Leita í fréttum mbl.is

Nei-sinnar flytja inn "gengisfellingarsinna"

Stefan de VylderNei-sinnar flytja inn "gengisfellingarsinnan" Stefan De Vylder til þess að tala um krónuna og Evruna á morgun. Stefan er doktor í hagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi, en vinnur þar  ekki lengur.

Í viðtali við German Foreign Policy í maí sagði hann að það "væri gott fyrir Grikkland að landinu væri hent út úr Evru-samstarfinu." Og að gengishrun drökmunnar í kjölfarið væri líka gott fyrir landið! Þá segir hann að Spánn, Ítalía og Portúgal myndu lverða fyrir barðinu á þessu.

Þetta verður að teljast í hæsta máta óábyrgt. Gerir Stefan sér grein fyrir, í þessu samhengi, um hvaða lönd er að ræða? Vill hann tefla pólítískum stöðugleika landanna í hættu? Hann hlýtur jú að vita að Ítalía er fæðingarland fasismans, að Spáni var stjórnað af fasista (Fransisco Franco), frá 1939 - 1975. Og að það var einmitt útúr þessum fasisma sem Spánn braut sér leið úr og gerðist aðili að ESB. Svipað á við um Portúgal, sem einnig var stjórnað af herforingjastjórn.

Í viðtalinu segir Stefan að þjóðernishyggja, útlendingahatur og atvinnuleysi séu ógn við Evrópu.

Myndi það batna við enn meiri pólitískan óstöðugleika, sem hans "lausnir" myndu sennilegast valda?

Þá segir Stefan að það sem Þýskaland og Evru-svæðið þurfa sé aukin eftirspurn. 

Það er einmitt að gerast núna, Þýskaland, Bretland og Evrópa eru að rétta úr kútnum.

Stefan ætti að kynna sér bitra reynslu Íslendinga af gengisfellingum, með stórkostlegri kjaraskerðingu fyrir almenning og verra efnahagsumhverfi fyrir fyrirtæki.

Ísland þarf  stöðugleika; stöðugan (nothæfan) gjaldmiðil (án öndunarvélar), lága vexti og lága verðbólgu. T.d. svo að heimili og fyrirtæki geti gert áætlanir, en slíkt hefur verið takmarkaður "lúxus" í efnahagssögu okkar á lýðveldistímanum.

Þá er kannski hægt að fara að byggja upp alvöru fyrirtæki, sem framleiða alvöru vörur, en ekki einhver loftbólufyrirtæki, sem springa svo framan í fólk!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2010 (í dag):

"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2010 (í dag):

"Þýski seðlabankinn, Bundesbank, spáir því að hagvöxtur í Þýskalandi verði 3% á þessu ári.

Spáin kemur í kjölfar niðurstaðna um að þýska hagkerfið, sem er það stærsta í Evrópu, hafi vaxið um 2,2% á öðrum ársfjórðungi.

Fyrri spá bankans gerði ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári.

Bundesbank sagði að hagstæðar aðstæður, bæði á heimamarkaði og í öðrum löndum, hefðu gert það að verkum að hagvöxtur væri meiri en spáð var."

Spá 3% hagvexti í Þýskalandi á þessu ári

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 00:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eurostat Yearbook 2009 - Economy, sjá bls. 70:

"The GDP of the EU-27 was EUR 12 303 961 million in 2007, with the countries of the euro area accounting for a little under three quarters (72.5%) of this total.

The sum of
the four largest EU economies (Germany, the United Kingdom, France and Italy) accounted for almost two thirds (64%) of the EU-27’s GDP in 2007."

"... a strong [US] dollar between 2001 and 2003 and a subsequent reversal to a strong euro thereafter ..."

"Having grown at an average rate of around 3% per annum during the late 1990s, real GDP growth slowed considerably after the turn of the millennium, to just above 1% per annum in both 2002 and 2003, before rebounding more strongly in 2006 and 2007 back to about 3% per annum."

"In recent years, labour productivity among those Member States that joined the EU since 2004, in particular the Czech Republic, Poland, Slovenia, Slovakia and the Baltic Member States has been converging quickly towards the EU-27 average."

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 00:28

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er ekki gott ef óstöðugleiki í Suður-Evrópu leiðir til uppgangs öfgaafla, en það er heldur ekki gott að dæla endalaust peningum í ríki sem hafa verið ábyrgðarlaus, af ótta hinna ESB-ríkjanna við að þægilega bátnum þeirra verði ruggað of mikið.

Ef að líkum lætur vita suðrænu ríkin af þessum ótta í Evrópu og í trausti þess að hann valdi því að þeim verði komið til hjálpar, taka þau síður á sínum málum.

Theódór Norðkvist, 20.8.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Theódór, Það sem gerðist á Grikklandi verður ekki endurtekið. Enda verður reglum breytt og eftirlit hert samkvæmt samkomulagi aðildarríkja ESB. Allra 27 ríkjanna.

Jón Frímann Jónsson, 20.8.2010 kl. 03:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkir hafa fengið LÁN frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Og við Íslendingar höfum einnig fengið LÁN frá Norðurlöndunum, Póllandi og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.


Grikkir fá aftur á móti greidd laun í evrum
, sem eru mikils virði í öðrum evrulöndum, en Íslendingar fá greidd laun í íslenskum krónum sem eru lítils virði erlendis.

Til að mynda þurfum við nú að greiða um 154 krónur fyrir hverja evru MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM en fyrir fjórum árum þurftum við einungis að greiða 90 krónur fyrir evruna.

Og
Ísland hefur allt frá því landið fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu lagt fé í þróunarsjóð EFTA, sem greitt hefur STYRKI til ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, svo og Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.

En svæði Á ÍSLANDI í sambærilegri stöðu HAFA EKKI NOTIÐ AÐGANGS AÐ SLÍKUM STYRKJUM.

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 03:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 03:32

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

Byggðamál:


"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.

Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.

Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.


Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.

Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum
sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.

Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.

Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti.
"

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 03:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 03:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.

Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.

Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.

En vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að
rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 03:59

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2010 (í dag):

"Sé gert ráð fyrir 9% niðurskurði á útgjöldum hins opinbera á næsta fjárlagaári, eins og yfirlýsingar gefa tilefni til, má reikna með að halli á ríkissjóði á árinu 2011 verði um 60 milljarðar.

Þetta er töluvert undir markmiði samstarfsáætlunar ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gerir ráð fyrir 80 milljarða halla, eða um 5,3% af vergri landsframleiðslu.


Gangi þetta eftir myndast slaki upp á 20 milljarða króna, sem dregur úr þörfinni á auknum tekjum ríkissjóðs gegnum skattheimtu.

Áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir að tekjuafgangur verði af ríkissjóði á næsta ári, ef frá eru skildar vaxtagreiðslur, en árið 2013 verði ríkissjóður hallalaus."

Skattahækkanir óþarfar hérlendis á næsta ári


"Öll aðildarríki eru aðilar að myntbandalaginu en til að uppfylla Maastricht-skilyrðin þurfa aðildarríkin að uppfylla eftirfarandi meginskilyrði um árangur í efnahagsmálum:

Halli á ríkissjóði má
ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu og heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af landsframleiðslu.

Verðbólga
má ekki vera meira en 1,5% hærri en meðaltal verðbólgu í þeim þremur löndum Evrópusambandsins þar sem hún er lægst.

Langtímavextir mega ekki vera meira en 2% hærri
en í þeim löndum Evrópusambandsins þar sem verðlag er stöðugast.

Viðkomandi ríki þarf að hafa verið í gengissamstarfi Evrópu (Exchange Rate Mechanism, ERM II) í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka, sem nú eru 15%."

"Verði tillagan samþykkt og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu  er aðild að ERM II, sem sett var á fót til að auðvelda ríkjum að undirbúa upptöku evru og ná stöðugleika í efnahagsmálum, kostur í stöðunni innan fárra mánaða frá aðild.

Á því tímabili sem aðildarríki er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkis og evrópski seðlabankinn sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum.
"

"Meiri hlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 06:05

13 Smámynd: Ólafur Als

Evrópusambandssinnar eru stundum fyndnir. Þeir hafa um langan aldur kvartað yfir því að ekki væri rætt nægilega um "Evrópumál". Þeir gleymdu að taka fram að einungis væri rætt við þá sem settu fram ábyrgar skoðanir.

Annað sérdeilis spaugilegt er notkun viðtengingarháttar. Sannfæringin og röksemdafærslan e.t.v. ekki upp á það besta, nema hér sé um hræðsluáróður að ræða? 

Grikklandi væri e.t.v. best á því að yfirgefa evrusamstarfið. Veit það ekki fyrir víst - en þykist þó vita að HLUTI þeirra efnahagsvandræða, sem þeir eru nú í, liggur í því að hafa ekki eigin gjaldmiðil. Því verður ekki á móti mælt.

Þýskaland nýtur þess nú að samstarfsþjóðirnar eru bundnar við evru - samkeppnishæfi þeirra eykst á meðan samkeppnisiðnaður "samstarfsþjóðanna" í suðri gjalda fyrir ástandið.

Það eru væntanlega ýmsar leiðir færar fyrir löndin í S-Evrópu útúr þeim ógöngum sem þau eru í. Væntanlega verður mótstaðan við flest bjargráðin það sterk að þau munu enn um sinn búa við efnahagslegar þrengingar, hvað sem líður lántökum frá ESB eða AGS.

Ég er ekki viss um að tillögur fráfarandi prófessorsins séu verri til skoðunar en ýmsar aðrar. Fjölmargir hagfræðingar hafa reyndar bent á það sama og næsta víst að þeir telji sig sæmilega ábyrga.

Ólafur Als, 20.8.2010 kl. 12:39

14 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það sem er til umræðu á Íslandi í dag er aðildarferlið sem snýr að okkar málum. Auðvitað er athyglisvert að Grikkland hafi lent í vandræðum og að á Spáni sé lægð og Ítalía (guð minn góður) sé óstöðugleikinn uppmálaður. Þetta er allt gott og blessað og framtíðn mun ævinlega hafa í för með sér átakamál sem enginn sér fyrir í dag. Þetta skiftir okkur bara engu máli. Það er okkar að leysa úr eigin málum og annara að leysa úr sínum. Að það gerist á grundvelli sameiginlegra viðmiðana einsog ESB er í raun og ekkert annað, þá verðum við bara að láta slag standa. Auðvitað tökum við slaginn og aðlögumst ESB að fullu svo við einsog aðrir fáum sem mest útúr því. Við fáum ekki allan heiminn á silfurfati hvort eð er. Öll gæði eru takmörkuð. Til að fá það sem ESB getur boðið okkur fáum við bara með fullri aðild. - Hinsvegar getum við farið að tala í viðtengingarhætti um það ef Ísland hafnar aðild og getur síðan ekki staðið við skuldbindingar sínar, hvorki gagnvart ESB eða restinni af henni veröld. Hvernig tökum við þá á málunum? - Gjaldmiðlar, lánalínur, viðskiptavild, varnarmál, menntun, orkumál, mengurnarmál. Ef þetta á að leysa með því að íslenskir embættismenn og alþingismenn sjái einir og alfarið um þetta þá er það mín forspá að þeir munu ekki geta það. Þeir hafa hingað til ekki getað það og það batnar ekkert ástandið í stjórnkerfinu af sjálfu sér.

MIG langar ekkert í ESB persónulega. En til að leysa mjög brýn framtíðarverkefni þjóðarinnar þarf þess við. Ef Íslendingar hafna ESB samningnum hef ÉG alltaf mín úrræði en þjóðfélagið sem ég bý við færri og verri. Það er afar ósennilegt að rétt sé að bíða með að gang í ESB einsog Sjálfstæðisflokkurinn vill.

Gísli Ingvarsson, 20.8.2010 kl. 13:02

15 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gísli.

Það er alrangt hjá þér að með því að færa fjarlægu embættisvaldi í Brussel helstu ráð okkar og völd,  frá þjóðinni og kjörnum fulltrúum þjóðarinnar og embættismönnum íslenska lýðveldisins þá muni hér allt verða betra í stjórnsýslu á öllum öðrum sviðum mannlífsins.

Flest bendir reyndar til hinns þveröfuga.

Ekki sýndi ESB og evru aðild Grikkja og reyndar margra annarra þjóða það að agi eða aðhald í peningamálum og ríkisrekstri eða á öðerum sviðum þjóðlífsins hefðu batnað við ESB og evru aðild, ja nema síður væri.

Menn lifðu við falskt öryggi og fleiri möguleikar voru að komast að spillingarspenanum í Brussel og fela sig á bak við´allskynns reglur og tilskipanir frá Brussel til að geta skarað frakar eld að eigin spillingarköku. Um þetta eru fjölmörg ömurleg dæmi.

Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir alþjóðlega hrunið sem kom sérstaklega illa við Ísland vegna ofvaxins og spillts banka kerfis þá er þjóðin samt með ríkustu þjóðum heims og Evrópu.

Launakjör þar sem miðað er við raunverulegan kaupmátt launa sýnia að  bæði meðallaun og laun hinna lægst launuðu líka eru hér með því hæsta sem gerist í Evrópu í dag. 

Ísland býr við ágætt og fjölbreytt og gott menntakerfi

Almenn heislugæsla og aðbúnaður öryrkja og eldra fólks er með því besta sem gerist í heiminum. Félagsleg þjónsuta og aðstoð er fjölbreytt og á svipuðu stigi og best þekkist í heiminum. 

Langlífi fóks hér er með því alhæsta sem þekkist sama á við að ungbarnadauði er með því al lægsta sem gerist um víða veröld. 

Hér er lítið um glæpi miðað við flest önnur lönd. Mengun er mjög lítil og umhverismál að mörgu leyti til fyrirmyndar.

Íslensk menning á öllum sviðum blómstrar. 

Atvinnuþáttaka er með því hæsta sem gerist í heiminum og atvinnuleysi lengst af verið mjög lítið og meira að segja núna er það minna en víðast hvar í Evrópu og minna að meðaltali en í löndum ESB.

Ég sé ekki annað en Ísland og þjóðin geti sameiginlega ágætlega unnið sig útúr þessum tímabundnu aðsteðjandi vandamálum og lifað mjög góðu lífi sem sjálfstæð. fullvalda og kröftug þjóð með gríðarlega möguleika, með mikinn mannauð og miklar auðlindir til sjávar og í jörðu án ESB helsis og þess óskilvirka og ólýðræðislega ofstjórnar apparats sem ESB valdið er.   

Gunnlaugur I., 20.8.2010 kl. 16:39

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ísland býr við ágætt og fjölbreytt og gott menntakerfi. Gunnlaugur I.

Enginn íslenskur háskóli kemst á lista yfir 100 bestu háskóla heimsins.

Theódór Norðkvist, 20.8.2010 kl. 18:40

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

OECD - ÍSLAND TAKI UPP EVRU ÞAR SEM ERFITT OG TÍMAFREKT SÉ AÐ ENDURREISA TRAUST Á ÍSLENSKU KRÓNUNNI.

2.9.2009:


"Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) álítur í nýrri skýrslu um Ísland að heppilegasta fyrirkomulag peningamála landsins sé fullgild upptaka evru svo fljótt sem auðið er í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu.

Það muni verða erfitt og tímafrekt að endurreisa traust á íslensku krónunni.


Í skýrslu OECD um íslenskt efnahagslíf segir að Ísland hafi lent í fjármálakreppu sem eigi engan sinn líka. Svigrúm sé til frekari niðurskurðar og er lagt til að ráðist verði í enn frekari niðurskurð en boðaður hafi verið.

En stofnunin segir aðild að Evrópusambandinu sé heppilegust fyrir Ísland og það séu helst kostirnir af upptöku evru sem knýi á um það.

Þeir kostir sem fylgja upptöku evru í formi meiri stöðugleika, minna vaxtaálags, lægri raunvaxta, aukinna viðskiptatengsla við evrusvæðið og samleitnari hagsveiflu við evruríkin vega að mati OECD þyngra en afsal sjálfstæðrar peningastefnu, að mati OECD.

Enda hafi peningastefna fortíðarinnar ekki gefið góða raun.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þessi skoðun OECD á fyrirkomulagi peningamála hérlendis sé mun afdráttarlausari en áður hefur heyrst úr þeirri áttinni."

OECD - Ísland taki upp evru í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 19:32

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Á annað hundrað milljarðar (á ári) sparast með evruaðild"

http://www.visir.is/a-annad-hundrad-milljardar-sparast-med-evruadild/article/2010227300486

Utnríkisráðherra:  Við aðildarviðræðu mun koma í ljós að í ýmsar bábiljur andsinna eru bara það.  Þ.a. bábiljur.

Aaa nú skil eg.  Maður hefur orðið var ,,umræðu" hjá andsinnum að einhverjir ,,fyrirvarar" í aðildarsamningi  (veit ekkert hvað þeir meina með því) muni ekki halda vegna þá helst Evrópudómsstólsins auk almennrar illsku ESB.  (Að manni einna helst skilst, annars erfitt a átta sig á tali þeira.  Slíkur er hringlandahátturinn og þvogluþvaðrið)  Að sem sagt, nú er það línan!  ,,Fyrirvarar halda ekki!". 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.8.2010 kl. 19:57

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sé að í kjölfarið á þessum fyrirlestri að andstæðingar ESB á Íslandi eru aftur farnir að spá evrunni dauða.

Þessir menn læra ekki neitt augljóslega.

Jón Frímann Jónsson, 20.8.2010 kl. 22:16

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

Í AÐILDARSAMNINGI
Íslands að Evrópusambandinu gæti því verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og eingöngu íslensk fiskiskip megi, eins og nú, veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan lögsögunnar.

Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.


"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 23:11

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

SELVEIÐAR.

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:


"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.

Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.

Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni."

Þorsteinn Briem, 20.8.2010 kl. 23:32

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

HVALVEIÐAR.

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:


"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.

Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.

Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.

Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.

Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.

Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður.
"

Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 00:03

24 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Af því Gunnlaugi finnst gaman af að þrasa þá svar ég því til að valdið færist ekkert til Brussel. Það er bara della. Brussel stýrir ekki neinu evrópulandi og svo mun ekki verða í fyrirsjánlegri framtíð.

Aftur þetta þvaður um hvað Grikkir gerðu eða gerðu ekki. Auðvitað stýrðu þeir sínum málum sjálfir til andskotans og Brussel var ekki með í þeim ráðum.

Íslendingar tóku hraðlestina fram af hengifluginu á undan Grikkjum og ekki stýrði Brussel þeirri för.

Svona bábylju"rök" andsinna eru orðin svo þreytt að nú verða þeir að finna uppá einhverjum nýjum.

Ég er sammála því að Íslendingar búi við gott þjónustustig. Það mun auðvitað ekkert breytast við aðild að ESB nema síður sé. Það sem ógnar félagslega kerfinu í dag er óheyrileg skuldsetning þjóðarbúsins og yfirvofandi hrun krónunnar.

Gísli Ingvarsson, 21.8.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband