eru þekktir fyrir að fara sér hægt í alþjóðamálefnum.
Jón Frímann Jónsson, 8.8.2010 kl. 19:56
Ef sviss vill halda þeirra "neutral" status, þá ganga þeir ekki í ESB..
Charles Geir Marinó Stout, 8.8.2010 kl. 20:27
HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.
Lissabon-sáttmálinn kveður HVORKI á um að her Evrópusambandsins verði stofnaður NÉ að herskyldu verði komið á.
Jafnframt eru sett margs konar SKILYRÐI fyrir þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu, meðal annars að slík stefna skuli EKKI stangast á við stefnu þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO.
Hafa ber í huga að við gerð Lissabon-sáttmálans hefur þurft að taka tillit til aðildarríkja með ólíka forsögu í öryggis- og varnarmálum.
Af 27 ríkjum er 21 aðili að NATO. Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS. Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."
"Breytingar vegna Lissabon-sáttmálans munu EKKI hafa áhrif á þá meginreglu að ákvarðanir í utanríkis- og öryggismálum þarf að samþykkja EINRÓMA og ekki er hægt að þvinga aðildarríki með atkvæðagreiðslu til að taka þátt í aðgerðum.
Meiri hlutinn áréttar að í þessu felst að ríki verður HVORKI þvingað til friðargæslu NÉ hernaðaraðgerða, NÉ til að fylgja ákveðinni stefnu.
Ríki geta hins vegar VALIÐ AÐ SITJA HJÁ ef þau vilja ekki standa í vegi fyrir vilja meiri hlutans."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
"International Security Assistance Force (ISAF) is a NATO-led security and development mission in Afghanistan, established by the United Nations Security Council on 20 December 2001 as envisaged by the Bonn Agreement."
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna - United Nations Security Council
ISAF Troops in Afghanistan 22 Oct. 2009
Svisslendingar hafa verið í ISAF en þeir eru hvorki í NATO né Evrópusambandinu.
"Sviss er þekkt fyrir hlutleysisstefnu sína í nær öllum alþjóðasamskiptum og tók ekki þátt í stríðsátökum á 20. öld.
En þrátt fyrir hlutleysið er Sviss mjög virkt í ýmsu alþjóðasamstarfi og hýsir höfuðstöðvar margra alþjóðastofnana, þar á meðal stofnana á vegum Sameinuðu þjóðanna, enda þótt Sviss gerðist ekki aðili að þeim fyrr en árið 2002."
Bretland, Frakkland, Rússland og Kína hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og þessi ríki myndu nú ekki viðurkenna að Bandaríkin hafi þau öll í vasanum í málefnum Afganistan.
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 21:31
Charles, Sviss getur tryggt hlutleysi sitt innan ESB. Það er ekki vandamálið. Hinsvegar eru svisslendingar tortryggnir á allt slíkt samstarf, sbr miðað við það hvenar þeir gengu inn í S.Þ, en eins og það kemur fram hérna að ofan þá var það ekki fyrr en árið 2002. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þá inngöngu í Sviss samkvæmt stjórnarskrá svisslendinga.
Það sem þú veist örugglega ekki um Sviss er þetta hérna, en Svissland er byggt uppúr mörgum smáum ríkjum.
Jón Frímann Jónsson, 8.8.2010 kl. 21:37
SVISS OG EVRÓPUSAMBANDIÐ.
"Switzerland was a founder of the European Free Trade Association and is part of the Schengen Agreement."
Switzerland and the European Union
8.8.2010 (í dag):
Sviss verður að breyta um stefnu gagnvart Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 8.8.2010 kl. 22:22
ÍSLAND, FÆREYJAR, GRÆNLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ.
ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins eru SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI, enda þótt þau deili AÐ EIGIN ÓSK hluta af fullveldi sínu.
Og við Íslendingar verðum ÁFRAM ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR, eins og við höfum verið frá 1. desember 1918, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Ísland hefur verið SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki frá 1. desember 1918, þegar landið varð konungsríkið Ísland, hafði sama þjóðhöfðingja og Danmörk en var EKKI lengur í konungsríkinu Danmörku.
"1. gr. Íslenskur ríkisborgari á samkvæmt umsókn rétt á að fá gefið út vegabréf eftir lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim."
Lög um vegabréf nr. 136/1998
Grænlendingar og Færeyingar eru hins vegar DANSKIR ríkisborgarar í konungsríkinu Danmörku og bæði Grænlendingar og Færeyingar eiga tvo fulltrúa á danska þjóðþinginu, Folketing.
Danmörk er í Evrópusambandinu en Grænland og Færeyjar eru hins vegar EKKI í Evrópusambandinu.
"Danish passports are issued to citizens of the kingdom of Denmark to facilitate international travel.
Different versions exist for nationals of Denmark, Greenland and the Faroe Islands although all citizens have the same nationality."
Danish passports - Wikipedia
FÆREYJAR.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
"In 1973 the Faroe Islands declined to join Denmark in entering the European Community (now European Union)."
"As explicitly asserted by both Rome treaties, the Faroe Islands are not part of the European Union.
Moreover, a protocol to the treaty of accession of Denmark to the European Communities stipulates that Danish nationals residing in the Faroe Islands are not to be considered as Danish nationals within the meaning of the treaties.
Hence, Danish people living in the Faroes are not citizens of the European Union (although other EU nationals living there remain EU citizens).
The Faroes are not covered by the Schengen free movement agreement, but there are no border checks when travelling between the Faroes and any Schengen country.
(The Faroes have been part of the Nordic Passport Union since 1966, and since 2001 there have been no border checks between the Nordic countries and the rest of the Schengen area as part of the Schengen agreement.)"
The Faroe Islands - Wikipedia
HOYVÍKURSAMNINGUR ÍSLANDS OG FÆREYJA.
"Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja, sem kenndur er við bæinn Hoyvík í Færeyjum þar sem skrifað var undir hann 31. ágúst 2005.
Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar sem færeysk stjórnvöld gera við annað ríki og er einnig víðtækasti fríverslunarsamningurinn sem íslensk stjórnvöld hafa gert.
Samningurinn tekur meðal annars til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, frjálsrar farar fólks og búseturéttar, stofnsetningarréttar, fjármagnsflutninga og fjárfestinga, samkeppni, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa.
Þá tekur samningurinn einnig til fullrar fríverslunar með landbúnaðarvörur en Ísland hefur aldrei áður samið um fulla fríverslun með landbúnaðarvörur.
Samningurinn leggur einnig bann við mismunun af öllu tagi.
Takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi eru þó undanþegnar í samningnum og eru áfram í gildi í báðum löndunum."
Hoyvíkursamningurinn - Wikipedia
GRÆNLAND.
"In 1985, Greenland left the European Economic Community (EEC) upon achieving self-rule, in view of the EEC's commercial fishing regulations and a EEC ban on seal skin products.
A referendum on greater autonomy was approved on 25 November 2008.
On 21 June 2009, Greenland assumed self-determination with responsibility for self-government of judicial affairs, policing, and natural resources. Also, Greenlanders were recognized as a separate people under international law.
Denmark maintains control of foreign affairs and defence matters.
Denmark upholds the annual block grant of 3.2 billion Danish kroner, but as Greenland begins to collect revenues of its natural resources the grant will gradually be diminished."
Greenland - Wikipedia
"No European Union (EU) member state has ever chosen to withdraw from the European Union, though some dependent territories or semi-autonomous areas have left.
Of these, only Greenland has explicitly voted to leave, departing from the EU's predecessor, the European Economic Community, in 1985.
The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."
Withdrawal from the European Union
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 02:02
"Gengi dollars gagnvart japanska jeninu hefur ekki verið lægra í fimmtán ár.
Dollarinn féll í verði á föstudaginn þegar nýjar tölur voru birtar um atvinnuleysi í Bandaríkjunum, en þar hefur störfum fækkað.
Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum og aukin óvissa um efnahagslíf landsins gera það að verkum að trú á dollarann minnkar."
Bandaríkjadalur ekki lægri gagnvart japanska jeninu í fimmtán ár
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 03:01
Gríska ríkið á réttri leið að mati Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 03:19
Þýska vélin að komast í gang
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 09:44
9.8.2010 (í dag):
"Vöruskiptaafgangur eykst enn mikið í ÞÝSKALANDI, sem bendir til að VÖXTUR á öðrum ársfjórðungi gæti hafa verið SÁ MESTI FRÁ SAMEININGU LANDSINS fyrir 20 árum.
Frá Þýskalandi, sem er NÆSTMESTA ÚTFLUTNINGSHAGKERFI HEIMSINS á eftir Kína, berast nú þær fregnir að útflutningur hafi farið upp í 86,5 milljarða evra í júní, það mesta frá því í október 2008.
Innflutningur náði einnig nýjum hæðum í 72,4 milljörðum evra.
