Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna er Noregur ekki í Evrópusambandinu?

Vekjum athygli á þessum fyrirlestri/fundi:

Hvers vegna er Noregur ekki í Evrópusambandinu?


Hádegisfundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

iver_b_neuman.jpgIver B. Neumann,prófessor við Óslóarháskóla og yfirmaður rannsókna við norsku alþjóðamálastofnunina. Mánudaginn 23. ágúst 2010 frá kl 12:00 til 13:00 í stofu 101 í Odda.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boðar til fundar með Iver B. Neuman, prófessor við Óslóarháskóla og yfirmanni rannsókna við norsku alþjóðamálastofnunina, mánudaginn 23. ágúst 2010 frá kl. 12:00 til 13:00 í stofu 101 í Odda. Neumann mun fjalla um stöðu Evrópumála í Noregi.

Iver B. Neumann er norskur stjórnmála- og mannfræðingur. Hann er prófessor í rússneskum fræðum við Óslóarháskóla og yfirmaður rannsókna við norsku alþjóðamálastofnunina.

Hann lauk doktorsgráðu í stjórnmálum frá Oxford háskóla árið 1991 og á síðasta ári lauk hann annarri doktorsgráðu í mannfræði frá Óslóarháskóla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Andstæðingar ESB á Íslandi eru búnir að gera í buxunar fyrir löngu síðan og rökleysið lekur af þeim.

Hinsvegar er það áhugaverð staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi taka við skipunum frá Davíð Oddssyni, enda er línan gefin þaðan og henni er fylgt. Það er nefnilega þannig að Davíð Oddsson er valdagráðugur maður og vill stjórna einhverju. Núna stjórnar hann Morgunblaðinu og er þessa stundina að leggja undir sig baráttuna gegn ESB aðild Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 17.8.2010

_____

Eru þetta rök sem þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið kannast við og telja marktæk í vitrænni umræðu.

KHS

K.H.S., 19.8.2010 kl. 10:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nær allir þeir sem tjáð sig hafa eftir hrunið og til þekkja um þróun íslenska fjármálakerfisins á árunum 2002-2008 telja að veiki hlekkurinn í keðjunni hafi verið gjaldmiðillinn og að peningastefna Seðlabanka í umboði ríkisvaldsins, - hin svokallaða hávaxtastefna, hafi margfaldað gengisáhættu kerfisins alls.

Fjármálasérfræðingar og fjárfestar í íslensku fjármálafyrirtækjunum telja margir það sína helstu yfirsjón að hafa vanmetið þau lífshættulegu áhrif sem það hefði á íslensku bankana að krónan, sem þeir vissu að stóð höllum fæti, tæki að gefa sig og yrði verðlaus í vaxandi alþjóðlegri lausafjárkreppu.

Margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki séð fyrir hættuna af því að geta ekki borgað erlendar skuldir þrátt fyrir að vera með alla vasa fulla af íslenskum peningum," skrifar Björgólfur Thor Björgólfsson.

"Hávaxtastefnan og veikur gjaldmiðill ýttu undir sveiflur í efnahags- og fjármálalífi á Íslandi. Við slíkar aðstæður bregða spákaupmenn gjarnan á leik enda skapa miklar breytingar á skömmum tíma ýmis tækifæri á skjótfengnum gróða. Tvenns konar fjármálaafurðir litu dagsins ljós við þessar aðstæður.

Önnur var svokölluð jöklabréf en hin afurðin var gjaldeyrisskiptasamningar sem gerðu mönnum meðal annars kleift að græða á falli íslensku krónunnar.

Báðar þessar afurðir höfðu dramatísk áhrif á framvindu mála í aðdraganda hrunsins, hvor á sinn hátt. Jöklabréfin héldu skráðu gengi krónunnar miklu hærra en umsvif atvinnulífsins gáfu tilefni til og áttu því verulegan þátt í því að ódýrt erlent lánsfé streymdi inn til Íslands, - lán sem almenningur og fyrirtæki eiga nú í miklum erfiðleikum með að greiða.

Gjaldeyrisskiptasamningarnir leiddu hins vegar til þess að aðilar á markaði tóku stöðu gegn krónunni, með öðrum orðum veðjuðu þeir á að gengi krónunnar félli. Þar með varð til þrýstingur á að svo yrði, - og það varð raunin.

Krónan hrundi með þeim afleiðingum innfluttar vörur á Íslandi hækkuðu verulega í verði og Íslendingar þurftu að öngla saman fleiri krónum en ella til að greiða sín erlendu lán," skrifar Björgólfur Thor Björgólfsson."

Byggt á veikustu örmynt veraldar

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann
."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 15:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.5.2010:

"Norska ríkið neyðist til að skera niður útgjöld vegna þess að afgangur á fjárlögum er orðinn alltof mikill. Skuldleysi þjóðarinnar er orðið hættulegt og ógnar atvinnu manna. Gísli Kristjánsson [pistlahöfundur RÚV í Noregi,] útskýrir hvernig þessum þversögnum víkur við:

"Hér er það Sigbjörn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, sem er að tilkynna um niðurskurð á fjárlögum vegna þess að ríkið á of mikla peninga, svo mikla peninga að aðeins niðurskurður og sparnaður getur bjargað þjóðinni.

Rökin fyrir þessum niðurskurði eru augljós og hagfræðin að baki hefur lengi verið þekkt: Það er óttinn við afleiðingar þess að sleppa öllu þessu fé út í hagkerfið.

Of miklir peningar leiða til aukinnar eftirspurnar innanlands, sem leiðir til verðbólgu, sem leiðir til hækkandi vaxta, sem leiðir til straums af erlendum peningum inn í landið, sem leiðir til hækkandi gengis, sem leiðir til samdráttar í útflutningi, viðskiptahalla og atvinnuleysis.

Þetta er skrúfa sem hagfræðingar hafa oft lýst í smáatriðum og  skólabókardæmi um það sem getur gerst er
íslenska efnahagsbólan á árunum 2002-2008.

Hún var fjármögnuð með lánsfé en hér í Noregi stafar hættan af því að mikil verðmæti streyma upp úr gas- og olíulindum. Það má ekki sleppa þessu fé lausu. Það verður að loka það inni með valdi.

Að öðrum kosti væri hægt hér að búa til efnahagsbólu, margfalt, margfalt stærri og hættulegri en þá íslensku og með margfalt alvarlegri afleiðingum.

Í ljósi þessa er ekki að undra þótt norski fjármálaráðherrann sé gagnrýndur fyrir að ganga of skammt í niðurskurði.

Það eru þó aðeins bara eins og ein fjárlög Íslands sem eru tekin úr umferð núna og ekki meira en sem nemur vextinum í hagkerfinu.

Hægri menn hér segja að ríkisstjórnin hefði átt að gera meira en að taka bara kúfinn af. Það átti að skera af hörku.

Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv tekur í sama streng í leiðara í dag og segir að fjármálaráðherra hafi brugðist vonum. Hann hafi verið tekinn inn í ríkistjórn einmitt til að til að skera niður en hafi svo bara krukkað smávegis í fjárlögin.

Miklu meiri niðurskurður bíði næsta árs. Niðurskurðurinn var bara 17 milljarðar en hefði þurft að vera 40-50 milljarðar.


Vandinn er ekki bara hættan ofhitun hagkerfisins innanlands. Það er skuldakreppa í Evrópu og hún getur komið illa við hagkerfi þar sem peningar fljóta yfir barma á öllum koppum og kirnum.

Það gerist þannig að ef norski seðlabankinn neyðist til að hækka vexti vegna ofþenslu, til dæmis á húsnæðismarkaði heima, leiðir það til versnandi samkeppnistöðu útflutningsgreina.

Vextir yrðu hærri í Noregi en í samkeppnislöndunum þar sem lágir vextir eru nauðsyn.
Háir vextir heima draga að sér erlent sparifé, það myndast óeðlileg eftirspurn eftir norskum krónum, gengið hækkar og það rýrir enn samkeppnisstöðuna.

Þetta gerðist líka á Íslandi þegar vextir voru komnir upp í fimmtán prósent.
Seðlabankastjóri vill því fyrir alla muni sleppa við að hækka vexti og vill að ríkið skeri niður og taki peningana úr umferð – létti á þrýstingnum.

Hættan á kaupum útlendinga á norskum krónum er ein ástæða þess að
Jens Stoltenberg forsætisráðherra neitar staðfastlega að ríkið tryggi innistæður í norskum bönkum.

Aðeins fyrstu tvær milljónirnar eru tryggðar og ekkert meira.
Með fullri innlánstryggingu þættust erlendir peningamenn komnir í öruggt skjól með fé sitt í norskum banka, óeðlileg eftirspurn eftir krónum skapaðist, gengið hækkaði, útflutningur tapaði og fólkið missti vinnuna.

Staðan er sérstaklega viðkvæm vegna þess að á krepputíma má búast við að eftirspurn minnki almennt í heiminum. Og þar sem mest af útflutningi Norðmanna fer til Evrópu getur skuldakreppan þar haft alvarlegar afleiðingar.

Norðmenn verða því að draga úr kostnaði innanlands, rétt eins og skuldugar þjóðir, jafnvel þótt þeir eigi ofgnótt af peningum.


Við þetta bætist svo enn að norska ríkið á útistandandi hjá skuldugum þjóðum í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um sex þúsund milljarða íslenskra króna.""

Ofgnótt fjár í Noregi

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 15:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.

Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.

Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.

The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."

"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.

On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."

"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.

Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.

Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 15:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Raungengi [íslensku krónunnar] er nú afar lágt í sögulegu samhengi og lætur nærri að það sé fjórðungi undir meðaltali síðustu áratuga.

Engu að síður hefur raungengið hækkað talsvert síðan það var hvað lægst í kjölfar hrunsins, eða tæplega 17% [MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM]."

Fyrsta lækkun raungengis íslensku krónunnar á þessu ári

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 15:59

7 Smámynd: K.H.S.

Þakka þér svar þitt Steini Briem. Það er málefnalegt og hefur gyld rök fram að færa. Það sem ég þoli svo illa á þessum bloggsíðum er þegar einhverjir sídritandi aular fleipra og gaspra um allt og alla, en skilja ekkert eftir sig nema ergelsi og pirring.

K.H.S., 19.8.2010 kl. 15:59

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kári H. Sveinbjörnsson

Ég var engan veginn að svara hér þínum FÁBJÁNALEGU skrifum.


Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 16:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2010 (í dag):

"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 16:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 16:31

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tókuð þið eftir þessu Steini Briem sem hér dominerar enn og aftur alla umræðuna með stærilæti sínu og upphöfnum ESB þekkingarhroka sínum og endalausum langlokum um ágæti ESB.

Nú sendi hann Karli H. Sveinbjörnssyni tóninn. Ja fyrir það eitt að voga sér hér inn á síðuna að því að manni sýnist. Hér að ofan hreitti Steini þessu í hann: 

"Ég var engan veginn að svara þér þínum FÁBJÁNALEGU skrifum".

Málefnalegur Steini Briem sem oft áður en eitthvað er hann pirraður nú sem oftar. Fylgisleysi ESB trúboðsins fer verulega í pirrurnar á honum þrátt fyrir endalausan áróður hans sjálfs, sem ekkert virðist virka.

Steini sem er einn af aðal agentum ESB trúboðsins á Íslandi sem virðist samkvæmt endalausum fjölda skrifum sínum hér á Evrópusíðunni og víðar alla daga vikunnar og klukkustundum saman og virðist því ekki starfa við neitt annað þetta þ.e. að upphefja ESB og dýrðir þess og ráðast með kjafti og klóm gegn okkur efasemdarmönnum eða andstæðingum ESB aðildar.

Hvort sem hann er beint eða óbeint launaður af þessu sama ESB apparati eða öðrum áróðursmála agentum þess hér á landi, er spurning sem menn hljóta að velta alvarlega fyrir sér ?

Gunnlaugur I., 19.8.2010 kl. 17:43

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.

Athugasemdir mínar hér SKIPTA MÁLI fyrir Evrópuumræðuna hérlendis.


"Athugasemd" Kára hér að ofan
SKIPTIR ENGU MÁLI fyrir þá umræðu, heldur er tilgangurinn EINGÖNGU að skapa hér LEIÐINDI, eins og þínar "athugasemdir" á þessu bloggi.

Enda hefur þér MARGOFT verið sýnt hér gula spjaldið af stjórnendum bloggsins, sem og öðrum ÞJÓÐERNISÖFGAMÖNNUM.

Og það endar ÆTÍÐ með því að ykkur er sýnt hér RAUÐA SPJALDIÐ!

Þorsteinn Briem, 19.8.2010 kl. 20:01

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Karl H. Þér er greinilega eitthvað illa við þessi skrif, víst að þú flaggar þeim í gríð og erg og þykir þau vera mógðun.

Þetta er hinsvegar staðreynd, er Morgunblaðið notað í hreinum áróðurstilgangi núna í dag. Þetta er ekki fréttamiðill eins og það gefur sig út að vera, jafnvel þó svo að það hafi verið það í eina tíð.

Það er ennfremur ákveðin saga að þú skulir ekki þora að bera þetta upp við mig beint, heldur ferð þú og dreifir þessu útum allt í þeirri von að ég sjái þetta ekki. Hérna er smá vísbending til þín, ég er búinn að sjá þessa útúrsnúninga þína fyrir nokkru síðan. Hinsvegar er ég ekki yfir mig mikið að pirra mig á þessu. Þar sem að ég veit fullvel að rökleysið er hjá andstæðingum ESB á Íslandi, og þá gjarnan sleppa þeir að vitna í heimildir með réttum hætti. Þannig að fólk geti séð tilvitnuna í samhengi. Þar sem augljóst má vera að þetta er fengið úr umræðu á bloggi, en ekki úr grein.

Þessi athugasemd mín sem Karl vitnar í er fengin héðan.

Ekki veit ég afhverju norðmenn vilja ekki vera í ESB. Hinsvegar eiga þeir nóg af olíu og er það líklega hluti af ástæðunni fyrir ESB áhugaleysi norðmanna.

Jón Frímann Jónsson, 19.8.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband