Leita í fréttum mbl.is

Stefan De Vylder: Hagfræðidoktor með söguna á ó-hreinu!

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson sendi blogginu þessa grein í kjölfar fyrirlesturs hjá Stefan De Vylder, sem haldinn var s.l. föstudag. Hér er grein Gunnars í heild sinni:

Hagfræðidoktor með söguna á ó-hreinu!

Nei-sinnar fluttu inn sænskan hagfræðing, Stefan De Vylder, til þess að halda fyrirlestur um gjaldmiðiilsmál, út frá punktinum;  Evra vs. Króna.

Reyndar var þetta ekki fyrirlestur í eiginlegri merkingu, heldur virðist Stefan hafa fengið 10 spurningar frá...sennilega Heimssýn (veit það þó ekki 100%), til þess að svara.

Það sem sló mig mest var að í erindi sínu viðurkenndi Stefan nánast algera vanþekkingu á íslenskum efnahagsmálum. Og ekki heyrðist mér hann hafa haft fyrir því að kynna sér þau heldur! Þetta hlýtur að vera athyglisvert.

Hann byrjaði einnig á sögulegum rangfærslum varðandi Evru-umræðuna í Svíþjóð, en þar var gengið til atkvæða um Evruna árið 2003. Þá bjó ég í landinu og fylgdist grannt með þessari umræðu, m.a. sem fréttaritari RÚV í landinu (þó áður en ég gekk í Evrópusamtökin og settist í stjórn þeirrra,til að forðast allan misskilning!)

Stefan sagð að þá hefðu „allir verið með“ Evrunni. Það er hinsvegar ekki rétt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar í ríkisstjórn Görans Perssons voru algerlega á mótið aðild að Evrunni. Þetta voru þau Margareta Winberg, sem var hvorki meira né minna en aðstoðar-forsætisráðherra landsins!

Hinn ráðherrann var Leif Pagrotsky, þáverandi viðskiptaráðherra landsins.  Dagblaðið Daily Telegraph nefnir í grein frá þessum tíma að fimm ráðherrar hafi verið á móti aðild, en mest bar á þessum tveimur sem ég nefni hér.

Í raun er það mjög merkilegt að Stefan hafi skautað yfir þetta í erindi sínu, því það gefur í raun alranga mynd af umræðunni sem átti sér stað.

Annað sem einnig gefur ranga mynd af umræðunni er sú staðhæfing Stefans að enginn sé að ræða Evruna í Svíþjóð í dag. Það er einfaldlega ekki rétt. Núverandi fjármálaráðherra landsins, Anders Borg, sagði í frétt í stærsta dagblaði Svíþjóðar, Dagens Nyheter, þann. 7.júni að það væri gott fyrir Svíþjóð að stefna að upptöku Evrunnar!

Þá er það spurnngin: Hvaða dagblöð hefur Stefan verið að lesa, eða ekki?

Til viðbótar vil ég einnig nefna að einn ríkisstjórnarflokkanna í borgaralegu blokkinni sem nú stjórnar Svíþjóð, Þjóðarflokkurinn (Folkpartiet), vill að Svíþjóð taki upp Evruna! Á næstunni  mun flokkurinn standa fyrir málþingi um Evruna í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Er þá ekkert verið að ræða Evruna í Svíþjóð?

Fylgist Stefan ekki betur með en þetta?

Þá fór Stefan einnig út í umræðuna um upptöku norsku krónunnar, en sló því þá mest upp í grín og sagði okkur (Íslendingum) að bíða með að taka hana upp þangað til við værum búin að finna olíu í kringum landið!

Stefan veit greinilega ekki að Norðmenn hafa algerlega afskrifað þann möguleika að Íslendingar taki upp norsku krónuna! Það gerði m.a. forsætisráðherra landsins, Jens Stoltenberg, í lok október 2008!

Stefan kom ekki með neinar lausnir á málum okkar Íslendinga, nema kannski það að gera ekki neitt. Enda, eins og áður kom frem þekkir hann nánast ekki neitt til íslenskra efnahagsmála.

Við þessi orð verða Nei-sinnar glaðir, þeir vilja nefnilega ríghalda í gjaldmiðil sem enginn reiknar með, er haldið í „öndurnarvél“ (gjaldeyrishöftum) og enginn veit hvernig reiðir af þegar „öndunarvélin“ verður tekin úr sambandi! Hvenær sem það nú verður! Engar breytingar, það er þeirra mottó!

En vandamálið er þetta(og er enn óleyst): Íslendingar búa við óviðunandi ástand í gjaldmiðilsmálum, sem enginn, ekki einu sinni Seðlabankastjóri, veit hvernær tekur enda. Það hlýtur að vera dapurlegt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er einkenni NEI-sinna. Flestir vilja einfaldlega ekki gera neitt.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2010 kl. 18:44

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Engar lausnir.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2010 kl. 18:44

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Þetta er nú skrýtin túlkun á fyrirlestri Stefáns de Vylder. Það er einfaldlega rangt að hann hafi fullyrt að enginn hafi talað móti evrunni í kosningunum í Svíþjóð. Hann benti aftur á móti á að gjaldmiðlar í Suður Ameríku hafi fyrir fáeinum árum farið í gegnum allt að 900% verðbólgu en síðan náð jafnvægi. Þar dugar þjóðargjaldþrot Argentínu sem viðvörun gagnvart þeirri fyrru að taka upp gjaldmiðil annars hagsvæðis. Það var lykillinn í röksemdafærslu Stefáns að lönd gætu ekki búið við gjaldmiðil sem tilheyrði öðru svæði og á sínum tíma hefði það sligað Svíþjóð mjög mikið þegar þeirra króna var bundin evru. Hvort einhverjir spjalli saman um evru núna í Svíþjóð, kommon Gunnar, erindið snerist bara ekkert um það, frekar hitt að fullyrðingar um að Svíþjóð færi lóðbeint í þrot ef það tæki ekki upp evru, þau rök Persons og fleiri hafa ekki haldið vatni.

Bjarni Harðarson, 23.8.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Kæri Bjarni: Ég sat fyrir aftan þig á fyrirlestrinum og punktaði niður. Hann minntist t.d. ekki einu orði á ráðherrana tvo, sem ég minnist á í minni grein. Samkvæmt mínum punktum talaði hann svona. Ég er að gera athugasemdir við hinn "sögulega inngang" hjá honum, sem ég telvera mjög vafasaman, eins og ég bendi á í greininni. Síðan fór Stefan að svara spurningunum 10, sem hann greinilega hafði fengið (frá Heimssýn?).

Svíar settu á 500% millibankavexti til þess að koma í veg fyrir aðgerðir "gengisspekúlanta" gegn sænsku krónunni. Sem er lítil mynt, sem hægt er að leika sér með, rétt eins og gert hefur verið við íslensku krónuna, með hrikalegum afleiðingum.

Þetta kostaði Svía 500 milljarða SEK. 

Að Svíþjóð fari "lóðbeint í þrot" ef landið tekur ekki upp EVRU eru hinsvegar lýsandi fyrir allan málflutning Nei-sinna, sama hvort um er að ræða landbúnað, sjávarútveg eða eitthvað annað. "Dómsdagssenur" eru ráðandi þema í í ykkar málflutningi.

Í dag hegða Svíar sér hinsvegar eins og þeir væru með EVRU, hallalaus fjárlög, lágir vextir og verðbólga. Þeir samstilla sín efnahagsmál við Evrópu og í samræmi við það sem bankakrísan kenndi þeim! Þeir hafa lært af sínum mistökum.

Getum við það?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 24.8.2010 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband