19.8.2010 | 20:43
Ásmundur!
Nei-sinni Íslands nr.1, Ásmundur Einar Daðason (bóndi,þingmaður og stjórnarformaður rannsóknarsjóðsins AVS) ritar grein í Fréttablaðið í dag um ESB og fyrirvara, eða það sem oft er kallað sérlausnir á milli umsóknarríkja og ESB.
Ásmundur segir og vitnar í Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, að fyrirvararnir "haldi ekki".
En það má hinsvegar benda Ásmundi Daða á að Svíar fengu tvær mjög mikilvægar sérlausnir sem halda enn þann dag í dag og er reyndar mjög ólíklegt að verði afnumdar.
Sú fyrri e einkasala ÁTVR Svía (Systembolaget) á sölu áfengis. Svíum er mjög í mun að þetta haldi og ekkert útlit fyrir annað.
Hitt er framleiðsla og sala á sérstöku munntóbaki, eða snusi. Það sama gildir hér.
Danir fengu einnig undanþágu varðandi kaup erlendra aðila á sumarhúsum í Danmörku, en þeir óttuðust að Þjóðverjar myndu kaupa upp öll sumarhús í landinu, sem að sjálfsögðu varð ekki.
Álendingar hafa einnig ákvæði um "hembygdsrätt", sem kveður á um að aðeins þeir með fasta búsetu á eyjunum megi kaupa þar eignir.
Í grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins segir orðrétt:
"Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan hembygdsrätt. Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana."
Ásmundi er hér með bent á þessa grein!
Nei-sinnar nota mikið af kröftum sínum til að básúna það að það sé ómögulegt að ná samningum (um næstum hvað sem er) við ESB.
Raunveruleikinn er hinsvegar allt annar og í raun hægt að nefna mýmörg dæmi um tillitssemi ESB við umsóknarþjóðir og virðingu fyrir sérstökum aðstæðum, bæði hvað varðar menningu og atvinnulíf.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Einmitt
kv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 19.8.2010 kl. 22:23
Evrópusinnar hvað kemur okkur við um sérlausnir. Við viljum ekki inn í bandalagið períod. Ég vill coke en ekki pepsí. Ég vil íslenskar afurðir en ekki tyrknenskar. Ég vil sjálfstæði og ekki fara undir stjórn ESB þótt ég fengi frítt prinspólo eða kjúklínga. Hvað eru þið að reyna að blekkja okkur. Bíddu já skóla í evrópu. Við höfum skóla hér við komumst í skála allstaðar en auðvita kostar það og ég vil líka að fólk borgi fyrir skólagöngu hér á ísland. Drögum umsóknina til baka og lögsækjum þá sem standa fyrir áróðri um inngöngu.
Valdimar Samúelsson, 19.8.2010 kl. 22:35
Við vijum Malt og Appelsín, enda styðjum við íslenskan iðnað!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.8.2010 kl. 23:36
Ákvæði gæti verið í aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandinu um að íslenska þjóðin yrði að samþykkja meiriháttar breytingar á samningnum og sáttmálum Evrópusambandsins Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUM, eins og Írar.
Einnig er hægt að setja ákvæði í stjórnarskrá Íslands um að íslenska þjóðin yrði að samþykkja breytingar á stjórnarskránni Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUM.
Og eftirfarandi ákvæði í Lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, eða sambærilegt, þyrfti að vera í stjórnarskrá Íslands:
"1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.
Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."
Í samningnum um aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti einnig verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og eingöngu íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan lögsögunnar.
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
"Í þessu sambandi telur meirihlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.
"Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í sjávarútvegsfyrirtæki."
"Við erum ekki á móti erlendu eignarhaldi í sjávarútvegi en það verður að vera innan skynsamlegra marka.
Reglurnar eins og þær eru núna hafa ekkert verið að þvælast fyrir mönnum. Ég held að þær séu ágætar eins og þær eru.
Það er þá tryggt að menn hafi yfirráð yfir sjávarútvegsfyrirtækjunum hér heima," segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna sér ekki ástæðu til að breyta lögum um erlent eignarhald í sjávarútvegi
"Meirihlutinn telur rétt að leitað verði til sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar við gerð ákvæðis í [stjórnarskránni] um framsal valdheimilda, auk þess sem litið verði til fordæma hjá nágrannaríkjum okkar og miðað verði við að valdframsal sé með þeim hætti að það sé takmarkað og afmarkað, eigi sér ávallt stoð í lögum og sé að auki alltaf afturkræft."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Stjórnarskrá Írlands og Evrópusambandið:
"The ratification of major European Union treaties, starting with the Single European Act of 1986, requires the amendment of Article 29 of the Constitution of Ireland, which prescribes the extent to which Irish law can be superseded by other laws, including European Union law.
Amendments of the Constitution of Ireland can only be approved by referendum."
"The Supreme Court has ruled that any European Union Treaty that substantially alters the character of the Union must be approved by a constitutional amendment.
For this reason separate provisions of Article 29 have permitted the state to ratify the Single European Act, Maastricht Treaty, Amsterdam Treaty, Nice Treaty and Treaty of Lisbon."
The Constitution of Ireland
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.
Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.
Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.
Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.
Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.
Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."
STAÐBUNDNIR NYTJASTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM ERU ÍSLENSK AUÐLIND.
EINGÖNGU íslensk fiskiskip veiða innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar, fyrir utan umsamdar veiðar erlendra fiskiskipa í lögsögunni úr flökkustofnum.
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Staðbundnir nytjastofnar á Íslandsmiðum eru ÍSLENSK AUÐLIND, sem AÐGREIND er frá fiskveiðilögsögu aðildarríkja Evrópusambandsins.
Og nytjastofnar á Íslandsmiðum eru að sjálfsögðu AUÐLIND, rétt eins og olía í Norðursjó, þar sem til að mynda Bretar og Danir dæla upp olíu Í EIGIN EFNAHAGSLÖGSÖGU og hirða sjálfir ágóðann af henni.
Efnahagslögsaga ríkja við Norðursjó
"1. gr. Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.
Hugtakið auðlind samkvæmt lögum þessum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins annarra en lifandi vera."
Lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins
"Náttúruauðlindir geta verið ólífrænar og lífrænar."
"Auðlindir Íslendinga felast meðal annars í nytjastofnum sjávar."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru lífverur og að mestu leyti gerðar úr lífrænum efnum, rétt eins og olía í Norðursjó.
STAÐBUNDNIR nytjastofnar á Íslandsmiðum eru hins vegar LIFANDI OG SJÁLFBÆR AUÐLIND sem gengur EKKI yfir í lögsögur aðildarríkja Evrópusambandsins.
Hins vegar ganga flökkustofnar á milli fiskveiðilögsagna og þar af leiðandi þurfum við Íslendingar að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og til að mynda kolmunnastofninum.
Fiskveiðilögsaga Íslands og fiskimiðin við landið
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Efnahagslögsaga aðildarríkja Evrópusambandsins
Efnahagslögsaga Bretlands - Kort
Efnahagslögsaga nokkurra ríkja - Exclusive Economic Zones (EEZ)
"North Sea oil is a mixture of hydrocarbons, comprising liquid oil and natural gas, produced from oil reservoirs beneath the North Sea."
"Following the 1958 Continental shelf convention and after some disputes on the rights to natural resource exploitation the national limits of the exclusive economic zones were ratified.
Five countries [Norway, United Kingdom, Denmark, Germany and Netherlands] are involved in oil production in North Sea.
All operate a tax and royalty licensing regime. The respective sectors are divided by median lines agreed in the late 1960s."
North Sea oil
"Organic deposits of coal, peat, oil and methane clathrates."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.
Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna. [...]
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga. [...]
Grundvallaratriði er að ekki er hróflað við fullveldisrétti ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð aðildarsamnings Norðmanna á sínum tíma var sett inn bókun um að þeir héldu yfirráðum yfir öllum sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 00:02
Mikið hrikalega var þetta hærðileg lesning þ.e kommentið sem Valdimar skrifaði.
Ef þetta er innsýni inní heilabú NEI-sinna þá bið ég guð að hjálpa þeim.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 17:23
Já já. Átti í einhverjum umræðum um þennan pistil Ásmundar einhversstaðar á lendum internets. (Stefan sagði þetta ekkert - og reyndar samþykkti hann framsögu Össurar um ,,skapandi lausn" findist á sjávarútvegnum.
Það einna versta við andsinna er hringlandaháttururinn í orðræðu þeirra. Þeir eru ekkert nándar nærri nægilega vel að sér og inní málum og því er svo erfitt að henda reiður á hvert þeir eru að fara. Hvort þeir eru að fara upp eða niður eða útá hlið. Og í raun er eins og þeim sé alveg sama. Markmiðið sjá þeim sé hringlandaháttur og útí hött umræða.
Núna eru það ,,fyrirvarar" og þeir ,,halda ekki"
Meina, þetta er alveg kostuleg umræða. Kostuleg.
Staðreyndin er að það eru allskonar dæmi um ýmis mál sem aðildarríki hafa náð fram í aðildarsamning og neglt niður. Þau eru margskonar og ýmiss eðlis og, má segja, á nokkrum levelum.
Malta td. fékk td. vissa undanþágu (varanlega) frá frjálsu flæði fjármagns varðandi kaup á húsakaup. Var að skoða þetta fyrir löngu og þá kom meir að segja fram einhversstaðar alveg sérstaklega , eitthvað á þá leið, að vegna þess að þetta væri í aðildarsamningi, þá væri ekkert sem myndi breyta því - og nb. þetta er beisiklí undanþága frá fjármagnsflæði! Einu grunnprinsippi EU. (Skal finna reyna að finna þetta í rólegheitum. Tekur smá tíma og vinnu)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 20:54
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu gæti því verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og eingöngu íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan lögsögunnar.
Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 23:09
SELVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:
"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.
Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.
Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni."
Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 23:31
HVALVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:
"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.
Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.
Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.
Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.
Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.
Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður."
Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.