Annar Eyjubloggari, Guðmundur Gunnarsson, fjallar um krónuna í nýjasta pistli sínum. Hann skrifar:
,,Með lágri skráningu krónunnar er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og viðhalda henni. Jafnfram því er komið í veg fyrir hagvöxt og Íslandi haldið niður við botninn. Íslenska krónan er rúinn trausti erlendis. Erlendir fjárfestar forðast landið og okkur standa ekki til boða erlend lán. Sama viðhorf ríkir hér heima útgerðarfyrirtæki hafa verið að skipta yfir í Evru, allmörg tæknifyrirtæki hafa þegar skipt yfir í Evru og greiða út laun í evrum."
Og síðar þetta: ,,Króna heldur vöxtum um 5% hærri en þeir þyrfti að vera. Vöruverð er hátt, lyfjaverð er of hátt og öllum er gert erfitt fyrir. Ef þú kaupir þak yfir fjölskylduna ertu að greiða vegna krónunnar tvöfalt verðið til baka, ef þú kaupir t.d. 30 millj.kr. íbúð ertu að greiða um 100 þús. kr. aukalega á mánuði."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Enn ein rökin fyrir því að ganga í ESB.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2010 kl. 01:25
Þetta er rangt hjá honum, kolrangt og vitlaust reiknað.
Jón Valur Jensson, 7.9.2010 kl. 03:20
ÁHRIF AÐILDAR ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á VEXTI HÚSNÆÐISLÁNA HÉRLENDIS.
"Ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndu vextir á húsnæðislánum byrja að lækka talsvert áður en evran yrði tekin upp.
Það er reynsla annarra ríkja sem stefnt hafa að upptöku evru.
Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Áhrif aðildar á vexti húsnæðislána hérlendis
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 06:16
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 06:16
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 06:19
Miðað við dæmið sem ég set hér inn er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig rafiðnaðarmenn geta fallist á það að hafa Guðmund Gunnarsson ESB baráttumann sem formann rafiðnaðarsambandsins? Eru íslenskir rafiðnaðarmenn sáttir við það að verða undirboðnir af rafiðnaðarmönnum frá starfsmannaleigum, eins og iðnaðarmenn í t.d. Bretlandi, Danmörk, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi þurfa núna að sæta? Launþegum í fyrrnefndum löndum er æ oftar sagt upp vinnunni sinni og boðin endurráðning á kjörum sem eru langt undir samningsbundum launatöxtum, ef þeir þiggja það ekki, munu starfsmannaleigurnar útvega atvinnurekendum þeirra miklu ódýrara vinnuafl.
Fréttablaðið | 20.08.2003 | 13:36Með tólf þúsund króna mánaðarlaun við Kárahnjúka
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru fjórir kínverskir rafvirkjar í nýkomnir til vinnu við Kárahnjúkavirkjun en von er á mun fleirum. Oddur Friðriksson, aðaltrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun, sagðist ekki geta sagt til um launakjör Kínverjanna eða annarra útlendinga á virkjanasvæðinu: „Ég hef heyrt þessa umræðu um þá menn sem fluttir hafa verið inn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Við höfum okkar efasemdir um að þeim séu greidd rétt laun“, segir Oddur. Að sögn Odds hafa mál erlendu starfsmannanna verið send til Löggildingarstofu sem sér um réttindamál þeirra.
„Á fimmtudag á Impregilo að sýna fram á að þeir hafi leyfi fyrir öllum þessum mönnum og að launin séu eins og þau eiga að vera. Samkvæmt virkjanasamningnum eiga launin að vera í samræmi við íslenska kjarasamninga. Annað hvort eru þeir með sitt á hreinu eða ekki“, segir Oddur.
gar@frettabladid.is
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 15:17
Guðrún Sæmundsdóttir,
Íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu geta starfað hvar sem er á svæðinu og það breytist EKKERT við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
EKKI HELDUR lágmarkslaun hérlendis, sem gilda fyrir ALLA, sama hvaðan þeir koma.
4. gr. Starfskjör.
Þegar fyrirtæki sendir starfsmann hingað til lands í skilningi laga þessara gildir eftirfarandi löggjöf um starfskjör hans og reglur settar á grundvelli hennar, án tillits til erlendrar löggjafar sem að öðru leyti gildir um ráðningarsamband hans og hlutaðeigandi fyrirtækis:
1. Lög nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, 1. gr., með síðari breytingum, að því er varðar lágmarkslaun og aðra launaþætti, yfirvinnugreiðslur, réttindi til orlofs, hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma.
2. Lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
3. Lög nr. 30/1987, um orlof, með síðari breytingum.
4. Lög nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, 4. gr.
5. Lög nr. 60/1998, um loftferðir, VI. kafli.
6. Lög nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, 11., 29. og 30. gr.
7. Lög nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, auk annarra ákvæða um bann við mismunun.
Ákvæði 1. mgr. gildir með fyrirvara um betri starfskjör starfsmanns samkvæmt ráðningarsamningi við hlutaðeigandi fyrirtæki eða samkvæmt kjarasamningi eða löggjöf í því ríki þar sem hann starfar að jafnaði."
Lög nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 15:19
Hér gilda SÖMU lágmarkslaunin FYRIR ALLA, sama hvaðan þeir koma.
Og að sjálfsögðu er atvinnurekendum hér heimilt að greiða HÆRRI laun.
Vegna gengishruns íslensku krónunnar er nú HÁTT Í TVÖFALT ÓDÝRARA fyrir erlenda eigendur stóriðjufyrirtækjanna hér að greiða starfsmönnum þeirra laun en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Hins vegar fá starfsmennirnir LANGT FRÁ ÞVÍ þessa launahækkun, þar sem aðrir íslenskir launþegar myndu þá krefjast sömu launahækkunar, sem íslensku fyrirtækin myndu almennt ekki ráða við.
ÞÚSUNDIR ÚTLENDINGA, AÐALLEGA AF PÓLSKUM UPPRUNA, HALDA UPPI ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI UM ALLT LAND vegna þess að Íslendingar vilja EKKI vinna þau störf.
Og það sama á við um til að mynda RÆSTINGAR OG AFGREIÐSLUSTÖRF í verslunum hér.
KAUPMÁTTURINN SKIPTIR MESTU MÁLI OG HANN MYNDI AUKAST HÉR GRÍÐARLEGA við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
"Eva Heiða segir að þar sem vextir voru háir hafi þeir nálgast meðaltal á meginlandi Evrópu.
Á ÍSLANDI SÉU VEXTIR Á HÚSNÆÐISLÁNUM MEÐ ÞVÍ HÆSTA SEM ÞEKKIST Í EVRÓPU.
Þeir muni klárlega lækka þó erfitt sé að segja hve mikið.
AUK ÞESS YRÐI VERÐTRYGGING ÚR SÖGUNNI.
Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að AFBORGANIR af tuttugu milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til tuttugu ára ERU AÐ MEÐALTALI TÆPRI EINNI MILLJÓN KRÓNA HÆRRI Á ÁRI en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á TUTTUGU ÁRUM ER ÍSLENSKA LÁNIÐ RÍFLEGA NÍTJÁN MILLJÓNUM KRÓNA DÝRARA en það franska."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?"
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 15:21
ESB og starfsmannaleigur.
21.8.2010 | 18:04
Átökin um starfsmannaleigurnar breiðist út í Evrópu.
Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigunum innan ESB hefur nú tvöfaldast á síðustu 10 árum. Á seinni hluta níunda áratug síðustu aldar og á fyrsta tug þessarar aldar var losað um atvinnulöggjöfina í fjölda Evrópulanda og reglunar um notkun innleigðs starfskrafts urðu frjálsari. Nú um alla Evrópu eykst áhugi atvinnuveitanda á því að notast við lausráðið starfslið sem hefur leitt af sér að þeir sem útleigðir eru til fyrirtækja hafa mun lægri laun en fastráðið fólk hafði áður.
Í Belgíu þar sem starfsmannaleigurnar hafa nú þegar komið sér fyrir á vinnumarkaðinum á sér stað umræða um þetta form ráðninga. - Það er staðreynd að atvinnuveitendur leita nú í auknum mæli eftir lausráðnum starfsmönum til að ná fram sveigjanlegri launakostnaði segir Matthiu Marin frá verkalýðshreyfingunni SETCA þar í landi, en í dag er fjöldi innleigðra starfsmanna frá starfsmannaleigum um 2,49 prósent af Belgíska vinnumarkaðinum og fer vaxandi.
Í Eistlandi er löggjöfin um starfsráðningar frekar laus í böndunum og sveigjanleg. En þar segir Harri Taliga formaður í Estonian Trad Union Confediration ( EAKL ) að geri það að verkum að auðvelt er fyrir atvinurekendur að losa sig við starfsfólk og með tilliti til atvinnuleysisins þá er það ekki vandkvæðum bundið að finna nýtt starfsfólk á starfsmannaleigunum fyrir lágmarks laun eða lægri. Starfsmannaleigur í Eistalandi eru almennt ekki settar undir neitt regluverk eða löggjöf en starfsemin skal þó greiða föst laun sem ekki eru lægri en lágmarkslaun í því landi sem starfsmaðurinn kemur frá.
Í Finnlandi hefur FFC sem er sambærileg samtök og ASÍ hérlendis hafið herferð gegn starfsmannaleigunum , þar er því haldið fram að ráðningarsamningar þeirra sem ráðnir séu frá starfsmannaleigum séu ó tryggir og að launin fylgi ekki ráðandi kjarasamningum í Finnlandi að mati FFC. Starfsmenn þessara starfsmannaleiga eru oftast ekki meðlimir í verkalýðshreyfingu og hafa ekki kjarasamninga til að fara eftir, þetta hefur leit til þess að mati FFC að starfsmenn hjá fyrirtækjum allmennt eiga æ erfiðra með að fá fast ráðningar.
Í Þýskalandi kom sú staða upp síðastliðin vetur að verslunarkeðjan Schlecker sagði upp þúsundum starfsmanna sinna, þessir starfsmenn voru síðan nauðbeygðir til að leita til tiltekinnar starfsmannaleigu sem jú réði þá aftur til starfa hjá sama fyrirtæki en nú á mun lægri launum. Haft var eftir konu einni í viðtali hjá ARD-TV. sjónvarpstöðinni að hún hefði lækkað í launum um 30 prósent fyrir vikið og fengi nú lélegri sumarleyfis kjör en áður. Sömu sögu er að segja um þúsundir annarra starfsmanna Schleckers sem hafa nauðbeygðir þurft að leita til starfsmannageigunar til að fá störf sín aftur , en þessi umrædda starfsmannaleiga er rekin af fyrrum starfsmannastjóra fyrirtækisins. Þessu hefur verið mótmælt harðlega og ríkisstjórn Þýskalands hefur fordæmt það að æ fleiri launþegar séu þvingaðir frá fastráðningu og boðið endurráðning gegnum starfsmannaleigur á mun verri kjörum en áður. Þar var því hótað af atvinnumálaráðherra landsins að ef um smugur í atvinnulögtöfinni væri um að kenna þá myndi það verða lagað hið snarasta, enn er allt við það sama í þeim efnum.
Í Pólandi er það reyndin að allt fleiri fyrirtæki ráða starfsfólk gegnum starfsmannaleigur og er það stefna Pólskra yfirvalda að einfalda löggjöfina svo að starfsmannaleigur eigi auðveldara með að athafna sig þar í landi í framtíðinni, nú verandi löggjöf frá 2003 gengur út á að einungis megi ráða fólk til starfa gegnum starfsmannaleigur í skemmri tíma eða til bráðabyrgða og skal ráðningin vera tengd sérstöku verkefni og ekki til lengri tíma en í 180 daga á hverju þriggja ára tímabili. Löggjöfin setur einnig reglur hvernig vinnu má leysa af hendi með þessum ráðningum og má hún ekki vera áhættusöm eða koma í staðin fyrir fastráðningu. Óþarfi er að taka það fram að Pólsk verkalýðshreyfing er á móti öllum breytingum á þessari löggjöf.
Í Bretlandi er hlutfall innleigðs starffólks það hæsta á vinnumörkuðunum í ESB eða um 4,1 prósent. Síðasta haust meðan á verkfalli póstburðafólks stóð en þar voru um 100,000 mans í verkfalli hjá Royal Mail póstdreifingarfyrirtækinu, þá tók sá atvinnuveitandi þá ákvörðun að fara í kringum verkfallið með því að ráða 30,000 þúsund lausráðið starfsfólk frá starfsmannaleigum. Þetta leiddi til feikilegra mótmæla sem að lokum varð til þess að verkalýðshreyfingin kærði Roayl Mail til atvinnudómstólsins í Bretlandi.
Til að ryðja brautina fyrir aukin hreyfanleika launþega á milli landa innan sambandsins þá lánaðist ESB árið 2008 eftir langvarandi andstöðu Breta að koma sér saman um löggjöf um starfsmannaleigur, löggjöfinni er ætlað að koma í veg fyrir hindranir gegnt atvinnurekendum sem og starfsmannaleigum í að ráða starfsmenn frá starfsmannaleigum hvort sem þær eru í viðkomandi landi innan ESB eða frá erlendum leigum, frá og með árinu 2011 á þessi löggjöf að vera komin í gagnið að fullu í öllum löndum ESB.
Í þessari samantekt minni sem byggð er að hluta til á grein Svíans Gösta Torstesson og birt með hans leifi, þá má það öllum vera ljóst að við inngöngu Íslands í ESB mun allt umhverfi Íslenskra launþega taka verulegum breytingum, þar sem starfsemi slíkra starfsmannaleiga eins og þeirra sem að framan er greint frá mun þá orðin lögleg hér á landi og ekki nóg með það heldur geta þær þá boðið upp á starfsmann frá láglaunasvæðum ESB sem og frá erlendum starfsmannaleigum og þá á þeim launum og kjörum sem tíðkast í heimalandi viðkomandi starfsmanns. Við höfum vissulega haft erlendar starfsmannaleigur hérlendis áður en þeim hefur verið gert að fara eftir Íslenskum lögum sem og kjarasamningum í einu og öllu hingað til, en það mun breytast við ESB aðild.
Við inngöngu Svíþjóðar í ESB þá var sænskum launþegum heitið því að ekkert myndi breytast hvað vinnulöggjöf landsins varðaði eða rétt sænskra launþega til að gera kjarasamninga við sína vinnuveitendur, það hefur gengið eftir að mestu, en staða sænskra launþega til að ná fram kjarabótum í samningum hefur verulega minkað þar sem atvinnurekendur þurfa ekki lengur að sækja starfsfólk á sænskan vinnumarkað þar sem svo er svo komið að starfsmannaleigur ráða orðið miklu um ráðningar og afkomu sænskra launþega og möguleika þeirra til kjarasamninga við atvinnurekendur, og eru þær komnar með starfsemi um allt landið og hafa náð eyrum atvinnurekanda.
Þessi þróun hófst í kjölfar dóms frá Evrópudómnum í hinu svo kallaða Vaxholms máli þar sem tókust á Lettneska byggingarfyrirtækið Laval og sænska byggnads, en Laval vildi ekki greiða laun eftir sænskum kjarasamningum byggnads fyrir sína Litháeysku starfsmenn. ( Sjá Færslu hér á bloggsíðu minni frá því í maí 2009 um sama mál ). Í kjölfar löggjafar frá ESB um ó hindraðan vinnumarkað innan ESB sem áður greinir frá er ekkert sem mælir gegn því né getur komið í veg fyrir það að slík starfsemi geti ekki haslað sér völl hér á landi við inngöngu okkar í ESB . Flest okkar muna væntanlega hvernig ástandið var við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og þá viðleitni bæði Impregilo og annarra verktaka þar við að flytja inn til landsins ódýrt vinnu afl, sem og viðleitni annarra fyrirtækja í bygginga geiranum til þess sama og líklega má heimfæra þessa viðleitni á fleiri fyrirtæki en bara þau sem eru í bygginga geiranum og því alveg augljóst að Íslenskir launþegar munu þurfa að takast á við samskonar vanda hvað varðar þessar starfsmannaleigur hérlendis rétt eins og launþegar annarra ESB landa hafa þurft að gera.
Pistill af síðu Rafns Gíslasonar http://rafng.blog.is
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 15:55
Guðrún Sæmundsdóttir,
12.7.2010:
"Verkalýðsfélag Akraness segist vilja sjá kröfu um að lágmarkslaun verði ekki undir 200 þúsund krónum í komandi kjarasamningum en nú eru lágmarkslaun fyrir fulla vinnu, 173 tíma á mánuði, 165 þúsund krónur, að því er kemur fram á heimasíðu félagsins."
Lágmarkslaun fyrir fulla vinnu 165 þúsund krónur á mánuði
Í septemberbyrjun 2003 kostaði evran 89 krónur en nú kostar evran 151 krónu, eða 70% fleiri krónur en þá.
Nú fást því 1.093 evrur fyrir 165 þúsund krónur en 1.854 evrur á sama tíma árið 2003.
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 16:18
Guðrún Sæmundsdóttir,
FÁÐU ÞÉR NÝTT ALMANAK, ELSKAN MÍN.
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 16:25
Er ekki rétt Guðrún mín að með EES samningnum þá erum við búinn að innleiða vinnulöggjöfina frá ESB. Og þar af leiðandi breytist hún ekkert við inngöngu.
Enda kemur það glöggt fram við Kárahnjúkadæminu sem þú nefndir. Við erum ekki í ESB en samt gat þessi Kínverji fengið skammarleg laun.
Þess vegna er þetta óþarfa hræðsluáróður hjá þér.
Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2010 kl. 16:29
Að ruglast í ríminu
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 16:31
Bæjar félagið Vaxholm í Svíþjóð ákvað árið 2004 Að fara í endurbyggingu á skólahúsnæði í bænum, gerð voru tilboðs gögn þar sem meðal annars var kveðið á um þau fyrirtæki sem áhuga hefðu á að gera tilboð í verkið skyldu skrifa undir samning við Byggnads um launakjör og aðbúnað (kollektivavtal) en það var hinn almenna regla á sænskum vinnu markaði.
Lettneska fyrirtækið Laval un Partneris átti lægsta boðið í verkið og fékk það. Laval hefur þegar þetta var þegar starfað á sænskum byggingamarkaði um nokkurt skeið en þá í gegnum dótturfélag þess sem hét Baltic AB og á árunum 2002/03 hafði það veltu upp á 20 milljónir sænskra króna. Baltic AB hóf síðan störf við endurbyggingu skólans sem undirverktaki fyrir hönd Laval un Partneri en í júní árið 2004 hefur svo Byggettan samband við Baltic AB og fer fram á að þeir skrifi undir launasamninga við þá eða svo kallaðan hangandi samning (hängaftal) en það var vaninn í svona tilfellum.
Byggettan kemst fljótt að því að Baltic AB hafði ekki áhuga á slíkum samningi þó að þeir hafi áður undirgengist því við tilboðið að slíkt skyldi gert, að lokum býðst þó Baltic AB til að greiða 109 skr. á tímann, en gildandi laun á þeim tíma á Stokkhólms svæðinu voru 149 skr. Í september sama ár slitnar svo upp úr samningaviðæðum við Baltic AB og í nóvember sama ár er fyrirtækið sett í „frost" (blockad) það er að segja að engir félagsmenn annarra verkalýðsfélaga vilja þjónusta fyrirtækið. Útilokunin stóð í einar 7 vikur og um jólin 2004 hætti Baltic AB störfum við skólabygginguna og fer til Lettlands. Þetta mál fór síðan fyrir sænska vinnudómstólinn sem dæmdi Byggnads í fullum rétti í þessum átökum. Það þótti nokkuð athyglisvert að tveir af lögfræðingum Laval voru kostaðir af sænska vinnumálasambandinu en á þessum tíma var fyrirtækið ekki félagi í þeim samtökum.
Eins og áður sagði þá dæmdi vinnudómstóllinn Byggnads í vil, en þar sem dómararnir voru ekki einhuga í dómi sínum var ákveðið að sækja eftir áliti frá Evrópudómstólnum og settu fulltrúar LO sig ekki upp á móti því.
Niðurstaða dómstólsins var sú að heimilt var að greiða laun samkvæmt lettneskum launasamningum þó svo unnið væri í Svíþjóð.
Forsenda dómsins er sú að þjónustu fyrirtækja og vinnuafl skal geta farið óhindrað og án hafta innan ESB og þá án afskipta stéttarfélaga í viðkomandi landi og án þess að þurfa að gangast undir kjarasamninga viðkomandi lands.
(úrdráttur úr pistli Rafns um þetta svokallaða Vaxholm mál)
Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins mælir með því að íslendingar gangist undir svona svívirðalega meðferð á launafólki!
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 16:37
Lög nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 16:48
"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.
Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."
"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og SAMEIGINLEGAN VINNUMARKAÐ.
Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."
Evrópska efnahagssvæðið - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 17:07
Aðalsteinn Leifsson, hinn ESB-sinnaði lektor við Háskólann í Reykjavík, reiknar þetta kolvitlaust út eins og Guðmundur Gunnarsson (sá sem hirðir meira en ein og hálf laun forsætisráherra af umbjóðendum sínum). Forsendurnar um verðbólgu og verðtryggingu eru snarvitlausar hjá öllum þessum mönnum. Húsnæðislán (hjá kreditforening) í Danmörku með annuitetsvöxtum kemur t.d. þyngra út framan af í afborgunum en af jafnháu Íls-láni. Margir gleyma að reikna með vaxtaálagi á erlendu ánunum, en slíkt vaxtaálag er ekki hjá Íbúðalánasjóði. Kolvitlausar forsendur útreikninga (einkum þó vegna verðbólgu, sem minnkar með tímanum krónutölubyrðina í reynd) –––> kolvitlausar niðurstöður.
(Skrifað eftir góða ráðgjöf stærðfræðisénís.)
Jón Valur Jensson, 7.9.2010 kl. 17:07
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 17:44
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð verða hækkaðir úr 0,5% í 0,75% á morgun, 8. september.
Verðbólgan í Svíþjóð er 1,1% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1% en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
Sveriges Riksbank
Euro area inflation estimated at 1.6%
Publish Date: 31-AUG-2010
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 17:45
Þessi innlegg Steina breyta engu um það sem ég skrifaði hér.
Jón Valur Jensson, 7.9.2010 kl. 18:57
einmitt Jón, enda ósköp vesæl innlegg hjá Steina greyinu
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.9.2010 kl. 19:08
"GAGNRÝNIN HUGSUN.
Skilgreining: Gagnrýnin hugsun er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun eða fullyrðingu nema hún hafi fyrst (i) rannsakað hvað í henni felst og (ii) fundið fullnægjandi rök fyrir henni (Páll Skúlason, "Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?").
Boðorð: Það er rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum.
Gagnrýnin hugsun (e. critical thinking) er í senn tiltekin afstaða og færni - en hvort tveggja krefst þjálfunar. Sjö þátta greining.
Gagnrýnin hugsun er [meðal annars] fólgin í að:
1. VIÐURKENNA VANÞEKKINGU SÍNA - þykjast ekki vita það sem maður ekki veit (afstaða/þjálfun):
Sjálfsþekking eða sjálfsblekking. Platón, Málsvörn Sókratesar í Síðustu dagar Sókratesar.
2. RÖKRÆÐA EN EKKI KAPPRÆÐA (afstaða/þjálfun):
Sannleiksleit eða mælskulist. Platón, Málsvörn Sókratesar í Síðustu dagar Sókratesar.
3. TRÚA EKKI Á ÓFULLNÆGJANDI FORSENDUM (afstaða/þjálfun):
Efasemdamaðurinn vs. hinn auðtrúa. William Clifford, "Rétturinn til sannfæringar" (Sjá einnig gagnrýni Williams James á málflutning Cliffords í greininni "Trúarvilji"). [...]"
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 19:29
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 23:07
Þetta minnir mig á orð hins sæla Jakobs: "Gerizt ekki margir kennarar, bræður mínir." Mikið þykist Steini geta kennt okkur, bráðungur maðurinn, og virðist halda, að hann einn hafi komið við hjá klassískum fræðurum.
Jón Valur Jensson, 7.9.2010 kl. 23:09
Jón Valur Jensson,
"Svo lengi lærir sem lifir."
Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 23:20
Flestir innflytjendur hér hafa ýmist iðn- eða háskólamenntun.
(Rannsókn á viðhorfum innflytjenda á Íslandi.)
Skortur á vinnufúsum höndum undanfarin ár hefur verið leystur hér með því að sækja starfsfólk utan landsteinanna.
Sveitarfélögin á landsbyggðinni eru hér með langhæsta hlutfall erlendra ríkisborgara og þar eiga því mestu samfélagsbreytingarnar sér stað.
Bæði í Tálknafjarðarhreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi eru yfir 20% íbúanna með erlent ríkisfang, í Bolungarvík rúm 17%, í Ölfusi rúm 14% og í Hrunamannahreppi, Sandgerði, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ og Vesturbyggð eru yfir 12% íbúanna með erlent ríkisfang. (Hagstofa Íslands árið 2009.)
Í byrjun kreppunnar fyrir tveimur árum gerðu margir ráð fyrir að allir innflytjendur sem ekki hefðu hér vinnu myndu flytja úr landi.
En sú hefur ekki orðið raunin, enda hafa margir þeirra keypt hér húsnæði og hafa með atvinnu sinni hér áunnið sér ýmis réttindi, til dæmis til fæðingarorlofs og atvinnuleysisbóta, og eiga ekki að neinu að hverfa í sínu upprunalandi.
Flestir innflytjendur hér hafa flust hingað vegna vinnu og tengsla við þá sem hér voru fyrir og vinnuframlag þeirra er nauðsynlegt í þeirri uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í íslensku samfélagi á komandi árum.
Innflytjendur og búseta þeirra hérlendis
Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.