Leita í fréttum mbl.is

Enn af "gjörgæslukrónu" (FRBL)

oli_kr_armansson.jpgÓli Kristján Ármannsson, skifar leiðara FRBL í dag og fjallar um gjaldmiðilsmál, þ.e.a.s. krónuna, sem enn er á gjörgæslu, þar sem enginn veit hvernig henni kemur til með að reiða af einni og óstuddri. Óli skrifar:

"Íslenska krónan er veik, hvað sem líður smástyrkingu síðustu daga. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún lægi banaleguna, eða væri í það minnsta á gjörgæsludeild. Og á meðan krónan er veik blæðir almenningi og fyrirtækjum, öðrum en þeim sem reiða sig á útflutning.

GjörgæslaForsenda þess að krónunni verði komið af gjörgæsludeildinni er að fyrir liggi sýn á framtíð hennar. Eftir stendur þá spurningin um hvort hún geti nokkurn tímann verið stöðug. Sérfræðingar efnahagsmála telja fæstir að svo geti orðið nema þá að gjaldeyrishöftum verði viðhaldið. Ef hins vegar stefnan er tekin á að skipta út krónunni fyrir evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu og sýnt fram á hvernig það muni gert, er líklegt að krónan nái einhverri heilsu og fái jafnvel að verða aflögð með sæmd, í stað þess að þurfa að þola einhvern harmkvæladauðdaga." (Leturbreytingar, ES-blogg)

Allur leiðarinn 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU HÉRLENDIS.

Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013, EFTIR RÚM TVÖ ÁR, og tekið upp evru í ársbyrjun 2015, eftir rúm fjögur ár.

Fyrst þarf hins vegar að semja um aðild Íslands að sambandinu, kynna hér aðildarsamninginn vel og halda loks þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.


Eftirspurn er nú lítil hérlendis miðað við árin fyrir gengishrunið hér
, verðbólgan var komin niður í 7,5% nú í maí, 5,7% í júní og 4,8% í júlí, en Seðlabanki Íslands spáir hér 3% verðbólgu á næsta ári og 2% árið 2012.

Vísitala neysluverðs í júlí 2010

Verðbólgu- og stýrivaxtamarkmiðið
varðandi upptöku evru ætti því að nást hér árið 2012. Nú eru hér 7% stýrivextir og 1% á evrusvæðinu en þeir munu HÆKKA þar á næstunni vegna aukinnar eftirspurnar á svæðinu.

Halli á ríkissjóði 9,3% af landsframleiðslu árið 2009

Stefnt er að því að hér verði heildarjöfnuður ríkissjóðs orðinn JÁKVÆÐUR á árinu 2013 og til lengri tíma litið verði skuldsetning ríkissjóðs ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu.

Seðlabanki Evrópu (The European Central Bank):


"The European System of Central Banks comprises the European Central Bank and the national central banks (NCBs) of all EU Member States (Article 107.1 of the Treaty) whether they have adopted the euro or not."

"
To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:

the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."

Slóvenía
fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á
±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.

Economy of Slovenia


Malta
og Kýpur fengu
einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.

Economy of Malta


Economy of Cyprus


Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.


"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.

Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.

Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."

"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.

Að auki hefur Bandaríski seðlabankinn EKKI gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu og þar með ESB."

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27


14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru


Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabankans í júní 2010


Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2010


Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU)


Maastricht-skilyrðin


Who can join the euro area and when?


Gengissamstarf Evrópu - ERM II

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem


"Meirihlutinn vill jafnframt geta þess í ljósi mikillar skuldsetningar ríkissjóðs að skuldaskilyrði Maastricht-sáttmálans hafa ekki komið í veg fyrir að ríki með skuldastöðu yfir 60% af vergri landsframleiðslu hafi getað tekið upp evru, enda gerir sáttmáli Evrópusambandsins ráð fyrir að raunhæf áætlun til lækkunar skulda umfram það mark sé fullnægjandi."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.3.2010: Fyrirspurn á Alþingi um upptöku evru

"Hins vegar skiptir grundvallarmáli að skuldirnar munu fara minnkandi ef ríkisstjórnin og Alþingi halda sig innan áætlunar í ríkisfjármálum og verða nærri 85% af landsframleiðslu árið 2014, sem verður nokkuð nálægt eða jafnvel undir meðaltali í Vestur-Evrópu. [...]

Við þetta má bæta að þótt viðmiðin miðist við vergar eða brúttóskuldir er staða Íslands enn betri í erlendum samanburði ef eingöngu er horft til hreinna skulda.

Það er fyrirsjáanlegt að
árið 2014 verður staða Íslands líklega betri en landa Evrópusambandsins og raunar betri en í öðrum löndum sem við horfum oft til, til dæmis Bandaríkjanna, svo ekki sé nú minnst á Japan, sem á við mestan vanda allra landa að stríða núna.

Þá er ekki horft til þess að skuldbindingar utan efnahagsreiknings eru litlar hérlendis.
Í mörgum löndum eru þær verulega íþyngjandi og raunar má halda því fram með góðum rökum að íslenska ríkið eigi eignir utan efnahagsreiknings."

14.6.2010: Svar viðskiptaráðherra á Alþingi um upptöku evru

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:21

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef við tökum upp evru þá verður það mikil kjarabót fyrir Íslendinga.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband