Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold í MBL: Blindaður af hræðslu

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Sterkara Íslands skrifar grein í MBL í dag. Greinin er hér í heild sinni:
 
BLINDAÐUR AF HRÆÐSLU
 
"Þekking um Evrópusambandið er því miður ekki alltaf forsenda þess að andstæðingar aðildar Íslands að ESB láti í sér heyra. Nýlega birtist í Morgunblaðinu grein eftir Karl Jónatansson undir fyrirsögninni „ESB-hættan“ sem er nær eingöngu byggð á mýtum, hræðsluáróðri og rangfærslum um hvað aðild að ESB felur í sér. Mikilvægt er að bæði andstæðingar og aðildarsinnar vandi sig og sýni þjóðinni þá virðingu að fara rétt með staðreyndir hvort sem talað er fyrir aðild eða gegn aðild að ESB.

Kannski er ekki að undra að Karl sé logandi hræddur við aðild Íslands að ESB ef hann trúir eigin skrifum, því nóg er af rangfærslum. Í grein sinni heldur hann því m.a. ranglega fram að með aðild Íslands að Evrópusambandinu muni milljónir atvinnulausra Evrópusambandsbúa flykkjast til Íslands í leit að vinnu.

Í fyrsta lagi er það rangt að með fullri aðild að ESB fái íbúar ESB-ríkjanna aukinn rétt til að sækja vinnu á Íslandi, sá réttur er nú þegar til staðar fyrir íbúa ESB-ríkjanna í gegnum aukaaðild okkar að ESB í gegnum EES-samninginn, líkt og íbúar Íslands geta nú sótt atvinnu í Evrópusambandsríkjunum hömlulaust. Engar breytingar verða á þessu með fullri aðild.

Í öðru lagi er það rangt að atvinnuleysi sé svo „smitandi“ að fólk flykkist í stórum stíl milli landa til að sækja sér vinnu. Ef sú kenning andstæðinga reyndist rétt þá væri í fyrsta lagi jafnt hlutfall atvinnulausra í öllum Evrópusambandslöndunum en svo er auðvitað ekki. Atvinnuleysi „smitast“ ekki frekar en hér á landi. Til dæmis er atvinnuleysi á Suðurnesjum tæp 12% en mun minna á Austfjörðum og hefur svo verið allt frá því efnahagskerfið hrundi hér á landi. Þó örfáir flytji sig um set vegna atvinnuleysis kjósa flestir að bíða þar til aðstæður í heimabyggð lagast.

Í þriðja lagi segir Karl í grein sinni að með aðild að ESB hyggist ESB „sjúga út úr Íslendingum... af okkar auðlindum s.s. fiski, vatni og hugsanlega jarðgasi og olíu“ í staðinn fyrir niðurfellingu tolla sem fylgir aðild. Þarna fer Karl með síendurtekna rangfærslu um ESB. Evrópusambandið hefur sameiginlega fiskveiðistjórnun og þjóðin getur áfram átt fiskinn í hafinu í kringum landið (sem nú er í eigu og nýtingu örfárra einstaklinga). Hins vegar hefur margoft verið bent á að reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi tryggja að íslenskar útgerðir fái nánast allan kvótann í íslenskri lögsögu en vissulega þyrfti að semja um deilistofna. Engum dylst að þessi þáttur verður einna mikilvægastur í samningaviðræðum við ESB næstu mánuði og tryggja þarf að góður samningur náist.

Hvað vatnið og orkuna varðar þá er engin sameiginleg nýtingarstefna innan ESB um vatn eða orku. Evrópusambandið getur, jú, sett sér reglur um ljósaperur en það er eins langt og það getur vasast í ákvörðunum um orkuauðlindir aðildarríkjanna.

Karl lýkur grein sinni með orðunum: „Flestir núverandi óvinir okkar eru samansafnaðir í ESB. Vinir okkar eru annars staðar.“ Ef greinarhöfundur hefur rétt fyrir sér að Danmörk, Þýskaland, Finnland, Malta, Holland og hin tuttugu og tvö ríki ESB sem við eigum í mestum viðskiptum við í dag, bæði í inn- og útflutningi, séu óvinir okkar – þá erum við svo sannarlega á flæðiskeri stödd. En sem betur fer er raunveruleikinn annar.

Nú leggur samninganefnd Íslands allt kapp á að ná fram góðum samning og þegar sá samningur liggur fyrir verður það þjóðin sjálf sem fær að kveða upp úr hvort við viljum fulla aðild að ESB eða ekki.

Óttinn er öflugasta vopn þeirra sem vilja ekki ræða staðreyndir – ef það væri svona mikið að óttast hefðu nánustu vinaríki okkar ekki gengið alla leið inn í ESB og væru þar síst enn."

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fáfræði og ótti eru ær og kýr esb andstæðinga !

Óskar Þorkelsson, 21.8.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

TEKJUR OKKAR ÍSLENDINGA KOMA AÐ LANGMESTU LEYTI FRÁ EVRÓPU.

Tekjur Karls Jónatanssonar eru því að mestu leyti evrur sem skipt hefur verið í íslenskar krónur
, sem Karl skiptir svo aftur yfir í evrur þegar hann ferðast til evrusvæðisins, til að mynda við Miðjarðarhafið.

Og það er FEYKI DÝRT fyrir Karl Jónatansson
, svo og að kaupa hér bæði erlendar og "íslenskar" matvörur, sem hér eru framleiddar með ERLENDUM AÐFÖNGUM, til að mynda olíu, dráttarvélum, tilbúnum áburði, illgresis- og skordýraeitri, heyrúlluplasti og kjarnfóðri.

EVRÓPA ER LANGSTÆRSTI MARKAÐUR OKKAR ÍSLENDINGA.

Mikill meirihluti af útflutningi héðan fer til Evrópska efnahagssvæðisins og því kemur meirihlutinn af okkar tekjum frá Evrópu, enda greiðir sá markaður HÆSTA VERÐIÐ fyrir okkar vörur.


SJÁVARÚTVEGI OKKAR ÍSLENDINGA ER HALDIÐ GANGANDI AF FÓLKI AF PÓLSKUM ÆTTUM.


Sjávarútvegurinn er BÆÐI útgerð og fiskvinnsla
og fólk af pólskum ættum heldur uppi íslenskri fiskvinnslu og þar með íslenskum sjávarbyggðum.

Og MÖRG ÞÚSUND þeirra eru nú komin með ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT, geta því tekið þátt í KOSNINGUM TIL ALÞINGIS og ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUM hér og er nákvæmlega sama þó mynd sé af Jóni Sigurðssyni á íslenska nær verðlausa fimmhundruð króna seðlinum, sem ENGIN erlend verslun tekur við.

Íslendingar af erlendum uppruna vilja fá greidd hér laun Í RAUNVERULEGUM GJALDEYRI, EVRUM, SEM ERU MIKILS VIRÐI ERLENDIS.

Evran  verður tekin upp sem gjaldmiðill í Eistlandi nú um áramótin og verður að öllum líkindum einnig tekin upp í Póllandi, 38 milljóna manna markaði, í ársbyrjun 2015, eftir rúm fjögur ár, ÞEGAR VIÐ ÍSLENDINGAR GÆTUM EINNIG TEKIÐ UPP EVRU.


Og að sjálfsögðu verður evran einnig tekin upp í Litháen og Lettlandi eftir nokkur ár, enda hafa bæði löndin verið í gengissamstarfi Evrópu (ERM II).

Gengissamstarf Evrópu - European Exchange Rate Mechanism (ERM II)


"Hagvöxtur mælist nú á ný í Litháen en á öðrum ársfjórðungi þessa árs jókst landsframleiðsla um 2,9% miðað við fyrsta ársfjórðung.

"Miðað við 2. ársfjórðung á síðasta ári nam hagvöxturinn nú 1,1% og 6,6% miðað við fyrsta fjórðung þessa árs."

Hagvöxtur á ný í Litháen


Rúmlega 80% NORÐURLANDABÚA eru nú í Evrópusambandinu, eins og PÓLVERJAR, og ALLAR ÞESSAR ÞJÓÐIR hafa nú lánað okkur Íslendingum RAUNVERULEGAN GJALDEYRI, meðal annars til að greiða ERLEND LÁN.

Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gjaldmiðlavogir eru endurskoðaðar árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður og markmiðið er að þær endurspegli eins og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjónustuviðskipta."

Seðlabanki Íslands - Uppfærsla gengisvoga og nýjar gengisvísitölur


Vöruskipta- og viðskiptavogir 2009

Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 17:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU Í PÓLLANDI.

Norðurlandabúar, Pólverjar og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafa lánað okkur Íslendingum RAUNVERULEGAN GJALDEYRI eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

16.12.2009:
"The year 2015 is more likely than 2014, but it's not like 2015 is a new date which would replace 2012, it's not that kind of target," [Polish Deputy Finance Minister Ludwik] Kotecki said in Otwock during his opening remarks of a Finance Ministry-organized seminar on the euro-adoption process."

Poland delays adoption of the Euro until 2015


6.5.2010:
"In January, [Polish Prime Minister Donald] Tusk vowed that euro-hopeful Poland would meet a key condition for joining the eurozone by reducing its public deficit to 3.0 percent of gross domestic product by the end of 2012.

Polish Prime Minister Donald Tusk


Brussels has given Poland, which joined the EU in 2004, until 2012 to rein in its public deficit under the 3.0 percent of GDP limit specified by the Maastricht Treaty governing criteria for entry into the eurozone."

Economy of Poland - Pólverjar eru um 38 milljónir


Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 18:39

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég sé að Steini Briem er enn og aftur á fullu í vinnunni sinni við að útbreiða ESB boðskapinn, bæði helga daga sem og aðra daga. Eða hvað annað vinnur Steini Briem eiginlega við ?

Hvað ætli stækkunar- og útbreiðsluapparat ESB borgi Steina eða hans líkum á tímann eða í þóknun á mánuði fyrir svona vinnu ? 

En eitt er víst að þessi endalausu skrif hans hér og annarsstaðar um listisemdir ESB aðildar og árásir á okkur andstæðinga ESB aðildar eru meira en full vinna það sjá allir sem skoða málin ! 

Gunnlaugur I., 21.8.2010 kl. 20:02

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

æi hvað þetta er orðið þreitt hjá þér Gunnlaugur

Óskar Þorkelsson, 21.8.2010 kl. 20:25

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef maður lítur á umræðuna hlutlaust. Þá er alveg ljóst að NEI-sinnar eru mest á villigötum, sýna mesta fáfræði, ljúga, blekkja og stunda hræðsluáróður.

Og þessi grein Karsl er sönnun um það.

Það er greinilegt að Mogginn mun birta hvaða bull sem er svo lengi sem greinin er gagnrýnin á ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2010 kl. 20:30

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er ekki þreitt og þetta verður sífellt áleitnari spurning allra þeirra sem sjá að annaðhvort vinnur maðurinn við þetta og ekkert annað, eða hann er ekki með öllu mjalla ? 

Ja nema hvor tveggja sé ?

Gunnlaugur I., 21.8.2010 kl. 21:21

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Án þess að vita neitt um haga Steina þá eru margir bloggarar sem leggja mikla vinnu í sitt blogg alveg ólaunað.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2010 kl. 21:24

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Hvað borga Bændsamtökin og LÍÚ þér á mánuði fyrir að hatast útí ESB alla daga ársins, allan sólarhringinn.

Ég krefst svara nú þegar.

Jón Frímann Jónsson, 21.8.2010 kl. 21:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I. er HEIMSKASTI maður sem ég hef kynnst um ævina og hef ég þó kynnst mörgum.

Það tekur nú ekki langan tíma fyrir mig að SKRIFA þær athugasemdir sem ég birti á þessu bloggi, auk þess sem ég hef birt FJÖLMARGAR athugasemdir á öðrum bloggum, ÞÚSUNDIR á síðastliðnum fjórum árum.

Ég væri væntanlega EINI maðurinn í heiminum sem fengi greitt fyrir að skrifa athugasemdir á bloggum.

Og mikið af því sem ég hef birt hér er eingöngu AFRIT af því sem birst hefur annars staðar og þá ALLTAF vísað í upprunalega textann.

En ekkert dugar gegn þessum athugasemdum mínum, nema heilu FLETTISKILTIN, að mati Sjálfstæðisflokksins.

Og Gunnlaugur I. heldur að sjálfsögðu að ALLIR séu jafnlengi að skrifa hér eina athugasemd og hann sjálfur.

Samt skrifar hann
ALLTAF SÖMU ATHUGASEMDINA.

Það er gaman að hafa þetta Ingjaldsfífl á meðal vor.

Þorsteinn Briem, 21.8.2010 kl. 22:00

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1086289/

Hvet ykkur til þess að taka þátt í almennilegri umræðu um ESB á þessum link

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.8.2010 kl. 22:14

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Vextir á evrusvæðinu eru 1%, þeir eru mismunandi á milli þeirra ESB ríkja sem eru ekki með evruna, eins og gegnur og gerist.

Hinsvegar er ljóst að þú ert ekki fær um að taka þátt í almennri umræðu um ESB. Þú hefur einfaldlega ekki þekkinguna á ESB til þess að getað tekið þátt í slíkri umræðu. Enda litast umræðan hjá þér um ESB af ekki neinu öðru en hræðsluáróðri og vanþekkingu.

Jón Frímann Jónsson, 21.8.2010 kl. 23:00

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hvaða rök hefur þú fyrir því að ég sé vanhæf í ESB umræðuna? Þú þorir væntanlega ekki í umræðuna á minni síðu!

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.8.2010 kl. 23:33

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Er maður kanski vanhæfur í ESB umræðuna ef maður er ekki styrktur af ESB með fínum ferðalögum eða peningastyrkjum? ESB hefur einhverra hluta vegna ekki séð ástæðu til þess að bjóða mér í reisu eins og útvöldum íslenskum bloggurum og blaðamönnum

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.8.2010 kl. 23:45

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir

Andstæðingar
Evrópusambandsins hafa einnig farið í kynnisferðir til Brussel.

Þegar Ísland fær aðild að Evrópusambandinu, líklega í ársbyrjun 2013, getið þið örugglega fengið pólitískt hæli í Kína.

Íbúar Evrópusambandsins greiða mest af tekjum okkar Íslendinga.


Vöruskipta- og viðskiptavogir 2009


Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 00:17

17 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Vanþekking þín á ESB gerir þig vanhæfa í þessari umræðu, sérstaklega ef þú ætlar að láta taka þig alvarlega.

Ég ætla ekkert að stoppa þig í að bulla hverju sem þú vilt á þinni vefsíðu. Hinsvegar áskil ég mér þann rétt að hafna öllum þínum fullyrðingum frá upphafi til enda eftir því sem þurfa þykir. Ég áskil mér einnig þann rétt að þurfa ekki að svara þessari dellu sem frá þér kemur, eða þeim ásökunum sem þú kemur með í minn garð og annara.

Ég er ekki styrktur að einum né neinum og hef ekki fengið neina boðsferð til Brussels eða höfuðstöðva ESB. Það hinsvegar stoppar ykkur andstæðinga ESB ekki í því að ásaka mig um slíkt.

Það er staðreynd að Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili íslendinga, og af þeirri staðreynd einni (fyrir utan allar hinar) þá er það hreinlega heimskulegt að standa þar fyrir utan.

Jón Frímann Jónsson, 22.8.2010 kl. 01:14

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Varðar þessi mútuþægni ekki við lög um landráð?

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 01:15

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón getur þú sannað það með óyggjandi hætti að þú hafir ekki þegið mútur?

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 01:17

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir

ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa fengið STYRKI frá Evrópusambandinu.


Það hefur ekkert með landráð að gera.

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 01:27

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"10.1.2005| J. Örvar Jónsson

Langar þig að auka við þekkingu þína og reynslu og vinna í löndum innan Evrópusambandsins? Núna er tækifærið.

Í gegnum Bandalag íslenskra námsmanna geta háskólastúdentar, sem og nýútskrifaðir, nú sótt um styrk til að vinna í takmarkaðan tíma á erlendri grundu.

Um er að ræða ferðastyrk allt að €650 og uppihaldsstyrk að upphæð €150 á viku en lágmarksdvöl fyrir háskólastúdenta eru 3 mánuðir og fyrir nýútskrifaða 2 mánuðir."

Leonardo-styrkir Evrópusambandsins - Stúdentaráð Landbúnaðarháskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 01:34

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Velkomin á heimsíðuna Evrópusamvinna.is. Hún er ekki ætluð sem áfangastaður heldur skiptistöð: hér eru aðeins veittar grunnupplýsingar um hverja áætlun, en vefslóðir og netföng vísa veginn áfram á landskrifstofur og upplýsinga- og þjónustuskrifstofur sem veita allar nánari upplýsingar og aðstoð.

Evrópusamvinna.is er vettvangur til að kynnast tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi. Þar er að finna upplýsingar um allar áætlanir sem Ísland er þátttakandi í innan Evrópusambandsins.

Evrópusamvinna.is veitir upplýsingar um eftirfarandi samstarfsáætlanir:

  • 7. rannsóknaáætlun ESB
  • Almannavarnaáætlun
  • Daphne III - gegn ofbeldi á konum og börnum
  • Enterprise Europe Network
  • Evrópa unga fólksins
  • eTwinning - rafrænt skólasamstarf
  • Progress - jafnréttis- og vinnumálaáætlun
  • MEDIA Kvikmynda-, sjónvarps- og margmiðlunaráætlun ESB
  • Menningaráætlun
  • Menntaáætlun ESB
  • Norðurslóðaáætlun
  • Samkeppnis- og nýsköpunaráætlunin - CIP
  • Norrænt samstarf og styrkir

Evrópusamvinna.is er með Facebooksíðu: Facebook|Evrópusamvinna.is

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 01:37

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór inn á "málefnalega" spjallið þitt Guðrún.. þar ægir saman allskonar bulli um hluti sem þið hafið ekki hundsvit á.. vatn til kína og svoleiðis.. þú gerir þérenga grein fyir því að kína er framleiðsluland á hrísgrjónum og til þess þarf vatn.. meira vatn en finnst á íslandi.. öllu íslandi með jöklum og rigningu með talinni.  að selja vatn til kína er líkt og að bjóða aröbum svartan fjörusand. Guðrún þú talar um að fara í fríverslun við alla nema ESB.. halló.. hver heldur þú að nenni að tala við þjóð sem hefur ekkert að bjóða nema fisk og orku og telur þar að auki ekki nema 300.000 hræður.. í hvaða mikilmennskubrjálæðisheimi lifir þú Guðrún ?   við hvað lifiru ?  Ertu í útflutningi eða ertu bara tuðari í vesturbæ ?

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 07:10

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Það er nú svo.

Það verður að segjast að stórfurðulegt er að heyra fólk sem hefur allt á hornum sér varðandi samskipti við ESB - vill svo í hinu orðinu fríverslun við Kína!  Að sem sagt, það er eins fólk hafi enganveginn hugsað þetta til enda eða - eg veit ekki.

Meina, Kína?  Vörur frá Kína eru ódýrar.  Fólk fattar það.  Fríverslun er gagnkvæm!  Vörur frá Kína mundu bara rústa öllu hérna!  Vörur á spottprís framleiddar með þrælum og jafnvel barnaþrælkun!  Og þó menn vilji ekki trúa þessu þá hafa launamenn litil sem engin réttindi oft á tíðum í Kína.  Það er bara staðreynd.

Og vita menn eitt?  Á sínum tíma þegar ísland var að vitleysast í þessu viðræðum - að þá var talað um þjónustusamning líka!! Þjónustusamning.  Það þarf líklega ekki að skýra út hvað það mundi hafa í för með sér.

Það vantar bara að Ögmundur (sem hefur allt á hornum sér varðandi ESB) komi hérna og vilji endilega frí og þjónustusamning við Kína.  Slík er firringin og óraunsæið í umræðunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 10:14

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. og varðani þær fabúleringar að ísland eigi bara að gerast svona viðkomustaður kínverskra vara nná EES svæðið og/eða flytja nánast fullunnar vörur frá kína hingað og innpakka þeim svo inná EES - þetta er bara einnig algjört óraunsæi.  EES ríkin geta krafist upprunavottorðs til að taka á svona hankí pankí trikkum!  Þetta þýddi bara að Ísland mundi einangra sig enn frekar og festa sig í sessi sem barbararíki.

Eg er orðinn verulega þreyttur á þvæluþvaðrinu í fólki sem virðist ótrúlegt framboð af.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 10:28

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Strákar þorið þið ekki að ræða mína umræðu inná minni síðu? Komið endilega með ykkar "visku" þangað þar sem hún á við, verið ekki svona mikilir hugleysingjar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 11:11

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég spurði þig spurningar Guðrún ! ef þú ekki getur svarað einfaldri spurningu þá er til lítils að ræða málin á þinni síðu.

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 12:07

35 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það að saka mann um múturþægni án þess að hafa fyrir því sannanir er ekkert annað en meiðyrði. Ef ég vildi, þá gæti ég núna farið í mál við þig og unnið það og gert skaðabótakröfu á þig sem næði til Egilsstaða í pappírslengd frá Reykjavík.

Á þessum tímapunkti ætla ég þó að láta duga að þú ert að gera þig að algjöru fífli hérna og algerlega að sanna þann punkt sem ég lagði fram fyrr í þessari umræðu.

Jón Frímann Jónsson, 22.8.2010 kl. 12:33

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann getur þú sannað með óyggjandi hætti að þú hafir ekki fengið einhverja greiða frá ESB? Ef svo er ættir þú ekki að hafa neinar áhyggjur af þínum málum. ég hef aldrei ásakað þig perónulega um mútuþægni en þú veist jafnvel og ég að ESB hefur verið að bjóða fréttamönnum, bloggurum, og blaðamönnum í reisur. Hugsanlega má kæra það fólk fyrir landráð. Nú þegar hefur verið lögð fram kæra á hendur Össuri Skarphéðinssyni og Jóhönnu Siguðrardóttur um landráð.

Óskar þú getur kynnt þér magvísleg rök fyrir viðskiptum með vatn til Kína og Arabalandana í fjölmörgum pistlum á síðunni minni. Það yrði of langt mál að hefja þá umræðu hér.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 13:04

37 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einn Eyjubloggari sem hefur farið í reisur á vegum ESB er meira að segja með bankauppl. á blogginu sínu! Ber henni ekki skylda til þess að birta reikningsyfirlit sem og nöfn þeirra sem styrkja hana?

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 13:18

38 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú svarar samt ekki spurningunni Guðrún.

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 13:26

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir

ÞÚSUNDIR
Íslendinga hafa fengið STYRKI frá Evrópusambandinu.

Það eru EKKI landráð að þiggja erlenda STYRKI eða kaffi og kleinur í útlöndum.

Þar að auki yrði AÐILDARSAMNINGUR Íslands að Evrópusambandinu samþykktur hér í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 13:56

40 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hver er spurningin þín nákvæmlega? Það er erfitt að greina hana frá öllu hinu bullinu frá þér.

Ætli það séu ekki gott betur meira en kaffi og kleinur sem fólk er að þiggja, það þurfa að liggja frammi upplýsingar og rök fyrir þessum þúsundum styrkja sem hafa runnið til íslendinga. Hversu háir eru styrkirnir og hver er tilgangur þeirra? hvaða styrkir hafa runnið til starfsmanna RÚV í bæði sjónvarpi og hljóðvarpi?

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 14:21

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í FRÉTT MBL.IS SEGIR:

"BRUSSEL ER MIKIL VIÐSKIPTA- OG STJÓRNSÝSLUMIÐSTÖÐ og þangað á erindi gríðarlegur fjöldi gesta í ýmsum erindagjörðum.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair
, segir að Icelandair hafi oft kannað möguleika á flugi til og frá Brussel VEGNA MIKILVÆGIS BORGARINNAR Í EVRÓPSKUM STJÓRNMÁLUM OG VIÐSKIPTUM og nú hafi skrefið verið stigið."


Fyrsta beina flugið til Brussel í dag

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 14:38

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brussel er höfuðborg Belgíu og aðalaðsetur flestra helstu stofnana Evrópusambandsins, enda er borgin stundum kölluð höfuðborg Evrópu.

Og NATO flutti höfuðstöðvar sínar frá
París til Brussel árið 1967.

Atlantshafsbandalagið (NATO) - Wikipedia


Evrópusambandið -Wikipedia


Brussel - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 14:39

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.6.2007:

"Síðastliðin tíu ár hefur Lilja [Mósesdóttir] tekið þátt í starfi sérfræðingahóps framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í atvinnu-, jafnréttis- og félagsmálum."


Lilja Mósesdóttir í sérfræðingahópi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 14:45

44 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hver er spurningin þín nákvæmlega? Það er erfitt að greina hana frá öllu hinu bullinu frá þér.

he he jæja Guðrún.. var þetta ekki nógu skýrt fyrir þig ;)  sem sagt ef menn andmæla þér þá eru þeir bullarar.. ef menn beina spurningum beint til þín þá sérðu þær ekki.. þú ert merkileg týpa og ert að biðja um málefnalegar umræður ! þú hefur ekki þroska í málefnalegar umræður Guðrún !

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 14:55

45 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Ég fór inn á "málefnalega" spjallið þitt Guðrún.. þar ægir saman allskonar bulli um hluti sem þið hafið ekki hundsvit á.. vatn til kína og svoleiðis.. þú gerir þérenga grein fyir því að kína er framleiðsluland á hrísgrjónum og til þess þarf vatn.. meira vatn en finnst á íslandi.. öllu íslandi með jöklum og rigningu með talinni. að selja vatn til kína er líkt og að bjóða aröbum svartan fjörusand. Guðrún þú talar um að fara í fríverslun við alla nema ESB.. halló.. hver heldur þú að nenni að tala við þjóð sem hefur ekkert að bjóða nema fisk og orku og telur þar að auki ekki nema 300.000 hræður.. í hvaða mikilmennskubrjálæðisheimi lifir þú Guðrún ? við hvað lifiru ? Ertu í útflutningi eða ertu bara tuðari í vesturbæ ?"

Þetta er nú enginn smá flaumur spurninga frá þér óskar, en uppl. um mig getur þú fengið á bloggsíðunni minni. hvað varðar vatn til Kína á þá eiga kínverjar vatn til ræktunar og víða finnst vatn þar, en þetta er nú eins og með okkur íslendinga og held ég restina af heiminum, við viljum gjarnan geta keypt okkur gæðavatn í flösku. Matvörumarkaðir í Kína eru með mikið úrval af átöppuðu vatni bæði innlendu sem og erlendu. Ég mæli með því að fólk nýti sér google translate til að kynna sér þessa markaði, það er auðvelt að þýða úr ensku yfir á kínversku til að skoða kíverskar vefsíður nú og þýða þær markverðustu yfir á ensku og jafnvel íslensku.

Við erum með þokklega samninga við Evrópu í gegnum EFTA, og að sjálfsögðu eigum við að viðhalda okkar viðskiptatengslum við álfuna. En að loka sig af innan ESB er óviturlegt

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 15:22

46 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist þú vera styrkþegi skv síðunni þinni Guðrún

Óskar Þorkelsson, 22.8.2010 kl. 15:37

47 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Ég sem einstaklingur þarf ekki að sanna eitt eða neitt fyrir þér.

Þú ert ennfremur að saka mig um múturþægni hérna með því að gera mér það upp að ég hafi þegið ferð til Brussels í boði ESB. Þú ennfremur tekur ekki mark á svari mínu hérna fyrir ofan, og heldur áfram þessu ómarktæka áróðri þínum gegn mér.

Þú yrðir ekki hrifin af því ef ég færi nú að ásaka þig um að fá peninga frá Bændasamtökum Íslands og LÍÚ fyrir að skrifa á móti ESB á blogginu. Ég er alveg handvissum það að þú yrðir alveg brjáluð yfir slíkum ásökunum.

Annars er alveg ljóst að þú ert búinn að dæma þig útúr umræðunni um ESB, vegna vanhæfni, vanþekkingar og almenns fávitaskapar hérna og á þínu bloggi.

Ég áskil mér því þann rétt að þurfa ekki að taka mark á því sem þú segir og heldur fram.

Jón Frímann Jónsson, 22.8.2010 kl. 15:37

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Við erum með þokklega samninga við Evrópu í gegnum EFTA, og að sjálfsögðu eigum við að viðhalda okkar viðskiptatengslum við álfuna. En að loka sig af innan ESB er óviturlegt"

Það er margbúið að fara yfir þessi fræði hjá þér og því miður hafa þau reynst tóm viteysa.  Þýðir ekkert að endurvinna alltaf sömu vitleysuna aftur og aftur.

Eg held eg sé búinn að átta mig á hvar hugsanafeillinn hjá ykkur liggur aðallega.   Nefnilega í því að þið skiljið ekki í hverju ,,fríverslun" við hin og þessi stórríki heimsins þýða.  Þið skiljið það ekki vegna þess að búið er að innprenta í íslendinga að þeir geti bara og/eða ekkert mál sé, að  semja hips um haps glóbalt og plata menn fram og til baka etc.  Þetta virkar ekkert svona. 

Þa kostar að gera og viðhalda slíkum samningum!  Uppfæra í sífellu í nútímasamfélagi.  Í annan stað er rosalega lítill áhugi hjá öðum þjóðum (vægast sagt) að gera einhverja spes samninga við 300.000 hræður út á enda veraldar.  Ísland hefur enga slíka gert só far!  Jú hvað - Færeyingar!  Gerðu einhvern samning við færeyjar. (Jafn mikil viðskipti milli Íslands og  Færeyja og milli Íslands og Kína)

Allir aðrir samningr eru í gegnum EFTA samstarfið - og flestir þeir samningar eru þess eðlis að EFTA ríkin fengu að hanga í taglinu á ESB!  Það var fyrir forgöngu ESB í raunnni sem flestir viðsk.samningar Íslands eru tilkomnir.

Með aðild að ESB er eigi verið að ,,loka sig af"  Þetta er hugsanavilla hjá þér.  Reyndin er,  að það opnast allur heimurinn fyrir íslandi með aðild að ESB og ennfremur kemur þar traustur rammi til að gera slíka samninga. o.s.frv.  ESB ríki eru einver best tengdu ríki glóbalt gagnvart umheiminum.

Eg er orðinn þreyttur á þessari vitleysu í ykkur andsinnum og þvaðri hreinlega.

Varðandi vatnið sem þú ætlar að selja Kínverjum - þá bara gúdd lökk.  Hringdu bara í einhverja matvörukeðju í í Peking.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 16:44

49 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Ómari.

Allt tal um að núna loksins í næstu viku (eða næstu) erum við að fara gera einhvern svaka tvíhliða viðskiptasamning við Kína. Við höfum haft 66ár í að gera viðskiptasamning... en núna er allt að gerast???

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2010 kl. 17:02

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

EVRÓPUSAMBANDSRÍKIN, SEM ÖLL ERU SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI, eiga að sjálfsögðu viðskipti við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, TIL AÐ MYNDA KÍNA, en Evrópska efnahagssvæðið GREIÐIR EINFALDLEGA HÆSTA VERÐIÐ fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."


Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs


The Erasmus Programme


Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 18:01

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og að sjálfsögðu gerir Evrópusambandið fríverslunarsamninga við fjöldann allan af stórum og smáum ríkjum úti um allan heim.

Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins


"Kína í stað evru"


"
Kínverski utanríkisráðherrann tók sérstaklega upp viðskipti landanna og hafði frumkvæði að því að hvetja til þess að fundur sameiginlegrar nefndar ríkjanna tveggja um viðskiptamál færi fram hið fyrsta.

Ráðherrarnir ræddu jafnframt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og má gera ráð fyrir því að næsti fundur sem tengist þeim fari fram í Peking síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

Mikill hugur kom fram hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og á fundinum með varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna."

13.7.2010: Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína


"Formlegar samningaviðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslun hófust í Beijing hinn 11. apríl 2007
. [...]

Kínverska samninganefndin tók undir það sjónarmið að samningurinn skyldi vera rýmri að umfangi en til dæmis nýlegur samningur þeirra við Chile og skyldi því einnig ná til þjónustuviðskipta.

Hins vegar kom fram það sjónarmið af þeirra hálfu að TAFARLAUS NIÐURFELLING TOLLA Á SJÁVARAFURÐIR GÆTI VERIÐ NOKKRUM ERFIÐLEIKUM BUNDIN.
"

Utanríkisráðuneytið - Fríverslunarviðræður við Kína í Beijing


"Gagnrýnendur hafa bent á að Evrópusambandið hafi ekki viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi WTO [World Trade Organization], en því skyldu Íslendingar bíða eftir slíku?"

Samtök verslunar og þjónustu - Fríverslunarsamningur við Kína


"Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sannað hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, samkvæmt reglum WTO.

Evrópusambandið hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönnunarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, til dæmis stálvörur og skófatnað.
"

Samtök iðnaðarins - Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?


"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins

Sumir af andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja hins vegar að landið segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES), til að mynda Jón Valur Jensson.

Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér, enda er Ísland í Evrópu.

Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar hæsta verðið fyrir okkar vörur.

Þorsteinn Briem, 22.8.2010 kl. 18:06

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég sem íslendingur mótmæli því aðlögunarferli að ESB sem er þegar farið af stað og ég krefst þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB strax!!!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.8.2010 kl. 11:53

53 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jöss..

Óskar Þorkelsson, 23.8.2010 kl. 15:00

54 Smámynd: Jón Ragnarsson

"Jón getur þú sannað það með óyggjandi hætti að þú hafir ekki þegið mútur?"

 Fyrirgefðu fröken Guðrún, en þetta heitir "let the bastards deny it" aðferðin. Svona aðferðir notar ekki upplýst fólk.

  LÍÚ hlýtur að borga þér fyrir þitt blogg, fyrst að þú þekkir þetta svona vel, geturðu sannað annað?

Jón Ragnarsson, 23.8.2010 kl. 17:06

55 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er öllum frjálst að fara yfir mína reikninga í samráði við endurskoðanda minn, Getið þið sagt það sama?

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.8.2010 kl. 17:36

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir

ÞÚSUNDIR Íslendinga hafa fengið
ALLS KYNS STYRKI frá Evrópusambandinu, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.

Við Íslendingar
GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN og NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum.

Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á LANDBÚNAÐARVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um
FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.

Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.

Lambakjöt
yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.

Íslenski
matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.

Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.

ERLEND AÐFÖNG
til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast, tilbúinn áburður og kjarnfóður.

Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 20:44

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 20:49

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 20:51

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

Verðbólgan myndi því minnka hér verulega við aðild Íslands að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013.


"- matprisene falt i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.

Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun Háskóla Íslands árið 2004, sjá bls. 9


Útgjöld Evrópusambandsins til landbúnaðarmála eru tæpur helmingur af heildarútgjöldum sambandsins en útgjöld til byggðamála eru rúmlega þriðjungur af heildarútgjöldunum.

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu


Íslenska krónan FÉLL UM 87% gagnvart evrunni frá maí 2006 til maí 2009, úr 93 krónum í 174 krónur HÉRLENDIS, en þá MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM.

Og nú kostar evran um 156 krónur hérlendis, einungis 10% minna en í maí í fyrra, en evran kostaði um 280 krónur ERLENDIS í maí síðastliðnum, um 80% meira en hún kostar nú HÉRLENDIS.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20


Þar af leiðandi er ÚTILOKAÐ að gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni verði jafnhátt Á NÆSTU ÁRUM og það var fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

Verðvísitala bíla hefur hækkað hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.

Og nú kaupum við landbúnaðarvörur hérlendis Í ÍSLENSKUM KRÓNUM en EKKI evrum.

Innflutningur hér á áburði var gefinn frjáls þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu.

Íslenskir bændur kaupa mikið af erlendum aðföngum, til að mynda olíu, dráttarvélar, illgresis- og skordýraeitur, tilbúinn áburð og kjarnfóður.

Og vegna gengishruns íslensku krónunnar hefur verð á íslenskum landbúnaðarvörum hækkað hér gríðarlega Í ÍSLENSKUM KRÓNUM undanfarin ár, sem hækkað hefur vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán.

Og frá maí 2006 til maí 2010 hækkaði vísitala neysluverðs hér um
41%.

Hrun í sölu dráttarvéla hérlendis


Hagþjónusta landbúnaðarins


Hagtölur landbúnaðarins 2010


Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 23.8.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband