13.8.2010 | 16:27
Hvaða fjölmörgu ráðherrar?
Við höfum verið að skrifa um rangfærslur Nei-sinna. Það hefur vakið athygli og okkur hafa borist ábendingar úr ýmsum áttum varðandi fleiri slík dæmi. Eitt er úr leiðara MBL þann 27.júlí síðastliðinn. Allir vita jú hver skrifar flesta leiðara MBL um Evrópumál. Í leiðaranum segir þetta:
""Financial Times segir að fjölmargir utanríkisráðherrar Evrópulanda furði sig á því að þessa dagana sé verið að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Íslendinga. Undrun ráðherranna stafar af því, að þeim er að verða ljóst að þetta ferli allt er í óþökk íslensku þjóðarinnar."
Sé vefsíða FT hinsvegar skönnuð, finnst engin frétt eða leiðari þar sem þessi útlegging finnst. Hvaða fjölmörgu ráðherrar eru þetta eiginlega sem Morgunblaðið er að skrifa um? Væri kannski hægt að fá einhver nöfn?
Evrópusamtökunum er ekki kunnugt um þetta! Er þetta þá bara hlutur sem Morgunblaðið veit og enginn annar? Hinsvegar vita samtökin að umsókn Íslands hefur víðtækan stuðning, ekkert ESB ríki hefur talað gegn umsókninni, enda aðildarviðræður samþykktar einróma hér um daginn.
Er leiðarahöfundur að fara hressilega yfir sannleiksstrikið í þessu efni og skrifar hann bara út frá eigin skoðunum í málinu?
Það er sagt að í stríði sé sannleikurinn ávallt fyrsta fórnarlambið.
Því má spyrja hvort MBL sé komið í svoddan ESB-stríð að þar skipti sannleikurinn engu máli?
Bara alls engu!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hér er ÞINGRÆÐI og eftir alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM, var ríkisstjórninni FALIÐ af þingmönnum úr ÖLLUM flokkum að SÆKJA UM AÐILD að Evrópusambandinu.
Og meirihluti Alþingis ákvað jafnframt að greidd yrðu atkvæði um AÐILDARSAMNINGINN í ÞJÓÐARATKVÆÐAREIÐSLU.
Ríkjum er hins vegar EKKI stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum hverju sinni og menn detta EKKI inn og út af Alþingi samkvæmt þeim, enda þótt það virðist vera stefna Sjálfstæðisflokksins.
Formaður Heimssýnar, hinn vinstri græni Ásmundur Einar Daðason, er þá væntanlega dottinn út af þingi, samkvæmt skoðanakönnunum og stefnu Sjálfstæðisflokksins.
30.7.2010:
"Samfylkingin mælist með tuttugu og fjögurra prósenta fylgi en Vinstri grænir tapa fylgi og mælast með nítján prósent.
Vinstri grænir mældust með tuttugu og átta prósenta fylgi í apríl og hafa því tapað þriðjungi fylgis síns síðan þá."
Skoðanakönnun Capacent Gallup sem stjórnar nú landinu samkvæmt Sjálfstæðisflokknum
"Það mikilvægasta fyrir okkur er að reyna að gera eins góðan samning og við mögulega getum fyrir Íslands hönd."
"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 17:00
Ríkjum er stjórnað samkvæmt KOSNINGUM en EKKI skoðanakönnunum.
Í alþingiskosningunum 25. apríl í fyrra fengu Vinstri grænir um 20% færri atkvæði í kosningunum en skoðanakönnun Capacent Gallup á fylgi flokkanna sýndi í sama mánuði og kosningarnar voru haldnar.
Framsóknarflokkurinn fékk hins vegar um 40% fleiri atkvæði í kosningunum og Borgarahreyfingin um 140% fleiri atkvæði en skoðanakönnunin sýndi.
Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að einhver geti núna FULLYRT hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður samþykktur hér í þjóðaratkvæðagreiðslu EFTIR TVÖ ÁR.
Kosningar til Alþingis 25.4.2009
Capacent Gallup 8.4.2009: Lítil breyting á fylgi flokkanna í mars
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 17:08
Þið segið:
" Að í stríði sé sannleikurinn ávallt fyrsta fórnarlambið"
Það sannaði svo sannarlega vindhaninn Össur Skarphéðinsson rækilega útí Brussel um daginn í sínum heilaga ESB herleiðangri:
Þar sem hann í smjaðri sínu og froðusnakki hélt því blákalt fram að ríkisstjórnin, þingið og þjóðin stæðu heilshugar að baki ESB umsókninni og eftir að hafa mært bandalagið og smjaðrað fyrir helstu raðmönnum þess þannig að menn litu í gaupnir sér og setti hljóðan, þá lét hann á sér skilja að ESB innlimunin væri æðsta þrá gjörvallrar íslensku þjóðarinnar að ganga ESB valdinu á hönd.
Þarna fór lygin sannarlega hamförum og rústaði allri sannleiksást þessa froðusnakkara og svokallaða utanríkisráðherra íslensku þjóðarinnar.
Það þurfti ekki annað en sjá svipinn á sumum helstu ráðamönnum ESB til að sjá að þeir sáu að þarna fór upptjúnnaður froðusnakkur sem ekki var að segja eitt einast orð satt, enda hafa þeir sínar upplýsingar um gríðarlega mikla og vaxandi andstöðu þjóðarinnar við ESB aðild og klofna ríkisstjórn og algerlega einangraða Samfylkingu í ESB málinu, sem jafnframt tapar stöðugt fylgi og tiltrú þjóðarinnar.
Framámenn Sambandsins þurftu tvívegis að taka fram í fyrir smjaðrinu og mærðartali Össurar og setja ofan í við hann þegar hann í sínum margþekkta oflátungs hætti fór yfir sig í smjaðrinu og lyginni um dýrðir og listismdir ESB.
Þarna féll sannleikurinn í þessu stríði á Yppon.
Gunnlaugur I., 13.8.2010 kl. 17:09
Gunnlaugur: Sýndu a.m.k. kurteisi hér á blogginu, annars færðu bara reisupassann! Við höfum þurft að grípa til hans!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 13.8.2010 kl. 17:50
13.8.2010 (í dag):
Icesave-viðræður í uppsiglingu?
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 18:30
Leyfiði Gunnlaugi bara að pára þetta.Hann hefur líka lélegan málstað að verja og því hefur hann til þess vond meðöl. Það er nokkuð til í því að framámenn íslendinga missi sig í smjaðri fyrir framan þjóðhöfðingja sem þeir vilja gera hosur sínar grænar fyrir. Davíð hjá Bush er frægasta dæmið um það. Hafi Össur gert það er það amk ekki fordæmalaust.
Gísli Ingvarsson, 13.8.2010 kl. 20:05
Ég veit ekki um ykkur hjá Evrópusamtökunum en ég veit að bæði Forseti ESB Jose Barraso og Stækkunarstjóri vita að bæði Jóhanna og Össur hafa framið Landráð af hæstu gráðu. Þið getið skoðað Blogg mitt http://skolli.blog.is/blog/skolli/ en allaveganna hafa þeir gögn sem sínir þeim þessar staðreyndir og svar þeirra var einfaldlega að því miður þá eru þetta ykkar innanríkismál. Þeim er nokk sama hvort einhver fremji Landráð til þess að færa þeim Ísland og fylgihluti fólkið og allt til þeirra á silfurfati.
Valdimar Samúelsson, 13.8.2010 kl. 20:28
PS Stækkunarstjórinn Stefan Fule átti það að vera.
Valdimar Samúelsson, 13.8.2010 kl. 20:29
Valdimar Samúelsson
Hér er ÞINGRÆÐI og eftir alþingiskosningarnar í fyrra, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM, var ríkisstjórninni FALIÐ af þingmönnum úr ÖLLUM flokkum að SÆKJA UM AÐILD að Evrópusambandinu.
Og meirihluti Alþingis ákvað jafnframt að greidd yrðu atkvæði um AÐILDARSAMNINGINN í ÞJÓÐARATKVÆÐAREIÐSLU.
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 20:43
Steini B Það er í lagi með þingræði en ekki lögbrot af hæstu gráðu sem kallast Landráð. Ekkert þingræði getur hunsað stjórnarskránna. Mundu þetta vinurinn. Ekkert...
Valdimar Samúelsson, 13.8.2010 kl. 21:01
Valdimar Samúelsson
Færðu RÖK fyrir því HÉR að Stjórnarskrá Íslands hafi verið brotin.
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 21:11
EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna í vetur hafa ALLIR þingflokkar hér, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, VERIÐ Í VIÐRÆÐUM við Breta um skilmála fyrir greiðslu íslenska ríkisins á IceSave-reikningunum EN EKKI HVORT íslenska ríkið muni greiða þessa reikninga.
Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingisKOSNINGUM, í fyrra, EFTIR að Bjarni Benediktsson hafði verið kosinn formaður flokksins með um 60% atkvæða, eins og nú í sumar.
Lög um IceSave nr. 96/2009 Samþykkt: 34 já, 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði, 1 fjarstaddur.
"6. gr. Eftirlit Alþingis. Fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðlabanki Íslands skulu reglubundið meta þróun heildarskulda, greiðslubyrði og skuldaþol íslenska ríkisins og þjóðarbúsins, þ.m.t. vegna ábyrgðar ríkisins samkvæmt lögum þessum."
Greiddu ekki atkvæði:
"Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Og 60% formaðurinn þremur vikum EFTIR þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars síðastliðinn:
"Að því loknu hittum við nokkra fulltrúa úr utanríkismálanefndinni [breska þingsins] síðar um daginn og þar var þeirri skoðun lýst, líkt og á báðum fyrri fundunum, að mönnum þætti ólíklegt að eitthvað myndi leysast fyrr en eftir kosningar, það er að segja að það myndi KOMAST SKRIÐUR Á VIÐRÆÐUR fyrr en eftir kosningar."
2.7.2010:
"Bandaríski lögfræðingurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku samninganefndinni.
Auk hans skipa nefndina Guðmundur Árnason og Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjórar fjármálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis, ásamt Jóhannesi Karli Sveinssyni lögmanni og Lárusi Blöndal lögmanni, sem tilnefndur er af stjórnarandstöðuflokkunum sameiginlega."
Icesave-samningar halda áfram
Þorsteinn Briem, 13.8.2010 kl. 22:31
Ég biðst forláts gagnvart síðuhöldurum ef þeim finnst ég hafa verið svo ókurteis á athugasemd minni hér að ofan að ég verðskuldi tiltal og hótun um að mér verði úthýst hér af síðunni.
Ég tel mig nú bara hafa kveðið nokkuð fast að orði með Össur Skarphéðinsson í fyrrgreindri Brussel ferð, en ekki verið með nein svo ljót orð að þau mættu ekki alveg skammlaust og í þessu samhengi sjást á prenti. Stæðust sem sagt fullkomlega velsæmislög og tjáningarfrelsi manna.
Ég minnist þess ekki að þið hafið tekið svona fast á ýmsum ykkar áhangendum sem hér hafa notað miklu ljótari orð og það oftar en einu sinni í geðvonnsku köstum sínum og t.d. margkallað mig og þúsundir annarra ESB andstæðinga sem:
"Fífl, bjána, fábjána, fávita, hálfvita og líka fasista og nazista"
Gunnlaugur I., 14.8.2010 kl. 08:23
"ÞJÓÐERNISOFSTÆKI.
Ofstæki sem stafar af ríkri þjóðerniskennd og birtist í tillitslausri baráttu fyrir meira og minna ímynduðum hagsmunum þjóðar."
(Íslensk orðabók Menningarsjóðs.)
Þorsteinn Briem, 14.8.2010 kl. 20:35
Aðild Íslands að ESB nýtur yfirgnæfandi stuðnings innan ESB og ekki nokkur ráðherra sem talar á móti því. Þeir eru samt örugglega hissa á barnarskapnum sem er í umræðunni um ESB á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 15.8.2010 kl. 18:52
Seðlabanki Íslands - Vöruskipta- og viðskiptavogir 2009
Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.