Það er MESTI INNFLUTNINGUR Í EINUM MÁNUÐI FRÁ ÞVÍ MÆLINGAR HÓFUST ÁRIÐ 1950.
Þetta þýðir að afgangur á vöruskiptum Þýskalands við útlönd jókst um 44% frá maí og fram í júní, um 14,1 milljarð evra."
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 10:18
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.
Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.
En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."
"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."
"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.
Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 10:57
9.8.2010 (í dag):
"Gengi krónunnar styrktist um 0,3% síðastliðinn föstudag. Á síðustu tveimur vikum hefur gengið því hækkað um 2,4% og rúm 11% frá áramótum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Þar segir að hækkunin tengist meðal annars auknu gjaldeyrisinnflæði af ferðamannaþjónustu, sem er í hámarki um þessar mundir, en aðalástæðan sé gjaldeyrishöftin.
Einnig hefur dollarinn veikst nokkuð að undanförnu gagnvart evrunni og fleiri gjaldmiðlum.
Nú kostar dollarinn tæpar 117 krónur en kostaði rúmlega 122 fyrir tveimur vikum.
Styrking krónunnar hefur jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu heimilanna og er meðal ástæðna þess að kaupmáttur launa hefur aukist.
Einnig hefur styrkingin áhrif á hjöðnun verðbólgu og er ástæða vaxtalækkana Seðlabankans."
Krónan styrkist áfram
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 12:23
Kastljós 9.8.2010 (í dag):
Már Guðmundsson seðlabankastjóri - Uppsveiflan hafin og verðbólgumarkmiðinu náð á þessu ári
Þorsteinn Briem, 9.8.2010 kl. 21:41
Auðvitað vissi ég að Sviss er byggt upp af ríkjum Jón Fr.
Sviss, eins og það er í dag, varð ríki 1848 en áður var það byggt upp ekki ósvipað og grísku borgríkin forðum, sem sagt, varnarbandalag milli ráðandi borga og héröðum og höfðu verið það frá enda 13. aldar.
Steini, Svissneski herinn tekur ekki þátt í neinum hernaðarátökum vegna hlutleysisstefnu þeirra, en hafa verið í friðargæslu víðsvegar um heiminn. Annars er innganga Sviss í ESB á móti þeirra hlutleysisstefnu og ekki þykir líklegt að þeir gangi í þetta samband í nánustu framtíð.
Charles Geir Marinó Stout, 10.8.2010 kl. 01:27
"Recognised as neutral:
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 11:41
The NATO-led Kosovo Force (KFOR):
Kosovo Force Troops(Sviss þar með 206 menn 26. febrúar 2010)
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 12:01
"NATO has been leading a peace support operation in Kosovo since June 1999 in support of wider international efforts to build peace and stability in the area.
Today, just under 10,000 troops from the NATO-led Kosovo Force (KFOR), provided by 31 countries (24 NATO and 7 non-NATO), are still deployed in Kosovo to help maintain a safe and secure environment and freedom of movement for all citizens, irrespective of their ethnic origin.
Following the declaration of independence on 17 February 2008, the Alliance reaffirmed that KFOR shall remain in Kosovo on the basis of UN Security Council Resolution 1244, unless the United Nations Security Council decides otherwise."
Kosovo Force (KFOR)
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 12:30
LÍKUR Á AÐ SVISS GANGI Í EVRÓPUSAMBANDIÐ FARA VAXANDI.
Sviss verður að breyta um stefnu gagnvart Evrópusambandinu
The European Union looking to reset relations with Switzerland
"The European Union is Switzerland's largest trading partner, and Switzerland is the EU's fourth largest.
Switzerland accounts for 5.2% of the EU's imports; mainly chemicals, medicinal products, machinery, instruments and time pieces."
Switzerland and the European Union
"By 2000 FOREIGN CITIZENS constituted nearly ONE-FIFTH of Switzerland’s population.
(This high proportion resulted in large measure from the legal and political difficulties involved in naturalization.)
"Switzerland was a founding member of the European Free Trade Association (EFTA) in 1960."
"1963: Switzerland becomes a member of the Council of Europe."
"Switzerland’s renounced bilateralism only slowly and gradually within "apolitical" international bodies, including the General Agreement on Tariffs and Trade (1966), the International Monetary Fund and World Bank (1992), and the World Trade Organization (WTO) in 1995."
"In 1992 Swiss voters NARROWLY TURNED DOWN membership in a European Economic Area that comprised the European Union and EFTA."
"In a referendum, in 2002, a very slight majority approved entry into the United Nations."
Because most EFTA members had joined the European Union, Switzerland was politically isolated within Europe at the beginning of the 21st century.
However, it maintained strong bilateral economic ties with the European Union, which was by far its largest trading partner."
"In a referendum on 5 June 2005, Swiss voters agreed, by a 55% majority, to join the Schengen treaty, a result that was regarded by EU commentators as a sign of support by Switzerland, a country that is traditionally perceived, for better or worse, as isolationist.
The agreement came into effect on 12 December 2008.
"By 2010 Switzerland has amassed around 210 trade treaties with the European Union.
Following the institutional changes in the EU (particularly regarding foreign policy and the increased role of the European Parliament) European Council President Herman Van Rompuy and Swiss President Doris Leuthard expressed a desire to "reset" EU-Swiss relations with an easier and cleaner way of applying EU law in Switzerland."
"The currency of Switzerland is the Swiss franc. Switzerland (with Liechtenstein) is in the unique position of being surrounded by countries which use the euro.
As a result, de facto, the euro is accepted and used in many places, especially near borders and in tourist regions."
Switzerland: The postwar period
"Switzerland and the Principality of Liechtenstein form a common economic and currency area with open borders. Liechtenstein's official national currency is the Swiss franc.
The Principality of Liechtenstein is a constitutional hereditary monarchy based on democratic and parliamentary system."
Svissneska utanríkisráðuneytið
Sendiráð Sviss í Kosovo
"We are safer if Europe is safe."
NATO - Switzerland's security policy in transition
"A joint stance against new threats.
Since the end of the Cold War the international political arena has changed. Complex threats such as terrorism, weapons and drugs handling, organized crime, environmental pollution and armed conflict require closer national and international collaboration.
For Switzerland this means close cooperation with other countries on an international level."
Svissneska utanríkisráðuneytið
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 14:49
Eins og ég sagði, Sviss tekur ekki þátt í hernaðarátökum EN hafa gegnt friðargæsluhlutverkum víðsvegar um heiminn, þannig brjóta þeir ekki sína eigin hlutleysisstefnu. Ef lönd vilja vera alveg hlutlaus þá ganga þau ekki í ESB.
Charles Geir Marinó Stout, 10.8.2010 kl. 15:19
Charles Geir Marinó Stout
FIMM AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS ERU HLUTLAUS, Svíþjóð, Finnland, Írland, Austurríki og Malta, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.
Sviss getur því þess vegna haldið HLUTLEYSI sínu í Evrópusambandinu.
Ef þú vilt halda því fram að þessi ríki séu ekki öll hlutlaus verður þú að færa RÖK fyrir því.
Sjá athugasemd hér að ofan:
HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.
"Af 27 ríkjum [Evrópusambandsins] er 21 aðili að NATO.
Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS.
Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 16:27
SAMBANDSLÖGIN.
"Sambandslögin tóku gildi 1. desember 1918 og kváðu á um einstök atriði varðandi réttarsamband Íslands og Danmerkur EFTIR AÐ ÍSLAND HAFÐI VERIÐ LÝST SJÁLFSTÆTT RÍKI í konungssambandi við Dani.
Samningur milli ríkjanna lá til grundvallar Sambandslögunum."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 16:42
Grikkir minnka fjárlagahallann um 40%
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 19:36
Ekkert ríki verður hlutlaust innan ESB , ef ESB lendir í stríðsátökum.Það dugir ekki að síendurtaka fréttir og annað,ræður frá Alþingi eða birta stöðugt sama uppétningin,til að afsanna það.Og eitt er klárt, steini br.lýgur því að hann hafi starfað sem aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.Það er ekki Evrópusamtökunum til framdráttar að lygari skuli vera halsti talsmaður ESB á síðu þess.
Sigurgeir Jónsson, 10.8.2010 kl. 21:30
Sigurgeir Jónsson
Reyndu að sýna mér almenna kurteisi, ég hef engan veginn verið ókurteis við þig hér eða sagt að ég hafi verið "aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins".
Hins vegar skrifaði ég í mörg ár fréttir daglega í Morgunblaðið og gaf þar vikulega út sérblað um sjávarútvegsmál ásamt Hirti Gíslasyni, eins og hér hefur komið fram.
Og ég þurfti ALDREI að leiðrétta þar fréttir eða fréttaskýringar sem ég skrifaði, enda þótt þær væru lesnar af 200 þúsund manns á dag.
Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.