Leita í fréttum mbl.is

Jón Steindór: Við erum sammála

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag, en þar fjallar hann um útspil og ummæli Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ á rás 2 hér um daginn.

Í grein sinni segir Jón m.a.:

"Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, hefur tekið skynsama og raunsæja afstöðu til samningaviðræðna Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í umræðum í ríkisútvarpinu 4. ágúst sl. að LÍÚ hefði tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna samninganna og að þeirra markmið væri að tryggja eins góðan samning og kostur væri.

Nú held ég að það sé ekki raunhæft að tala um það að þetta aðildarferli verði dregið til baka. Ég held að menn verði að ganga leiðina alla leið. Það er náttúrlega það mikilvægasta fyrir okkur er það að reyna að gera eins góðan samning eins og við mögulega getum fyrir Íslands hönd um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og önnur þau ágreiningsefni sem eru þar fyrir, til þess að menn geti tekið afstöðu, vegna þess að ef að á einhverjum tímapunkti menn taka þá ákvörðun um að fara þar inn, við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna, þá eru menn á móti, það getur sveiflast og þar af leiðandi er það algjört lykilatriði að menn reyni að ná ítrustu kröfum sínum fram í þeim samningaviðræðum sem eru fram undan," sagði formaður LÍÚ í viðtalinu.

Beitum okkur af alefli

Þetta viðhorf Adolfs er í fullu samræmi við það sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á 39. landsfundi flokksins 25. júní sl.:
„En ég vil jafnframt að eitt sé alveg skýrt hvað mögulegt framhald þessa máls varðar. Ef viðræður við Evrópusambandið halda áfram þá er það skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn gera allt sem í hans valdi stendur til að sá samningur sem kann að verða gerður við Evrópusambandið verji hagsmuni okkar Íslendinga sem allra best. Þjóðin tekur svo afstöðu til samningsins. Um þetta hljótum við öll að vera sammála," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.

Alveg eins og LÍÚ lítur á málið er það hættuspil fyrir Sjálfstæðisflokkinn að freista þess að loka á umræðu og vera staðinn að því að spilla fyrir að besti hugsanlegi samningur verði lagður fyrir þjóðina. Þá er ferlið í raun ómarktækt og málið ekki til lykta leitt á réttum forsendum. Málið yrði því enn óútkljáð og héldi áfram að vera fleinn í þjóðmálaumræðunni.

Öll grein Jóns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sannfærðum andstæðingum aðildar ætti að vera það fagnaðarefni að samningar skuli hafnir, enda hafa þeir náð hörmulegum árangri í aðildarsamningum við sjálfa sig í fjölmiðlum á liðnum mánuðum.

Verði niðurstaðan eitthvað í líkingu við þeirra spár munu þeir varla þurfa að óttast að hann verði samþykktur."

Jón Steindór Valdimarsson - Við erum sammála

Þorsteinn Briem, 10.8.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Því miður er til nóg af fólki sem er einfaldlega hrædd við of góðan samning.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2010 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband