Leita í fréttum mbl.is

Af þingálsyktunartillögu og velvilja...

IS-ESB-2Á ESB-síðu morgunblaðsins er að finna fréttaskýringu eftir Egil Ólafsson, þar sem fram kemur að litlar líkur séu á að þingsályktunartillaga sem nokkrir þingmenn ætla að leggja fram um að draga umsókn Íslands að ESB til baka, verði EKKI samþykkt.

DV hefur líka komist að þeirri niðurstöðu, eins og fram hefur komið og verið greint frá hér á blogginu.

Annars er nokkuð fyndið að lesa tillögu fjórmenningana, en í lokin segja þeir: "Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamningur verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins."

Það er bara alls ekkert fyrirsjáanlegt! Margt og mikið getur gerst á þeim tíma sem líður fram að þeim tímapunkti þar til aðildasamningur liggur fyrir og íslenska þjóðin fær tækifæri til þess að KJÓSA um hann.

Fjórmenningarnir sem leggja fram tillöguna, Unnur Brá Konráðsdóttir (S), Ásmundur Einar Daðason (VG,formaður Nei-sinna), Gunnar Bragi Sveinsson (Framsókn) og Birgitta Jónsdóttir (Hreyfingin), vilja ekki að þjóðin fái möguleika á að greiða atkvæði um þetta.

Og svo er það þetta með velviljann. Norðmenn hafa fellt aðild tvisvar og ættu því samkvæmt þessu að njóta alveg sérstaklega lítils velvilja hjá aðildarþjóðum Evrópusambandsins.

En er það svo? Nei, aldeilis ekki. Norðmenn geta sótt um aftur, ef þeir vilja og þeir eru alveg örugglega velkomnir í ESB!

Tillagan er tímaskekkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

ENGAR líkur á að þessi tillaga VERÐI SAMÞYKKT!!!

Þorsteinn Briem, 3.9.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslendingar munu samþykkja góðan samning.

Það er bara þannig. 

Sleggjan og Hvellurinn, 3.9.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það getur vel verið að það sé rétt hjá ykkur að þessi þingsályktunar tillaga um að draga umsóknina til baka verði EKKI samþykkt.

Reyndar finnst mér að flutningsmenn ættu að draga þessa tillögu til baka og vísa þessu máli beint til þjóðarinnar. Það sem hefði reyndar átt að gera strax í fyrstu.

Það er Þeir leggi þá fram tillögu tilögu á Alþingi að efnt verði til þjóðararkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram með þessa ESB umsókn og þessu aðlögunarferli við ESB áfram eða ekki.

Það er að þjóðin fái nú með beinu og millilialausu lýðræði að segja skoðun sína á því:

Hvort halda eigi þessu samnings- og aðildarferli við ESB áfram ?

Eða hætta því nú þegar og draga ESB umsóknina til baka ? 

Gunnlaugur I., 4.9.2010 kl. 08:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef það verður þjóðaratkvæðisgreiðla um málið þá verður þetta fellt. Meirihlutinn er á móti einsog er......   Íslendingar vita ekki getur.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:12

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

betur

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:13

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Eurobarometer telja 29% Íslendinga "HAGUR OKKAR BATNI með aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda þótt viðræður um aðildarsamning Íslands séu nýhafnar og því óvíst hvað muni felast í honum."

Meirihluti Dana, Finna og Svía ánægður með Evrópusambandið


HÁTT Í ÞRIÐJUNGUR aðspurðra telur sig því
NÚ ÞEGAR VITA að HAGUR OKKAR Íslendinga MYNDI BATNA með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 16:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV 1.7.2010:

"Nokkuð athyglisvert er að innan við helmingur svarenda telur sig þekkja vel kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fjórðungur þeirra viðurkennir mikið þekkingarleysi í þeim efnum."

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband