16.8.2010 | 10:21
Sagan, gömul og ný!
Styrmir Gunnarsson, fyrrum Moggastjóri er mikill USA-vinur. Ragnar Arnalds er hinsvegar kommúnisti og mikill USA-óvinur. En það sem sameinar þessa menn er andstaða þeirra við ESB, samband 27 lýðræðisríkja í Evrópu.
Styrmir Gunnarsson ritar pistil í Moggann um helgina og þar er sagt að sé mismunandi sýn á sögun (það sem hefur gerst og er fortíð) sem skilur þá að.
Þeir geta því sameinast í andstöðu við það sem hefur ekki gerst, en á kannski eftir að gerast, það er aðild Íslands að ESB. Þeir vilja hinsvegar ekki gefa því séns, þeir vilja draga umsóknina til baka og þar með taka lýðræðislegt vald af þjóðinni, þ.e.a.s. að fá að kjósa um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er beint lýðræði, sem Styrmir hreinlega elskar (og dáir). Þannig að hann er kominn í mótsögn við sjálfan sig!
En hver er svo framtíðarsýn þessara manna? Ónothæfur gjaldmiðill? Opið kerfi gagnvart okurvöxtum og óðaverðbólgu? Verðtrygging? Fákeppni á markaði? Hátt matvælaverð? Hverfandi traust erlendra aðila gagnvart Íslandi (sem við þurfum sárlega að koma í rétt horf!). Lánstraust nánast í ruslflokki?
Hvaða sögu vilja þessir menn skapa komandi íslenskum kynslóðum? Ekki munum við lifa á sjálfsþurftarbúskap í landbúnaði og sjávarútvegi. Sú tíð er liðin, það er "history"!
Það þarf "ný tök", aukin samskipti við okkar traustustu viðskiptavini. Og hvar eru þeir (og hafa verið) í gegnum söguna?
Jú, í Evrópu!
(Jóhann Hauksson, DV, er einnig með pistil um þetta, hér)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er gaman að fylgjast með því hvernig gamla klíkan í Sjálfstæðisflokknum leggur undir sig hluta vinstri Grænna og hefur getað grafið undan sjálfum Steingrími. Að gera Ásmund Daða að formanni Heimssýnar er eitt. Síðan virðast gömlu jálkarnir úr Alþýðubandalaginu Ragnar Arnalds og Hjörleifur vera í góðu "talsambandi" við Styrmisdeildina í Sjálfstæðisflokknum. Allt er þetta vond blanda á yfirborðinu en undir stjórn Sjálfstæðismanna með fjárstuðningi útgerðareigenda virðist þetta virka...gegn ríkisstjórn vinstri aflanna.
Gísli Ingvarsson, 16.8.2010 kl. 11:03
„USA-vinur“ er þetta brandari, eða kunna Brusselsliðar enga íslensku?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 11:38
Ellilífeyrisdeildin, sem kom landinu á hvínandi kúpuna, er með þá flugu í höfðinu að deildin hafi gert eitthvað af viti undanfarna áratugi.
Feykilega mikið vit hafi verið hér í allri verðbólgunni á síðustu öld og aðdraganda hrunsins síðastliðinn áratug.
Flugan suðar í kollinum á allri deildinni, Ragnar Arnalds er í herbergi númer þrjú og Hjölli Gutt á númer tvö.
Allir á ofureftirlaunum með ofurflugu í kollinum.
Og bráðum kemur kvöldmatur.
Þeir eru aldrei svangir.
Lífið er gott á deildinni.
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 11:43
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 13:02
Ekki Sjálfþurftarbúskap Hvað viltu kannski styrkjakerfi. Við sem þjóð verðum að nota það sem við eigum og að lifa á sjálfþurftarbúskap á Íslandi er bara ekki svo slæmt. Við fæðum hundruðir miljóna manna með okkar afurðum og höfum gert í hundruðir ára. Er það bara ekki nokkuð gott af sjálfþurftar búmönnum. Drögum umsókn til baka og í fangelsi með Jóhönnu og Össur.
Valdimar Samúelsson, 16.8.2010 kl. 14:24
Valdimar Samúelsson
Íslenskur sjálfsþurftarbúskapur var aflagður fyrir margt löngu.
En Íslendingar í sjálfsþurftarbúskap keyptu margar erlendar vörur, til að mynda kaffi, sykur, tóbak og áfengi, í skiptum fyrir ull og lambaket.
Íslensk fiskiskip eru aðallega smíðuð erlendis og mörg þeirra hafa verið smíðuð í Póllandi.
Og matvara, sem seld er í verslunum hér, er aðallega tilbúin vara frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Bæði sjávarútvegur og landbúnaður hér nota gríðarmikið af ERLENDUM AÐFÖNGUM og við Íslendingar kaupum allar okkar vörur aðallega frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Ellilaun Ragnars Arnalds eru evrur, sem skipt hefur verið í íslenskar krónur, sem Ragnar skiptir svo aftur yfir í evrur þegar hann ferðast til evrusvæðisins, til að mynda við Miðjarðarhafið.
Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélum, illgresis- og skordýraeitri, heyrúlluplasti, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.
Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en EKKI evrum.
Vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með VERÐTRYGGÐ LÁN.
Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um 41%.
Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 15:02
Ekki þorir skrifari að setja nafn sitt undir þetta bull, eðlilega.
Get ég fengið rökstuðning fyrir þeirri fullyrðingu pistilhöfundar að Ragnar Arnalds sé "mikill USA-óvinur" !! Hvað merkir það?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.8.2010 kl. 15:16
Þetta er nú meiri samsæriskenningarnar hjá ykkur.
Að Ragnar Arnalds sé einhver kommúnisti og að Styrmir Gunnarsson sé einhver sérlegur USA vinur og verndari. Þetta eru ákaflega hæpnar fullyrðingar og standast enga skoðun, svo ekki sé meira sagt enda aðeins settar fram af ykkur í áróðurs skyni af ykkar hálfu.
Sem gengur útá það að þeir sem séu á móti ESB aðild séu aðeins og eingöngu annarsvegar eitthvað últra Vinstra lið eða þá hinnsvegar eitthvað últra hægra frjálshyggju lið.
Svo er líka sérstaklega lamið á því að Davíð Oddsson sé einhver sameiginlegur leiðtogi alls þessa í ofanálag og einhver vond LÍÚ klíka og ríkisstyrkt bændasamtök fjármagni aðildina gegn ESB helsinu.
Þetta er mjög ómálefnaleg og rislítil umræða hjá ykkur eins og svo oft áður.
Sjálfir þykist þið í orði kveðnu alltaf vilja málefnalegar umræður.
En á borði þá fer lítið fyrir þeim hjá ykkur enda málefnastaða ykkar orðinn mjög slæm, þess þá heldur þá gerist þið nú æ grimmari við að hjóla í mennina en ekki málefnin.
Gunnlaugur I., 16.8.2010 kl. 16:22
Hahaha!
Segir hver?!
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 16:55
Fyrir ESB trúboðið og þeirra fylgifiska er það nöturleg staðreynd að þessi ESB umsóknin nýtur almennt ekki stuðnings lang stærsta hluta þjóðarinnar.
Þetta á ekki bara við einhverja últra vinstri menn eða últra hægri frjálshyggjupostula.
Meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins er andstaðan við aðild yfir 80%. flokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt eftir að hann tók einarða afstöðu gegn ESB aðild og ESB umsókninni.
Meðal stuðnings fólks VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar og þeirra sem engan flokk styðja er andstaðan við aðild 70 til 80%
Það er aðiens innan Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er enn fyrir ESB aðild, en fer þó síminnkandi eins og reyndar fylgið. Andstaðan og efasemdirnar um ESB aðild hafa aldrei verið eins áberandi meðal sífækkandi stuðningsmanna samfylkingarinnar. En samkvæmt síðustu könnunum þá styðja aðeins 60 til 67% stuðningsmanna Flokksforystunnar þennan ESB herleiaðngur til Brussel og 20% stuðningsmanna SF eru nú beinlínis andvígir aðild og önnur 13 til 20% styðja ekki leiðangurinn og hafa miklar efasemdir um ESB aðildina.
Ef hægt er að tala um klofning um ESB málin hjá einhverjum íslensku stjórnmálaflokkanna þá er það hjá Samfylkingunni.
Forysta Samfylkingarinnar hefur með ESB þrákelkninni algerlega einangrað sig og málað sig útí horn í íslenskum stjórnmálum og meira að segja fylgið við ESB stefnuna minnkar enn í þeirra eigin röðum.
Á þessu sést augljóslega hvað andstaðan við ESB aðild er almenn og víðtæk í íslensku samfélagi.
Þetta fylgisleysi við ESB aðildina viðurkenna sumir raunsæir ESB sinnar.
En aðrir slá bara hausnum við steininn og bölsóttast áfram og kenna DO, LÍÚ og Bændasamtökunum og svo einhverjum últra kommum og últra hægri liði um eitt alls herjar samsæri og að þetta sé bara allt öður vísi.
Gunnlaugur I., 16.8.2010 kl. 17:41
Bla bla bla!!!
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 17:45
Sú staðreynd að meirhluti Íslendinga er á móti aðild eins og er mun hjálpa samningstöðu okkar. ESB getur þá ekki boðið okkur hvað sem er. Við getum sagt að meirihluti Íslendinga er á móti aðild þannig að þið verðið að bjóða betur.
Þess vegna er andstaða NEI-sinna að hjálpa Evrópusinnum. Og það ber að þakka NEI sinnum fyrir þetta.
Svo þegar kemur góður samningur á borðið þá verður hann að sjálfsögðu samþykktur.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2010 kl. 18:15
Já Þruman, Sleggjan og Hvellurinn.
Þetta er svona eins og það sé gott fyrir fótboltali að vera undir svona 5-0 í hálfleik af því að þá fai hinir að vorkenna hinu liðinu og gefa efti þannig að þetta sé besta ástæðan til þess að vinna leikinn.
En ég hef enga trú á að það fáist einhver svokallaður "góður" innlimunar samningur við ESB.
Commízararnir í Brussel þurftu tvisvar sinnum að sitja niður í gorgeirnum í Össuri þegar hann fór að tala um allar undanþágurnar og sérsamningana sem við þyrftum að fá og bentu honum í umvöndunartón að það væri ekkert sem héti varanlegar undanþágur eða sérsamningar sem hægt væri að gera við ESB.
Aðildarþjóðirnar yrðu allar jafnt að hlýta reglum og tilskipunum Sambandsins !
Gunnlaugur I., 16.8.2010 kl. 18:37
ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR OG LANDBÚNAÐUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.
Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.
Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.
Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.
En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."
"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."
"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.
Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 19:56
Hér snýst umræðan um flokks-persónu-áróður en ekki raunverulegar staðreyndir og málefni!
Þeir sem ætla inn í ESB þurfa að læra að rökræða málefnin umfram klíku-fokka-persónurnar!!! Mér finnst stundum vanta þannig skilning hjá ESB-sinnum ekkert síður en öðrum? Hvernig skyldi ganga að ræða einungis Íslenskan flokka-persónu-ríg í ESB !
Það verður framhald á brandaranum sem aðrar þjóðir hafa hlegið að. Fáránlegri eignatöku sumra "ekki"-ESB-sinna á kvóta almennings í Íslenskri landhelgi (eða þjófa-svikara-landráðamanna-landhelgi).
ÞEIR SEM HAFA ARÐRÆNT SÍNA EIGIN ÞJÓÐ OG ÆTLA AÐ VERJA ÞJÓFNAÐINN MEÐ KLÍKU-DÓMS-KERFI SEM ÞEIR HAFA BYGGT UPP SÍÐUSTU ÁRATUGINA Á ÍSLANDI?
Það er ekki öll klíku-svika-vitleysan eins í Íslensku embættis-manna-svikakerfi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2010 kl. 22:47
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Fáum okkur kaffi og kleinur saman og þá verður allt gott aftur, elskan mín.
Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 22:55
Gunnlaugur I, Þú átt heima í ESB ríki. Þar sem verðlag er stöðugt, vöruúrval gott og verðbólga lítil.
Hættu þessu væli, vegna þess að þetta er ómarktækt bull.
Jón Frímann Jónsson, 16.8.2010 kl. 23:46
60% aðila viðskiptalífsins eru andvíg því að fara inn í ESB.
Um 70% þjóðarinnar eru andvíg því, en aðeins 26% hlynnt.
Það er hið eðlilegasta mál að draga þessa heimskulegu umsókn til baka, enda var hún stjórnarskrárbrot.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994, rétt eins og í öðrum aðildarsamningum síðan, samþykktu nýju meðlimaríkin að meðtaka gervalla sáttmála og löggjöf Evrópubandalagsins og gefa þeim lögum þann forgangsrétt, að ef árekstur væri milli þeirra og landslaganna í ríkjunum, skyldu lög ESB ráða (túlkun og úrskurður um rétta lausn ágreinings átti líka að vera í höndum stofnana ESB). Þetta er það, sem Evrópusamtökin kjósa að FELA, þó að alltaf sé verið að tala hér um, að menn þurfi að sjá, "hvað okkur bjóðist". ÞARNA SJÁIÐ ÞIÐ ÞAÐ! (smellið á tengilinn).
Hættið svo að blaðra um matvælaverð, þið talið gegn samvizku ykkar, ef þið gefið í skyn, að "ESB-aðild" þýði, að hér verði meðal-matvælaverð ESB einn góðan veðurdag. Það yrði ALDREI, jafnvel þótt ykkur og samherjum ykkar tækist að innlima Ísland í bandalagið, enda njóta þjóðir í NV-hluta ESB ekki "meðal-matvælaverðs í ESB-ríkjum" og munu sennilega aldrei gera – og þeim mun síður við, sem erum með margfalt smærri markað og umtalsverðan flutningskostnað matvæla á hinni löngu leið til landsins.
Og "reglan" um hlutfallslegan stöðugleika er forgengileg. Hún er ekki lög í ESB, heldur alfarið upp á náð ráðherraráðsins komin. Þar munu Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Ítalía ráða 53,64% atkvæðavægi frá árinu 2014, en með Spáni og Póllandi munu þessi ríki ráða 70,4% atkvæðamagns frá 2014, en Ísland fengi þar 0,06% atkvæða! (sjá HÉR!).
Vitaskuld fellir ráðherraráðið ekki niður "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika áður en Ísland verður innlimað, en eftir það, er þeim leikur einn að gera það, þegar þeir telja tímann hentugan og kannski í áföngum og þá m.a. með þeim blekkingum, að þetta skipti okkur ekki svo miklu máli lengur, af því að við séum farin að hafa útflutningstekjur af svo mörgu öðru engu síður en sjávarútvegi. Samt er sú grein með mesta framleiðni allra stórra atvinnugreina hér á landi – og skapar margfaldan gjaldeyri á við hvaða aðra grein sem er, sem og afleidd störf.
Jón Valur Jensson, 17.8.2010 kl. 01:13
Jón Valur Jensson
Jón Val dreymir að hann sé kominn yfir móðuna miklu og að Gullna hliðinu.
En bitti nú!
Er ekki Nietzsche við hliðið og á því stendur:
GOTT IST TOT!
VELKOMIN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ!
Þorsteinn Briem, 17.8.2010 kl. 01:31
Málefnalegt eða hitt þó heldur. – Hver er annars "Steini Briem"? Þegar farið er inn a höfundarsíðu hans, stendur þar einfaldlega: "Steini Briem" ásamt mynd hans – ekki að hann heiti þessu nafni samkvæmt þjóðskrá. Er þetta þá felunafn? Hvað hefur Steini þá að fela? Og af því að hann var að flagga hér prófum í vissum greinum, vill hann þá ekki upplýsa um sitt fulla nafn og í hvaða háskólum hann hafi tekið próf?
Jón Valur Jensson, 17.8.2010 kl. 02:03
Þorsteinn Briem, 17.8.2010 kl. 02:04
PS. Ég veit vel, að Evrópubandalagið kaus frekar að vera guðlaust bandalag heldur en hinn valkostinn að nefna Guð á nafn í stjórnarskrá sinni (þeirri sem var komið um í Frakklandi og Hollandi).
Jón Valur Jensson, 17.8.2010 kl. 02:04
Hef verið í háskólum bæði hérlendis og í Svíþjóð, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 17.8.2010 kl. 02:07
Og hvað heitir maðurinn í raun og sann?
Jón Valur Jensson, 17.8.2010 kl. 06:58
Þegar þú ert búinn að ákveða hvað þú heitir, geturðu kannski farið að svara innlegginu mínu frá kl. 1:13 – án þess að "svara" með "koppípeisti".
Jón Valur Jensson, 17.8.2010 kl. 07:03
Jón Valur, Það er ekkert í stjórnarskrá Íslands sem bannar slíka umsókn. Stjórnarskránni þarf þó að breyta þegar Ísland verður aðili að ESB.
Síðan vitnaru bara í sjálfan þig, sem er verra en slæmt. Það er alveg hrikalegt og bendir til þess að þú sért ekkert nema röklaus og hefur engar staðreyndir máli þínu til stuðnings.
Evrópusambandið skiptir sér ekki að trúmálum, ekki þeirra hlutverk. Þetta kunna öfgatrúmenn eins og Jón Valur illa við. Ennfremur fær Vatíkanið ekki aðild að ESB vegna þess að það uppfyllir ekki lýðræðislegar kröfur ESB sem eru gerðar til ríkja. Páfinn er nefnilega einráður í Vatíkaninu, og einræði er bannað í ESB.
Ég bendi þér ennfremur á Jón Valur að þér kemur ekkert við hver Steini Briem er. Jafnvel þó svo að maðurinn finnist ekki í þjóðskrá Íslands.
Jón Frímann Jónsson, 17.8.2010 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.