Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Krónan og kjörin

Ólafur StephensenÍ leiðara FRBL í dag tekur Ólafur Stephensen fyrir krónuna og gjaldmiðilsmálin. Hann segir:

,,Stundum er eins og menn loki algjörlega augunum fyrir því að krónan hrundi. Á dögunum birtust til dæmis niðurstöður könnunar, sem sýndu að verðlag á mat og drykk á Íslandi væri orðið svipað og að meðaltali í Evrópusambandinu. Þetta þóttu ýmsum vinum krónunnar og andstæðingum ESB-aðildar góð tíðindi og þeir héldu því fram að þarna væri ein meginröksemd aðildarsinna, að ESB-aðild myndi lækka matarverð, rokin út í veður og vind. Þeir sem tala svona gleyma að taka með í reikninginn að matur og drykkur á Íslandi er eingöngu ódýrari fyrir þann sem fær launin sín í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Íslenzkt launafólk, sem hefur verið svipt kaupmætti sínum með lækkun krónunnar, er verr sett en áður.

Allar tilraunir til að gera fjármagnskostnað íslenzks almennings sambærilegan við það sem gerist í nágrannalöndunum eru sömuleiðis dæmdar til að mistakast á meðan við höldum í ónýtan gjaldmiðil. Í síðustu viku birtist athyglisverð grein í vefritinu Pressunni eftir Guðstein Einarsson, kaupfélagsstjóra í Borgarnesi. Hann reiknar út muninn á greiðslum af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenzkum krónum, verðtryggðu með fimm prósenta vöxtum í 25 ár og hins vegar af sambærilegu láni hjá evrópskum banka á evrópskum vaxtakjörum. „Mismunurinn er 31,6 milljónir króna eða að meðaltali 105 þúsund krónur á mánuði, hvern mánuð í 25 ár," segir Guðsteinn og færir þannig rök fyrir því að skatturinn, sem krónan leggi á fjármögnun íslenzkrar fjölskyldu á meðalstóru húsnæði, sé um það bil þrjátíu milljónir króna."

Og síðan segir: ,,Þeir, sem vilja tryggja kjör íslenzks almennings til frambúðar og stemma stigu við hinum gamla vítahring víxlhækkana launa og verðlags, verða að bjóða trúverðuga lausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Er hún til án aðildar að Evrópusambandinu?"

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vef Landssambands kúabænda, naut.is, er FULLYRT að matarverð í Danmörku sé um 30% HÆRRA en hér á Íslandi, samkvæmt evrópskum verðsamanburði.

Samanburðurinn er hins vegar gerður Í EVRUM og
evran kostar nú 62% fleiri íslenskar krónur en í ársbyrjun 2008, þegar evran kostaði 93 krónur, og hér á Íslandi kaupum við matvörur í íslenskum krónum en EKKI evrum.

"Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands.

Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Það er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag HÆST Á ÍSLANDI, eða 61% HÆRRA EN Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Breytingin skýrist fyrst og fremst af GENGISBREYTINGUM en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla BORIÐ SAMAN Í EVRUM.
"

Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 7.9.2010 kl. 08:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef tollar falla niður af völdum landbúnaðarvörum þá lækkar matarverðið. Þetta á að vera óumdeilanlegt en það er ótrúlegt hvernig NEI-sinnar geta snúið þessu á hvolf.

Svo er mjög sérstakt að andstæðingar ESB eru alltaf að bölvast yfir kostnaðinum af því að vera í ESB....sem er í rauninni aðeins hærri en að var í EES og EFTA en bara húsnæðisliðurinn lætur þennan kostnað hverfa einsog dögg fyrir sólu.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2010 kl. 09:59

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kemur þessu efni við - en segi eins og maðurinn:  Leið þetta...og grenjið (eða hlægið eftir atvikum) Þetta er alveg bara - já.  Sýnishorn:

,,Mér var falið það hlutverk að tala um ESB og unga fólkið og áhrif inngöngu í ESB á þann hóp – en ég verð að segja að það skiptir engu máli hvort maður er gamall eða ungur – það er alltaf jafnömurlegt að búa í ríki innan ESB. Yfirskriftin ,,ESB og unga fólkið“ er þar að auki þversögn ef litið er á tölur yfir síhækkandi aldur og lækkandi fæðingartíðni í ríkjum innan þess."

http://www.vinstri.is/pistlar/nr/789

Mér finnst þetta fyndið sko.

,,Ég hef endrum og sinnum velt því fyrir mér hvernig það væri að búa á Íslandi ef sjónarmið Evrópusinna verða ofan á og við hreinlega göngum inn í ESB. Lítum aðeins til framtíðar, kannski tíu, tuttugu ár fram í tímann og ímyndum okkur Ísland innan ESB. Hversu miklu þurftum við að fórna fyrir inngönguna í ,,fyrirheitna landið“ sem Eiríkur Bergmann og félagar lofuðu okkur? Fiskurinn í sjónum er ekki lengur okkar - heldur kvóti í eigu sjómanna í Bretlandi, Portúgal, Spáni og víðar, allar landbúnaðarvörur koma aðsendar frá Evrópu því það eru engir bændur á Íslandi lengur, Alþingi er að mestu leyti valdalaust og við erum ennþá að bíða eftir evrunni þar sem við uppfyllum ekki ennþá Maastricht-skilyrðin. Og hvað fengum við í staðinn?"

Hahaha o.frv.o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,Lesið þetta...og grenjið (eða hlægið eftir atvikum)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 15:03

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér þykir satt að segja ekkert fyndið að ungir VG-arar séu í þessum þanka. Þeim líður augljóslega ekki vel. Unga konan hefur framtíðarsýn sem hlýtur að vera erfitt að bera á ungum herðum. Það er ekki nokkur munur á skoðunum hennar og skoðunum þorra ungliða Sjálfstæðisflokksins. Það virðist ekki vera neitt "hægri,vinstri" vandamál hérna. Hvað þá Grænt. - Ég veit ekki til að nokkur Eiríkur Bergmann hafi lofað þeim "fyrirheitna landinu". Það eru svona biblíutilvitnanir sem eiga hljóma einsog umræðupunktar en er bara spjall fyrir utan málefnið. Ef þetta er unga fólkið í VG sem talar og hugsar svona þá á VG ekki endurnýjunarmöguleika byggðan á því fólki.

Það er alltaf betur og betur að koma í ljós hversu takmarkandi VG er í pólitískri umræðu. Það er til dæmis ekki nokkur leið að sjá hvaða samleið Steingrímur Joð og Lilja Mó eiga í stjórnmálum. Annað þeirra hlýtur að leika "the devils advocate" innan flokksins.

Það var mesta furða að hún kastaði ekki fram "evrópska hernum" nokkuð sem Veðurstofu vinstrimennirnir í VG óttast mest.

Gísli Ingvarsson, 7.9.2010 kl. 18:01

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég vorkenni Brynju mikið því hún þarf að svara fyrir þessa ræðu þegar við erum gengin í ESB og EKKERT af þessu hefur gerst.

Hún getur alltaf falið sig bakvið ungan haldur. Ég held að hún er fædd 1990 eða eitthvað. En samt... held að það sé ekki einusinni nógu góð afsökun.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband