Leita í fréttum mbl.is

Tvær greinar: Þórir og Eiður

Sr.Þórir StephensenViljum benda lesendum á tvær góðar greinar um ESB-málið. Hin fyrri er eftir Sr. Þóri Stephensen og í henni segir Þórir m.a.:

"Samtök ungra bænda birtu stórar, myndskreyttar auglýsingar í dagblöðum 28. maí sl. Þar var mynd af vel vopnaðri, brynvarinni bifreið og undir henni orðin: Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópuherinn. Jafnframt var vitnað til ræðu, sem Angela Merkel kanslari Þýskalands var sögð hafa flutt nokkru áður, þ.e. 13. maí. Ekki er nú vinnan við þessa auglýsingu beysin, því 13. maí flutti kanslarinn, samkvæmt heimasíðu frúarinnar, aðeins eina ræðu. Hana hef ég þegar lesið, og þar er hvergi að finna tilvitnunina, sem á að gefa auglýsingunni þungavigtina. Þó að dagsetningin sé e.t.v. aðeins mistök þess, sem upplýsingarnar gaf, teljast þessi vinnubrögð vart traustvekjandi fyrir málefnastarf Samtaka ungra bænda, enda tilgangurinn sá einn að koma blekkingum inn í umræðuna.

Þó að auglýsingin nefni ekki orðið „herskylda", er hún samt lævísleg tilraun til að vekja upp ótta hér á landi um að herskylda gæti orðið eitt af því, sem aðild að ESB leiddi af sér. Enda þótt aðeins 7 af 27 þjóðum ESB hafi herskyldu, þá eru þær þó með heri. Einhverjum hefur að vísu dottið í hug að koma upp sameiginlegum her innan ESB, en það er fjarlægur möguleiki og háður samþykki allra aðildarríkjanna. Eins og ég hef áður nefnt í grein um þessi mál, þá fengu Írar samþykkta ákveðna yfirlýsingu, áður en þeir samþykktu Lissabonsáttmálann. Sú yfirlýsing segir allt, sem við þurfum að vita um þessi mál. Þær kröfur, sem ESB myndi gera til okkar, hvað þennan málaflokk snertir, yrðu miklu minni en þær, sem NATO gerir í dag, enda er ESB ekki hernaðarbandalag.

Í áður nefndri samþykkt koma einnig vel fram hugsjónir og göfug markmið samtakanna. Ég hef þegar aflað mér þessarar yfirlýsingar í íslenskri þýðingu og birti hana hér til að staðfesta skrif mín:"

Öll greinin

ELDFLAUGASKOTPALLAR!!

Eiður GuðnasonEiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, skrifar einnig grein í FRBL um ESB-málið, ERTU MEÐ EÐA Á MÓTI? Hann kemur í grein sinni m.a. inn á hinar ótrúlegu bullhugmyndir og rangfærslur sem er að finna í umræðunni um ESB. Eiður skrifar:

"Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kostir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samningsdrög liggja fyrir að loknum samningaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leitað um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgjandi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið?

Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum.

Nýlega flutti einn af andstæðingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram:

1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið.

2. Ýjað var að því að „Stórráð" (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi."

Restin er hér

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað spurninguna um her varðar ættum við kannski frekar að spyrja hvort við viljum hafa hervarnir.

Og ef svarið er já er þá það eðlileg krafa að við sjálf sleppum við að ungt fólk sé sent í herinn, en það sé sjálfsagt mál að þýskar, enskar og franskar konur verði ekkjur og missi syni sína komi til styrjaldarátaka, meðan íslenskar kynsystur þeirra geti verið áhyggjulausar með sitt fólk heima?

Theódór Norðkvist, 4.9.2010 kl. 10:49

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við Íslendingar skiptum okkur aldrei af hermálum. Þannig að það er enginn útlendingur að fara að deyja fyrir Ísland.

Hervarnir segir þú. Verja okkur fyrir hverju?  

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öryggis- og varnarmál. Almennt og áhrif Lissabon-sáttmálans:

Nefndin hefur kynnt sér þær reglur sem gilda um utanríkis- og öryggismál í Evrópusambandinu og þær breytingar sem verða þegar Lissabon-sáttmálinn tekur gildi.

Lissabon-sáttmálinn kveður á um að öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins verði óaðskiljanlegur hluti af utanríkis- og öryggismálastefnu ESB og hafi þar af leiðandi sömu markmið.

Þau meginverkefni sem falla undir öryggis- og varnarmálastefnuna eru friðargæsla, friðaruppbygging, hættuástandsstjórnun (e. crisis management), og mannúðar- og neyðaraðstoð.

Sáttmálinn skuldbindur aðildarríkin til að móta til lengri tíma litið sameiginlega varnarstefnu og þar með, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) samþykkir einróma, sameiginlegar varnir.

Lissabon-sáttmálinn kveður hvorki á um að her Evrópusambandsins verði stofnaður né að herskyldu verði komið á.


Jafnframt eru sett margs konar skilyrði fyrir þróun sameiginlegrar varnarmálastefnu, meðal annars að slík stefna skuli ekki stangast á við stefnu þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO.

Hafa ber í huga að við gerð Lissabon-sáttmálans hefur þurft að taka tillit til aðildarríkja með ólíka forsögu í öryggis- og varnarmálum.

Af 27 ríkjum eru 21 aðili að NATO. Af hinum sex ríkjunum eru fimm (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) yfirlýst hlutlaus. Kýpur stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja.

Sérstaða Íslands sem herlausrar og vopnlausrar þjóðar er augljós. Ísland mun undir engum kringumstæðum koma á innlendum her eða taka þátt í samstarfi herja.

Af þeim sökum er einnig eðlilegt að Ísland standi utan Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA), líkt og Írar hafa kosið að gera, enda þátttaka í henni valkvæð.

Breytingar vegna Lissabon-sáttmálans munu ekki hafa áhrif á þá meginreglu að ákvarðanir í utanríkis- og öryggismálum þarf að samþykkja einróma og ekki er hægt að þvinga aðildarríki með atkvæðagreiðslu til að taka þátt í aðgerðum.

Meiri hlutinn áréttar að í þessu felst að ríki verður hvorki þvingað til friðargæslu né hernaðaraðgerða, né til að fylgja ákveðinni stefnu.

Ríki geta hins vegar valið að sitja hjá ef þau vilja ekki standa í vegi fyrir vilja meiri hlutans.

Nefndin hefur kynnt sér lagalega bindandi ákvörðun leiðtogafundar Evrópusambandsins frá 19. júní 2009 um túlkun Lissabon-sáttmálans hvað varðar öryggis- og varnarmál.

Í henni er ítrekað að ákvörðun um þróun sameiginlegra varna þurfi að taka einróma og í samræmi við stjórnarskrá hvers ríkis.

Auk þess gengur sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnan aldrei framar stefnu hvers ríkis í öryggis- og varnarmálum.

Þar kom og fram að hvert aðildarríki ákveður hvort það taki þátt í fastri samvinnu á sviði varnarmála eða í evrópskri varnamálastofnun.

Þá telur meiri hlutinn rétt að benda á að í ákvörðun fyrrnefnds leiðtogafundar ESB var skýrt tekið fram að í Lissabon-sáttmálanum væri ekki gert ráð fyrir samevrópskum her, né herskyldu, af neinu tagi auk þess sem hvert aðildarríki ákveður í samræmi við réttarreglur sínar hvort það taki þátt í hernaðaraðgerðum."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS ERU HLUTLAUS, Svíþjóð, Finnland, Írland, Austurríki og Malta, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.

Sviss
gæti því þess vegna haldið HLUTLEYSI sínu í Evrópusambandinu.

HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.


"Af 27 ríkjum [Evrópusambandsins] er 21 aðili að NATO.

Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS.

Kýpur
stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:59

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Recognised as neutral:

  • Austria (now a member of the European Union): neutral country since 1955, maintain external independence and inviolability of borders (expressly modeled after the Swiss neutrality).
  • Costa Rica: neutral country since 1949, after abolishing its military.
  • Finland (now a member of the European Union): military doctrine of competent, "credible" independent defence, not depending on any outside support, and the desire to remain outside international conflicts.
  • Ireland (now a member of the European Union): a traditional policy of military neutrality defined as non-membership of mutual defence alliances.
  • Japan: constitutionally forbidden from participating in wars, but maintains heavily-armed "self-defense forces" and a military alliance
  • Liechtenstein: since its army was dissolved in 1868.
  • Malta (now a member of the European Union): policy of neutrality since 1980, guaranteed in a treaty with Italy concluded in 1983.
  • Sweden (now a member of the European Union): has not fought a war since ending its involvement in the Napoleonic Wars in 1814 with a short war with Norway, making it the oldest neutral country in the world.
  • Switzerland: self-imposed, permanent, and armed, designed to ensure external security. Switzerland is the second oldest neutral country in the world; it has not fought a foreign war since its neutrality was established by the Congress of Vienna in 1815.
  • Turkmenistan: declared its permanent neutrality and had it formally recognised by the United Nations in 1995.
  • Vatican City: the Lateran Treaty signed in 1929 with Italy imposed that "The Pope was pledged to perpetual neutrality in international relations and to abstention from mediation in a controversy unless specifically requested by all parties" thus making Vatican City neutral since then."

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband