"Það er pínlegt að sjá hvernig andstæðingar aðildar reyna að teygja og toga sannleikann til þess eins að reyna að koma í veg fyrir að Íslendingar fá að kjósa sjálfir hvort þeir vilji aðild að ESB eða ekki þegar samningurinn liggur fyrir.
Í margumræddu minnisblaði um stuðningsaðgerðir Evrópusambandsins við Ísland í umsóknarferlinu kemur nefnilega ýmislegt fram sem andstæðingar hafa alveg sleppt að nefna enda ákaflega óhentugt þeirri mýtu sem þeir eru að reyna að búa til að samningaviðræðurnar séu eitthvað séríslenskt ,,aðlögunarferli að ESB.
Í fyrsta lagi kemur fram í minnisblaðinu að ,,stuðningur ESB við umsóknarríki er án kvaða eða skuldbindinga þannig að þótt ekkert verði af aðild gerir ESB enga kröfu um endurgreiðslu á styrkjum eða kostnaðarþátttöku Jafnframt kemur fram að ,,..mikilvægt er að útfæra verkefni þannig að þau verði gagnleg, óháð því hvort Ísland gerist aðili að ESB eða ekki.
Í öðru lagi fær Ísland ekki eitt ríkja slíkan stuðning við samningaviðræðurnar eins og andstæðingar hefðu viljað að fólk tryði. Um er að ræða hefðbundið ferli í samningaviðræðum ríkis við ESB og ef andstæðingar hefðu haft fyrir því að kynna sér hvernig samningaferli ríkis við ESB er háttað hefði þetta ekki komið á óvart.
Í um áratug hafa umsóknar ríki fengið slíka stuðning og hefðu þótt heldur óeðlilegt ef Ísland hefði verið undanskilið stuðningnum. Ekki síst í ljósi þess að umsóknarferlið kallar á mikil vinnu fyrir m.a. íslenska stjórnsýslu og eins og þekkt er sætir hún miklum niðurskurði eins og annað hér á landi. Þrátt fyrir þetta kemur fram í minnisblaðinu að stuðningur til Íslands yrðu minni en til þeirra ríkja sem hafa fengið sambærilegan stuðning frá ESB: ,,Ljóst var í upphafi að umfang á stuðningi til Íslands yrði mjög takmarkaður miðað við aðstoð við önnur umsóknarríki, enda ólíkar þarfir hér og á Balkanskaganum.
Í þriðja lagi er galið að halda því fram að ESB sé í einhverri herferð að innlima Ísland bakdyramegin. Íslendingar hafa verið aukaaðilar að ESB í nær tvo áratugi og tekið upp löggjöf ESB að miklu leiti án þess að hafa neitt um þá löggjöf að segja. Sú ,,aðlögun hefur ekkert með aðildaviðræðurnar að gera nema það eitt að nú er möguleiki fyrir okkur Íslendinga að taka ákvörðun hvort við viljum verða fullgildur meðlimur í ESB eða ekki.
Andstæðingar aðildar að ESB treysta ekki þjóðinni til að segja nei við aðild þegar öll rök eru komin upp á borðið og leggja nú allt kapp á að taka lýðræðislegan rétt af Íslendingum að við fáum að kjósa já eða nei þegar samningurinn liggur fyrir.
Við sem erum hlynnt aðild ætlum að halda áfram að treysta því að lýðræðið sé sú leið til að fá úr því skorið hvernig Íslendingar vilja haga framtíð sinni."
Athugasemdir
Þekki ESB ekki eigið aðildarferli?
Það er beinlínis tekið fram í kynningabæklingi sambandsins fyrir aðildarferlið að heitið "aðildarviðræður" (e. membership negotiations) geti verið villandi. Sambandið sér ástæðu til að árétta að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 02:30
Hans Haraldsson,
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 02:52
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 02:53
27.10.2009:
Malta samdi um 77 undanþágur frá reglum Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 02:54
Ég vil ganga í ESB með rétt bak. Ísland þarf ekki undanþágur nema fyrir þá sem eru með minnimáttarkennd.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 05:51
Það verður þá gerð undanþága hvað þig snertir, Stefán minn.
Það má bóka það!
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 06:16
Hva, er ég með minnimáttarkennd?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 06:24
Þú verður góður ábekingur á öllum okkar bókunum með þitt rétta bak!
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 06:37
Þið skjallið hvor annan samherjarnir!
En það er ekkert "eðlilegt" við það hrikalega afsal fullveldisréttinda sem samþykkt og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty, inngöngusáttmála) við Evrópubandalagið.
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 09:10
Jón: Þetta er ekkert flókið og eins og þú veist, þá er ekkert fullveldisafsal. Það er þjóðsaga.
Það verða teknar sameiginlegar ákvarðanir þar sem meirihlutinn ræður. Hvað er slæmt við það að meirihlutinn ráði?
Ert þú á móti því?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 09:15
Þarna afhjúpar þú annaðhvort vanþekkingu þína, Stefán Júlíusson, eða skrökáráttu.
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 10:58
PS. Já, ég er t.d. á móti því, að meirihlutinn í ráðherraráðinu (allt að 99,94%) ráði gegn þeim skitnu 0,06% atkvæðum, sem við fengjum þar. Ég vil, að VIÐ ÍSLENDINGAR ráðum málum okkar, ekki valdamenn í Evrópu. Þér er víst öðruvísi farið.
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 11:01
Jón Valur: Hvaða fullveldisafsal? Í hvaða alþjóðlega samstarfi hefur Ísland meira atkvæðavægi en aðrar þjóðir?
Ég veit ekki hverju ég ræð á Íslandi. Ég er ekki sammála meirihlutanum og ræð engu;) Eða hverju ræð ég? Ég fæ að kjósa en ekkert meira en það.
Ísland mun ekkert glatast frekar en aðrar þjóðir sem hafa gengið í ESB, eða hvaða þjóð hefur glatað gildum sínum með inngöngu í ESB?
Skrökárátta;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:13
Auðvitað snúast viðræður um aðild að Sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu um hvernig staða viðkomandi ríkis er gagnvart sameiginlegu laga og regluverki áðurnefnds sambands. Nema hvað? Héldu menn að viðræður að ESB snerust að bollaleggingum um hvernig Ísland lænaði sig upp gagnvart Kínversku laga og regluverki? Er ekkí lagi!
Svo koma Andsinnar núna alveg OMG OMG viðræður snúast um ESB laga og regluverk! Hverskonar eiginlega... já.
Auðvitað snúast viðræður um, í fyrsta lagi hvernig staða viðkomandi ríkis er gagnvart sameiginlegum reglum sambandsins, og í annan stað hvernig viðkomandi ríki muni standa að uppbyggingu/lagfæringu á strúktúr til að það geti framfylgt áðurnefndu laga og regluverki, með fyrst og fremst það að markmiði að viðkomandi ríki geti staðið sig sem fullgilt fullvalda evrópskt lýðræðisríki.
That said, þá er á öllum stigum viðræðna möguleiki á undanþágum/sérlausnum/fyrirvörum o.s.frv. - að því gefnu að færð séu skynsamleg rök að því að þess sé þörf í hinu eða þessu tilfellinu. Ef færður er fram traustur og skynsamlegur grunnur undir að slíkt eigi við - þá er það ekki vandamálið af EU hálfu. Ef hinsvegar eigi finnnast skynsamleg rök til að undirbyggja slíkt - þá er slíks ekki þörf. Skiljanlega. Ekki flókið.
Staða íslands gagnvart sameiginlegu laga og regluverki EU núna er um 70-90% upplænað í samræmi við nefnt regluverk! Það er bara þannig. Í heildamyndinni. Það sem snýr að Íslandi er í raun svona fínpússun á einstaka hornum og lakka kannski aftur hér og þar og jafnvel er hugsanlegt að þurfi að skjóta 1-2 stoðum undir meginþyngdarpunktinn og efla hann til að Ísland geti ótvírætt sinnt sínu hlutverki sem sjálfstætt og fullvalda lýðræðisríki og starfað kröftulega í samvinnu annarra ríkja að sameiginlegum hagsmunum innbyggara hérna sem þjóð meðal þjóða.
Svo er nú það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 11:28
Stefán, það er allt í lagi, að í alþjóðlegu samstarfi eins og í Sameinuðu þjóðunum hafi Ísland langtum minna atkvæðavægi en aðrar þjóðir, en það er EKKI í lagi, þegar um er að ræða alla ráðandi löggjöf um orkumál okkar eða sjávarútvegsmál.
Þú reynir aðferðina reductio ad absurdum í svari þínu, en ég sagði ekki, að Íslendingar myndu "glatast", hins vegar myndu fullveldisréttindi okkar glatast að mestu, og það er einmitt það sem Jóhanna og Össur hyggjast tryggja sér með gerbreytingu á stjórnarskránni, sem inniheldur mörg ákvæði, sem leyfa einungis löggjafarvald sem er í höldum Alþingis og forsetans.
Lestu bara samherja þinn, enskuslettumanninn Ómar Bjarka: "Auðvitað snúast viðræður um, í fyrsta lagi, hvernig staða viðkomandi ríkis er gagnvart sameiginlegum reglum sambandsins, og í annan stað hvernig viðkomandi ríki muni standa að uppbyggingu/lagfæringu á strúktúr til að það geti framfylgt áðurnefndu laga og regluverki" ... – og slepptu fegrunarblaðrinu sem einkennir hann rétt eins og þín innlegg.
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 11:38
Jón Valur: ESB er ekkert annað en alþjóðlegt samstarf Evrópuþjóða. Hvað heldur þú eiginlega að ESB sé?
Þær vilja starfa saman og ég sé ekkert að því að þjóðirnar starfi saman. Sameini regluverk og starfi sameiginlega að framtíðarmarkmiðum.
Það er ekki verið að taka neitt af okkur Íslendingum heldur er verið að opna okkur Íslendingum nýjar víddir.
Ekki gera svona mikið úr ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 11:45
... löggjafarvald sem er í höndum Alþingis ... vildi ég sagt hafa.
Þessir eilífu frasar um að "starfa saman" og að lúta meirihlutavaldi ganga ekki, Stefán, ekki frekar en það gerði það í huga Jóns forseta Sigurðssonar*, þegar Danir vildu freista okkar með því, að við fengjum að starfa með þeim í þeirra þingi og hafa þar 4% atkvæða (en við 0,06% í ráðherraráði ESB!). Hvað höfum við að gera með að taka þátt í löggjöf fyrir önnur lönd, þegar gjaldið, kostnaðurinn er: að fyrirgera æðsta löggjafarvaldi yfir okkur sjálfum (já, lestu TENGILINN!)?
Þetta eru ekki nýjar leiðir fyrir Íslendinga, heldur Brusselvaldið til að skipa hér málum að sinni vild, bæði um sjávarútvegsmál og orkumál, eins og ég benti þér á.
* Jón Sigurðsson ritaði eftirfarandi í I. árgang Andvara, tímarits Þjóðvinafélagsins, árið 1874, vegna stefnu Dana með hinum illa þokkuðu stöðulögum (feitletrun og hornklofainnskot er frá mér):
"Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á."
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 12:01
Jón Valur: Jón Sigurðsson var uppi á þar síðustu öld.
Þessir frasar ganga samt. Því þetta er ESB. Samstarf sjálfstæðra þjóða sem vilja vinna saman.
Hvað er svona hræðilegt við það?
Auðvitað munu Íslendingar ekki gleyma Jóni Sigurðssyni. Eða hversu margir ungir Íslendingar þekkja Jón Sigurðsson?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:07
Jón Valur Jensson,
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.
Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU."
Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.
Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.
"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.
Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
RÍKIN setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 13:32
Stefán Júlíusson (bróðir Katrínar iðnaðarráðfrúar) reynir að sigla fram hjá talandi sannleikskraftinum, sem býr í orðum Jóns Sigurðssonar og bendir á áberandi hliðstæðu við það, sem ESB-ingarnir eru að stefna að nú um stundir, ekki af því að "móðurlandið" sé að reyna að koma yfir okkur "stöðulögum", heldur af því að Stefáns eigin samherjar og Evrópubandlagið sjálft stefna að því að innlima Ísland í stórríkið og setja okkur ÖLL RÁÐANDI LÖG þaðan í frá, þ.e. a.m.k. 95-98% af lögum fyrir þetta land, og þegar okkar eigin 2-5% löggjöf rekst á eitthvað í ESB-löggjöf, þá skuli okkar lög VÍKJA.
Eru það uppréttir Íslendingar, sem sætta sig við slíkt?
Ekki treysti Jón Sigurðsson því, að mikið hald yrði í því fyrir okkur að ráða 1/25 af þingheimi Danaveldis. En Stefán og Steini ungi Briem telja um 0,6% hlut í ESB-þinginu í Strassborg vera nægan fyrir Íslendinga til að láta stórríkið fara að okkar vilja og hagsmunum, sem og ennþá minna atkvæðavægi, 0,06% (frá 2014), í hinu miklu voldugra ráðherraráði í Brussel – þessu sem t.d. "reglan" óstabíla um "hlutfallslegt stabílitet" fiskveiða á allt sitt undir.
Vesalings menn. Og að treysta því, að það, sem hafi tíðkazt í ESB (síðasta fullyrðing Steina kl. 13.32), muni alltaf tíðkast, er yfirgengilegt oftraust. "Treystið ekki mönnunum, hverfulan lífsanda hafa þeir í nösum sér," segir Ritningin. Og ekki treysti Einar Þveræingur fagurgala Noregskonungs, þegar hann bað um Grímsey að gjöf og átti að vera svo gott dæmi um góðvild og samstarf; Einar benti á, að síðari konungar gætu orðið allt öðruvísi lyntir.
Það er heimskulegt að treysta valdastétt stórveldis á einum tíma, þegar breytt valdastétt þar eftir 15 eða 25 ár getur auðveldlega verið farin að haga sér með ólíkum hætti.
Fjöregg okkar er í stjórnarskránni (já, lesið þetta í Mbl.!)
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 14:43
Jón Valur: Hvað koma mín skrif og mínar skoðanir systur minni við?
Ættfræði kemur ekki ESB við. Allavega ekki mjög mikið.
Þetta er samstarf. Ef við erum í ESB, þá erum við líka í Brussel og Strassborg og erum því ekki að samþykkja lög okkur óviðkomandi eða framandi því Ísland verður hluti af ákvarðanaferlinu. Flestir þingmenn á Evrópuþinginu starfa eftir flokkspólitískum hagsmunum en ekki eftir þjóðarhagsmunum. Hægri menn allra landa vinna saman, sósíaldemókratar vinna saman, græningjar vinna saman o.s.frv. Líkt og á Alþingi. Þar starfa menn eftir flokkslínum fyrst og fremst. Er þetta eitthvað nýtt? Nei.
Er það eitthvað fullveldisafsal að taka upp sama regluverk og aðrar vinaþjóðir okkar? Og það sameiginlega?
Við búum við lýðræði eins og öll ríki ESB. Þú getur ekki sagt hérna einhverjar sögur um einræðisherra og konunga fyrri alda og hrætt okkur með því. Það gengur ekki. Þó svo að þær hafi ákveðið skemmtanagildi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:01
Já, það er fullveldisafsal að fela öðrum beint löggjafarvald yfir okkur, án aðkomu Alþingis. Áttarðu þig ekki á því? Eða hvaða öðrum mikilvægari fullveldisréttindum kýstu helzt að láta ryðja burt úr stjórnarskránni? (því að það er það, sem þið viljið, ekki satt?!).
Ég var ekki að spá einræði í ESB, Stefán. En þeir eru þar á leiðinni (með Lissabonsáttmálanum) að fella niður neitunarvaldið í mörgum málaflokkum (sennilega fleiri síðar), og þá verður auðveldara fyrir fulltrúa stóru þjóðanna að stýra öllu eins og þeim hentar og lítið þol gagnvart kvabbi þeirra minni. Sbr. líka þá staðreynd, að þingið í Strassborg hagar sér mjög gjarnan eins og færiband, þ.e.a.s. fyrir lagafrumvörpin sem streyma í stríðum straumum frá framkvæmdastjórninni í Brussel með velþókknan ráðherraráðsins.
Hugsaðu þér ástandið!
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 15:20
Jón Valur: Alþingi mun alltaf vera til staðar. Öll lög þurfa að fara í gegnum Alþingi.
Stjórnarskráin er fín. Hún mun áfram vera til staðar. En hvað er stjórnarskrá? Er hún hjarta landsins eða "skrá" sem lög og reglur þjóðarinnar byggja á? Er hún svo heilög ef önnur nútímalegri kemur í staðin?
Það er verið að ræða um að taka sameiginlegar ákvarðanir eða meirihlutaákvarðanir með vinaþjóðum okkar í ESB.
Það þarf ekkert að óttast það. Það er heldur ekkert slæmt við það. Þetta eru öll lýðræðisþjóðfélög eins og Ísland.
Lýðræði verður ekki lagt niður í ESB. Íslensk menning verður ekki lögð niður í ESB. Mannréttindi verða ekki lögð niður í ESB.
Hvernig heldur þú að ríki starfi í ESB? Heldur þú að það sé bara beðið eftir því hvað kemur frá Brussel? Þetta er nú ekki flókið og svo mikið breytist ekkert hérna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:32
Að þér er alveg sama um það, sem ég hef skrifað, sýnir skeytingarleysi þitt gagnvart lýðveldinu og þjóðinni.
En þú veizt kannski ekki af þeirri staðreynd, að um leið og lög í ESB eru samþykkt í Strassborg og þau prentuð úti í Evrópu, þá eru þau gengin í gildi í öllum meðlimaríkjunum og það ÁN ALÞINGISSAMÞYKKTAR HÉR, ef Ísland væri þá þegar orðið meðlimaríki. Þannig var það ekki, þegar dansk-norski kóngurinn vildi lýsa sum Norsku lög gild hér á landi – það varð alltaf að lesa þau upp og kunngjöra (promulgera) á Alþingi við Öxará, til þess að þau hefðu náð lagagildi hér. Ólikt yrði hlutskiptið í Risabandalaginu!
Loðið blaður sýnist mér þetta hjá þér um stjórnarskrána, það á kannski að þjóna þeim tilgangi að koma í staðinn fyrir alvöru-svör?
"... svo mikið breytist ekki hérna" – er það nú ofurbjartsýnin!!!
Ofar sagðirðu: "Ekki gera svona mikið úr ESB." – En eruð það ekki þið, sem gerirð mikið úr björgunargildi þess?!
Jón Valur Jensson, 31.8.2010 kl. 16:05
Jón Valur: Ég ber mikla virðingu fyrir lýðræði. Ég ber mikla virðingu fyrir Íslendingum jafn mikið og ég ber virðingu fyrir öðrum þjóðum.
Ég hef fulla trú á Íslendingum þegar Ísland er gengið í ESB.
Lýðræði er á Íslandi og mun vera þó svo að landið gangi í ESB. Hvort meirihlutaákvörðun er tekin í Strassborg, Brussel eða Reykjavík, þá skiptir það ekki máli. Þetta eru ákvarðanir sem við tökum sameiginlega með vinum okkar í Evrópu. Það er frábært og ber ekki að óttast. Það þarf ekki að mála skrattann ég vegginn.
Hef ég einhvern tíma talað um björgunargildi ESB? Ég held ekki. ESB veitir stjórnsýslunni hér mikilvægt aðhald þegar þar að kemur. Íslendingar verða að bjarga sér sjálfir.
Stjórnarskráin. Hún er ekki Íslendingum heilagri en það en að það á að skipta henni út. Er eitthvað loðið við það svar?
Ekki skiptir þú um skoðun og ekki skipti ég um skoðun;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:32
Ég spyr er einhver skylda þjóða í kring um ESB klíkuna að kjósa um hvort þeir vilji aðild. Hver segir að þeir eigi að kjósa um það. Það var engin á þeim buxunum að þ.e. að hugsa um ESB nema kannski 20 manns með þeim Jóhönnu og Össur og það fólk er búið að koma okkur í ógöngur.
Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 16:41
UFFFF Stefán Júlíusson lestu þetta aftur sem þú strifar.....
Þetta eru ákvarðanir sem við tökum sameiginlega með vinum okkar í Evrópu. Það er frábært og ber ekki að óttast.....
Ertu búinn að lesa þetta en þú veist að við erum 300Þ en veist þú hve margir búa í ESB löndunum en eftir þessari skrá eru um 500 miljónir og sjálfsagt meira. Eru allir ESB sinnar svona heimskir bara spyr.. sjá:http://europa.eu/abc/keyfigures/sizeandpopulation/howmany/index_en.htm
Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 16:52
Ég á ekki orð...
Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 16:52
Valdimar: Við hvað ert þú eiginlega svona hræddur? Er þetta minnimáttarkennd eða treystir þú ekki íslensku þjóðinni?
Er Lúxemborg ekki í ESB? Er það ríki horfið?
ESB er ekkert skrýmsli. ESB er bandalag lýðræðislegra þjóða í Evrópu.
Það væri auðvitað einnig frábært að reyna að vera málefnalegur og ekki kalla menn heimska þrátt fyrir að þeir eru á annari skoðun en þú.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 17:01
Heyrðu Stefán. Sérðu ég held með KR af því að ég var vesturbæingur og það breytir því enginn. Ég held með Íslandi af því að ég er Íslendingur. Ég held ekki með Evrópu bandalaginu þar sem sorgleg saga okkar með þeim er lokuð árið 1944 og vil ekki jójóa með það fyrr en kannski eftir 1000 ár ef það verður nauðsynlegt. Ég vil sjálfstæði þessa lands og tel ekki að nokkrir pólítíkar geta ráðskast með sjálfstæði okkar og sagt. Þið verðið að kjósa um hvort þið viljið þ.e. vera ESB megin í lífinu eða Íslandsmegin. Skilur þú. Ég á ekkert að þurfa að kjósa um neitt. Ég er sjálfstæður. Farðu að hugsa....
Valdimar Samúelsson, 31.8.2010 kl. 17:16
Akkúrat Valdimar við erum Sjálfstæð.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2010 kl. 18:55
Eru þá íbúar Þjóða sem eru í ESB ekki sjálfstæð? Eru þau minna sjálfstæð en þið?
Einstaklingur hefur meira frelsi í ESB en á Íslandi. Þannig að einstaklingur er sjálfstæðari í ESB en á Íslandi.
Svona er nú það.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 19:01
Mig langar að vita hvaða undanþágur Malta fékk frá ESB?
Svíar þurftu að hætta með Snuffið sitt...
Gætuð þið trúboðarnir, frætt mig um það?
Jón Þór Helgason, 31.8.2010 kl. 19:22
Valdimar Samúelsson,
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ER FÓLGIÐ Í ÞVÍ???!!!
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!
NÚ ER LOKSINS HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!
EN ÞAÐ VILT ÞÚ GREINILEGA EKKI!!!
UM HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ TALA???!!!
Við Íslendingar seljum mest af okkar vörum til Evrópska efnahagssvæðisins, sem GREIÐIR HÆSTA VERÐIÐ FYRIR OKKAR VÖRUR!!!
Við kaupum einnig mest af okkar vörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.
VIÐ ÍSLENDINGAR LIFUM ÞVÍ Á ÍBÚUM EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG GRÆÐUM MUN MEIRA Á AÐILD OKKAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU EN ÞEIR!!!
"Bjartur í Sumarhúsum" og hans líkar seldu BRETUM fé á fæti, FRÖNSKUM skútuköllum og BASKNESKUM hvalveiðimönnum ullarsokka og lopavettlinga!
Og þessir "sjálfstæðu Íslendingar" keyptu tóbak, vín, kaffi og sykur af DÖNSKUM kaupmönnum!
Mest af þeim aðföngum sem íslenskir bændur kaupa, til að mynda dráttarvélar, olía, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður, koma frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Þegar íslenska krónan fellur gagnvart evrunni þurfa íslenskir bændur því að hækka hér verð á sínum vörum, sem hækkar vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán allra Íslendinga!
Og af íslenskum landbúnaðarvörum, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópska efnahagssvæðisins!
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður!
Íslenskir bændur þurfa einnig að kaupa matvörur! Mest af þeim kemur frá Evrópska efnahagssvæðinu og tollur af matvörum frá Evrópusambandslöndunum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
Og íslenskir bændur þurfa að taka lán eins og aðrir Íslendingar.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs!
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR!!!
EN ÞÚ HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ!!!
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 19:39
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 31.8.2010 kl. 19:44
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ER FÓLGIÐ Í ÞVÍ???!!!Sv ar; ekkert, en við þurfum ekki að taka þau upp nema að hluta. Hversu mörg af lögum ESB eru lög á Íslandi, í Umræðum árið 2005 að mig minnir kom fram að við værum að setja í lög lang í frá allt sem kemur frá ESB.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!
NÚ ER LOKSINS HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!! Hvernig, mig langar að minna á að lífskjör hér væri betri ef stjórnmálaflokkarnir héldu ekki verndarhendi yfir Bónus, Hver skyldi hafa gegið lengst í því ?
EN ÞAÐ VILT ÞÚ GREINILEGA EKKI!!! SVAR; sennilega ekki þú heldur.
UM HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ TALA???!!! Hvaða sjálfstæði er í því að ráða yfir 0,4% af atkvæðamagni ESB. Og við kjósum okkar eigin forseta!! PÆLDU Í ÞVÍ..
Við Íslendingar seljum mest af okkar vörum til Evrópska efnahagssvæðisins, sem GREIÐIR HÆSTA VERÐIÐ FYRIR OKKAR VÖRUR!!! Svar: Væntanlega eru þeir að kaupa þá hagstæðast af okkur fyrst við seljum þeim svo mikið. Þeir myndu ekki skipta við okkur nema að græða á því!!
Við kaupum einnig mest af okkar vörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér. Svar; af því við græðum á því. Fjölgar Túristum við að fá Evru-ruslið hingað? SVAR: NEI.
VIÐ ÍSLENDINGAR LIFUM ÞVÍ Á ÍBÚUM EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG GRÆÐUM MUN MEIRA Á AÐILD OKKAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU EN ÞEIR!!! Svar; hvaða rök eru þetta, fyrst þeir kaupa af okkur erum við að gera þeim betri díl en aðrir. Kannski ertu vanur að lifa á ölmusu annara og sníkjum. Því heldur þú að fólk í Evrópu líti á okkur sem mölbúa.
"Bjartur í Sumarhúsum" og hans líkar seldu BRETUM fé á fæti, FRÖNSKUM skútuköllum og BASKNESKUM hvalveiðimönnum ullarsokka og lopavettlinga! SVAR: Flott, þú gleymdir Hestunum sem seldum til Bretlands. Gott að þú sért búinn að kynna þér hvernig við lifðum fyrr á öldum. Og þessir "sjálfstæðu Íslendingar" keyptu tóbak, vín, kaffi og sykur af DÖNSKUM kaupmönnum! SVAR; enda voru þeir með einokunarverslun hér. Við gátum ekki skipt við Breta né aðrar þjóðir.
Mest af þeim aðföngum sem íslenskir bændur kaupa, til að mynda dráttarvélar, olía, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður, koma frá Evrópska efnahagssvæðinu. Svar: bændur kaupa ekki skordýraeitur, það er ólöglegt hér á landi í landbúnaði, ísland er að kaupa áburð á alþjóðlegum mörkuðum. Sama með plastið. Dráttarvélar koma frá Evrópu og USA. Eins frá Asíu. Þýskar og bandarískar vélar hafa átt mest á pallborðið undanfarna áratugi.
Þegar íslenska krónan fellur gagnvart evrunni þurfa íslenskir bændur því að hækka hér verð á sínum vörum, sem hækkar vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán allra Íslendinga! SVAR: helv lýgi og heimska. Frá jan 2006 hefur verð á Landbúnaðarvörum hér lækkað minna en vísitalan. KJöt um 15% og mjólkurvörur um 41%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45%. Landbúnaðarafurðir hafa lækkað minna en vísitalan.Farðu á hagstofuvefinn og skoðaðu málið þar, það er ekki nóg að skoða ESB heimasíður.
Og af íslenskum landbúnaðarvörum, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópska efnahagssvæðisins! SVAR:Rétt, enda stytta til Evrópu en USA. Verðið í USA er hærra í Whole Food, en lengra á markaðinn.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður! SVAR; Rétt. Ég minni á fréttaþátt Elinar hist á Youtube um Landbúnaðinn í Lettlandi í feb mars 2009.
Íslenskir bændur þurfa einnig að kaupa matvörur! Mest af þeim kemur frá Evrópska efnahagssvæðinu og tollur af matvörum frá Evrópusambandslöndunum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.SVAR; nei, ekki endilega, það er líka mikið að vörum keyptar frá USA (Kostur selur engöngu þaðan) við kaupum megnið af okkar ávöxtum frá Ameríku, þannig að ég veit ekki um hvað þú ert að tala. Við þurfum ekki að leggja á innfluttingstolla ESB við að kaupa frá Ameríku, þú talar ekki um þaðJ
Og íslenskir bændur þurfa að taka lán eins og aðrir Íslendingar. SVAR: rétt, og þurfa að borga fyrir heimsku stjórnálamanna sem byggja tónlistarhús sem stendur ekki undir sér. Sá baggi mun lækka lífskjör okkar. Verðbólga kemur vegna þess að útí verðlagið veltur kostnaður við óhagrætt kerfi. Vissulega er óhagræði í landbúnaði hér, en við höfum líklega ekki efni á að greiða mikið meira í atvinnuleysisbætur og síðan kaupa landbúnaðarvörur fyrir tugi milljarða. Þá myndi krónan lækka meira og innfluttingur minnka.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs! Svar, ég visa í fyrri athugasemd, en rosalega eru gáfaður.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR!!! SVAR; það væri líka hægt ef verkalíðshreyfinginn og lífeyrissjóðirnir vildu það. Það er hægt að reka öll hagkerfi heims nema það Íslenska, Ísarel og Argentínu án verðtryggingar. Samfylkinginn vill ekki afnema verðtryggingu þar sem Þá fækkar rökunum fyrir ESB aðild.
EN ÞÚ HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ!!! SVAR; ekki frekar en önnur heimili í Evrópu sem sita uppi með gjalþrota bankakerfi. Heimili eru ekki sjálfstæð, heldur fólkið sem býr í því. Er Grikkland skjálfstætt? Eða Írland.Ég vill fá að vita hverjar undanþágur Maltverja eru í ESB. Ég held að megnið af því sé eitthvað sem skiptir engu máli.
Jón Þór Helgason, 31.8.2010 kl. 23:33
Jón Þór, íslendingar eru búnir að taka upp 2/3 af lögum ESB upp í gegnum EES samninginn nú þegar.
Við aðild Íslands að ESB munu íslendingar sitja við borðið þar sem lögin eru samin. Í staðinn fyrir að taka bara við því sem samið fyrir okkur og við þurfum taka upp í dag án athugasemda.
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2010 kl. 23:51
Jón Frímann,
og borga í sjóði ESB til þess.
með 0,4% atkvæðamagn. og hluti af þessu atkvæðamagni styður flokka sem ætlaði að láta okkur greiða 100 til 800 milljaðra vegna ESB reglna. við skiptum engu máli. Betra er þá að hætta í EES ef okkur ofbýður reglugerðafargan ESB. Við losnum aldrei útúr ESB nema með samningum. Það er ekki gert ráð fyrir því í ESB að menn vilji hætta þar sem menn þurfa væntanlega að taka á sig skuldbindigar.
Hvar get ég séð að 2/3 af lögum ESB sé komið í framkvæmd hér? ég held að hlutfallið sé um 10% ef mig misminnir ekki.
Jón Þór Helgason, 1.9.2010 kl. 00:07
Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.
Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.
"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.
Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
RÍKIN setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:20
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:
"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:22
Við Íslendingar GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGRI VERÐTRYGGINGU!!!
Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á MATVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.
Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.
Lambakjöt yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.
Íslenski matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.
Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.
ERLEND AÐFÖNG til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.
Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu!!!
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:23
"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].
HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.
EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:24
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:26
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:27
"Hafréttarráðstefna.
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla.
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:28
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:29
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:31
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR OG TAKA LÁN!!!
Lán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR!!!
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:32
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:33
Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 1% og verðbólgan 1,7%.
Verðbólgan hér var 18,6% og stýrivextir 18% í janúar í fyrra og höfðu verið það frá 28. október 2008, þegar þeir voru hækkaðir úr 12%.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:34
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur."
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum.
Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum. Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:35
HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÖNGU BÚINN AÐ FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og höfðu þá verið mjög háir undir hans stjórn í bankanum næstu ár á undan VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í EFNAHAGSLÍFINU.
OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!
RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:36
Hér gilda SÖMU lágmarkslaunin FYRIR ALLA, sama hvaðan þeir koma.
Og að sjálfsögðu er atvinnurekendum hér heimilt að greiða HÆRRI laun.
Vegna gengishruns íslensku krónunnar er nú HÁTT Í TVÖFALT ÓDÝRARA fyrir erlenda eigendur stóriðjufyrirtækjanna hér að greiða starfsmönnum þeirra laun en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Hins vegar fá starfsmennirnir LANGT FRÁ ÞVÍ þessa launahækkun, þar sem aðrir íslenskir launþegar myndu þá krefjast sömu launahækkunar, sem íslensku fyrirtækin myndu almennt ekki ráða við.
ÞÚSUNDIR ÚTLENDINGA, AÐALLEGA AF PÓLSKUM UPPRUNA, HALDA UPPI ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI UM ALLT LAND vegna þess að Íslendingar vilja EKKI vinna þau störf.
Og það sama á við um til að mynda RÆSTINGAR OG AFGREIÐSLUSTÖRF í verslunum hér.
KAUPMÁTTURINN SKIPTIR MESTU MÁLI OG HANN MYNDI AUKAST HÉR GRÍÐARLEGA við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
"Eva Heiða segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?"
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:38
27.8.2010:
MEIRIHLUTI DANA, FINNA OG SVÍA ÁNÆGÐUR MEÐ EVRÓPUSAMBANDIÐ.
"Þrjú norræn ríki, Danmörk, Finnland og Svíþjóð, eiga aðild að Evrópusambandinu og MEIRIHLUTI Í ÞEIM ÖLLUM telur hag sínum betur borgið í sambandinu en utan þess.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Eurobarometer.
Danir eru ánægðastir, 76 prósent þeirra segja að aðild að Evrópusambandinu hafi haft jákvæð áhrif á málefni sín og hagsmuni.
54 prósent Finna taka í sama streng og 52 prósent Svía.
29 prósent Íslendinga telja að hagur sinn batni við aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."
Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:39
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum. [...]
Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu. [...]
Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna. [...]
Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:41
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]
En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."
Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Og árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:42
HVALVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:
"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.
Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.
Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.
Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.
Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.
Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður."
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:44
SELVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:
"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.
Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.
Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:45
"FULLVELDISRÉTTUR.
Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:48
"FULLVELDISRÉTTUR TIL AÐ NÝTA AUÐLINDIR.
Meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar sem í felst EINKARÉTTUR RÍKIS til þess að ráða yfir, skipuleggja og NÝTA þær AUÐLINDIR, LÍFRÆNAR OG ÓLÍFRÆNAR, SEM ERU UNDIR LÖGSÖGU ÞESS, án afskipta annarra ríkja.
Meginregluna er að finna í RÍÓ-YFIRLÝSINGUNNI."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:49
Steini Briem.
Megnið af því sem þú segir er vísað í plammeringar og fullyrðingar án heimilda og raka. Rúv er ekki heimild, þar sem þeir eru oft að vísa í fullyrðingar annara.
og að vísa í meirilhutaálít utanríkisnefndar er ekki rök heldur vísun í pólitík en ekki skynsemi.
hvar eru undanþágur Maltverja í ESB?
Jón Þór Helgason, 1.9.2010 kl. 00:50
Ég sé að Jón Valur er að bulla hérna eins og venjulega. Það er ekki mark takandi á honum núna frekar en fyrr.
Jón Þór, Atkvæði innan ESB eru eftir flokkum, ekki eftir löndum. Þannig vinnur þetta og hefur gert núna í langan tíma. Auðvitað eru atkvæði flokkuð eftir löndum. Þó svo að í reynd sé kosið eftir evrópuflokkum. Eins og eðlilegt er þá fá stærri ríki meira atkvæðamagn en minni ríki. Hinsvegar háttar því þannig til að meirihluti aðildarríkja ESB eru það sem flokkast undir smáríki. Ísland er í reynd örríki eins og San Marinu, Monaco, Lúxemborg og fleiri ríki í Evrópu, ekki smáríki. Smáríki eru þau ríki sem eru með undir 20 milljón íbúa, og það eru velflest aðildarríki ESB. Lúxemborg (500.000 íbúar) er stofniríki að ESB.
Í Lisbon sáttmálanum eru úrsagnarákvæði. Þannig að það er ekkert mál fyrir ríki að segja sig úr ESB núna í dag. Það hefur í reynd aldrei verið neitt vandamál fyrir ríki að segja sig úr ESB frá upphafi. Hinsvegar hefur ekkert ríki gert slíkt vegna þeirrar staðreyndar að ESB virkar eins og ætlast er til.
Svíar fengu varanlega undanþágu, og fá að halda sínu munntóbaki. Þó eru margir innan Svíþjóðar sem vilja að þetta mnntóbak verði bannað og umrædd undanþága felld úr gildi. Hinsvegar er sú ákvörðun í höndum svía, ekki Framkvæmdastjórnar ESB.
Jón Frímann Jónsson, 1.9.2010 kl. 00:51
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu gæti því verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og EINGÖNGU íslensk fiskiskip megi, EINS OG NÚ, veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan lögsögunnar.
Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 00:57
Jón Þór Helgason,
Hér að ofan vísa ég í SÉRFRÆÐINGA Í EVRÓPURÉTTI, þar á meðal einn af okkar helstu sérfræðingum í þeim fræðum, Stefán Má Stefánsson, LAGAPRÓFESSOR.
Að SJÁLFSÖGÐU komu SÉRFRÆÐINGAR Í EVRÓPURÉTTI á fundi utanríkismálanefndar og Ríkisútvarpið ræddi EINNIG við þá.
Þar að auki vísa ég hér til skýrslu EVRÓPUNEFNDAR sem lögð var fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 01:17
Jón Frímann réð ekki við rök mín, lét sér nægja að baula á mig.
Og Steini Briem virðist alveg að fara úr límingunum – nú var greinilega þörf á að rembast við að demba út sínum copy-paste-innleggjum: 26 talsins, eftir að ég skrifaði hér síðast kl. 16.05 á nýliðnum degi!!! Hyggurðu marga lesa þetta, Steini?!
Jón Valur Jensson, 1.9.2010 kl. 03:17
Jón Valur Jensson,
Ég var að svara hér Jóni Þór Helgasyni, ef þér kemur það við.
Hann hefur ekki sést hér áður, svo ég muni, og þurfti greinilega á mikilli og góðri FRÆÐSLU að halda en virðist þó EKKI kunna að lesa það sem fram kemur hér að ofan um Möltu og það kemur svo sem ekki á óvart.
Svona er Malta stafað:
M-A-L-T-A.
OG EKKERT ÓTTIST ÞIÐ ÞJÓÐERNISOFSTÆKISMENNIRNIR MEIRA EN FRÆÐSLUNA OG VÍSANIR í FRÆÐIMENN!!!
Aldrei meiri lestur á þessu bloggi en þegar ég skrifa hér, elsku kallinn minn!
Þú ruglar hér hins vegar út í eitt, að vanda, og fáir hafa áhuga á þínu þjóðernisofstæki, geðshræringu og heilagsandahoppi.
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 04:46
Ég las þetta hjá Steinari Briem og mér þótti rökin ansi áhugaverð og sannfærandi. Hann kemur þó með heimildir og byggir sínar skoðanir á vel athuguðu máli.
Brynjar Jóhannsson, 1.9.2010 kl. 05:14
Takk fyrir það, Brynjar minn!
Þorsteinn Briem, 1.9.2010 kl. 05:19
@Jón Valur Jensson, 1.9.2010 kl. 03:17, Til þess að svara rökum. Þá er það alger forsenda að rök séu lögð fram. Þú komst ekki með nein rök. Heldur komstu með eitthvert bull ofan á eitthvað annað bull sem þú hafðir sjálfur skáldað upp fyrir einhverju síðan.
Þannig að ásakanir þínar í minn garð um rökleysi eru ekkert annað en uppspuni og della eins og annað frá þér.
Jón Frímann Jónsson, 1.9.2010 kl. 10:48
Þú ert ótrúlegur, Steini Briem, og þessari vefsíðu ekki til sóma.
Útblásið tal þitt um ofstæki hittir þig sjálfan fyrir.
Jón Frímann Jónsson, ég er alls óhræddur við, að þú takir öll innlegg mín hér, cóperir þau í bitum og gerir athugasemdir við, hvort þau eru innihaldslaus, skáldskapur, bull, tilvitnanir í ESB-texta og staðreyndir, rökfærslur eða eitthvað annað. Ef þú gerir það ekki, get ég alveg endurtekið þetta allt hér á eftir, það ætti ekki að vera meiri goðgá en einfeldningsleg copy-paste-starfsemi Steina á nánsst hverri vefsíðu ykkar.
En rökþrota menn hafa áður gert það sama og þú: að sniðganga rök, halda uppi niðrandi skætingi í von um að hrekja andstæðinga út af síðunni. Ég hef meiri skráp en svo, drengur minn.
Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 00:37
Jón Valur Jensson,
Þú ert OFSTÆKISMAÐUR á ÖLLUM sviðum!!!
Hér að ofan er FJÖLDINN ALLUR AF RÖKUM með aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem vísað er í FRÆÐIMENN OKKAR ÍSLENDINGA á sviði Evrópuréttar, þar á meðal Stefán Má Stefánsson, LAGAPRÓFESSOR.
Þorsteinn Briem, 2.9.2010 kl. 01:06
Ég er farinn að halda, að þú eigir bágt með puttana á þér, Steini Briem, eða komstu svona illa út úr framhaldsnáminu?
Sagt er, að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Það blæs og hvín í þessari feitletruðu, alhæfandi æsingar-setningu þinni: "Þú ert OFSTÆKISMAÐUR á ÖLLUM sviðum!!!" – En það bylur hæst í tómri tunnu.
Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 17:52
Æsingssetningu!
Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 17:53
Gegt!!!
Þorsteinn Briem, 2.9.2010 kl. 18:27
Við gefum ekki upp fullveldi landins fyrir neitt. Við gefum það ekki upp bara svo nokkrir menn með minnimáttarkennd og spillta æru geti verið MEÐ í pínulitlu fylki í Evrópustórríki og miðstýringarveldi. Veldi sem mun alltaf fara með æðsta vald yfir okkur verðum við svo galin að álpast þangað inn. 19% þjóðarinnar vill þangað inn samkvæmt eftirfarandi:
EUROBAROMETER: AÐEINS 19% ÍSLENDINGA TELJA ESB-AÐILD TIL BÓTA.
Elle_, 2.9.2010 kl. 21:48
Elle Ericsson,
Þú ert haldin LYGAÁRÁTTU hér, eins og FLESTIR aðrir andstæðingar Evrópusambandsins!!!
En það er MIKILL MISSKILNINGUR hjá ykkur að halda að þið vinnið YKKAR STRÍÐ GEGN HAGSMUNUM ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR MEÐ ENDALAUSRI LYGAÞVÆLU OG HEILASPUNA!!!
Samkvæmt Eurobarometer telja 29% Íslendinga, en EKKI 19%, "að HAGUR OKKAR BATNI með aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."
Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið
HÁTT Í ÞRIÐJUNGUR aðspurðra telur sig því NÚ ÞEGAR VITA að HAGUR OKKAR Íslendinga BATNAÐI með aðild að Evrópusambandinu.
Á Útvarp Sögu hlustar að langmestu leyti EINSLEITUR HÓPUR og þar af leiðandi er EKKI að marka þessar skoðanakannanir þar, auk þess sem ALDREI er að marka skoðanakannanir þar sem SÖMU einstaklingarnir geta kosið EINS OFT OG ÞEIR VILJA!!!
Og skoðanakannanir eru ALDREI kosningar!!!
Þorsteinn Briem, 2.9.2010 kl. 22:39
Aftur: Ég er ekki haldin neinni lygaáráttu, Steini, og viltu halda skítkastinu fyrir sjálfan þig. Ég skrifa það sem ég held eða það sem ég veit. Kannski ættum við að ræða lygar nokkurra ykkar?? Og hver sagði að skoðanakannanir væru kosningar? Skil ekkert í að þú skulir fá að ráðast á mann endalaust og vaða uppi í síðunni með þitt eilífa skítkast. Kannski er þessi síða orðin skítaræsi bloggsins eins og Theódór sagði fyrir nokkru.
Elle_, 2.9.2010 kl. 23:09
Elle Ericsson,
ÞÚ ERT LYGALAUPUR!!!
OG REYNDU AÐ SKAMMAST TIL AÐ SEGJA SATT OG RÉTT FRÁ!!!
Þú skrifar hér að ofan:
"EUROBAROMETER: AÐEINS 19% ÍSLENDINGA TELJA ESB-AÐILD TIL BÓTA."
"29% believe their country WOULD BENEFIT from EU membership."
Þorsteinn Briem, 2.9.2010 kl. 23:10
AFTUR:
ENGINN ER AÐ LJÚGA NEMA ÞÚ. ERTU MEÐ VERKI, LÍÐUR ÞÉR OFSALEGA ILLA?? HÆTTU NÚ LYGAKJAFTÆÐINU OG PERSÓNUNÍÐINU OG LESTU FRÉTTINA SEM ÉG VÍSAÐI Í:
Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst. 45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing). Þá sýnir könnunin, að aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag (would benefit) af ESB-aðild.
Elle_, 2.9.2010 kl. 23:37
Elle Ericsson,
ÞÚ ERT LYGALAUPUR!!!
OG REYNDU AÐ SKAMMAST TIL AÐ SEGJA SATT OG RÉTT FRÁ!!!
Þú skrifar hér að ofan:
"EUROBAROMETER: AÐEINS 19% ÍSLENDINGA TELJA ESB-AÐILD TIL BÓTA."
"29% believe their country WOULD BENEFIT from EU membership."
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 00:05
"29% believe their country WOULD BENEFIT FROM EU membership."
"Benefit (nafnorð):
Hagur, gagn, batnaður, hagsbót, blessun.
Samheiti:
Advantage, profit.
Benefit (sagnorð):
gagna, verða til góðs, hafa gagn af.
I benefited from the medicine."
Ensk-íslensk orðabók, Sören Sörenson, 1984.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.