Leita í fréttum mbl.is

Þór Saari: Fráleitt að draga ESB-umsókn til baka! Björn Valur sammála.

Þór SaariAnnar sem telur þessa hugmynd beinlínis FRÁLEITA, er Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Í athugasemd við færslu Marðar Árnasonar um ESB-málið, segir Þór umræðuna vera koman á mjög lágt plan og að "Evrópuhersútspil" Ungra bænda sé besta dæmið. Athugasemd Þórs er í heild sinni svona:

" Sæll Mörður.
Þetta er áhugaverð tillaga og eftir nokkra umhugsum held ég að hún sé mjög skynsamleg. Þótt þetta hljómi vitleysislega í miðjum aðildarviðræðum er umræðan hins vegar komin í hjólför á svo lágu plani að það er beinlínis pínlegt. „Íslenskir bændasynir kvaddir í Evrópuher“ er bara eitt dæmið. Ég mun ekki styðja tillögu um stöðvun aðildarviðræðna og tel hana í raun fráleita. Það mætti hins vegar lýsa eftir rökum þeirra sem telja að við séum á fullri leið inn og reyna að svara þeim rökum og jafnvel koma til móts við áhyggjur þeirra eins og hægt er."

Það virðist nefnilega vera þannig með Nei-sinna að tilfinningarnar séu að bera þá ofurliði vegna þess að:

Landhelgin mun EKKI fyllast af erlendum togurum við aðild

Landbúnaðurinn þurrkast ekki út (hann gæti hinsvegar orðið enn verr úti ef við fáum ekki nothæfan gjaldmiðil!)

Ísland hættir ekki að vera frjáls og fullvalda þjóð (áhrifin muna sennilega aukast, t.d. með áhrifum á löggjöf, sem við annars kyngjum "hrárri" í dag!).

ESB mun ekki taka af okkur auðlindirnar, það hefur hvergi gerst!

En UMSÁTURSMENN, sem sjá skrattann í hverju horni og telja að ESB muni gleypa hér allt kvikt, eru margir og þeir hafa hátt.

Áróður þeirra er einfaldur og höfðar til tilfinninga, eins og "ESB+Ísland = Nei takk"- skiltin sem flettast út um allan bæ sýna og sanna. Þetta er á leikskólastiginu!

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, tjáir sig einnig um málið á Smugunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er engin tilfinningasemi sem er að hrjá nei sinna þeir vilja bara vera sjálfstæðir áfram. Ég spyr Þór Saari hvort hann eða nokkur annar myndi setja bíl eða hús á sölu ef hann ætlaði ekki að selja eignina. Væri það ekki nautheimskt að koma öllu í uppnám bæði hjá ESB og hér á Íslandi bara til þess að sjá hvað við getum fengið. Er nú þetta ekki eins og menn séu í viðskiptahugleiðingum. Hvað er verið að gera með svona heimskulegu tali. Það bara gerir engin svona nema hann sé að selja eða fá góðar stöður fyrir síg með því að selja land og þjóð. Þetta er Bullshit og balóný.   

Valdimar Samúelsson, 30.8.2010 kl. 23:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Valdimar Samúelsson,

Við Íslendingar
GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGRI VERÐTRYGGINGU!!!

Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á MATVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um
FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.

Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.

Lambakjöt
yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.

Íslenski
matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.

Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.

ERLEND AÐFÖNG
til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.

Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu!!!

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 30.8.2010 kl. 23:39

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, þetta er rétt.  Andsinnar eru á leikskólastiginu.  Meina, þetta er ekkert á umræðuplani sem þeir eru með.  Ofsinn og OMGin, upphlaup og áróður.  Öngvar staðreyndir eða raunsæi.  Alveg ótrúlegt í raun framganga andsinna.

Fólk ætti að lesa td. pistil Jóns Sigurðssonar á Pressunni varðani EU, sjávarútveg og aðild íslands þar að.  Hann kemu bara með kjarna máls varðandi þennan blessaða sjávarútveg.  Aðild að EU er ekkert stórmál fyrir ísl. sjávarútveg.

Þarna kemur að því líka sem eg hef stundum sagt, að það er búið að skekkja eða bjaga svo umræðuna eða aðkomu að umræðu um ESB þannig að uræðan er lengst útí móa.  Og svo er maður að berjast alltaf við að koma henni uppá veginn eða í það minnsta inná einhvern vegaslóða  - og ef þa tekst, þá setur andsinna alltaf hljóða!  Í einn dag í besta falli - og þá eru þeir umsvifalaust komnir útí mýri  og farnir að spóla þar  í drullupytti!  Og þá byrjar barningurinn að koma þeim uppá vegaslóða aftur o.s.frv. o.s.frv. 

Andsinnar hafa í fleiri fleiri ár hamrað á rangfærslum og þvættingi með þeim afleiðingum að innprentað er orðð í margt fólk td. að ,,ESB flotinn" væri bara kominn hingað a veiða hips um haps við aðild - og í framhaldi að Ísland þurfi einhverja ógurlega ,,undanþágu" og þá frá því, þ.e. að ESB flotinn komi hingað.  Meina, þetta er alveg fráleitt upplegg - eins og menn komast að ef þeir lesa pistil Jóns.  EU sjávarútvegsstefna er alveg i meginlínum sú sama og hér.  Í meginlínum.   Og það þarf engar undanþágur frá meginefni eða EU ,,acquisum",  sem er orðið tískuorð núna,  varðandi sjávarútveg sem snýst aðalega um vernd fiskistofna og reglur og eftirlit með veiðum og grunnstofnanir séu til staðar þar að lútandi í aðildarríkjum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 00:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:

"Meiri hlutinn ítrekar að öll aðildarríki Evrópusambandsins njóta almennrar viðurkenningar sem sjálfstæð og fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.

Því er ekki um það að ræða að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu feli í sér að landið hafi glatað stöðu sinni sem sjálfstætt og fullvalda ríki.

Má raunar benda á að síðustu áratugi hefur sjálfstæðisbarátta margra ríkja beinst að því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi einmitt til að geta sem frjáls og fullvalda ríki tekið þátt í alþjóðasamstarfi annarra frjálsra og fullvalda ríkja.

Á þetta ekki síst við um sjálfstæðisbaráttu ríkja í Evrópu síðustu tvo áratugina. Einnig er á stundum vísað til þess að mikilvægt sé fyrir ríki að endurheimta og treysta fullveldi sitt til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi á eigin fótum."

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 03:22

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!

OG NÚNA SEMJUM VIÐ
ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS
og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

"EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.

Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband