Leita í fréttum mbl.is

Þakkir til lesenda Evrópubloggsins

evropusamtokin2b.jpgRitstjórn Evrópubloggsins vill nú í lok sumars, þakka notendum bloggsins fyrir samfylgdina síðustu misserin.

Undanfarið ár hefur umferðin um Evrópubloggið aukist sem nemur hundruðum prósenta. Daglega fara hundruð manna inn á bloggið.

Hér hafa verið og eru líflegar umræðum um Evrópumál, nokkuð sem andstæðingar aðildar eru ekki með á síðum sínum, hvorki Heimssýn né Evrópuvaktin. Segir það sína sögu.

Evrópuumræðan þarf og á að vera opin og lýðræðisleg. Upplýst þjóð getu tekið upplýstar ákvarðanir.

Þess vegna segir það meira en þúsund orð að hatrömmustu andstæðingar aðildarviðræðna vilja hætta við allt saman og draga umsóknina til baka. Vilja þeir ekki að þjóðin kynni sér málið og taki afstöðu?

Maltverjar drógu +a sínum tíma umsókn sína að ESB til baka. Það voru mestu mistök sem Maltverjar gerðu í því ferli!

Maltverjar eru nú innan ESB og ekkert heyrist í Nei-sinnum. M.a. fór RÚV þangað og leitaði að fulltrúa þeirra, en sá aðili fannst ekki!

Grunnspurningin er þessi: Ætlar ísland að verða þjóð meðal þjóða, eða lifa samkvæmt landfræðilegri legu sinni, sem eyþjóð, langt úti í hafi?

Umræðan heldur áfram....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Afhverju ættum við að gerast aðilar að ESB þegar að sívaxandi fjöldi íbúa ESB ríkjanna reyna með öllu móti að losna úr ESB?

Vad är Folkrörelsen Nej till EU?

Vi är samma partipolitiskt obundna organisation som inför folkomröstningen 1994 kämpade emot ett svenskt EU-medlemskap.

 Vad vill vi idag?

Vi vill att Sverige ska vara ett självständigt och demokratiskt land. För att kunna vara det måste vi lämna Europeiska Unionen. Vi vill att svenska folket i en ny folkomröstning ska kunna ta ställning till fortsatt medlemskap. Som delmål på vägen arbetar vi för att stoppa Lissabonfördraget, EU:s nya grundlag.

Hur?

Genom möten, flygblad, hemsida, vår tidskrift Kritiska EU-fakta och andra skrifter mm, för vi ut våra synpunkter på EU:s utveckling.

Viktiga frågor!

Demokratin är den viktigaste frågan. Allt fler frågor avgörs med majoritetsbeslut och därför tvingas riksdagen införa flera lagar antingen man vill det eller ej. Små stater får allt mindre att säga till om i EU när vetorätten urholkas. EU:s lagar går före nationella lagar. Det är EU-domstolen som avgör om vår egen grundlag gäller eller inte.

Ett Europas Förenta Stater innebär gemensam utrikes- och säkerhetspolitik, polis, valuta mm. Vi säger Nej till en EU-stat!

Den ekonomiska politiken styrs genom stabilitetspakten i den ekonomiska och monetära unionen EMU. Det svenska folket har i folkomröstning sagt nej till EMU:s tredje steg d.v.s. valutaunionen. Sverige deltar i de två första stegen, d v s fri rörlighet för kapitalet, politiskt oberoende riksbank samt viss samordning av den ekonomiska politiken (konvergenskraven).

Nu gäller det att folkets vilja respekteras och att vi inte bakvägen tvingas bli medlem genom ett accepterande av den nya grundlagen. I denna slås fast att euron är unionens valuta. Det är viktigt att vi kräver ett permanent undantag för att säkerställa svenska folkets nej till euron.

Vi anser att Sverige inte ska vara med i EMU över huvud taget eftersom det inskränker vårt självbestämmande gällande den ekonomiska politiken och kräver att riksdag och regering agerar för att Sverige ska få ett permanent undantag från deltagande i EMU.

Kontrollsamhället ökar då gränserna mellan EU-stater tas bort. De yttre gränserna till EU förstärks, men kontrollen av medborgarna inom länderna ökar i jakten på riktiga och påstådda terrorister. Vi säger Nej till "fästning Europa" och EU-polis.

Neutraliteten försvinner. EU är en superstat med egna militära styrkor för att skydda unionens intressen även utanför EU. Vi säger Nej till en militarisering av EU!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það þýðir lítið að segja þér þetta. Hinsvegar ætla ég að reyna.

Bull frá útlöndum er alveg jafn ómarktækt og innlent bull. Það gildir líka um að vitna í Nei til EU frá Svíþjóð. Þar sem andstæðingar ESB í Svíþjóð eru að þurrkast út hægt og rólega.

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón, andstæðingar ESB eru einmitt að eflast í Svíþjóð sem og hinum norðurlöndunum.

Nýlega birti Danske bank á vefsíðu sinni að andstaða dana við upptöku Evru í stað Dönsku krónunnar hefði aldrei verið meiri og núna eru Evru andstæðingar í Danmörku orðnir fleiri en fylgendur.

Ef að þið umsjónarmenn þessarar síðu ætlið að vera með upplýsta umræðu um ESB þá sting ég uppá því að þið fylgist grannt með erlendum sjónvarpsstöðvum sem og erlendum fréttamiðlum til að gera ykkur grein fyrir aukinn vantrú umheimsins á ESB og EU

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þarna átti ég að sjálfsögðu við að umheimurinn hefur misst traust á ESB og Evru

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

SKÝRSLA SEM BIRT VAR VIÐ HAGFRÆÐIDEILD UNIVERSITY OF OXFORD Í ÁGÚST Í FYRRA:


"A recent economic study on the possible entry of Sweden in the Eurozone has found that it would be likely to have a positive effect.

The study of the evolution of the Swedish money market rates shows that they follow closely the euro rates, even during economic crisis times.

This shows that Sweden would not lose in terms of monetary policy autonomy as the Swedish Central Bank already follows closely the rates set by the European Central Bank.

When adopting the euro, Sweden would swap this autonomy on paper for a real influence on the European monetary policy thanks to the gaining of a seat in the ECB's governing council.

Overall, the study concludes that staying outside of the eurozone implies forgone benefits that Sweden, a small open economy with a sizable and internationally exposed financial sector, would enjoy from adopting an international currency."

Sweden and the euro


University of Oxford - Should Sweden join the euro?


Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 13:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.7.2010:

"Í nýrri könnun sem SOM-stofnunin í Gautaborg hefur birt kemur fram að Svíar verða sífellt jákvæðari gagnvart Evrópusambandinu en landið gekk í sambandið árið 1995.

Um 51% Svía styðja aðildina að Evrópusambandinu, það mesta sem mælst hefur í könnun stofnunarinnar.

AÐEINS 20% VILJA SEGJA SIG ÚR SAMBANDINU, EINN AF HVERJUM FIMM.

Enginn flokkur er með það á stefnuskrá sinni að landið segi sig úr Evrópusambandinu eftir að Vinstriflokkurinn kastaði þeirri kröfu á haugana árið 2008.

Fjallað er um þetta í Dagens Nyheter."

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:01

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðrún. Þú þarft ekkert að vera hrædd við ESB. Það mun ekkert mikið breytast þegar við göngum inn. Tollar munu lækka. Lægri vöruverð. Svo gæti verið að evrur verða notaðar útí búð á Íslandi eftir 5-10ár.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:19

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

þruma ég er ekki ein um að vera hrædd, eins og þú sérð á sænsku síðunni sem ég vísa í hér að ofan eru Svíar sem og aðrir ESB andstæðingar í Finnlandi þýskalandi Danmörku Bretlandi og fl. kvíðafullir yfir áformum ESB um aukna hernaðaruppbygginu. Tyrkland á rétt á ESB aðild, og þar með yrðu landamæri ESB komin fast að Íran en eins og allir vita hafa Rússar verið að hjálpa Írönum að kjarnorkuvæðast.

Við eigum að viðhalda okkar hlutleysi með öllum ráðum og halda okkur utan við allt hernaðarbrölt.

Við eigum að vera áfram fullvalda þjóð og gera fríverslunarsamninga til að styrkja okkar útflutning við sem flestar þjóðir.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 14:25

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland GÆTI fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu, til dæmis í ársbyrjun 2013, EFTIR RÚM TVÖ ÁR, og tekið upp evru í ársbyrjun 2015, eftir rúm fjögur ár.

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestöll lönd Evrópu hafa þá verið "svipt sjálfsforræði", að mati Heimssýnar, þar á meðal:

Danmörk
, Belgía, Holland, Lúxemborg, Írland, Eistland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía, Austurríki, Finnland og Svíþjóð.

Frá
1. janúar 2007 hafa aðildarríki Evrópusambandsins verið 27 SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA EVRÓPURÍKI.

Í skoðanakönnun
í apríl 2008 voru TVEIR ÞRIÐJU  Íslendinga fylgjandi því að undirbúa umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Og í skoðanakönnun
í febrúar 2008 voru 55% Íslendinga fylgjandi því að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja hefja undirbúning umsóknar um aðild að Evrópusambandinu


Evrópusambandið - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:40

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðrún. Ég persónulega hef engar áhyggjur af þessu hernaðarbrolti. Ísland mun alltaf vera hlutlaust.

Að því marki að við erum í NATO sem er ekki beint hlutlaust bandalag.

En ESB verður ekki valdur af því að við föum í eitthvað hernaðarbrölt. Þvert á móti.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:42

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB eru með fína fríverslunarsamninga. Ef við göngum inn í ESB þá þurfum við ekki að standa í því að gera þessa tvíhliða samninga.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2010 kl. 14:43

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjö ríki í Evrópusambandinu eru með herskyldu (lögð af í Svíþjóð 1. júlí síðastliðinn):

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM AÐILDARRÍKI EVRÓPUSAMBANDSINS ERU HLUTLAUS, Svíþjóð, Finnland, Írland, Austurríki og Malta, eins og hér hefur MARGOFT komið fram.

Sviss
gæti því þess vegna haldið HLUTLEYSI sínu í Evrópusambandinu.

HLUTLEYSI FIMM AÐILDARRÍKJA EVRÓPUSAMBANDSINS.


"Af 27 ríkjum [Evrópusambandsins] er 21 aðili að NATO.

Af hinum sex ríkjunum eru FIMM (Austurríki, Finnland, Írland, Malta og Svíþjóð) YFIRLÝST HLUTLAUS.

Kýpur
stendur utan NATO vegna andstöðu Tyrkja."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 14:57

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Við inngöngu tyrkja inní ESB munu verða gefnar út nýjar hernaðarlegar áherslur frá Brussel, þá er eins gott að vera utan ESB.

Ögmundur jónasson ráðherra er reyndar að fara útí könnun á vilja síns flokks til þess að ganga úr NATÓ og vera þar með laus við öll hernaðarbandalög.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 14:59

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 15:04

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum ekki ærast þó andstæðinga skrifi okkur, það er bara partur af lýðræðinu. Höldum bara áfram að flytja mál okkar og rök með yfirvegun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.9.2010 kl. 15:07

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það er alrangt hjá þér að umheimurinn hafi misst traust á ESB og evru. Enda er það þannig að efnahagur ESB ríkjanna er í dag mjög góður og fer hratt batnandi.

Annað hjá þér er skáldskapur, lygði eða bæði. 

Síðasta skoðanakönnun í Danmörku varðandi evruna sýndi að það var meirihluti á móti (varla, þetta rétt sleppur miðað við skekkjumörk) upptöku dana í evrunni. Slíkt hefur gerst áður í könnum, en hinsvegar er staðan þannig að í öllum hinum könnunum um afstöðu dana til upptöku evru er meirihluti fyrir slíku. Þannig að í væntanlegum kosningum dana um evruna þá eru allar líkur á því að danir muni samþykkja upptöku evru og þá munu þeir verða 18 evruríkið. Hérna er hægt að skoða skoðanakannanir dana um evruna.

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 15:10

19 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Guðrún

Við munum halda okkar fullveldi, efla viðskiptasambönd, komast út úr verðtryggingunni og bæta lífskjörin til muna. Það er ekki okkar vandi þá andstaða við Evruna aukist í Danmörk eða andstæðingum ESB fjölgi í Svíþjóð. Herskyldugrýlan er ekki að vikra, við vitum betur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.9.2010 kl. 15:13

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, þú getur ekkert fullyrt um kosningu Dana á upptöku Evru, og samkvæmt fréttarásum í Asíu og Arabalöndum eru fjárfestar búnir að missa trúna á Evruna.

Hólmfríður fullveldi okkar tapast við að þurfa að gangast undir það að lög ESB eru æðri okkar lögum.

Hernaðaruppbygging innan ESB er áhyggjuefni meðal mjög margra borgara  allra aðildarlandanna,  Þú getur í engu spáð fyrir um hvernig ESB mun byggja upp sína heri og þú getur í engu útilokað mögulega hernaðarskyldu íslendinga, vegna þess að við verðum að taka við öllum ákvörðunum sem gerðar eru í Brussel ef við göngum í ESB.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 15:43

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sorglegt er það fjölmiðlafár,
frúin Guðrún reytir sitt hár,
saksóknarinn sérstakur mjög,
á sumum engin opnanleg fög.

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 15:44

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

What is ERM II?
- European Commission

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 15:54

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Það er ekkert mark takandi á þeim fréttarásum sem fullyrða slíkt.  Annars ertu í endurtekinni vitleysu hérna, gegn því þeim staðreyndum sem lagðar hafa verið fram og þú kýst að hunsa það sem sagt er.

Afstaða þín er því ekkert nema óheiðarleg og byggir á blekkingum. Enda eru fullyrðingar þínar ómarktækar og þú hefur aldrei lagt fram neinar staðreyndir máli þínu til stuðnings.

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 15:54

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 16:04

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The Finnish markka [finnska markið] was added into the ERM system in 1996 and then became a fraction of the euro in 1999, physical euro money arriving later in 2002.

It has been speculated that if Finland had not joined the euro, market fluctuations such as the tech bubble would have reflected as wild fluctuations in the price of markka.

(Nokia, formerly traded in markka, was in 2000 the European company with the highest market capitalization.)"

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 16:07

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, er semsagt ekkert að marka erlendar fréttarásir utan ESB?

Er ég óheiðarleg og með blekkingar? Er í lagi heima hjá þér Jón Frímann?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 16:56

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðrún, það sem þú vitnar í í byrjun, síðu þarna, þetta eru sænsku samtökin sem börðust gegn aðild svía að EU.  Síðan hafa þau haldið áfram starfi.   Þetta er ekkert merkilegt og bara það sem við er að búast.    Það er allt til í henni veröld. 

Varðandi dani og evru - þá er það þannig að þeir eru de faktó með evru.  Kalla hana bara danska krónu.  Það að þeir vilji halda í dönsku krónuna er alfarið svona stemmingin bara.  Hafa gamle dansk etc.

Jaá, nei skal segja þér það að eg var nú í Danmörku í kringum einhverjar EU kosningar - man í augnablikinu ekki um hvað var verið að ræða, en einhverjar kosningar sem tengdust EU - og það var bara ekkert líkt umræðunni hérna eða viðhorfinu sumra hérna gagnvart EU.   Jú jú, hægt að finna einhverja 2-3 öfgamenn sem höfðu uppi álíka rugl og andsinnar hér en heilt yfir var umræðan miklu miklu mun hófstilltari og málefnalegri.  Allur almenningur hafði ekkert á móti EU per se. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2010 kl. 18:28

30 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ómar,veit sænska þjóðin að þú ert orðin "sérstakur talsmaður" hennar?



Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 19:16

31 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Folkebevægelsen arbejder på et tværpolitisk og ikke-racistisk grundlag for dansk udmeldelse af EU. Vi er imod en EU-superstat med fælles præsident, grundlov, militær og toldmure mod den fattige verden. Vi vil en anden vej med folkestyre, internationalt samarbejde og globalt udsyn. Vi ønsker velfærd, fred og et bæredygtigt miljø. http://www.folkebevaegelsen.dk/index.php

(Danskir ESB andstæðingar)

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 19:20

32 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vi er imod en EU-superstat med fælles præsident, grundlov, militær og toldmure mod den fattige verden.

þessir vilja ekki ESB her og tollamúra hmmm.......... mega þeir hugsa svona?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 19:28

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Meðlimaskapur í þessu félagi hefur hrunið í svíþjóð.  Frá umtalsverðu í kringum atkvæðagreiðsluna um aðild, niður í nánast ekki neitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2010 kl. 19:45

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

Evrópusambandið er EKKI ríki!


Í reglum
Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi
97,5%."

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 20:04

35 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Steini, ESB er ríkjasamband þar sem að lög ESB eru æðri lögum hvers aðildarlands ef að ágreiningur rís. Það skal alveg vera á hreinu!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 20:36

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU!!!

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 20:47

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

NÚNA SEMJUM VIÐ
ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP SAMKVÆMT SAMNINGNUM UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ.

HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ER FÓLGIÐ Í ÞVÍ???!!!


NÚ ER LOKSINS HÆGT AÐ STÓRBÆTA HÉR LÍFSKJÖR ALMENNINGS VARANLEGA!!!


EN ÞAÐ VILT ÞÚ GREINILEGA EKKI!!!

UM HVAÐA SJÁLFSTÆÐI ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ TALA???!!!


Við Íslendingar seljum mest af okkar vörum til Evrópska efnahagssvæðisins, sem GREIÐIR HÆSTA VERÐIÐ FYRIR OKKAR VÖRUR!!!

Við kaupum einnig mest af okkar vörum frá Evrópska efnahagssvæðinu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér.

VIÐ ÍSLENDINGAR LIFUM ÞVÍ Á ÍBÚUM EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG GRÆÐUM MUN MEIRA Á AÐILD OKKAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU EN ÞEIR!!!


Mest af þeim AÐFÖNGUM sem íslenskir bændur kaupa, til að mynda dráttarvélar, olía, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður, koma frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Þegar íslenska krónan fellur gagnvart evrunni þurfa íslenskir bændur því að hækka hér verð á sínum vörum, sem hækkar vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð lán allra Íslendinga!

Enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu yrði lambakjöt tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu frekar vilja kaupa íslenskt nautakjöt, enda þótt það innflutta yrði töluvert ódýrara.

ÞANNIG GÆTI ALLUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG JÓN BJARNASON KEYPT ÁFRAM ÍSLENSKT NAUTAKJÖT!!!


Af íslenskum landbúnaðarvörum, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandsins!

Og við aðild Íslands að sambandinu yrði tollur af þeim felldur niður!

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR!

Mest af þeim kemur frá Evrópska efnahagssvæðinu og tollur af matvörum frá Evrópusambandslöndunum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

OG ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR!


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs!

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR!!!

EN ÞÚ HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ!!!

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 20:57

39 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Málflutningur þinn er gífurlega óheiðarlegur. Enda byggir hann á því að snúa útúr staðreyndum, blekkja fólk og almennt séð taka aðeins fram það sem hentar málflutningi þínum á hverjum tíma. Það er andstöðinni við ESB.

Besta dæmið hérna eru fullyrðingar þínar um vantraust á evruna. Það er ekkert slíkt að finna í fréttum um evruna þegar vandlega er leitað á internetinu að slíku. 

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 21:52

40 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Núna ertu farinn fram úr þér Steini 

En ætli Samfylkingin myndi ekki láta þetta ESB sendiráð sjá um öll málefni Íslands á erlendri grundu til að spara peninga, ef að íslendingar ganga í ESB?

ESB aðild? Nei takk! ESB aðildarviðræður? Nei nei nei nei nei nei nei !!
 

EU foreign ministers approve diplomatic service

HONOR MAHONY

27.07.2010 @ 09:20 CET

EUOBSERVER / BRUSSELS - EU foreign ministers on Monday (26 July) gave the nod to the overall structure of the Union's new diplomatic service, paving the way for chief of diplomacy Catherine Ashton to begin making appointments to the service that will employ thousands.

"It is historic to be able to witness the birth, at least at the decision level, of a European diplomacy," Belgian foreign minister Steven Vanackere, whose country holds the EU rotating presidency, said following the meeting.

The EU is hoping to project a more coherent and longterm foreign policy with the help of its diplomatic service (Photo: wikipedia)

Due to be on its feet by 1 December, the service will see Ms Ashton backed up by a secretary general - likely to be France's ambassador to the US Pierre Vimont - as well as two deputy secretaries general.

Monday's decision puts to rest a lengthy period of infighting between the EU institutions on the exact balance of power within the diplomatic service but opens the door to a power struggle between member states about who should land which posts within the service.

Ms Ashton is soon expected to announce a series of names for the heads of EU embassies abroad - including to prestigious countries such as China and Brazil. But appointments to key internal posts, such as the secretary general job, can only be made once the European Parliament has agreed new staffing rules, a move expected towards the end of September.

Writing in Tuesday's Wall Street Journal, Ms Ashton said the new European External Action Service, despite its "ungainly" name, has a "bold and simple purpose: to give the EU a stronger voice around the world, and greater impact on the ground."

With the fight to have the service established largely over, the focus is now likely set on the extent to which member states, several of whom jealously guard their foreign policy prerogatives, will allow a coherent foreign policy to thrive.

Big countries have been keen to stress the service will not impinge on their foreign policy sovereignty, a point illustrated by the extent to which they are prepared to consider closing their own embassies in certain countries and use the EU embassy.

According to France's Europe minister, Pierre Lellouche, some countries may consider saving money through using EU embassy facilities but this should not be the case for France.

"I am the secretary of state, and I do not speak for France [but] I think it is desirable that France continues to maintain a global network. It is one of the few countries to do so, " he said, according to Le Monde.

Ms Ashton alluded to the difficulties in the article: "Our aim is to do foreign policy in a modern way, differently and better. Not to compete with or duplicate what our member states are doing, but to add value and play to our strength of acting as a union."

Drawing staff from the European Commission, the member states' council secretariat in Brussels and national diplomats, the service is expected to have around 6,000 personnel once it is fully up and running, expected to take another two or three years.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 21:58

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.

Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.

EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI.
"

"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.


(Bókin er 1.200 blaðsíður.)

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 22:07

42 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, ég er strangheiðarleg manneskja! Að þú skulir væna mig um óheiðarleika í málflutningi er þitt vandamál og bendir til þess að þú hafir einfaldlega ekki góð rök fyrir þínum málstað og leitir í einhverjar skotgrafir með þinn málflutning

Ég hef lengi fylgst með umfjöllun fjármálaspekúlanta á sjónvarpsstöðvum í Asíu, Rússlandi USA, UK og Saudi Arabíu. Það að þú skulir ekki fylgjast með alþjóðlegum umræðum um ESB og Evru er þitt vandamál en gerir þig jafnframt marklausan í jafn afdrífaríkum umræðum og sú sem fer fram um það hvort að Ísland skuli ganga í ESB eður ei. Þessi ákvörðun sem þjóðin stendur frammi fyrir er stærsta og afdrífaríkasta ákvörðun sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir, og óþolandi ef að fólk kynnir sér ekki málin vandlega, eða lætur einhliða áróður ESB duga.

Heimurinn er stærri en Evrópa

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 22:08

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.

Með aðild að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 22:09

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 22:13

45 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Ef þú ert svona strangheiðarleg. Afhverju ertu þá að ljúga um ESB ?

Svaraðu nú og enga útúrsnúninga.

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 22:22

46 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég lýg ekki Jón Frímann!!! hvurslags eiginlega rugl er í þér maður?

"Afhverju ertu þá að ljúga um ESB ?Svaraðu nú og enga útúrsnúninga"

Þetta er álíka bjánaleg fullyrðing og að ég segði við þig:  Jón afhverju stelur þú úr verslunum?

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.9.2010 kl. 22:26

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin, sem öll eru sjálfstæð og fullvalda ríki, eiga að sjálfsögðu viðskipti við lönd utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Kína, en Evrópska efnahagssvæðið greiðir einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi
.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."

Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs


The Erasmus Programme


Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 22:27

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðrún, þetta sem euobserver er að tala um og þú hefur áhyggjur af er í raun sneddý ef það næst fórfestu.  Og nei þetta er ekkert OMG. 

Varðandi Euobserver, að eg hef orðið var við að margir telji það hlutlausan fjölmiðil o.s.frv.   Jú jú, stundum alveg áhugaverðar greinar og  spekúleringar - en maður tekur fljótlega eftir svona undirtóninum sem er nokkuð oft hjá þeim.  Misjafnlelga mikill.  Stundum ekkert áberandi.  Undirtóni sem er EU-Skeptískur sem kallað er.

Meina, stjórnandi vefsíðunnar er daninn Lisbeth Kirk.  Ok. en svo kemur það athyglisverða.  Hún er gift Jens-Peter Rossen Bonde,  dansks evrópuþingmanns til 2008 fyrir People's Movement against the EU.  Hann stofnaði ma.  June Movement 92 en það er svona eu skeptikal hópur í Danmörku.  Þó ekki alfarið á móti EU heldur hefur verið á móti allri framþróun svo sem Maastricht og Lisbon treaty etc etc.  Hann kom líka að stofnun EUDemocrats (EUD) en það eru samtök eurokeptískra flokka.

Já já, nú eit eg það alveg að eiginkonan þarf ekkert að vera = eiginmaður.  Já já, samþykki það alveg - en í þessu tilfelli er ekki hægt að líta framhjá tengingunni nema að fá þá nánari upplýsingar.  Sérstaklega þegar greinar euobserver hafa oft slíkt yfirbragð og að ofan er stuttlega lýst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2010 kl. 22:41

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Fríverslunarsamningar Evrópusambandsins


"Kína í stað evru"


"
Kínverski utanríkisráðherrann tók sérstaklega upp viðskipti landanna og hafði frumkvæði að því að hvetja til þess að fundur sameiginlegrar nefndar ríkjanna tveggja um viðskiptamál færi fram hið fyrsta.

Ráðherrarnir ræddu jafnframt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og má gera ráð fyrir því að næsti fundur sem tengist þeim fari fram í Peking síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

Mikill hugur kom fram hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og á fundinum með varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna."

13.7.2010: Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn í Kína


"Formlegar samningaviðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslun hófust í Beijing hinn 11. apríl 2007
. [...]

Kínverska samninganefndin
tók undir það sjónarmið að samningurinn skyldi vera rýmri að umfangi en til dæmis nýlegur samningur þeirra við Chile og skyldi því einnig ná til þjónustuviðskipta.

Hins vegar kom fram það sjónarmið af þeirra hálfu að TAFARLAUS NIÐURFELLING TOLLA Á SJÁVARAFURÐIR GÆTI VERIÐ NOKKRUM ERFIÐLEIKUM BUNDIN.
"

Utanríkisráðuneytið - Fríverslunarviðræður við Kína í Beijing


"Gagnrýnendur hafa bent á að Evrópusambandið hafi ekki viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi WTO [World Trade Organization], en því skyldu Íslendingar bíða eftir slíku?"

Samtök verslunar og þjónustu - Fríverslunarsamningur við Kína


"Með þessari viðurkenningu hafa Íslendingar jafnframt skuldbundið sig til að beita ekki undirboðstollum á vörur frá Kína nema að uppfylltum mjög ströngum kröfum um að sannað hafi verið að undirboð hafi átt sér stað, samkvæmt reglum WTO.

Evrópusambandið
hefur hins vegar nýtt sér undanþáguákvæði í bókun WTO vegna aðildar Kína að stofnuninni sem slakar á þessum ströngu sönnunarkröfum og lagt undirboðstolla á vörur frá Kína, til dæmis stálvörur og skófatnað.
"

Samtök iðnaðarins - Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?


"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins


Sumir af andstæðingum aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja hins vegar að landið segi sig úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Útflutningur okkar Íslendinga á vörum og þjónustu hvílir á þremur stoðum, iðnaði, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

Iðnaðarvörur, sem hér eru framleiddar, og íslenskar sjávarafurðir eru aðallega seldar í Evrópusambandslöndunum og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn hér, ENDA ER ÍSLAND Í EVRÓPU.

Við Íslendingar lifum því aðallega á íbúum Evrópusambandsins og fáum þar HÆSTA VERÐIÐ fyrir okkar vörur.

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 22:45

50 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Guðrún Sæmundsdóttir. Þetta er einstaklega ómerkileg fullyrðing hjá þér. Sérstaklega í ljósi þess að hún er lygi, hérna er eitt dæmi um lygi þína um ESB. Hérna er annað dæmi, öllu svæsnara. Hérna er síðan dómsdagspádómur hjá þér, sem er ekkert á leiðinni að rætast.

Ég get sannað mínar fullyrðingar. Enda er það þannig málum háttað hjá mér að ég kanna hlutina áður en ég fer að fullyrða um þá.

Jón Frímann Jónsson, 4.9.2010 kl. 22:55

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 42% HÆRRA gagnvart bandaríkjadal en þegar evruseðlar voru settir í umferð í janúar 2002.

Hagvísar Seðlabanka Íslands - Gengi evru gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal, bls. 24

Þorsteinn Briem, 4.9.2010 kl. 23:19

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er ágætt að þú skulir vísa á pistlana mína Jón Frímann, og ég stend við  þá. Samlíking ESB og Titanic er verulega athygliverð, sérstaklega í ljósi atburða.

lygi er ekki til í mínum málflutningi, og ég sit ekki þegandi undir því að þú úthrópir mig sem lygara á opinberum vettvangi jón Frímann!

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.9.2010 kl. 10:05

53 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Mér er spurn....hversvegna eru Jón Frímann og Steini Briem ekki saman í gúmmíklefa....á viðeigandi stofnun í Brussel

Anna Grétarsdóttir, 5.9.2010 kl. 21:53

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna Grétarsdóttir

Vegna þess að þessi gúmmíklefi er sérhannaður fyrir þig og Jón Val, andstæðinga Evrópusambandsins.


Þið getið gert eitthvað saman þar.


Frjálst val.


Þorsteinn Briem, 5.9.2010 kl. 23:23

55 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Ég sé þetta fyrir mér.

Fyrst snýr Jón Valur Önnu til Kaþólskrar trúar,

svo syndga þau svolítið saman.

Og svo er gengið til skrifta

Guðjón Eiríksson, 6.9.2010 kl. 20:47

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 06:09

57 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Anna Grétarsdóttir,  það nægir mörgum að vera boðið í kokkteilboð í Brussel til að gerast eilífir fylgismenn ESB.

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 17:42

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

Við Íslendingar
GRÆÐUM MUN MEIRA á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGRI VERÐTRYGGINGU!!!

Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á MATVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um
FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.

Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.

Lambakjöt
yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.

Íslenski
matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.

Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.

ERLEND AÐFÖNG
til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.

Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu!!!

Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband