2.9.2010 | 15:39
Aukinn stuðningur við aðildarviðræður
Dreifipóstur Evrópusamtakanna í dag hljómar svona:
"Í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, þar sem spurt var um afstöðu til aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem Capacent gerði fyrir Sterkara Ísland daganna 18 - 25 ágúst, kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu eru 38,8% sem styðja áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB. Andvígir áframhaldandi samningaviðræðum eru 45,5%, óákveðnir eru 15,7%.
Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní en þar kom fram að aðeins 24,3% vildu halda fyrirhuguðum viðræðum við ESB áfram. Þá er ljóst að fjöldi Íslendinga sem styður samningsviðræður Íslands við ESB hefur fjölgað mikið í sumar eða úr 24,3% í 38,8% sem er 14,5 prósentustig.
Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum fækkað en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að ESB til baka, en nú í lok sumars eru 45,5 % andvígir samningaviðræðum. Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum fækkað um ríflega tólf prósentustig.
Þetta er til marks um að bilið á milli þeirra sem eru fylgjandi og þeirra sem eru andvígir samningaviðræðum sé að minnka og að það fjölgi í hópi þeirra sem vilja að þjóðin fái að taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar málefnaleg umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn við ESB liggur fyrir.
Samantekt:
* Fleiri styðja aðildarviðræður var 24,3% í júní er nú í lok ágúst 38,8%
* Færri eru andvígir aðildarviðræðum var 57,6% í júní er nú í lok ágúst 45,5%.
* Það fjölgar í hópi þeirra sem vill taka ákvörðun um hvort Ísland eigi að ganga í ESB þegar upplýst umræða hefur átt sér stað og þegar samningurinn liggur fyrir."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er alveg sama hvernig þessi mál eru skoðuð, fram og aftur að ESB trúboðið á Íslandi eru mestu "looserar" Íslands númer 1.
Þið munuð tapa öllum kosningum um þessi ESB mál.
Það er löngu komið skýrt og ítrekað fram að meirihluti þjóðarinnar vill ekkert með ESB aðild Íslands hafa að gera.
Þó svo að nú þykist þið finna það út að aðeins aukinn minnihluti sé með ykkur, af því að spurningin sem lögð er fyrir er ekki hnitmiðuð, heldur gerð til þess að fá frekar stuðning við málstað ykkar um einhverskonar hnoð- eða könnunarviðræður við ESB.
Margir VG liðar vilja klára þessar ESB viðræður sem allra fyrst til þess að geta fellt ESB aðild sem allra fyrst, áttið ykkur á því.
Það skiptir heldur engu máli hvað eða hvernig þingið mun afgreiða þessa tillögu um afturköllun ESB aðildar umræðuna.
Staðreyndin er enn og aftur sú að mikill meirihluti þjóðarinnar er algerlaga andvígur ESB aðild/innlimun lands okkar og þjóðar.
Lifið heil.
Gunnlaugur I., 2.9.2010 kl. 17:41
Athugasemdir mínar hér á þessu góða sumri hafa greinilega MUN MEIRA AÐ SEGJA en flettiskilti Sjálfstæðisflokksins!!!
Þorsteinn Briem, 2.9.2010 kl. 18:33
Þið ættuð að segja: "MINNKANDI stuðningur við aðildarviðræður", en virðizt annaðhvort ekki átta ykkur á staðreyndum ellegar komnir út í að fegra fyrir ykkur þungbæran veruleika.
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 16:11
Jón Valur Jensson,
EKKI nefnir þú hér HEIMILDIR fyrir þessari "speki" þinni, frekar en fyrri daginn!!!
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 16:36
Margoft hef ég vísað hér í heimildir um mál, eins og lesendur vita. Það er ekki sniðugt hjá þér að skjóta þig svona í fótinn með augljósum ósannindum, Steini.
Um málið, sem hér um ræðir, fjallaði ég í grein á Vísisbloggi: Villandi skoðanakönnun til að gefa í skyn aukinn stuðning við innlimunarumsókn! g sagði þar m.a.:
"Fullveldisafsalsmenn haga seglum eftir vindi, það er ekki við öðru að búast.
Það er komin alllöng hefð á það hérlendis, að þvílíkir hafi uppi villandi orðalag sem býr til hentugar hugsanabeitur fyrir þá til að möndla með meintan vilja almennings.
Nú voru samtökin "Sterkara Ísland" að birta skoðanakönnun, þar sem spurt var hvort menn styðji "áframhaldandi samningaviðræður Íslands við ESB". En það eru engar slíkar samningaviðræður í gangi! Það stendur ekki til að þær byrji formlega fyrr en um páska á næsta ári! – og um sum viðræðuefnin ekki fyrr en haustið 2011. Á meðan er hraðbyri stefnt í beina "aðlögun" að Evrópubandalaginu, þ.e. að sníða lagaverk okkar og stjórnkerfi eftir því, sem bandalagið vill. Þetta fer að gerast á fullu nú í haust, með augljósum vilja Samfylkingar, en á Vinstri græna eru loksins farnar að renna tvær grímur, þegar þeir átta sig á því, hvílíkar refjar hér voru í tafli.
Þjóðin var markvisst blekkt í þessu máli í fyrrasumar (og kærði sig þó ekkert um umsóknina!). Flestir voru farnir að trúa því, að "aðildarviðræður" tækju við, þar sem fram kæmi, "hvað er í pakkanum" – þ.e. hvað býður ESB, býður það einhver sérkjör? – en það dregst sem sé í hartnær tvö ár að þær viðræður dúkki upp!
Blekking öfugmælasamtakanna "Sterkara Ísland" um "áframhaldandi samningaviðræður" á að þjóna því markmiði að gefa í skyn, að hér sé eitthvað um slíkt að ræða, eitthvað sem heita megi saklaust að leyfa að fara fram. Samt styðja fleiri (45,5%) það að hætta þessum meintu "samningaviðræðum" heldur en hinir, sem vilja þær (38,8%), og óákveðnir eru 15,7% – vafalítið eru þar á meðal ýmsir, sem átta sig ekki á því, hvaða "samningaviðræður" verið er að tala um!"
Og ég hef ekki talað út hér um málið.
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 18:12
Jón Valur Jensson,
GEÐSHRÆRINGARRUGLIÐ Í SJÁLFUM ÞÉR ER ENGIN HEIMILD!!!
OG ÞÚ HREKUR ENGAN VEGINN ÞAÐ SEM FRAM KEMUR Í ÞESSARI BLOGGFÆRSLU HÉR AÐ OFAN:
"Séu þessar tölur bornar saman við sambærilega könnun sem var gerð á vegum Markaðs og miðlarannsókna í byrjun júní, [...] er ljóst að Íslendingum sem STYÐJA samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið hefur FJÖLGAÐ MIKIÐ Í SUMAR, úr 24,3% í 38,8%, eða 14,5%.
Að sama skapi hefur þeim sem eru andvígir samningaviðræðum FÆKKAÐ en í byrjun sumars vildu 57,6% Íslendinga draga umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka og nú í lok sumars eru 45,5% andvígir samningaviðræðum.
Á tæpum þrem mánuðum hefur því þeim sem eru andvígir aðildarviðræðum FÆKKAÐ um ríflega tólf prósentustig."
ÞAR AÐ AUKI ERU SKOÐANAKANNANIR ALDREI KOSNINGAR OG MARGIR VILJA AÐ SJÁLFSÖGÐU SJÁ AÐILDARSAMNINGINN ÁÐUR EN ÞEIR TAKA AFSTÖÐU TIL AÐILDAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 19:13
Samkvæmt Eurobarometer telja 29% Íslendinga "að HAGUR OKKAR BATNI með aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."
Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið
HÁTT Í ÞRIÐJUNGUR aðspurðra telur sig því NÚ ÞEGAR VITA að HAGUR OKKAR Íslendinga MYNDI BATNA með aðild að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 19:24
Steini Briem, eitt af mörgu, sem þú þarft á að halda, er að lesa leiðara Moggans á hverjum degi og helzt þrisvar þá, sem fjalla um ESB-málefni. Hér er einn, Rangtúlkað í þágu málstaðarins, sem er fullkomlega tímabært að ykkur sé bent á og lesendur ykkar látnir njóta (þetta eru Staksteinar dagsins í dag):
"Auðvelt er að láta glepjast af rangtúlkunum Evrópusamtakanna Sterkara Íslands á samanburði eigin skoðanakönnunar við fyrri kannanir vegna afstöðu Íslendinga til ESB. Spurningar eru orðaðar með afskaplega ólíkum hætti og niðurstöður hafa í gegnum tíðina litast af því.
Með því að bera saman könnun sem gerð var fyrir samtökin nú í ágúst og könnun sem gerð var í júní sl. finna samtökin út að stuðningur við aðildarviðræður við ESB hafi aukist hér á landi.
Í júní var alls ekkert spurt um þetta, þannig að samanburðurinn á engan veginn við. Þá var spurt um afstöðu til þess að draga umsókn um aðild til baka, sem er annað mál.
Þar við bætist að samtökin Sterkara Ísland spurðu hvort menn væru fylgjandi eða andvígir „samningaviðræðum“ Íslands við ESB, en þar með var spurningin vitaskuld gölluð. Í henni er látið að því liggja að verið sé að semja um eitthvað, þegar í raun er aðeins verið að ræða hvernig aðlögun Íslands að ESB eigi að fara fram.
En jafnvel þó að horft sé framhjá þessari lævísu framsetningu spurningarinnar og hún borin saman við svipaða spurningu frá því í nóvember í fyrra, sést að stuðningur hefur minnkað hratt.
Þá voru um 50% aðspurðra fylgjandi aðildarviðræðum en nú eru aðeins 39% fylgjandi „samningaviðræðum“ og fleiri eru nú andvígir en fylgjandi. Evrópusamtökin Sterkara Ísland geta því alls ekki túlkað þessa niðurstöðu sér í hag."
(Tilvitnun lýkur.)
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 23:15
Jón Valur Jensson,
Hvorki ég né aðrir hafa geð í sér til að lesa þetta ENDALAUSA RUGL Í ÞÉR!!!
Farðu og biddu fyrir þér!!!
Þér veitir GREINILEGA ekki af því!!!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:55
Þú æsist, er á líður nóttina, Steini.
Sannleikanum er hver sárreiðastur
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 01:03
Jón Valur Jensson,
Þú getur FÁBJÁNAST á bloggsíðum þar sem þú þarft EKKI að lesa RÖK FRÆÐIMANNA Í EVRÓPURÉTTI!!!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 01:12
Virðir þú rök Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors, sérfræðings í Evrópuretti, í Icesave-málinu? Ef svo er, líttu t.d. á þetta: Lagarök um Icesave eftir Lárus L. Blöndal, Stefán Má Stefánsson og Sigurð Líndal (Mbl. 14. jan. 2010). Þar, í III. kaflanum: 'Um mismunun á grundvelli þjóðernis', verður lesendum m.a. ljóst, "að þau sjónarmið, sem fram hafa komið, um að „mismunun“ íslenskra stjórnvalda gagnvart eigendum innistæðna í útibúum íslensku bankanna erlendis hafi skapað greiðsluskyldu, fá ekki staðist. Gildir þetta hvort sem horft er til neyðarlaganna, stjórnvaldsákvarðana í tengslum við endurreisn bankakerfisins eða yfirlýsingar ráðherra um ríkisábyrgð á innistæðum."
Samt var þetta Evrópusamband þitt með gerviréttarhöld yfir íslenzka ríkinu – og einum og sérhverjum okkar – haustið 2008, þar sem ólöglegur, umboðslaus dómur með fulltrúum ESB-stofnana kvað upp dóm yfir okkur, að borga skyldum við fullar Icesave-kröfur hinna tveggja gömlu nýlenduvelda!
Eigum við svo að sleikja okkur upp við það, eins og rakkar sleikja hönd húsbónda síns?
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 02:09
Jón Valur.
KYNNTU ÞÉR SKRIF FRÆÐIMANNA Í EVRÓPURÉTTI ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR AÐ GAPA HÉR EINS OG ANDFÚLL FLÓÐHESTUR!!!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.