Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur talar um innlimun - blaut tuska framan í Eystrasaltsþjóðirnar

Ögmundur JónassonÖgmundur Jónasson, nýskipaður dómsmálaráðherra (og verðandi Innanríkisráðherra)  skrifar grein í dag í Fréttablaðið og er hún í framhaldi af umræðunni um umdeilda grein hans í Morgunblaðinu fyrir skömmu, ,,Virkisturn í norðri."

Grein Ögmundar í dag er einnig svar við grein Sr. Þóris Stephensen í FRBL þann 21.ágúst.

Ögmundur gerir að umtalsefni svokallað IPA-styrki, sem lönd í aðildar og samningaferli gagnvart ESB geta fengið til að undirbúa mögulega aðild (burtséð frá því hvort hún verður samþykkt eða ekki!). 

Hann talar m.a. um mörg ríki Austur-Evrópu, sem gengu í ESB árið 2004 og 2007. En það er þessi málsgrein sem vekur athygli ritstjórnar ES-bloggsins:

"Nú ber að hafa í huga að hvað snertir Austur-Evrópuríki sem gengu inn í ESB, að þau voru með innviði og stjórnkerfi sem var mjög frábrugðið ESB. Þau voru fjárvana og veitti án efa ekki af stuðningi við aðlögun að stjórnkerfi sambandsins. Sumt hefðu þau eflaust þurft að gera óháð aðlögun að ESB. Annað var beinlínis nauðsynlegt til að innlimun gæti átt sér stað."

Hvað er Ögmundur eiginlega að segja? Að þessi ríki hafi verið INNLIMUÐ í ESB? Það er einfaldlega algerlega út í hött. Öll þessi ríki SÓTTU um aðild að ESB, í kjölfar hruns þessa samfélagskerfis sem heitir kommúnismi!

Hvað myndu ráðmenn og almenningur í t.d. ríkjum Eystrasaltsins segja um þessi orð Ögmundar? Þessi ríki hafa nefnilega upplifað alvöru INNLIMUN, af hendi NASISTA og SOVÉTRÍKJANNA, í seinni heimsstyrjöldinni. Og þetta er dimmasti kaflinn í sögu þessara þjóða. Ögmundur veit það sjálfsagt.

Þetta er því ekkert annað en blaut tuska framan í þessar þjóðir og í raun sögutúlkun út í hött!

Bendum Ögmundi á að lesa um INNLIMUN OG HERSETU Sovétríkjanna í Eystrasaltinu t.d. hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eitt af fyrstu verkum Eystrasaltsþjóðanna var að sækja um aðild að ESB. Það gerðu þær fljótlega uppúr árinu 1994, flestar af þessum umræddum þjóðum. Þessar þjóðir voru þá nýlega orðnar sjálfstæðar og lausar við rússa.

Þannig að þessi grein hans Ögmundar er ekki aðeins blaut tuska framan í eystrasaltsþjóðinar. Heldur er þetta móðgun við allar þær þjóðir í austur-evrópu sem hafa kosið að verða aðildarþjóð að ESB á undanförnum áratug.

Allt tal Ögmundar og annara andstæðinga ESB á Íslandi um innlimun er fáránlegt og byggir ekki á neinu nema þeirra eigin fordómum og fáfræði.

Jón Frímann Jónsson, 2.9.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maðurinn er alveg útí móa og ætti að hætta að skrifa þessar framhaldsögur sínar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 11:00

3 Smámynd: Elle_

Aumingja Ögmundur að lenda í kattaklóm ykkar.

Elle_, 2.9.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband