3.9.2010 | 15:02
Áhugavert frá Borgarnesi!
Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi skrifar mjög áhugaverða grein í Skessuhorn, héraðsblaðið í Borgarnesi. Greinin er síðan einnig birt á Pressan.is
Guðsteinn segir meðal annars:
,,Umræðan um ESB aðild kosti hennar og galla virðast vekja upp hræðslu við breytingar, þjóðernisrembing og ofsafengin viðbrögð sérhagsmunahópa. Hvaða hag við hefðum að samstarfi við önnur Evrópulönd kemst varla eða ekki að. Helstu markmið þeirra sem ekki vilja láta reyna á samninga virðast vera að tryggja óbreytt ástand í efnahags-og stjórnmálum þjóðarinnar, nú þegar breytt vinnubrögð, stjórnmálamanna, fyrirtækja og einstaklinga er þörf, hvort sem er á sviði reksturs, efnahagsmála, starfshátta stjórnmálaflokka eða lífsstíls fólks...........Íbúðarlán hjá evrópskum banka 20 milljónir til 25 ára með nú 3,79% til 4,24% vextir, en mjög fjölbreytileg kjör eru í boði og finna mátti hagstæðari kjör en þessi.
Endurgreiðsla, vextir og annar kostnaður kr. 32,6 milljónir króna. Engar verðbætur...Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár.
Halda má því fram, með ofangreindum rökum, að skatturinn á íslenskt heimili við að koma sér upp meðalstóru húsnæði og fjármagna með íslensku krónunni sé ca. 30 milljónir króna umfram það sem gerist í okkar nágrannalöndum...Þennan mismun gætu heimilin haft til annarra nota, sparnaðar, neyslu eða fjárfestinga og þannig væri efnahagslífið sterkara um leið og heimilin væru betur sett fjárhagslega....Það er líklega mesta kjarabót sem íslenskum heimilum gæti staðið til boða, ef á yrði látið reyna að ná hagfelldum ESB samningi og í framhaldinu upptöku Evru sem myntar."
(Leturbreyting ES, bloggið)
Evrópusamtökin fagna þessari grein enda dregur hún skýrt fram þá efnahagslegu kosti sem geta fylgt aðild að ESB. Við hvetjum því allt hugsandi fólk að ræða þessa grein við vini og kunningja, börn og foreldra, frændur og frænkur og í raun alla þá sem vilja að á Íslandi ríki sambærileg lífskjör og í nágrannalöndum okkar.
Hægt er að lesa greinina í heild hér
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það eru margskonar upplýsingar sem ber að varast. Ég var staddur í Stórri verslunarkeðju í byggingariðnaðinum. Þar á bæ sögðu menn bara hreint í að allar vörur myndu hækka þ.e. á þann hátt að allt innflutt yrði að vera með EU staðal en í þeim geira er er allt helmingi dýrara. Við skulu ekki hrósa um of því þetta stöðvar þjóðfélagið vegna allskonar nýrra áherslu á lögum.
Valdimar Samúelsson, 3.9.2010 kl. 15:53
Valdimar Samúelsson,
Við Íslendingar flytjum inn byggingarvörur alls staðar að úr heiminum og munum að sjálfsögu gera það áfram, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
Staðlasamtök Evrópu - European Committee for Standardization (CEN):
"CEN's National Members are the National Standards Organizations (NSOs) of the 27 European Union countries and Croatia plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Íslands, Sviss og Noregs].
There is one member per country."
List of CEN National Members
"CEN's 31 National Members work together to develop voluntary European Standards (ENs).
These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries.
With one common standard in all these countries and every conflicting national standard withdrawn, a product can reach a far wider market with much lower development and testing costs. [...]
In a globalized world, the need for international standards simply makes sense.
"The Vienna Agreement - signed by CEN in 1991 with ISO (International Organization for Standardization), its international counterpart - ensures technical cooperation by correspondence, mutual representation at meetings and coordination meetings, and adoption of the same text, as both an ISO Standard and a European Standard."
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 16:15
"Goðsögn:
Evrópusambandið lætur framleiða eina stærð smokka fyrir alla íbúa Evrópu.
Staðreynd:
Evrópusambandið skiptir sér ekki af smokkastærðum.
Aftur á móti hafa Staðlasamtök Evrópu (CEN), samtök evrópskra staðlaskrifstofa, mótað tilteknar lágmarkskröfur sem eiga að auka öryggi smokka á Evrópumarkaði."
Sjálfstæðisflokkurinn getur því verið óhræddur með sína stöðluðu stærð og samræmdu skoðun.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 16:23
Það er stórmerkilegt að SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN LJÚGI NÚ DAGLEGA AÐ ÞJÓÐINNI varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu ÞEGAR LOKSINS ER HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU!!!
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 16:49
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 16:53
Vöruverð innan ESB aðildarríkjanna er mjög misjafnt. Hærra norðan megin í alfunni en sunnan og austan til. Samkvæmt nýjustu mælingum er vöruverð á Íslandi að meðaltali $% dýrara en er á öllu ESB svæðinu, en jafnvel ódýrara en í Noregi og Svíþjóð.
Sama hvort við göngum í ESB eða ekki, sem ég reyndar er viss um að við munum ekki gera í nánustu framtíð, þá mun vöruverð alltaf verða eitthvað hærra hér sökum flutningskostnaðar og fámennis okkar markaðar.
Samkvæmt því sem ég hef séð að þá myndu ýmsa nýlenduvörur hér á okkar litla markaði hækka umtalsvert ef við gengjum í ESB svosem eins og hveiti, sykur og bananar af því að ESB apparatið verndar framleiðslu Suður Evrópubúa með innflutningstollum gagnvart innflutningi frá Afríku Así og S-Ameríku vegna þessara vöruflokka.
Er það heilbrigt ?
Gunnlaugur I., 3.9.2010 kl. 17:20
Takk fyrir upplýsingarnar en hvernig verður með innflutning á öðrum vörum t.d bílum frá ameríku, kína og japan verðu rekki allt að fara í gegn um EU.
Valdimar Samúelsson, 3.9.2010 kl. 17:26
Gunnlaugur I.,
SAMANBURÐUR Á VÖRUVERÐI Í EVRÓPULÖNDUNUM HEFUR VERIÐ MÆLDUR Í EVRUM EN HÉR Á ÍSLANDI KAUPUM VIÐ MATVÖRUR Í ÍSLENSKUM KRÓNUM!!!
OG EVRAN KOSTAR NÚ HÁTT Í TVÖFALT FLEIRI ÍSLENSKAR KRÓNUR EN FYRIR TVEIMUR ÁRUM!!!
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 17:31
Valdimar: Það mun ekkert breytast. Það mun allt vera áfram eins og það er í dag. Það eru fluttar in vörur frá USA til Evrópu. Sömu vörur og fluttar eru til ESB eru fluttar til Íslands og eru því þegar ESB samhæfðar;) Eða að mestu leyti;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 17:49
Á vef Landssambands kúabænda, naut.is, er FULLYRT að matarverð í Danmörku sé um 30% HÆRRA en hér á Íslandi, samkvæmt evrópskum verðsamanburði!!!
Það er hins vegar TÓM STEYPA, þar sem samanburðurinn er gerður Í EVRUM og EVRAN KOSTAR NÚ HÁTT Í TVÖFALT FLEIRI KRÓNUR EN FYRIR TVEIMUR ÁRUM og hér á Íslandi kaupum við matvörur í íslenskum krónum en EKKI evrum!!!
"Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands.
Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Það er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag HÆST Á ÍSLANDI, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Breytingin skýrist fyrst og fremst af GENGISBREYTINGUM en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla BORIÐ SAMAN Í EVRUM."
Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 18:02
Hér á ég að sjálfsögðu við ársbyrjun 2008, þegar evran kostaði 93 íslenskar krónur, en ekki haustið 2008 þegar íslensku bankarnir urðu gjaldþrota.
Og verð á nýjum bílum hefur HÆKKAÐ HÉR GRÍÐARLEGA frá ársbyrjun 2008.
Japanskt jen kostaði 0,58 íslenskar krónur í ársbyrjun 2008 en kostar nú 1,40 krónur, RÍFLEGA TVÖFALT FLEIRI ÍSLENSKAR KRÓNUR MEÐ GJALDEYRISHÖFTUM!!!
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 18:40
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 19:17
Væru þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg lagðir niður, myndi það að öðru óbreyttu rústa íslenzkum landbúnaði. ESB- og ríkisstyrktir bændur úti Evrópu myndu njóta þess, en við sætum uppi með atvinnulausa stétt manna og marga atvinnulausa í afleiddum starfsgreinum. Einnig það er KOSTNAÐUR fyrir þjóðfélag. Þá myndi byggð verða mun gisnari um sveitir landsins, og það myndi ekki lækka verðlag í þjónustukjörnum þar og lífskjör fólksins. Ennfremur myndi það ekki stuðla að meira öryggi ferðamanna – myndi gera björgunarsveitum erfiðara fyrir, eins og menn eiga að geta sett sér fyrir hugskotssjónir.
Lausn þykjast "aðildarsinnar" hafa á þessu: að við gætum fengið samning um sérstyrki við landbúnað, t.d. með hliðsjón af því, að "85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði" í ESB, jafnvel allt Finnland, eftir inngönguna, en ESB er með styrki til harðbýlla svæða (Least Favoured Area, LFA), gætu þeir sagt og bætt við: "Þess má vænta að allt Ísland verði flokkað sem harðbýlt svæði." – Það er alveg rétt, en þeir mega ekki gleyma að bæta þessu við um þá styrki til harðbýlla svæða: "Í Finnlandi greiðir ESB um 30%
þeirra." – Mótframlag, 70%, þarf nefnilga að koma frá finnska ríkinu! – og eins væri um það hér. En þá væru ESB-sinnarnir heldur betur orðnir meðmælendur ríkisstyrkja (íslenzkra) til landsbúnaðarins!
Allt það, sem hér var til vitnað í gæsalöppum, er að finna í ritinu Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 79 og 106.
En höfuðvillan á þessari vefsíðu Evrópusamtakanna, í vefpistlinum sem er hér efst uppi, er fólgin í rammvitlausum samanburði á húsnæðislánakjörum á Íslandi og úti í Evrópu. Um það mun ég fjalla hér í öðru innleggi.
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 22:57
Við inngöngu í ESB verða Íslendingar fyrir miklum kjarabótum einsog greinin bendir á.
Ég skil ekki af hverju Íslendingar vilja hindra það.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2010 kl. 23:03
Bara til að hafa þetta villulaust og með réttum fyrirvara að auki:
"... gætu þeir sagt og bætt við: "Þess má vænta að allt Ísland verði flokkað sem harðbýlt svæði." – Það er alveg rétt – þ.e.a.s. ef við álpumst inn í ESB – en þeir mega ekki gleyma að bæta þessu við um þá styrki til harðbýlla svæða: "Í Finnlandi greiðir ESB um 30% þeirra." – Mótframlag, 70%, þarf nefnilega að koma frá finnska ríkinu! – og eins væri um það hér. En þá væru ESB-sinnarnir heldur betur orðnir meðmælendur ríkisstyrkja (íslenzkra) til landsbúnaðarins!
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 23:03
Þruma, Sleggja, Hvellur og Hamar, hvað er að "verða fyrir" miklum kjarabótum?!
Svo ættuð þið ekki að vísa í greinina sem staðfestingu á trú ykkar, því að greinin byggir á vitlausum útreikningum og þar af leiðandi á sandi. Nánar um það seinna í kvöld.
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 23:07
Af hverju ætti niðurlagðir tollar rústa íslenskum landbúnaði??
Jújú vegna þess að þá mun vöruverð lækka á Íslandi.
Það er ótrúlegt að heyra nei-sinna segja að innganga í ESB mun rústa landbúnaðinum en í sömu setningu neita því að vöruverð muni lækka.
Matarverð mun lækka og er það mikil kjarabót...sérstaklega fyrir þá fátæku.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2010 kl. 23:08
Ef Íslendingar eiga meira á milli handana þá eru það kjarabót.
Við getum þá eytt peningum í ferðarlög eða áhugamál í staðinn fyrir að brenna peningana í verðtryggingabáli einsog staðan er í dag.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2010 kl. 23:10
Ég hef öðrvísi sýn á landbúnaðinn en t.d Jón Valur.
Við inngöngu mun tollar falla niður. Flestir hagfræðingar eru sammála um að við það að leggja niður tolla og liðka fyrir viðskipti eykjur hagsæld eitt og sér.
Kjúklingabringur muna lækka um 70%.. sem eru kjarabót fyrir heimilin. Vissuleg mun einhver kjúklingabú leggja upp laupana en það eru aðalega stór verksmiðjubú starfandi og það er ekkert "bændarlegt" við þessi kjúklingabú. Bara risa verksmiðjur.
Hin týpiska rómatíska ímynd um bóndann útá landi og halda byggð útá landi mun halda sér vegna þess að ESB aðild mun jafnvel koma sér betur fyrir sauðfjárbændur en óbreytt staða. Það eru "alvöru" bóndar útá byggð en ekki verksmiðjustjórar í kjúklingabúi.
Númer eitt tvö og þrjú mun vöruverð lækka. Það er ekki slæmt fyrir neytendur. Bændur geta byrjað að flytja út til evrópu því tollar detta niður á móti hjá ESB.
Þeir sem missa vinnuna í landbúnaði við inngöngu mun finna sér eitthvað annað að gera. Sem veldur meiri hagsæld fyrir Ísland vegna þess að framlegð í landbúnaði er ein sú minnsta á Íslandi. Í sjávarútvegi er framlegð 2 en hún er 0,5 í landbúnaði. Þess vegna eru of margir bændur sóun á mannauði.
Við spörum okkur skattpeninga. Það fara 11 milljarðar í landbúnað á ári....held við getum notan hann í eitthvað annað.
Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2010 kl. 23:25
Jón Valur Jensson,
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ER FÓLGIÐ Í ÞVÍ???!!!
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu!!!
NÚ ER LOKSINS HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!
EN ÞAÐ VILT ÞÚ GREINILEGA EKKI!!!
UM HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ TALA???!!!
Við Íslendingar seljum mest af okkar vörum til Evrópska efnahagssvæðisins, sem GREIÐIR HÆSTA VERÐIÐ FYRIR OKKAR VÖRUR!!!
Við kaupum einnig mest af okkar vörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.
VIÐ ÍSLENDINGAR LIFUM ÞVÍ Á ÍBÚUM EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG GRÆÐUM MUN MEIRA Á AÐILD OKKAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU EN ÞEIR!!!
Mest af þeim AÐFÖNGUM sem íslenskir bændur kaupa, til að mynda dráttarvélar, olía, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður, koma frá Evrópska efnahagssvæðinu.
Þegar íslenska krónan fellur gagnvart evrunni þurfa íslenskir bændur því að hækka hér verð á sínum vörum, sem hækkar vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán allra Íslendinga!
Enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu yrði lambakjöt tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu frekar vilja kaupa íslenskt nautakjöt, enda þótt það innflutta yrði töluvert ódýrara.
ÞANNIG GÆTI ALLUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN KEYPT ÁFRAM ÍSLENSKT NAUTAKJÖT!!!
Af íslenskum landbúnaðarvörum, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandsins!
Og við aðild Íslands að sambandinu yrði tollur af þeim felldur niður!
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR!
Mest af þeim kemur frá Evrópska efnahagssvæðinu og tollur af matvörum frá Evrópusambandslöndunum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
OG ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR!
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs!
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR!!!
EN ÞÚ HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ!!!
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:42
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR OG TAKA LÁN!!!
Lán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 80% frá ársbyrjun 2001.
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR!!!
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:44
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:45
Ég er ekki að neita því, ÞSH+H, að verðlag á nefndum vörum myndi lækka (þó sennilega ekki alveg um 30 kr. á hverja 130 króna einingu (þ.e. 23,08% lækkun í sölubúð), því að innflytjendur og kaupmenn væru vísir með að næla sér í eitthvað af þessum 23,08% mun. (En matarkarfan í heild er nál. 1/6 af heildar-mánaðarútgjöldum vísitölufjölskyldunnar.) Þarna sést þá svolítill hagnaður fólksins af því að fá þessa tolla niðurfellda, vissulega, en þar á móti koma ný útgjöld, sem líkleg eru til að birtast í meiri ríkisútgjöldum og hækkun skatta og jafnvel verðlags vegna þessa:
1) atvinnuleysis mjög margra bænda og fólks í afleiddum störfum,
2) erfiðari lífshátta fyrir fólk úti á landi (ásamt lélegri nýtingu ýmissar þjónustu og fyrirtækja þar og þar af leiðandi kostnaðarþyngri rekstrar),
3) vegna öryggismála úti á landi.
You have to count the cost – ALL the cost!
Og þess vegna skuluð þið líka horfa á ALLT HITT, sem myndi tapast við:
A) fullveldisafsal okkar (sbr. HÉR!),
B) missi einokunar okkar a fiskveiðilögsögunni,
C) skattgreiðslur til Brussel (sem afar líklegt er að eigi eftir að aukast mjög verulega) –
svo að bara nokkuð af tapi okkar sé nefnt!
You have to COUNT the cost!
Jón Valur Jensson, 3.9.2010 kl. 23:47
Jón Valur Jensson,
NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.
Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU."
Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:
"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.
Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.
"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.
Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.
Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.
Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.
RÍKIN setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:49
"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].
HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.
EINNIG LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:51
"FULLVELDISRÉTTUR.
Réttur ríkis til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:52
"FULLVELDISRÉTTUR TIL AÐ NÝTA AUÐLINDIR.
Meginregla alþjóðlegs umhverfisréttar sem í felst EINKARÉTTUR RÍKIS til þess að ráða yfir, skipuleggja og NÝTA þær AUÐLINDIR, LÍFRÆNAR OG ÓLÍFRÆNAR, SEM ERU UNDIR LÖGSÖGU ÞESS, án afskipta annarra ríkja.
Meginregluna er að finna í RÍÓ-YFIRLÝSINGUNNI."
Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:53
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:55
"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.
Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.
Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.
Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.
Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi, landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:56
"Hafréttarráðstefna.
Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.
Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."
"Þjóðréttarregla.
Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:57
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA en yfirlýsingar hins vegar EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu gæti því verið SÉRÁKVÆÐI um að hér gildi 200 sjómílna fiskveiðilögsaga og EINGÖNGU íslensk fiskiskip megi, EINS OG NÚ, veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan lögsögunnar.
Útlendingar mættu hins vegar fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, eins og þeir mega nú, og við Íslendingar mættum einnig fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum í aðildarríkjum Evrópusambandsins, eins og við megum nú.
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:58
HVALVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:
"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.
Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.
Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.
Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.
Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.
Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður."
Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 23:59
SELVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:
"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.
Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.
Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni.
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:00
Og þegar ég talaði þarna um "nefndar vörur", sem gætu fræðilega séð lækkað um allt að 23,08%, þá var ég aðeins að tala um dýrustu vörurnar af þeim, sem Steini var að tala um. Hann vitnaði í þetta af hinum Esb-sinnað Rúv-vef: "Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg [–––> 28,08% lækkun, maximum, í sölubúð, ef tollurinn er felldur niður], tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
Steini segir "matarreikning... Finna [hafa] LÆKKAÐ UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu," en í fjarlægara landi með miklu lengri aðflutninga og 17 sinnum smærri markað er ekki við því að búast, að lækkunin yrði alveg jafn mikil.
Og svo þarf alltaf að TELJA MEÐ ALLAN HINN KOSTNAÐINN, eins og ég sagði, já, FÓRNARKOSTNAÐINN, strákar!
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 00:01
Steini, það er kjánalegt að fara svona úr einu í allt annað!
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 00:02
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:02
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:03
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingasjóða.
Um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum. [...]
Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við ESB en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur. Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja sem koma til baka úr sjóðum ESB til verkefna í aðildarríkinu. [...]
Meiri hlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna. [...]
Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna. Vegna gengisbreytinga telur meiri hlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:07
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]
En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."
Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Og árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:08
Við skulum ekki gleyma hér á þessari síðu ÁHUGAVERÐA VILLU-PISTLINUM FRÁ BORGARNESI, hve mjög sem Steini dembir hér inn tilbúnum copy-paste-langlokum sínum og stundum jafnvel á mínútu fresti.
En ég stend við öll mín orð um fullkomið löggjafarvaldsafsal Íslendinga, ef þeir skrifa undir "aðildarsamning", og að nær algerri fiskveiði-einokun okkar á Íslandsmiðum yrði HRUNDIÐ, ef við gengjum í þetta ríkjabandalag, sem hefur t.d. á að skipa 718 togara fiskiflota til veiða utan lögsögu ESB (og Spánverjar með um helming þeirra), sjá nánar hér í frábærlega fræðandi grein eftir Gústaf Adolf Skúlason í Mbl. 1. sept. sl.: Ásælni ESB í fisk annarra landa.
Og lestu nú, Steini, hættu að copy-peista!
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 00:19
"Meiri hlutinn ítrekar að öll aðildarríki Evrópusambandsins njóta almennrar viðurkenningar sem sjálfstæð og fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.
Því er ekki um það að ræða að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu feli í sér að landið hafi glatað stöðu sinni sem sjálfstætt og fullvalda ríki.
Má raunar benda á að síðustu áratugi hefur sjálfstæðisbarátta margra ríkja beinst að því að öðlast alþjóðlega viðurkenningu á fullveldi einmitt til að geta sem frjáls og fullvalda ríki tekið þátt í alþjóðasamstarfi annarra frjálsra og fullvalda ríkja.
Á þetta ekki síst við um sjálfstæðisbaráttu ríkja í Evrópu síðustu tvo áratugina. Einnig er á stundum vísað til þess að mikilvægt sé fyrir ríki að endurheimta og treysta fullveldi sitt til þess að taka þátt í alþjóðasamstarfi á eigin fótum."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:34
"Hvað skattlagningu innan aðildarríkja Evrópusambandsins varðar er hún alfarið í höndum ríkjanna sjálfra, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hefur aðild að Evrópusambandinu ekki áhrif á tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða fyrirtækjaskatta, svo dæmi séu nefnd.
Öll afskipti Evrópusambandsins af skattamálum eru háð einróma samþykki aðildarríkjanna."
"Innan Evrópusambandsins gilda reglur um hámarks- og lágmarkshlutfall virðisaukaskatts með það að markmiði að tryggja eðlileg viðskipti á innri markaði, en grunnhlutfall hans má ekki vera lægra en 15% og ekki hærra en 25%."
"Við inngöngu í Evrópusambandið mundu tollar milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins falla niður en tollar á vörum frá þriðju ríkjum yrðu samkvæmt tollskrá ESB.
Til framtíðar litið munar mestu um að tollar féllu niður af varningi frá ríkjum Evrópusambandsins, meðal annars landbúnaðarafurðum."
"Nefndin ræddi einnig þær reglur sem gilda innan Evrópusambandsins um vörugjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti. Þrátt fyrir þær reglur hafa aðildarríki sambandsins töluvert svigrúm til að ákveða hlutfall gjaldsins.
Fram kom á fundum nefndarinnar að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi engu breyta sem slík um einkasölu ríkisins á áfengi, enda er slík einkasala enn við lýði til dæmis í Svíþjóð en Svíar settu það á sínum tíma sem sérstakt samningsmarkmið.
Í ljósi þess telur meiri hlutinn ekkert því til fyrirstöðu að slíkt fyrirkomulag haldist hér.
Loks má nefna að tolltekjur sem ESB-ríkin innheimta fara að mestu í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins."
"Fram kom á fundum nefndarinnar að tekjur Evrópusambandsins (framlög aðildarríkja) voru árið 2008 um 1% af heildarþjóðartekjum aðildarríkja Evrópusambandsins."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:35
Byggðamál:
"Er einboðið að sveitarfélögin gegni lykilhlutverki í viðræðum um byggðamál, enda verða hagsmunir sveitarfélaga og byggða ekki aðgreindir. Að mati meiri hlutans þarf að tryggja byggða-, umhverfis-, atvinnu-, og nýsköpunarstuðning til dreifðra byggða.
Allt frá því að stækkunarferli Evrópusambandsins hófst í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar hefur sambandið haft í forgrunni efnahagslega uppbyggingu á þeim svæðum aðildarríkjanna sem lakast standa efnahagslega.
Nú er gert ráð fyrir að á tímabilinu 2007 til 2013 verði varið alls 350 milljörðum evra til málaflokksins.
Stærsti hluti þess fjár rennur til nýrra ríkja Evrópusambandsins í Austur-Evrópu sem lakast standa efnahagslega, auk Spánar, Portúgals, Grikklands og Möltu.
Auk þess eru verulegir fjármunir til ráðstöfunar í öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins á tilteknum forsendum sem meðal annars mundu ná til Íslands að óbreyttum reglum.
Meiri hlutinn bendir á að Ísland hefur lagt sitt af mörkum í þessu efni allt frá gildistöku EES-samningsins með fjárframlögum í þróunarsjóð EFTA sem veitt hefur fjármagn til þessara sömu ríkja og svæða innan Evrópusambandsins.
Hins vegar hafa svæði á Íslandi í sambærilegri stöðu ekki notið aðgangs að slíku fjármagni með sama hætti."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:37
Landbúnaðarmál:
"Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands.
Það á til dæmis við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar.
Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.
Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og mjólkurkvóti verður afnuminn frá árinu 2013.
Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.
Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi beingreiðslna sem byggð er á sögulegri framleiðslu.
Tiltekið svigrúm er þó fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu, eins og síðar verður komið að.
Meiri hlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."
"Meiri hlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til þess að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.
Bendir meiri hlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur."
"Meiri hlutinn telur rétt að landbúnaðinum verði skapað svigrúm til aðlögunar að Evrópusambandinu, sérstaklega með tilliti til ólíks styrkjakerfis og hnattrænnar stöðu."
"Fordæmi þau sem sköpuð hafa verið í aðildarsamningum ríkja eins og Finnlands munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að skilgreina allt landið sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og sem harðbýlt svæði.
Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, umfram það sem almennar reglur Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.
Á sama hátt telur meiri hlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands."
"Ljóst er að íslenskur landbúnaður í heild sinni er lykillinn að fæðuöryggi landsins, þ.e. að nægur matur sé til í landinu, ef þörf krefur.
Í því sambandi leggur meiri hlutinn einnig áherslu á matvælaöryggi en hér á landi eru búfjárstofnar afar viðkvæmir fyrir mögulegum utanaðkomandi sýkingum og mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geti gripið til nauðsynlegra ráðstafana til verndar íslenskum búfjárstofnum, enda hefur náðst markverður árangur hér á landi í dýraheilbrigðismálum og matvælaöryggi.
Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið undanþegið viðskiptum með lifandi dýr. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000, en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfina að undanþágan er nú varanleg innan EES-samningsins.
Meiri hlutinn telur rétt að kröfu um að þessari undanþágu verði framhaldið fyrir Ísland, verði haldið uppi í mögulegum aðildarviðræðum.
Vísað er í því efni til landfræðilegrar einangrunar landsins sem leitt hefur af sér búfjárstofna sem sérstök ástæða er til að vernda gegn beinni utanaðkomandi ásókn."
"Mikilvægt er að tryggja sem best ákveðinn sveigjanleika til aðgerða hér á landi til að tryggja áfram öflugar sjúkdómavarnir. Slíkt er lykilatriði til að tryggja áfram heilnæmi og sérstöðu þeirra afurða sem framleiddar eru hér á landi í hefðbundnum búskap."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:38
Sjávarútvegsmál:
"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.
Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."
"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."
"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.
Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum.
Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins fjallar um nýtingu á sameiginlegri auðlind og er gerð í samkomulagi aðildarríkja sambandsins um nýtingu og samvinnu.
Í þessu sambandi telur meiri hlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.
Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."
"Meiri hlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu.
Í því efni telur meiri hlutinn algerlega útilokað að Ísland taki yfir reglur Evrópusambandsins er lúta að brottkasti.
Fram kom á fundum nefndarinnar að Evrópusambandið tekur mið af aðferðum Íslendinga við stjórn fiskveiða og hefur óskað eftir aðstoð Íslendinga í því sambandi.
Hinn lögformlegi ráðgjafi stjórnvalda varðandi heildarafla á íslenskum fiskimiðum er Hafrannsóknastofnun."
"Meiri hlutinn telur einnig afar mikilvægt að Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum eins og hægt er, og tryggi þannig sem best réttindi Íslands til veiða úr þeim, en deilistofnar hafa orðið sífellt mikilvægari í afkomu greinarinnar.
Leita þarf leiða til að tryggja hagsmuni Íslands með beinum aðgangi að slíku samningsferli. Þar þarf að tryggja að sú hlutdeild sem þegar hefur verið samið um haldist, auk þess sem nauðsynlegt er að þrýsta á um að samningum verði lokið um aðra stofna.
Að sama skapi þarf að tryggja að Ísland hafi rétt til að ákveða nýtingu stofna er krefjast markvissrar nýtingar, líkt og loðnustofninn.
Aukin tækifæri kunna að felast í rétti til veiða úr þessum stofnum í lögsögum aðildarríkja Evrópusambandsins en meginreglan innan sambandsins er sú að aðildarríkin geta veitt sína hlutdeild úr deilistofnum í lögsögum annarra aðildarríkja."
"Hvað varðar erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi telur meiri hlutinn grundvallaratriði að haft verði náið samráð við sjávarútveginn um afstöðu Íslands.
Á sama tíma telur meiri hlutinn að frumskylda samningamanna Íslands sé að tryggja að afrakstur auðlindarinnar falli til á Íslandi.
Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýting auðlindarinnar og afrakstur hennar færist í raun úr landi.
Bent hefur verið á að ríkjum sé heimilt að setja reglur til að sporna við erlendum fjárfestingum.
Mögulega mætti setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl milli útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips, auk ákvæða sem binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við búsetu.
Á fundum nefndarinnar voru nefndinni kynnt þau sjónarmið að möguleikar gætu falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessu sviði, svo sem skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni, en breytingar á stefnunni eru í undirbúningi."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:39
Og nú ertu kominn út í sjúkdómavarnir! Ég er hættur að nenna að lesa þig í þessum útúrdúrum, enda hef ég víðar komið við á vefsíðum.
Tími kominn á Borgarnes-villumálflutninginn!
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 00:41
Jón Valur Jensson,
ENGINN TEKUR MARK Á ÞÉR, NEMA ÁLÍKA RUGLUDALLAR OG ÞÚ, SEM ERU SEM BETUR FER EKKI MARGIR!!!
FÓLK TEKUR MARK Á FRÆÐIMÖNNUM Í EVRÓPURÉTTI EN EKKI ÞÉR!!!
ÞÚ ERT FYRIRLITINN AF ÞÚSUNDUM ÍSLENDINGA SEM OFSTÆKISMAÐUR Á ÖLLUM SVIÐUM!!!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 00:48
Hvað varð af límingunum, Steini?
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 02:13
Jón Valur.
Þú ert greinilega genginn í barndóm!
Láttu skipta á þér!
Skítalyktina leggur um allt Moggabloggið!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 02:17
Ekki ætla ég að spá í það, undir hvaða áhrifum þú ert.
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 02:39
Jón Valur.
KYNNTU ÞÉR SKRIF FRÆÐIMANNA Í EVRÓPURÉTTI ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR AÐ GAPA HÉR EINS OG ANDFÚLL FLÓÐHESTUR!!!
Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 02:44
Í innleggi mínu kl. 0.01 átti að standa í hornklofanum:
[–––> 23,08% lækkun, maximum, í sölubúð, ef tollurinn er felldur niður]
Jón Valur Jensson, 4.9.2010 kl. 06:58
Strákar: Halidið ykkur á "mottunni" varðandi orðfæri!
Vera málefnalegir!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.9.2010 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.