Leita í fréttum mbl.is

Stefán Haukur: Hagsmunir Íslands ráða för - enginn á hér veiðirétt nema við!

Stefán Jóhannesson,,Hagsmunir Íslands munu ráða för," sagði Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður íslands gagnvart ESB á opnum fundi hjá Ungum jafnaðarmönnum í kvöld. Þar fór hann yfir stöðu málsins og lýsti skilmerkilega því ferli sem nú þegar er að baki og því sem er framundan, þ.e.a.s. samningaviðræður við ESB, sem leiða eiga til aðildarsamnings, sem Íslendingar fá síðan að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á fundinum var rætt vítt og breitt um ýmis mál sem tengjast þessu ferli og voru t.d. sjávarútvegsmál mönnum hugleikin.

Stefán sagði það vera á kristaltæru að aðrar þjóðir hefðu ekki veiðiréttindi við Ísland, því hér hefðu engir aðrir verið að veiða í yfir 30 ár! Hann sagði þetta mæta skilning innan ESB og að framkvæmdastjórnin myndi t.d. ekki styðja kröfur Spánverja um fiskveiðiréttindi hér við land. ,,Enginn annar en við eigum rétt hér við land," sagði Stefán á fundinum.

Þá sagði hann að ESB hefði enga hagsmuni af því að leggja íslenskan landbúnað í rúst, eins og heyrst hefur í umræðunni. Mest að sjálfsögðu frá Bændasamtökunum, sem eru á móti aðild.

Stefán sagði hinsvegar að landbúnaðurinn þyrfti að kljást við breytingar, en hann sagðist vera fullviss um að það væri hægt að ná hagstæðum lausnum og vísaði þar m.a. til aðildarsamnings Finna (og Svía, það gleymist oft) í þessu sambandi.

Stefán sagði það m.a. vera metnaðarmál hjá ESB að halda svæðum í byggð og að efla þar atvinnuþróun og nýsköpun.

Hann benti einnig á þá augljósu staðreynd að ESB er ekki bara fiskur og landbúnaður, heldur annað og meira, s.s. menning, viðskipti og umhverfismál, svo eitthvað sé nefnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Stefán Haukur benti á "þá augljósu staðreynd að ESB væri ekki bara fiskur og landbúnaður, heldur annað og meira"

Landbúnaðurinn og allt hið flókna og ógegnsæja regluverk með með styrkjum og niðurgreiðslum sem ESB kerfið hefur byggt upp í kringum hann er nú alls ekki neitt til fyrirmyndar.

En er ákaflega stór og kostnaðarsamur hluti af ESB apparatinu og regluverki þess.

Undir landbúnaðardeildina heyra líka sjávarútvegsmálin sem einskonar undir deild og fá því þar fremur litla vigt.

Enda hafa sjávarútvegsmál ESB verið í kalda koli um ára tuga skeið.

Sjávarútvegsstefna Sambandsins er algerlega misheppnuð og hefur ekkert leitt yfir atvinnuveginn annað en hörmungar og sóun fjármuna og sviðna jörð fiskistofna og lífríkis.

Þetta system þeirra er eitt mesta misfóstur þessa misheppnaða ofstjórnunar apparats sem heitir ESB.

Þetta viðurkenna þeir meira að segja sjálfir og forsvarsmenn bæði sjómanna og útgerðarmanna innan ESB ríkjann eiga ekki til nógu stór orð til að lýsa þeim hörmungum sem þessi sjávarútvegsstefna sem þeir hafa megnustu skömm og fyrirlitningu á hefur kallað yfir atvinnugreinina.

En Stefán Haukur minntist líka á að ESB væri annað og meira en bara landbúnaður og fiskur og taldi upp, menningu, viðskipti og umhverfismál.

Alveg eins og menning, viðskipti eða umhverfismál væru ekkert stunduð eða ekki til utan ESB.

Já það er rétt hjá Stefáni Hauki að ESB er annað  og meira en bara þetta ofantalda en hann gleymdi því að ESB er líka:

1. Ormagrifja spillingar, sem gætir sérhagsmuna útvaldra stórfyrirtækja og einnig sérstaklega ESB elítunnar sjálfrar.

2. Miðstýrt og óskilvirkt valdaapparat sem sóar fjármunum skattgreiðenda aðildarlandanna.

3. Ólýðræðislegt og þungglammalegt  valdaapparat sem byggir upp á því, að ráðin og völdin færist sífellt frá fólkinu eða kjörnum fulltrúum þess yfir til handvaldra embættis- og sérfræðingaráða sem lúta síðan einni miðstýrðri stjórn sérvalins embættisaðals.

Þetta hefði Stefán Haukur átt að nefna líka og hafa í huga þegar hann hugar að hagsmunum þjóðarinnar.

Gunnlaugur I., 8.9.2010 kl. 09:29

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sjávarútvegsstefna EU er í grunninn og heildarlínum sú sama og hér.  Landbúnaður í raun líka nema styrkjakerfið mun fjölbreittara í EU. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.6.2010:

"Byggðastofnun, sem er rekin með ábyrgð ríkisins, er langt í frá ókeypis fyrir skattgreiðendur.

Þannig nam samanlagt TAP Byggðastofnunar síðustu fimm árin
um 4,3 milljörðum króna.

Tekið skal fram að taptölurnar eru á verðlagi hvers árs, þannig að núvirði væri upphæðin allmiklu hærri, eins og gefur að skilja.

Byggðastofnun fær AÐ AUKI fast framlag á fjárlögum
til rekstrarins, sem nam 385 milljónum króna árið 2009, en samtals losuðu þessi framlög tvo milljarða króna á þessu fimm ára tímabili.

Þegar horft er til þess má með rökum halda því fram að rekstur Byggðastofnunar hafi kostað ríkissjóð og þar með skattgreiðendur um SEX MILLJARÐA KRÓNA á umræddu fimm ára tímabili.

Og umtalsvert meira ef fært væri til núvirðis.
"

Byggðastofnun kostar skattgreiðendur milljarða króna


12.6.2010:


"AFSKRIFTAreikningur ÚTLÁNA var 4.632 milljónir króna árslok 2009, eða 21% af heildarÚTLÁNUM."

Byggðastofnun tapaði þremur milljörðum króna árið 2009

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 13:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.

Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.

Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð STYRKJA sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.

En vegna gengisbreytinga telur meirihlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að
rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 13:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 13:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 14:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 14:11

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er endemisbjartsýni hjá ykkur og Stefáni. NÚNA höfum við sannarlega öll ráð yfir fiskveiðilögsögu okkar, en eftir innlimun yrði Esb með æðstu ráð yfir henni upp að 12 mílna landhelgi, og þá getur bandalagið með tímanum farið að breyta "reglunni" óstabílu um hlutfallslegan stöðugleika og öðru slíku, auk þess sem Esb-borgarar hefðu leyfi til að kaupa sig að fullu inn í atvinnurekstur hér. Þetta gerðist t.d. í Bretlandi, þvert gegn vilja brezkra sjómanna.

Ennfremur ætluðu Norðmenn að fá sérstök einkaréttindi, en fengu ekki. Í stórmerkri bók um Ísland og Evrópubandalagið, Sjálfstæðið er sístæð auðlind eftir Ragnar Arnalds, fyrrv. fjármála- og menntamálaráðherra, er kafli á bls. 28–29: 'Um hvað sömdu Norðmenn?' Þar kemur fram, að samningsmenn Norðmanna höfðu "gefið eftir varanlegan yfirráðarétt yfir fiskistofnum sínum fyrir sunnan 62. breiddargráðu frá og með fyrsta degi aðildar, en þremur árum síðar á hafsvæðinu þar fyrir norðan" (leturbr. RA). Þetta var vitaskuld að kröfu Evrópubandalagsins, sem var trútt sínum grundvallarreglum.

Norges Fiskarlag, heildarsamtökin innan norska sjávarútvegsins, "töldu, að ekki hefðu fengist neinar varanlegar tryggingar gegn kvótahoppi og Noregur hefði því náð mjög litlu fram af kröfum sínum varðandi sjávarútvegsstefnu ESB og einungis tryggt sér aðlögunarrétt í skamman tíma" (RA, sama rit, s. 28).

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 16:17

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessir embættismenn í stjórnarráðinu hafa vanizt allt of mikið við Esb-þankaganginn, umgangast sennilega Brusselmenn og diplómata meira en íslenzka sjómenn og alþýðu, og það hefur eflaust sín áhrif á þá. En líf fólksins á Íslandi verður aldrei í stíl við ytri glansinn á Brussel.

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 16:26

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur og Gunnlaugur Ingvasson. Ég bið ykkur vinsamlegast að taka þessa lygaþvælu ykkar eitthvert annað.

Þið komið með fullyrðinar án heimilda, og slíkt er bara hreinræktuð lygi. Þar sem þið ennfremur getið ekki gefið upp heimildir fyrir þeim fullyrðingum sem þið setjið hérna fram.

Það sem þið setjið hérna fram á aðeins heima á einum stað. Í ruslinu.

Það eru alltaf hagsmunir nýs aðildarríkis sem ráða för í aðildarviðræðum hjá ESB. Enda á aðild ríkja að gagnast þeim, en ekki hinum aðildarríkjunum innan ESB. Það fylgja vissulega skyldur því að ganga í ESB, en aftur á móti kemur að kosturinn við aðild ríkja að ESB kemur sér mjög vel fyrir almenning í viðkomandi ríkjum.

Eins og stendur í Wikipedia.

"Yet, as sovereignty still originates from the national level, it may be withdrawn by a Member State who wishes to leave. Hence, if a law is agreed that is not to the liking of a state, it may withdraw from the EU to avoid it. This however has not happened as the benefits of membership are often seen to outweigh any negative impact of certain laws. Furthermore, in realpolitik, concessions and political pressure may lead to a state accepting something not in their interests in order to improve relations and hence strengthen their position on other issues."

Feitletrun er mín og þetta er tekið héðan.

"Besides the emerging international policy of the European Union, the international influence of the EU is also felt through enlargement. The perceived benefits of becoming a member of the EU act as an incentive for both political and economic reform in states wishing to fulfil the EU's accession criteria, and are considered an important factor contributing to the reform of former Communist countries in Central and Eastern Europe.[82] This influence on the internal affairs of other countries is generally referred to as "soft power", as opposed to military "hard power".[83]"

Tekið héðan. Feitletrun er mín.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2010 kl. 16:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Hér við Ísland er 200 sjómílna fiskveiðilögsaga
og önnur skip en íslensk hafa EKKI rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan okkar lögsögu.

Hins vegar mega erlend skip veiða hér úr flökkustofnum, samkvæmt samningum við okkur Íslendinga, rétt eins og íslensk skip mega veiða úr þessum stofnum í fiskveiðilögsögu annarra ríkja.

Og
aðildarsamningi okkar að Evrópusambandinu verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 16:33

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, Ragnar Arnalds veit ekkert um EU.  Miklu frekar að fá álit Jenis frá Rana.

Annars er margoft búið að fara yfir sjávarmál og EU og 100% rétt sem Stefán segir og engu við bæta.  Þetta hefur alltaf verið smámál viðvíkjandi aðild Íslands að EU og andsinnar hafa frá upphafi  misskilið frá grunni efni máls eða eru ófærir um að kynna sér mál að gangi eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 16:34

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 16:38

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD.
"

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33
gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN
er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN
hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 16:56

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er öfgahjal í Ómari Bjarka, að Ragnar Arnalds viti ekkert um EU.

Og vitaskuld eru heimildir fyrir öllu því sem ég kom með í innleggi mínu. En þeta óttizt þið – og ekki að ástæðulausu!

Svo heldur Steini áfram að endurtaka sig með snakki út fyrir efnið, sem margsvarað hefur verið.

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 17:00

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

STAÐREYND:

Hér við Ísland er 200 sjómílna fiskveiðilögsaga
og önnur skip en íslensk hafa EKKI rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan okkar lögsögu.

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:10

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ríki, sem er ekki sjálft með sín eigin æðstu fullveldisréttindi, ekki með sín eigin ráðandi löggjafarréttindi, heldur beygir sig fyrir ALGERRI löggjafar-forsjá stórríkis (en það við gerðum t.d. EKKI á mestöllum tíma norsk-danska konungdæmisins yfir Íslandi), slíkt ríki ræður ekki lengur eigin fiskveiðilögsögu.

En ríki eða ríkjabandalag, sem hefur vald — og það ráðandi æðsta vald, eins og hér um ræðir — yfir löggjöf annars ríkis, hefur vitaskuld tögl og hagldir yfir því ríki.

En sannir Íslendingar ætla ekki að láta þetta verða örlög okkar.

Sjá nánar hér, nýbirta grein: HROLLVEKJANDI STAÐREYNDIR.

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 18:19

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 18:53

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.

Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994
, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 18:54

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarráðstefna.

Ráðstefna til að ÁKVARÐA HVAÐA ÞJÓÐRÉTTARREGLUR GILDI á sviði hafréttar.

Nokkrar hafréttarráðstefnur hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem meðal annars Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur."

"Þjóðréttarregla.

Regla sem viðurkennt er að gildi MEÐ BINDANDI HÆTTI í lögskiptum ríkja eða annarra viðurkenndra þjóðréttaraðila á milliríkjagrundvelli."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 18:56

22 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Ertu með heimildir ? Komdu með þær hérna. Það er ekki heimild að vitna í sjálfan þig. Ég mun ekki taka mark á slíku.

Þú hefur aldrei komið með neinar heimildir sem standast. Ekki heldur Gunnlaugur Ingvasson. Enda er þetta allt saman þvæla í ykkur og hefur alltaf verið það.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2010 kl. 18:57

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:

"Í þessu sambandi telur meirihlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika
, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."

"Meirihlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu."

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 18:59

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika, sem ÆTTI enn frekar að TRYGGJA stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum.

"Þvílík einfeldni! Hvernig getur gersamlega óstabíl "regla" (principle), sem er ALGERLEGA Á VALDI RÁÐHERRARÁÐSINS, sem hefur EKKI múrað inn regluna sem ævarandi og óskerðanlega, hvernig getur hún TRYGGT okkur það, sem nú þegar, af því að við erum sjálfráða LÝÐVELDI, er fullkomlega tryggt, þ.e. yfirráð okkar yfir þessum fiskistofum okkar?

Farðu ekki í geitarhús að leita ullar, Steini, og heldur ekki þótt einhver skeikull, rangþenkjandi "meirihluti" fari þangað á undan þér.

Betri er ein kráka í hendi en önnur hæpin kráka í skógi reglugerða.

Þegar "reglan" þín óstabíla verður stokkuð upp eða afnumin í ráðherraráðinu –– eða fiskveiðireynslu-viðmiðið lengt upp í 40-50 ár –– þá yrði fulltrúi Íslands með 0,06% atkvæðivægi til að leggja áherzlu á sitt háværa, litla "nei", ef hann þá þorir að segja nei!!!

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 20:12

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 20:31

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

TOLLAR af landbúnaðarvörum frá löndum í Evrópusambandinu FALLA HÉR NIÐUR við aðild Íslands að sambandinu og þannig getur matarreikningur okkar Íslendinga LÆKKAÐ UM FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI.

Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.

Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 20:35

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.
"

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry


"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 20:43

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

HORFÐU Á AÐILDARSAMNING FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR og reyndu að KANNAST VIÐ, að þar eru lög Esb. gerð æðri öllum landslögum, og ef á milli ber, skuli Esb-lög ráða – ÞETTA og ekkert minna er sam.ykkt með "aðildarsamningi"!

Innlegg þitt kl. 20:31 segir ekkert um yfirráð okkar yfir efnahagslögsögunni, þegar annað ríkjasamfélag er komið hér með æðsta löggjafarvald og æðsta yfirvald okkar sjávarútvegsmála. Vertu ekki svona þrár, Steini Briem, hættu að berja þínum viðkvæma haus í steininn.

Þú, í hópi evrókrata, bendir á þá lausn helzta í landbúnaðarmálum, að RÍKISSTYRKIR haldi honum uppi. Styrkir frá Esb. til þeirra mála myndu aðeins vera veittir, ef við borguðum sjálf 70% hjálparinnar í ríkisstyrkjum, en Brussel aðeins 30%. Hvað er orðið af gömlu krötunum, Jóni Baldvin & Co., sem vildu afnema ríkisstyrki til landbúnaðar? Þeir eru komnir í algera flækjuhugsun.

Jón Valur Jensson, 8.9.2010 kl. 20:50

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 20:52

30 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég sé að Jón Valur eru með hræðsluáróður eins og venjulega. Það er mun enginn breyta neinu varðandi hlutfallslegan stöðugleika innan ESB, og allar slíkar breytingar munu krefjast samþykks allra aðilaþjóða ESB. Þó svo að CFP nái aðeins til hluta að aðildarríkjum ESB núna í dag. Þar sem mörg ríki innan ESB í dag liggja ekki að sjó.

Jón Valur heldur áfram að hunsa kröfu mína um heimildir og heldur áfram að vitna í sjálfan sig. 

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2010 kl. 23:34

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Steini, þá byrjar næturvaktin, á ekki að hella upp á könnuna?

Þú svarar ekki ÞUNGVÆGUM ábendingum mínum um grundvallar-löggjafarvalds-framsalið til Brussel og Strassborgar með einum saman textum um sérlausnir, undanþágur og viðauka aðildarsáttmála. Gættu líka þessara orða þar: "Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB." Gættu þess líka, að Esb getur aukið við stofnsáttmála sína eða breytt þeim, fáist fullt tilskilið samþykki fyrir því. Bandalagið er á hraðferð að fella niður neitunarvald einstakra ríkja og taka upp aðrar reglur í staðinn, um nýja löggjöf um marga málaflokka (ekki t.d. hermál, ekki enn), og óskerðanleiki sáttmálanna sjálfra getur orðið slíkri nýbreytni að bráð. Aldrei hefur verið til neitt stórveldi eða ríkjasamband, sem hætti skyndilega að setja sér lög og breyta lögum í takt við "kröfur tímanna". Esb leitar jafnvel að slíkum tækifærum – það á við um það eins og ýmsar stofnanir og ríki, að þau líta jafnvel á kreppu sem TÆKIFÆRI – tækifæri til að breyta því, sem vanahugsun og áunnin réttindi og hagsmunir stétta o.fl. hópa eða landshluta hindruðu áður, að breytt yrði.

Jón Frímann, gerðu þér grein fyrir því, að þótt atkvæðavægi Austurríkis verði ekki meira en 1,67% í ráðherraráðinu frá og með 2014, þá hefur það landlukta ríki þó þar með 28 sinnum meira atkvæðavægi en Ísland (ef lýðveldið verður dregið þarna inn á eftir Össuri af öllum mönnum), þegar gengið yrði til atkvæðagreiðslu um breytingu á "reglunni" ykkar óstöðugu um "relatífan stöðugleika".

Ég svara öðru í seinna innleggi.

Jón Valur Jensson, 9.9.2010 kl. 03:24

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið virðizt sífellt gera ráð fyrir því, að Esb verði alltaf það sem það er núna. En það á eftir að breytast rétt eins og þjóðfélögin.* Þess vegna getið þið t.d. ekki bent kokhraustir á Danmörku og Svíþjóð og sagt sigri hrósandi: Eru þetta ekki fullvalda ríki? – gefandi í skyn, að bandalagið muni ekki notfæra sér síðar lagaheimildir sínar til að skipa þar hlutum eftir sinni stefnu. Svíar eru ýmsir nú þegar óánægðir með, að landið hefur ekki meiri áhrif í Evrópuþinginu en Kalmar-borg hefur í sænska þinginu. Þeir eiga eftir að verða enn ósáttari, þegar atkvæðavægi lands þeirra minnkar úr 2,9% í 1,85% í ráðherraráðinu – og það gerist 2014!

* Fólksfjöldahrunið – þrátt fyrir ellibelgjasprenginguna –, sem blasir við í Esb um 2030–2050, á eftir að leika þjóðirnar og einkum vinnandi menn grátt. Ef inntaka Tyrklands og kannski Marokkó er elexírinn, sem á að lækna lúið bandalagið, þá skapast þar með stórfelld ný vandamál innan borðs. Voru ekki þjóðerna-árekstrarnir ærið nógir í Austurríki-Ungverjalandi og víðar fyrir heimsstyrjöldina 1914–1918? En þetta verða enn erfiðari þjóðerna- og trúarárekstrar, það er fátt sem bendir til annars.

Og þetta viljið þið, slíkt sæluríki!

Jón Valur Jensson, 9.9.2010 kl. 03:38

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 9.9.2010 kl. 04:31

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.

Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."

Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.

Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.

Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."

"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.

HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.

MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.

Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.

LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.

HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.

Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."

Þorsteinn Briem, 9.9.2010 kl. 04:33

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki tók Stefan Füle, stækkunarstjóri stóra bandalagsins sem vill verða stærra (t.d. gleypa Ísland), vel í þá hugmynd Össurar, að Íslendingar fengju einhverja sérlausn. Hann nánast gaf honum olnbogaskot eftir sjálfsánægða fullyrðinguna og leiðrétti hann.

Steini, þú værir kominn með verk í síðuna eftir öll olnbogaskotin frá Stefani, ef þú kæmir fram fyrir Íslands hönd og sætir honum við hlið á öðrum afhjúpandi blaðamannafundi.

Jón Frímann, vissirðu ekki þetta um mismunandi ákvæðin í Esb-samningi Norðmanna varðandi fiskveiðimálin sunnan og norðan 62. breiddargráðu við Noreg? Heldurðu að það sé "lygaþvæla" og "bara hreinræktuð lygi" einfaldlega af því að Ragnar Arnalds skrifaði þetta? Hvaða hag ætti sá sómamaður að hafa af því að ljúga á útgefinni bók sinni um Evrópumál? Hefði hann eða hans málstaður einhvern ávinning af því? Ertu ekki sjálfur að afhjúpa vanþekkingu þína, vesalings maður?

Jón Valur Jensson, 9.9.2010 kl. 22:04

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Evrópusambandið
byrjar að sjálfsögðu ekki samningaviðræður við okkur Íslendinga á því að fullyrða að Ísland geti fengið SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGI að sambandinu, sem við fáum AÐ SJÁLFSÖGÐU, eins og til að mynda Finnar og Svíar.

"... sem vill verða stærra (t.d. gleypa Ísland), ..."

Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu
, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.

Með aðildinni LÆKKAR VERÐ Á MATVÖRUM frá Evrópusambandslöndunum í verslunum hérlendis um
FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI vegna niðurfellingar tolla.

Framleiðendur á landbúnaðarvörum í þeim löndum gætu því selt meira af þeim hér en áður. Hins vegar er enn óvíst HVAÐA kjötvörur nákvæmlega MÆTTI SELJA HÉR frá Evrópusambandslöndunum, þar sem eftir er að komast að niðurstöðu um slíkt.

Lambakjöt
yrði tæpast flutt hér inn í einhverjum mæli og margir myndu ekki vilja kaupa innflutt nautakjöt, enda þótt það yrði töluvert ódýrara en það íslenska.

ÞANNIG GÆTI ALLUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HALDIÐ ÁFRAM AÐ KAUPA ÍSLENSKT NAUTAKJÖT.

Íslenski
matvörumarkaðurinn er aftur á móti MJÖG LÍTILL og NÚ ÞEGAR ERU FLESTAR MATVÖRUR HÉR INNFLUTTAR.

Þar að auki myndi innflutningur hér á AÐFÖNGUM frá Evrópusambandslöndunum TIL LANDBÚNAÐAR MINNKA með auknum innflutningi á landbúnaðarvörum frá þessum löndum.

ERLEND AÐFÖNG
til landbúnaðar hérlendis eru til að mynda olía, dráttarvélar, kjarnfóður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og tilbúinn áburður.

Og þar sem VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM MUN MEIRI HAG AF ÞVÍ en íbúar Evrópusambandslandanna að Ísland fengi aðild að sambandinu væri HARLA EINKENNILEGT ef Evrópusambandið hefði áhuga á að greiða Íslendingum fyrir þá opinberu SKOÐUN, SEM BYGGÐ ER Á FJÖLDAMÖRGUM RÖKUM, að Ísland STÓRGRÆÐI á aðild að sambandinu.

Þorsteinn Briem, 9.9.2010 kl. 23:02

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og mjólkurkvóti verður afnuminn frá árinu 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi beingreiðslna sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á takmarkanir á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu til að eignast fasteignir hér á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi sérreglur Möltu og Danmerkur.
"

"Fordæmi þau sem sköpuð hafa verið í aðildarsamningum ríkja eins og Finnlands munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að skilgreina allt landið sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og sem harðbýlt svæði.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum
, umfram það sem almennar reglur Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meginlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið undanþegið viðskiptum með lifandi dýr. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaundanþágan er nú varanleg innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 13:46

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 13:49

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum landbúnaðarvörum, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður!


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR!


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

OG ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR!


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs!

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR!!!

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ!!!

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 14:04

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 14:27

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru
í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 14:33

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.

"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009


Swedbank:


"We have 9.5 million private customers and 650,000 corporate customers with 362 branches in Sweden and 222 branches in the Baltic countries.

The group is also present in Copenhagen, Helsinki, Kaliningrad, Luxembourg, Marbella, Moscow, New York, Oslo, Shanghai, St. Petersburg, Ukraine and Tokyo.


In June 2010, the balance sheet amounted to SEK 1,905 billion and the number of employees totaled about 17,500."


Skandinaviska Enskilda Banken (SEB):


"
SEB är en nordeuropeisk finansiell koncern som betjänar över 400 000 företag och institutioner samt mer än fem miljoner privatpersoner.

Verksamheten omfattar främst banktjänster, men SEB har också en betydande livförsäkringsrörelse.


Fler än hälften av SEB:s cirka 20 000 medarbetare finns utanför Sverige.


I Sverige, Estland, Lettland, Litauen och Tyskland är SEB en universalbank.


SEB har också verksamhet i övriga Norden
, Polen, Ryssland och Ukraina samt på ytterligare ett tiotal platser i världen.

Även på den nya marknaden i Ukraina är SEB inriktad på att vara en universalbank."

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 14:46

44 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Jón Valur Jensson, 9.9.2010 kl. 22:04, Norðmenn vildu fá sérstaka stjórnun á fiskveiðum fyrir norðan 62° breiddargráðu, en fengu ekki í samningum. Hinsvegar fengu norðmenn gífurlega miklar heimildir í sínum aðildarsamningum varðandi fiskveiðar. Jafnframt var samþykkt af ESB að fiskveiðistefna Noregs yrði hluti af fiskveiðistefnu ESB (CFP) með tímanum. Þetta var allt saman í aðildarsamningum sem norðmenn felldu síðan í þjóðaratkvæði.

Ragnar Arnalds veit ekkert um ESB og hefur aldrei gert. Enda hefur sá maður verið á móti EFTA, EES og núna ESB. Ragnar Arnalds hefur í reynd verið á móti öllum breytingum íslendinga varðandi alþjóðasamskipti síðustu 50 ár eða svo.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2010 kl. 15:10

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 15:54

46 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í rauninni fengu Nojarar þetta fram - með því að þeirra fyrirkomulag yrði hluti af CFP með tímanum.  Hvað vilja menn meira?

Auk þess sem nálgunin er skökk eða bjöguð eins og oft vill verða. 

það að viss prisipp CFP yrðu hluti norska kerfisins - það er bara ekkert voðalegt! 

Þetta snýst heldur ekki um ,,yfirráð" yfir efnahagslögsögunni.  Það er ekkert málið.  Heldur að menn hafi viss grunnprinsipp í heiðri - sem td. nojarar og íslendingar gera hvort sem er - allavega í orði.

Hr. Arnalds er á villigötum - líklega fríviljugur.

Málið er, og það sem öllu skiptir er, að í samningnum var kveðið á um nánast óbreittar gagnkvæmar veiðiheimildir frá stöðunni 1994 og miðað við nokkur ár fyrir þann tíma. 

Td. ef ísland væri fært inní norska samningin - þá mundi nánast ekkert breytast frá núverandi stöðu á íslandi!  Það er bara staðreynd.  Það yrði örlítil formbreyting á hvernig kvótanum yrði úthlutað.  Að formlega yrði hann gefinn út frá íslendingum í Brössel má segja í staðinn frá íslendingum hérna niðrí bæ.  What difference does it make?  Skiptir engu.

Það er annað sem ætti að ræða og er relevant og málefnaleg nálgun.  Þ.e. hvað með tegundir sem ekki eru veiddar af íslendingum en kunna að finnast inní lögsögunni?  Hvernig yrði farið með það o.s.frv.  Þ.e. enginn kvóti eða rannsóknir af hálfu íslands varðandi hugsanlegar tegundir sem væru hér - mættu erlendir þá leita eða reyna að fiska það hér etc. og ef svo mundi vera - væri það ekki bara allt í lagi?  Og er það ekki svo langsótt að einhverjar óþekktar tegundir séu hérna að ráði.

þetta er málefnaleg nálgun.  Það sem andsinnar eru með er bara þvæla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 16:45

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

ENGINN Á HÉR VEIÐIRÉTT NEMA VIÐ – það er það ástand, sem við áunnum okkur í krafti hinnar sívirku auðlindar: fullveldis lýðveldisins. HAGSMUNIR ÍSLANDS RÁÐA ÞVÍ AÐEINS FÖR, AÐ STJÓRNMÁLASTÉTTIN SVÍKI EKKI LANDIÐ Í HENDUR ERLENDU STÓRVELDI (samansett af fjórum fyrrv. stórveldum og 23 öðrum ríkjum).

Hef ekki haft tíma til að fylgjast með vefslóðunum síðan í gær.

Jón Frímann, þú hefur ekki efni á að gera lítið úr þér meiri mönnum. Ragnar Arnalds er mikill skynsemdar- og hæfileikamaður og hefur verið treyst fyrir meira en þér. Ég hef lesið nefnda bók hans og dáist að vinnubrögðum hans. Hafir þú lesið hana, ættirðu að reyna að skrifa ritdóm um hana, en þú getur það trúlega ekki. Gaspraðu þá minna og haltu þig á kurteisis-mottunni.

Jón Valur Jensson, 10.9.2010 kl. 17:03

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

EN MAKRÍLL
ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.

Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.

RÚV 8.9.2010 (í fyrradag): Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 17:18

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópuöndum.

Mikilvægi sjávarútvegs er mun meiri hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 17:18

50 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, samkv. þessu sem St. Briem vísar í eru óþekktir stofnar ekki einu sinni relevant í þessu samhengi - sé um staðbundna stofna að ræða.

Eftir stendur þá sameiginlegir stofnar sem Ísland þarf alltaf að semja um hvort sem er - og sennileg fær það mun sterkari stöðu því viðvíkjandi innan ESB en utan.  Man að Þorsteinn Páls, fv. Sjávarútvegsráðherra sagði það.  Og hann þekkir þetta.  Hann .hefur reynslu af slíkum samningum um sameiginlega stofna.

Þannig að þetta er bara algjört ekki-mál, stóra sjávarútvegsmálið.

Þá er það bara afgreitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2010 kl. 17:27

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétt er það, Ómar minn Bjarki!

Er farinn í minn daglega spásséritúr niður að höfn til að heilsa þar upp á mann og annan.

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 17:39

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem hlýtur að leiða til áhrifa ... (17.18)

Hahaha! Þú ætlar að treysta því blint, Esb-sinninn! Kannski með því að "koma til greina" sem sjávarútvegsstjóri Esb um tveggja ára skeið, rétt eins og ráðherra Lúxemborgar "kom til greina" í leiðtogastarf þar (eins og Þorsteinn Eggertsson söngvaskáld var að tíunda í Mogganum), þótt hann fengi það reyndar ekki! – Hver á svo að stjórna öll hin árin mínus þessi tvö?! Og fulltrúa Íslands yrði raunar ekki heimilt að vinna þar mest fyrir OKKAR hagsmuni, heldur hagsmuni EVRÓPUBANDALAGSINS sem heildar, – einnig það er í reglum þess!

Jón Valur Jensson, 10.9.2010 kl. 19:18

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Þeim sem starfa fyrir Evrópusambandið ber AÐ SJÁLFSÖGÐU að starfa fyrir sambandið SEM HEILD en EKKI fyrir einstök aðildarríki sambandsins.

Og í Evrópusambandinu gilda LÖG sambandsins, sem við Íslendingar tökum núna upp án þess að taka þátt í að semja þau, og AÐILDARSAMNINGUM einstakra ríkja verður EKKI BREYTT nema með samþykki ríkjanna.


ÞÚ HLÆRÐ HÉR AÐ Kristjáni Hjaltasyni, sem flutti ofangreinda ræðu á síðasta aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva, OG HANN HEFUR NÚ ANSI MIKIÐ MEIRA VIT Á ÞESSUM MÁLUM EN ÞÚ:

"Það er mér mikill heiður og ánægja að fá að ávarpa AÐALFUND SAMTAKA FISKVINNSLUSTÖÐVA.

Ég hef setið marga aðalfundi félagsins og Á ÞEIM ER FJALLAÐ UM HAGSMUNAMÁL OG FRAMTÍÐ ÍSLENSKS SJÁVARIÐNAÐAR AF MIKLUM METNAÐI.
"

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 20:52

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Mikilvægi sjávarútvegs yrði mun meira hér en í öðrum löndum Evrópusambandsins, sem hlýtur að
leiða til áhrifa á fiskveiðistefnu sambandsins og samninga um veiðiréttindi.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 22:08

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var ekki að hlæja að neinum hér nema þér, Steini Briem, en ég tek ekkert mark á þessari óskhyggju hans, þótt hann heiti Kristján og sé Hjaltason. Jafnvel þótt hann hefði vornir sínar úr herbúðum Esb, frá einhverjum sem hann hefði náð fundi með, þá er það gersamlega haldlaust, og þér dettur vitaskuld ekki í hug, að erindrekar okkar þangað geti verið afvegaleiddir af gestgjöfum sínum, í margt sé látið skína, sem þó er talað án ábyrgðar, en þjónar samt því hlutverki að narra græsulausa fulltrúa smáþjóðarnnar og vefa þá í netið sem út er strengt til að hremma þetta stórhveli, landið okkar, í bandalagið. Æstæðan er vitaskuld þín eigin ofurbjartsýni. Hverjum tókst að narra þig og véla svona út á þessa braut, hr. Steini?

Jón Valur Jensson, 11.9.2010 kl. 01:35

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ég byggi ALLAR mínar skoðanir á STAÐREYNDUM, RÖKSTYÐ þær hér DAGLEGA frá MÖRGUM sjónarhornum og vitna í SÉRFRÆÐINGA á viðkomandi sviði.

Ég birti hins vegar EKKI ÓSKHYGGJU, ÍMYNDANIR, KVENFYRIRLITNINGU, TRÚAR- OG ÞJÓÐERNISOFSTÆKI og ALLS KYNS FORDÓMA, eins og þú hefur gert DAGLEGA hér á Moggablogginu undanfarin ár og MJÖG AUÐVELT er að færa SÖNNUR Á.

Þú vitnar oftast í sjálfan þig og þykist VITA ALLT betur en þeir SÉRFRÆÐINGAR sem ég hef vitnað hér í, til að mynda Stefán Már Stefánsson, LAGAPRÓFESSOR.

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 02:22

57 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Ég er ennþá að bíða eftir staðreyndum frá þér. Eitthvað annað en þetta sjálfs-tilvitnunar rugl sem þú kemur alltaf með hérna og á þínu eigin bloggi.

Komdu með staðreyndir eða vertu minni maður fyrir að ljúga að fólki í gegnum bloggmiðla og athugasemdir.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 05:45

58 Smámynd: Guðjón Eiríksson

"ENGINN Á HÉR VEIÐIRÉTT NEMA VIÐ"

Jón Valur. 

áttu kvóta? ertu meðlimur í LÍÚ?

Við eigum engan veiðirétt

Einungis þeir sem eiga kvóta eiga veiðirétt

Við erum ekki þeir

Persónulega er mér sama hverjir þeir eru sem stunda hér fiskveiðar svo framarlega sem hinn efnahagslegi ávinningur komi fram í hinu íslenska hagkerfi.

 Hefur það ávalt verið svo?

Samkvæmt vitnisburði Ara Mattíassonar er margt sem bendir til að ýmsir þeirra sem stundað hafa sjávarútveg hér á íslandi hafi kerfisbundið flutt fjármagn úr landi.

Bara svona pæling í samhenginu við og þeir

Guðjón Eiríksson, 11.9.2010 kl. 21:00

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, nú ertu kominn í samsæriskenningarnar Guðjón, það mátti svo sem grípa til þess vopns, ví að ekki hafið þið þau mörg.

En Íslendingar eiga hér nánast fullan einokunarrétt á fiskveiðum, andstætt því að útlendingar geti valsað hér um og hirt upp fisk á okkar miðum. Það er ÞETTA, sem ég var að segja með orðum mínum, þeim sem þú reynir að affæra og mistúlka.

Ef þú átt einbýlishús eða góða íbúð með lítinn skuldahala, geturðu vel keypt þig inn í ýmsan atvinnurekstur, selt húsið og farið að leigja smærri íbúð og lagt höfuðstólinn í nýja atvinnuveginn, hvort sem hann er nokkrar sjoppur, bílaþvottastöð, prjónastofa eða bátur með kvóta, sem þú kaupir með vélstjóranum vini þínum.

Það sama geturðu gert, ef þú ert nú þegar með atvinnurekstur og selur það fyrirtæki þitt, jafnvel fleiri en eitt eða verðmætan hlut í hlutafélagi, og þá geturðu keypt þér kvóta eða annan veiðirétt með fleytu.

Það er stundum eins og allir telji, að sjávarútvegur eigi að vera öðruvísi en aðrar atvinnugreinar að því leyti, að þar geti eigi allir, jafnvel bráðungir menn sem vart eru byrjaðir eignasöfnun, að geta orðið samkeppnishæfir við stóru risana og aðra kvótakarla á einni nóttu, bara af því að þeir óski sér þess að fara á sjó.

Við, sem ráðið höfum okkur á togara og önnur skip, erum ekki alveg jafn tilætlunarsamir. Við vitum, að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Enginn kemst langt í einkaatvinnurekstri á landi, sem nennir ekki að byggja upp sitt fyrirtæki með tímanum og leggja í það fjármagn í byrjun og með því að neita sér um að bruðla af brúttótekjunum.

Í þeim skilningi, sem ég vék að hér á undan, geta allir Íslendingar talið sig potentielt rétthæfa til útgerðar á bátum og skipum hér við land, því að ekki er það þjóðernið, sem heldur okkur frá því, eins og þjóðerni Spánverjans eða Bretans gerir það hins vegar (sem betur fer – og er á meðan er!).

SVO ÞARFTU AÐ LÍTA Á ANNAÐ.

Allar þessar útgerðir og þessir sjómenn, sem draga fisk úr sjó, eru að vinna fyrir okkur hina í margfalt meiri mæli en þú virðist átta þig á. Lítt nú á þessa samantekt mína um það:

Afgerandi mikilvægi og margfaldir yfirburðir sjávarútvegs yfir aðrar atvinnugreinar

Yfirburðir sjávarútvegsins hér á landi hafa sýnt sig einna bezt í gjaldeyrisöflun hans. Útflutningsverðmæti á hvern starfsmann í sjávarútvegi og landbúnaði árið 2007 var rúmlega 18,2 millj. kr., en útflutningsverðmæti annarra atvinnugreina á hvern starfsmann einungis rúmlega 1,7 millj. kr., um 12-falt minna! Þarna sjá menn í hnotskurn, hve gífurlegt það er, framlag sjávarútvegsins, til að afla okkur erlends gjaldeyris, og þetta er hrein lífsnauðsyn, ef við ætlum að geta keypt vörur erlendis frá. (Hlutur landbúnaðar er þarna með, en hann er afar lítill í raun, um 36 sinnum minni í útflutningsverðmætum en hlutur sjávarútvegs.) Þetta kemur fram í töflum* á vefsíðu Fannars Hjálmarssonar frá Rifi, í vefgrein hans: Hagsmunir Íslands liggja í sjávarútvegi (4/12/2008), þær sýna þetta með hvað ljósustum hætti.

Íslenzkir sjómenn eru með margfaldan afla á við starfsbræður þeirra erlendis (Ragnar Árnason prófessor: The North Atlantic Fisheries, 1995, s. 258): meðalafli á hvern ísl. sjómann er þrefalt meiri en í Noregi, Bretlandi og EB og sjö sinnum meiri en sjómanna í Kanada og Bandaríkjunum (sjá Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, 1999, s. 15). Tekjur sjómanna hér eru líka með því bezta á landinu, og af þeim greiðast miklir skattar og útsvar. Afleidd störf eru líka mörg, iðnaðarmanna og starfsmanna við hafnir og uppskipun, auk fiskiðnaðarins og margfeldisáhrifa af honum og þessu öllu.

"Ragnar Árnason heldur því reyndar fram í fyrrnefndri bók um ísl. sjávarútveg að raungengi íslensku krónunnar hafi löngum verið mjög hátt og afkoma sjávarútvegs hafi því verið rétt við núllið áratugum saman. [...] Hátt raungengi íslensku krónunnar hafi stuðlað að ódýrum innflutningi og þar með góðum lífskjörum almennings og orðið eins konar auðlindaskattur til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild (The North Atlantic Fisheries, bls. 262)" (Ragnar Arnalds: op.cit., s. 23, feitletrun hans, en undirstrikun mín, jvj).

Svo dettur sumum glópum í hug að vanvirða sjávarútveginn og láta sem hann skipti okkur litlu máli "úr þessu" og nota það sumir sem "rök", að þjóðin njóti þessa ekki, heldur kvótaeigendur og jafnvel þeir einir saman!! Þvílík vanþekking á eigin atvinnuvegum og því, sem framfleytir enn þessari þjóð í miklu meira mæli heldur en áliðnaðurinn nokkurn tímann getur gert!

Þar á ofan er unnt að veiða hér miklu meira en nú er gert! Þetta vita menn í Brussel, Madríd, Lundúnum Antwerpen og í Frakklandi – þess vegna er eindregið sótt á að innlima Ísland í Evrópubandalagið.

–– Þetta birti ég í grein og lét fylgja töfluna frá Fannari, HÉR LÍKA!

PS. Biðst afsökunar á fjórum fljótfærnis-ásláttarvillum í innleggi mínu í fyrrinótt kl. 1:35, meinlausum þó fyrir skilning lesandans, nema hvað "vornir" átti að vera vonir.

Jón Valur Jensson, 12.9.2010 kl. 03:40

60 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Ég sé Jón Val fyrir mér kl. 3 að nóttu raulandi

"á sjó" um hafsins hetjur þeim heiður falli í skaut, við þetta andsvar við innleggi mínu.

Ég ber mikla virðingu fyrir sjómönnum, en kvótabraskararnir eru ekki þeirra á meðal. Skuldir útgerðarinnar í heild eru taldar vera upp undir 600 milljarðar.

Hvað skyldi þurfa að veiða mörg tonn af þorski með öllum tilkostnaði til þess eins að greiða afborganir og vexti af þessum lánum?

Þetta hefur verið kallað auðlindaskattur sem er greiddur úr landi en ekki til þjóðarinnar.

Íslenska kvótakerfið er brot á mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna og vanvirðing við íslensku þjóðina.

En þeir sem dirfast að gagnrýna kvótakerfið eru kallaðir " glópar sem vanvirða sjávarútveginn" af mönnum eins og JVJ.

Og svo vilja þeir að við stöndum vörð um hagsmuni þeirra.

Þegar kemur að því að kjósa um aðildarsamning mun ég standa vörð um mína hagsmuni fyrst og fremst.

Guðjón Eiríksson, 12.9.2010 kl. 11:29

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir, sem láta sem sjávarútvegurinn skipti okkur litlu máli "úr þessu" og horfa fram hjá gríðarlegri verðmætasköpun þessarar atvinnugreinar fyrir þjóðarbúið, a.m.k. 12-15-faldri í gjaldeyristekjum miðað við aðrar útflutningsgreinar, eins og ég sýndi fram á með tölum, ÞAÐ ERU MENNIRNIR SEM ÉG KALLAÐI GLÓPA SEM VANVIRÐA SJÁVARÚTVEGINN.

Guðjón Eiríksson getur reynt að snúa út úr þessum staðreyndum, en blekkir engan sem les þetta og hefur hugsunina í gangi á meðan.

Hann stundar hér níð um þennan atvinnuveg okkar að mínu mati og hefur ekki svarað á neinn hátt þeim ábendingum mínum, að hverjum ÍSLENDINGI er frjálst að leggja fé sitt og áræði í þessa atvinnugrein.

Hættu að vera billegur í málflutningi, Guðjón, það sjá allir í gegnum það hvaða tilgangi þetta á að þjóna hjá þér, og sá tilgangur snýst ekki um að halda fiskveiðiheimildunum innan okkar lögsögu/landamæra.

Jón Valur Jensson, 12.9.2010 kl. 21:58

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 22:27

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Stækkunarstjóri Evrópusambandsins segir að ekki sé hægt að veita neinar varanlegar undanþágur frá lögum Evrópusambandsins. Kom þetta fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær, eftir ríkjaráðstefnu ESB og Íslands ... Ekki náðist í Össur Skarphéðinson utanríkisráðherra í gær." (Mbl. 28. júlí 2010, í stórri frétt á bls. 6, undir fyrirsögninni: 'Engar varanlegar undanþágur'.)

Þú lest kannski bara "Fréttablaðið", Steini?

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 00:53

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið byrjar að sjálfsögðu ekki samningaviðræður við okkur Íslendinga á því að fullyrða að Ísland geti fengið SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGI að sambandinu, sem við fáum AÐ SJÁLFSÖGÐU, eins og til að mynda Finnar og Svíar.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 02:18

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sérlausnir" ESB þar -- "umburðarlyndi" við sniffið í Svíum og svo hið stærra mál, norðurslóðalandbúnaður, þar sem þessar þjóðir "fá" að borga 70% af styrkjum til atvinnugreinarinnar gegn því að fá 30% frá Brussel (og þau koma reyndar frá hluta aðildargjalda Svía og Finna!) -- kosta Evrópubandalagið og hins einstöku ríki þess sáralítið sem ekkert. ALLT ÖÐRU MALI GEGNIR MEÐ AUÐUGUSTU FISKIMIÐ EVRÓPU, Í FISKVEIÐILÖGSÖGU OKKAR. Ekki munu t.d. Spánverjar, með yfir 350 úthafsveiðitogara sem sárvantar verðug viðfangsefni, auðveldlega fást ofan af ágirnd sinni í þessi mið. En sú ágirnd staðfestist t.d. í orðum ráðamanna þeirra HÉR! og einnig HÉR!!!.

Minnumst þess, að ráðherra Spanar í ráðherraráði ESB í Brussel fengi þar (frá og með 2014) 130 sinnum meira vægi en íslenzki ráðherrann. (Brezki ráðherrann fengi þar 205 sinnum meira vægi en okkar maður.)

Og þið takið þessu létt, enda léttúðugir í þessum málum, að mér sýnist.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 02:55

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samningur um réttindi og skyldur ríkja við nýtingu hafsvæða, saminn á þriðju ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál á árunum 1973-1982.

Sáttmálinn kemur í stað fjögurra alþjóðasamninga frá 1958.

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994
, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 03:59

67 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 04:02

68 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á hvern hátt er það svar við ábendingum mínum og rökum að demba hér inn textum um hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Ef einhver er, þýðing þess sáttmála í þessari umræðu, er hún einmitt sú að benda lesandanum á, hversu gríðarlegur sá missir er, þegar strandríki AFSALAR því æðsta valdi yfir fiskveiðilögsögu sinni, sem kveðið er á um í þeim sáttmála, í hendur erlends stórríkis og beygir sig undir sjávarútvegsstefnu stórveldisins. Svo talið þið jafnan eins og það sé fjarri lagi að tala um landráð i þessu sambandi!

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 12:13

69 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 12:57

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. lagi, Steini, stendur hér, í þessari tilvitnun þinni EKKERT um það, að "hægt" sé að binda það í aðildarsamning Íslands við ESB, "að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands," þótt þú komist svo kokhraustur að orði,

Í 2. lagi gengurðu fram hjá því, að eins og aðildarsamningi verður ekki breytt nema með samþykki ALLRA meðlimaríkjanna (skv. núverandi reglum og lagaumhverfi ESB, sem getur raunar sjálft breytzt!), þannig er það staðreynd, að sérákvæði og undanþágur (sem munu reyndar engar verða varanlegar, sjá innlegg mitt kl. 0:53 hér ofar) verða ekki samþykktar í aðildarsamningi nema með samþykki ALLRA aðildarríkja bandalagsins.

Og þá er í 3. lagi nauðsynlegt að benda þér á, að bæði Bretland og Spánn og sennilega fleiri lönd munu EKKI telja það heppilegt fyrir sína eigin hagsmuni að segja "já" við slíkum sérákvæðum.

Þetta geturðu nú fullvissað þig um, í 1. lagi í tilfelli Spánar, af ummælum spænskra ráðamanna:

a) Ráðherra Evrópumála, Diego López Garrido, sagði í viðtali við Kristin R. Ólason í Speglinum í Rúv 30. júlí 2009 (sjá uppskrift HÉR!), að "erfitt" verði "fyrir Íslendinga, þegar þeir verða komnir í ESB [sic!], að sitja að öllu leyti einir að fiskimiðum sínum."

b) Kristinn R. Ólason í sama þætti: "El Mundo hér í Madríd hefur ennfremur eftir Diego López Garrido, Evrópumálaráðherra: "Spánn hefur augljóslega mjög mikilvægra fiskveiðihagsmuna að gæta um allan heim og líka á svæðinu nálægt Íslandi. Við munum hafa margt að segja, og þetta er augljóslega atriði, sem við munum horfa grannt á í samningaviðræðunum."

c) Sami ráðherra, í sama þætti: "En það er auðvitað mikilvægt og ekki bara fyrir Spán, heldur allt Evrópusambandið, að við varðveitum í framtíðinni, að Íslandi gengnu í það, réttarreglur bandalagsins. Sú staða, sem Ísland hefur nú – við getum kallað hana forréttindastöðu, enda er Ísland fyrir utan Evrópusambandið og getur þannig útilokað önnur ríki frá miðum sínum og náð að hindra erlend fyrirtæki í að kaupa hlut í íslenzkum útgerðum – þetta er nokkuð sem verður augljóslega að endurskoða, þegar viðræður hefjast." (Skáletrað: áherzlur Kristins á orð ráðherrans; feitletrun mín, jvj.)

d) Enn hinn sami ráðherra, í sama þætti: "Spánn mun ekki aðeins verja spænska hagsmuni í forsetatíð sinni í Evrópusambandinu komandi ár, heldur hagsmuni allra sambandsríkjanna 27, því að í því felst formennskan: að verja hagsmuni nær 500 milljóna íbúa. Og þess vegna viljum við almennt talað, að réttarreglur sambandsins gildi í öllum ríkjum þess. Og ég hygg, að við munum láta þá skoðun í ljós, að Ísland samþykki þær."

e) Og enn mælir sami ráðherra, í sama þætti: "Í fiskveiðimálum eru hagsmunir Spánar miklir. Spánn er heimsveldi í fiskveiðum, og þó að Spánn á þessari stundu veiði ekki á Íslandsmiðum né nokkurt spænskt útgerðarfélag, að því er ég bezt veit, ætli að fjárfesta í íslenzkri útgerð, tel ég, að þessum möguleika beri að halda opnum í framtíðinni. Því hygg ég, að vilji okkar verði að greiða fyrir þessum möguleikum eins mikið og hægt er, og mér sýnist, að það verði erfitt fyrir Íslendinga, þegar þeir verða komnir í ESB [sic!], að sitja að öllu leyti einir að fiskimiðum sínum eða halda erlendu fjármagni frá útgerðum. Það gefur auga leið, að innganga táknar að játast kostum hennar og göllum, öllu, og við látum allir eftir í þessu." (Skáletrað: áherzlur Kristins á orð ráðherrans; feitletrun mín, jvj.) – Þess má geta aukreitis – og kemur ekki á óvart! – að í viðtalinu lýsti López Garrido Spánverja "himinlifandi yfir að Ísland hafi óskað aðildar."

f) Kristinn R. Ólafsson var með Spegilsviðtal í Rúv 3. september 2009 (sjá uppskrift HÉR!) við annan spænskan ráðamann, Martín Fragueiro, 'sjávarmálastjóra Spánar', eins og hann var kynntur þar. Kristinn segir í pistlinum: "En ... þó að sjávarmálastjórinn fari nokkuð undan í flæmingi, má lesa það milli línanna í svörum hans að Spánverjar muni, eðlilega, standa fast á sínu í komandi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og vísa bæði til viðskiptahagsmuna Íslendinga og veiðireynslu Spánverja við Ísland ef hún er fyrir hendi."

g) Sami ráðamaður segir þar sjálfur: "Ég hygg að þegar ríki gengur í Evrópusambandið, beri að tala um „evrópusambandsvæðingu" auðlinda og rökrétt að aðgangur að auðlindum þessum byggist á veiðireynslu." (Í framhjáhlaupi fer hann svo að gefa í skyn, að beita megi Íslendinga þvingunum í sambandi við verzlunarmál og að þannig megi þrýsta okkur til eftirgjafar um útgerðarmál.)

i) Vi sáum þarna, að veiðireynslan er vakandi í huga þessa ráðamanns, en það er ekki eins og hann telji hana Spánverjum til trafala – þvert á móti, því að hann segir orðrétt í sama viðtali: "Við vitum vel hvað við þurfum að fara fram á þegar að viðræðum kemur. Ég hygg að við höfum mikilvæga þætti okkur í hag. Sögulega sókn flotans á Íslandsmið." – En takið nú eftir: Hafi veiðireynsla Spánverja engin verið síðustu 1–10 ár,* er augljóst, að Fragueiro þessi er hér að viðra þá tillögu eða hugmynd, sem ég sjálfur hef talið yfirvofandi breytingu á lagaverki ESB einhvern tímann á komandi árum, þ.e. að "LENGT" verði í VEIÐIREYNSLUTÍMA-VIÐMIÐINU til að láta það henta útgerðar- og sjómönnum þeirra þjóða, sem áður fyrr hafa sótt hér fiskimið, fyrir mörgum áratugum. Þar að auki geta þeir vitaskuld keypt sig hér inn í útgerðir og stundað kvótahopp til viðbótar. – Þetta er allt rakið dæmi um, að Íslendingar mættu sín lítil gegn refjum og kröfum þessara gömlu stórvelda, sem nú eru komin með nýtt, sameinað stórveldisbákn til að styðja við bakið á sér!

j) Brezkir ráðamenn hafa ennfremur þegar síðla árs 2008 tjáð áhuga sinn á að komast í fiskveiðiheimildir hér við land.

* Viðmið, eftir mismunandi fiskistofnum, í aðildarsamningi Noregs, þeim sem felldur var af þjóðinni, sjá ritið Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 99.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 14:24

71 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 14:58

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

AUÐVITAÐ TEKURÐU EKKI MARK Á SPÆNSKU RÁÐHERRUNUM, Steini, ekki minnsta mark, það HENTAR ÞÉR EKKI, þess vegna heldurðu bara áfram að endurtaka þig, svolítið eins og sakborningur fyrir rétti sem stamar alltaf sömu haldlausu afsökunina. Áttu ekki býsna bágt í málefnaleysi þínu?

Og þú tekur ekki mark á rökum mínum og ábendingum ("Í 2. lagi"), "að sérákvæði og undanþágur verða EKKI SAMÞYKKTAR í aðildarsamningi nema með samþykki ALLRA aðildarríkja bandalagsins." – Það er einmitt það samþykki, sem mun EKKI FÁST frá Spáni og Bretlandi og jafnvel fleiri löndum, þ.e.a.s. samþykki fyrir því að fastnjörva það, að hér megi skip frá öðrum löndum ESB ekki veiða.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 15:18

73 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 16:15

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu gersamlega fattlaus, ungi maður, Steini Briem?

Er þér ekki ljóst, að Spánverjar hafa neitunarvald?

Þeir geta einfaldlega beitt neitunarvaldi gegn því að samþykkt verði slíkt sérákvæði í aðildarsáttmála Íslands.

Og hver var það annar en ráðherrann með misskilning á misskilning ofan í farteskinu, Össur Skarphéðinsson, sem sagði að við þyrftum ekki – og að hann vildi ekki – neinar sérlausnir fyrir Ísland?

Þarftu ekki sem fyrst að panta fræðslunámskeið hjá hr. Stefani Füle?

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 17:01

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er þessi setning þín ótrúlega illa til fundin hér:

"Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu." – Auðvitað TAPA þær ekki því, sem þær eiga engan rétt á nú, heldur GRÆÐA ÞÆR slíkt tilkall, ef ykkur tekst að koma okkur undir ESB-klafann

Málið er nefnilega, að ÍSLENDINGAR TAPA SÍNUM RÉTTI TIL AÐ EINOKA VEIÐAR ÍSLANDSMIÐ "með aðild Íslands að Evrópusambandinu!!!!

Og Steini Briem reynir hvað hann getur til að fela þá staðreynd.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 17:06

76 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa: EINOKA ÍSLANDSMIÐ.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 17:08

77 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Ekkert aðildarríki Evrópusambandsins mun því hafna aðild Íslands að sambandinu af þessum orsökum.

Og hér verða greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 17:41

78 Smámynd: Guðjón Eiríksson

"Hættu að vera billegur í málflutningi, Guðjón, það sjá allir í gegnum það hvaða tilgangi þetta á að þjóna hjá þér, og sá tilgangur snýst ekki um að halda fiskveiðiheimildunum innan okkar lögsögu/landamæra".

Ég nenni því hreinlega engan veginn að rökræða við menn sem koma með þvílíka anzkotans þvælu.

Hættu að vera billegur í málflutningi, Jón Valur, það sjá allir í gegnum það hvaða tilgangi þetta á að þjóna hjá þér. . . . .

Guðjón Eiríksson, 13.9.2010 kl. 18:10

79 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ENDURTEKUR bara hróðugar yfirlýsingar þínar, Steini, þótt ég hafi bent á það hér með óvefengjanlegum gögnum, að ráðamenn Spánverja vilja EKKI samþykkja neina varanlega sérlausn af þessu tagi fyrir Íslendinga, og þar að auki hafa þeir neitunarvaldið tiltækt í sínum höndum að stoppa það af, að aðildarsamningur með slíku sérlausnarákvæði verði samþykktur.

Ætlarðu svo að halda áfram að endurtaka þig hér eins og þú ímyndir þér, að lesendur þessa vefþráðar séu blindir eða skilningslausir?

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 18:19

80 Smámynd: Þorsteinn Briem

EINUNGIS íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Ekkert aðildarríki Evrópusambandsins mun því hafna aðild Íslands að sambandinu af þessum orsökum.

Og hér verða greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 18:27

81 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðjón, minn tilgangur með baráttu minni í skrifuðum og töluðum orðum um þessi mál að standa vörð um löggjafarrétt og önnur fullveldisréttindi og hagsmuni lands okkar og þjóðar, m.a. réttinn til nánast fullrar einokunar á fiskveiðum á Íslandsmiðum. Ég fæ engan veginn séð, að þú berjist fyrir öllu þessu.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 18:27

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og Steini endurtók sig einu sinni enn!

Þvílíkt!

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 18:40

83 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðjón, minn tilgangur með baráttu minni í skrifuðum og töluðum orðum um þessi mál ER SÁ að standa vörð ... o.s.frv., þannig átti þetta að vera.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 18:42

84 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér verða greidd atkvæði um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem verður EKKI BREYTT nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 18:44

85 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér verða greidd atkvæði um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu og samningnum verður EKKI BREYTT nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 18:53

86 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini, geturðu rifjað það upp fyrir lesendum hér, hver var ein helzta aðferð Goebbels til að hamra áróður inn í höfuðið á mönnum?

Samt máttu hafa það hugfast, að ef þú heldur þessu áfram með sama hætti ad nauseam, verða sæmilega vandlátir menn fráhverfir því að lesa þessar síður, þeir þurfa verðugra efni að hugsa um.

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 19:17

87 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér verða greidd atkvæði um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 19:43

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert í vandræðum Steini, það er augljóst, þú vilt ekki missa andlitið, en eina, já, EINA vörn þín er sú að endurtaka þig, jafnvel þótt ég hafi bent á það hér, að þetta tuð hjálpar okkur ekkert, þegar Spánverjar beita sér gegn okkur ... og sennilega fleiri með.

Það væri sannarlega ekki nóg, að Íslendingar samþykktu eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef fulltrúar einnar eða fleiri þjóða annarra felldu þá sömu samningsmynd með neitunarvaldi sínu! Hvenær ætlarðu að átta þig á því?

Viltu ekki taka þér smá-frí frá copy-peistinu, skreppa í göngutúr einsamall til að hugsa málin í alvöru og koma svo til baka með ÍGRUNDAÐ svar?

Jón Valur Jensson, 13.9.2010 kl. 20:10

89 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 13.9.2010 kl. 20:41

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi setning er alveg afburða-heimskuleg (Steini virðist enn ekki taka eftir því, flýtir sér bara að endurtaka hana í 4. sinn): "Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Var einhver að kvarta yfir því, að AÐRAR þjóðir töpuðu einhverjum rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum hér með aðild Íslands að Evrópusambandinu??!!! Við hvern er Steini að slást með því að setja þessa kjánalegu setningu hér fram í 4. sinn? Veit hann ekki, að viðleitni Spánverja o.fl. í ESB snýst um að ná til sín fiskveiðiréttindum hér? (Sbr hér ofar.)

Og hefur Steini NOKKRU svarað af þeim upplýsingum og rökum sem fram koma um það í innleggjum mínum um þau sérstöku mál (frá og með innleggi mínu sl. nótt kl. 2:55)? – Nei, hreint engu!

Svo hef ég þegar svarað seinni klausu Steina í þessu innleggi hans kl. 20:41 í kvöld. (Og allt í einu eru rokkarnir þagnaðir hjá honum, copy-paste-framleiðslan skyndilega stopp í heila fjóra klukkutíma!)

Bezt ég endurtaki eina setningu í þetta sinn, hún er afgerandi mikilvæg, og ég reyni að orða hana hér með enn skýrari hætti, svo að jafnvel Steini skilji:

Það yrði sannarlega ekki nóg, að Íslendingar samþykktu eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef fulltrúar Spánar og sennilega fleiri þjóða fella þá sömu samningsmynd með neitunarvaldi sínu! Þá verður ekkert úr slíkum aðildarsamningi, og þetta veit Össur og hans lið, en þau keyra samt á innlimun landsins í ESB, "no matter what"!

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 00:53

91 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem EKKI er hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 01:18

92 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég fæ ekki betur séð en að þú sért að lýsa þig sigraðan með þessum hætti, Steini Briem.

Þú manst það nú, hver var aðferð hins þýzka: sífelldar endurtekningar.

Það er ekki úr vegi að minna þig á part úr kaflanum Rökskekkjur í bók dr. Ágústs H. Bjarnasonar prófessors: Rökfræði, 2. útg., Rv. 1925, s. 119-20:

"Vankunnátta í mótmælum" (ignoratio elenchi) er það nefnt, þá er menn annaðhvort með útúrsnúningi leitast við að hrekja það, sem aldrei var haldið fram, eða að sanna það, sem aldrei var borið á móti, en hvorugt er talið heiðvirðra manna háttur. Þessi vankunnátta í mótmælum lýsir sér og í því, að menn fara oft út í aðra sálma, í stað þess að sanna mál sitt með beinum rökum, og getur það þá aðallega verið með þrennu eða jafnvel fernu móti. [...] En allar þessar tegundir "raka" þykja bera vott um fremur veikan málstað eða þá vankunnáttu eða vanmátt þess, er slíkum rökum beitir ..." – Góður Ágúst.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 01:37

93 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 02:35

94 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, hvernig er hægt að BINDA það, Steini, ef Spánn o.fl. meðlimaríki HAFNA ÞEGAR Í UPPHAFI slíkri gerð af aðildarsamningi með eilífum einokunarrétti okkar á fiskimiðunum? Geturðu svarað því?

Svona samningur verður aldrei að aðildarsamningi, það blasir við.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 03:18

95 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem EKKI er hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 03:37

96 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist halda, að þótt þær TAPI engum rétti til fiskveiða hér, ÁSÆLIST ÞÆR EKKI FISKVEIÐAR HÉR.

Þetta gengur þvert gegn því, sem vitað er um eindreginn vilja Spánverja (bæði ráðherra og útgerða) og Breta í þessu efni. Þetta hef ég tíundað hér í ýmsum innleggjum (sjá einkum ÞETTA kl. 14:24 í gær), en þú vilt svo lítið við það kannast, að þú bregzt við með ÞÖGN og ÞÖGGUN, sem er engu skárri en afneitun alkóhólistans á vanda sínum.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 03:51

97 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvorki spænsk né frönsk yfirvöld (og sennilega ekki heldur brezk) hafa efni á því gagnvart sínum tugþúsundum atvinnulausra sjómanna að afsala þeim um aldur og ævi voninni um að komast í beztu fiskimið Evrópu. Þeir munu án efa telja fjórfrelsið og landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnu ESB gefa sér grænt ljós á fiskveiðar hér og ætlast til þess, að stjórnvöld sín fylgi óskum þeirra eftir í verki með því að veita okkur engin sérkjör né varanlegar undanþágur.

Það eru ekki bara ríkisstjórnir landanna í ESB, framkvæmdastjórn ESB í Brussel og ráðherraráðið (með okkar "væntanlega" 0,06% atkvæðavægi), sem við væri að glíma fyrir Íslendinga, heldur líka stóra og áhrifamikla þrýstihópa í þeim löndum.

Bezt er okkur að búa að því, sem við höfum. Betri er ein þungvæg kráka í hendi (sjálfstæði landsins, löggjafarréttindi, auðlindirnar, umráð þeirra og nýting fyrir þjóðina) heldur er tvær í skógi (innantóm loforð um heldur lægra vöruverð og vexti).

Og haltu þig nú við umræuefni síðunnar: sjávarútvegsmálin.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 04:03

98 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands 2008.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 04:16

99 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, sjá bls. 199-204:


"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.

FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD.
"

"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.

Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."

YFIRLÝSING nr. 33
gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.

Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.

Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.

YFIRLÝSINGIN
er svohljóðandi:

"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."

YFIRLÝSINGIN
hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."

"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 04:28

100 Smámynd: Þorsteinn Briem

STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:

Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, sjá bls. 199-204:


"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 04:40

101 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú tekur steininn úr. Það er bara dembt á mann copy-paste-inu, en Steini svarar engum spurningum mínum né rökum.

Hvet menn aftur til að lesa ÞETTA innlegg mitt!

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 05:18

102 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 05:31

103 Smámynd: Jón Valur Jensson

Staðreynd, Steini: EINUNGIS íslenzk skip hafa rétt til veiða úr nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands, og þessum einkarétti okkar vill þjóðin EKKI deila með gömlum, en gírugum fiskveiðiþjóðum í nýju, evrópsku stórveldi.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 05:38

104 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 05:41

105 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað gætu Spánverjar komizt yfir mikinn afla hér, t.d. af makríl, með sínum rúmlega 350 úthafstogurum,* Steini Briem? Og hvað gætu þeir fengið í meðafla? – fyrir utan allar aðrar veiðar hér.

Gerir þú þér grein fyrir því, að samkvæmt aðildarsamningi Norðmanna og ESB (sem þjóðin hafði vit á að fella) gátu norsk yfirvöld EKKI áskilið sér eftirlits- og dómsvald yfir veiðum annarra ESB-þjóða í fiskveiðilögsögu Noregs? T.d. áttu eða máttu Bretar sjálfir annast varðskipaeftirlit með sínum eigin skipum í norskri landhelgi.

Þetta fellur þér eflaust mjög vel í geð, þegar þú ert búinn að venja þig við tilhugsunina. Þetta er svo "sam-evrópskt", ekki satt?

En hver þjóð á, skv. reglum SÞ og alþjóðahafréttarsáttmálans, fullan rétt á fiskveiðum í eigin lögsögu.

* Sbr. frábærlega fræðandi grein eftir Gústaf Adolf Skúlason í Mbl. 1. sept. sl.: Ásælni ESB í fisk annarra landa.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 05:57

106 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.

SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."

"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:05

107 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju ertu sífellt að endurtaka þig? Ertu að breytast í páfagauk á þessum löngu næturvökum, Steini?

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:07

108 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐREYND:

EINGÖNGU
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem EKKI er hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:15

109 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir páfagaukurinn það í alvöru?

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:19

110 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér verða greidd atkvæði um AÐILDARSAMNING Íslands að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

EINGÖNGU
íslensk skip hafa rétt til veiða úr STAÐBUNDNUM nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem EKKI er hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:25

111 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meiri cóperingar, Steini! – haltu áfram að reyna að fæla menn frá vefsíðunni – er sá ekki tilgangurinn?

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:28

112 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:32

113 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú endurtek ÉG (þó ekki með orðréttu 'copy-paste', þ.e. einfaldri afritun):

Það er ekkert hægt að binda slíkt í aðildarsamningi, ef einhverjir fulltrúar hinna 27 ESB-þjóða fella slíkan samning. Og Spánverjar ÆTLA að fella allt slíkt, sem útilokar þá frá Íslandsmiðum. Sjá um það í rökræðunni hér í gær og fram á þessa nýliðnu nótt, lesendur góðir.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:41

114 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EFNAHAGSLÖGSAGA [EXCLUSIVE ECONOMIC ZONE (EEZ)].

HAFSVÆÐI UTAN LANDHELGINNAR
, sem afmarkast af línu sem getur verið allt að 200 SJÓMÍLUR frá grunnlínum landhelginnar, ÞAR SEM STRANDRÍKI HEFUR FULLVELDISRÉTT að því er varðar rannsóknir og HAGNÝTINGU, verndun OG STJÓRNUN LÍFRÆNNA OG ÓLÍFRÆNNA NÁTTÚRUAUÐLINDA HAFSINS SEM LIGGUR YFIR HAFSBOTNINUM, SEM OG NÆR TIL HAFSBOTNSINS og botnlaga hans, svo og til annarra ATHAFNA VEGNA EFNAHAGSLEGRAR HAGNÝTINGAR og rannsókna í lögsögunni, svo sem til framleiðslu orku úr sjónum, straumum og vindum.

EINNIG
LÖGSÖGU TIL hafrannsókna, VERNDUNAR og varðveislu HAFRÝMISINS og til gerðar og afnota tilbúinna eyja, útbúnaðar og mannvirkja."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:45

115 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ekki að fræða neinn hér, Steini.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:47

116 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmálinn tók formlega gildi 16. nóvember árið 1994, ári eftir að Gvæjana, 60. ríkið, staðfesti sáttmálann.

Og nú eru 156 ríki, auk Evrópusambandsins, aðilar að sáttmálanum.

Hafréttarsáttmálinn nær yfir viðskipti með sjávarafurðir, umhverfismál og nýtingu sjávarafla, auk þess að skilgreina landgrunnsréttindi,
landhelgi og efnahagslögsögu ríkja."

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:49

117 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skelltu nú aftur cópíuvélinni, Steini, þetta er orðið hlægilegt.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:51

118 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðrar þjóðir tapa ENGUM rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

EINUNGIS
íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Ekkert aðildarríki Evrópusambandsins mun því hafna aðild Íslands að sambandinu af þessum orsökum.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 06:53

119 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Hættu að vera billegur í málflutningi, Jón Valur, það sjá allir í gegnum það hvaða tilgangi þetta á að þjóna hjá þér og það er ekki að bæta hag neytenda né skuldara.

Guðjón Eiríksson, 14.9.2010 kl. 09:51

120 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, sjá allir hvaða tilgangi skrif mín þjóna, Guðjón karlinn?

Segðu okkur það þá, ef þér þókknast að upplýsa mig og aðra.

Hafirðu ekki svar við því, er ljóst að þessi orð þín eru í billegasta kantinum og meðal annars upphafsorðin sem þú greipst til í endurtekningu minna orða eins og strákur í orðakasti, en án nokkurra forsendna í þinu tilviki.

Þú hefur engan veginn svarað innleggjum mínum hér kl. 3:40 og 21:58 í gær, þótt beint hafi verið til þín, kaust að rökræða ekki gegn rökum, það var þitt val.

En Steini hér ofar er nú farinn að minna mig á bilaða grammófónplötu. – FYRIR UTAN LOKAORÐIN!

Og hver eru þau? Jú: "Ekkert aðildarríki Evrópusambandsins mun því hafna aðild Íslands að sambandinu af þessum orsökum."

Af hvaða orsökum?

Jú, þeim, að engar þjóðir þeirra TAPI "rétti til veiða úr staðbundnum nytjastofnum á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Og hvað með það, að þær TAPI þeim rétti ekki, sem enginn var? Hef ég ekki þegar margbent honum á ummæli spænskra ráðamanna, orðrétt eftir höfð, sem tjá þar augljósa græðgi, þeirra og útgerðarmanna, í það að komast á Íslandsmið? GÁTU ÞAU UMMÆLI ORÐIÐ ÖLLU AUGLJÓSARI, Steini Briem? (ef þú þá heitir það; ekki ertu með þá skráningu skv. þjóðskrá á þinni höfundarsíðu).

Augljóst er, að Spánverjar munu beita neitunarvaldi gegn því sem þeir álíta sérfríðindasamning handa Íslendingum. Ráðherra Evrópumála, Diego López Garrido, sagði þannig í viðtali við Kristin R. Ólason í Speglinum í Rúv 30. júlí 2009, að "erfitt" verði "fyrir Íslendinga, þegar þeir verða komnir í ESB [sic!], að sitja að öllu leyti einir að fiskimiðum sínum." Ennfremur sagði hann, að það verði "augljóslega að endurskoða, þegar viðræður hefjast," að Ísland geti [þ.e.a.s. NÚ, fyrir utan Esb] "útilokað önnur ríki frá miðum sínum og náð að hindra erlend fyrirtæki í að kaupa hlut í íslenzkum útgerðum."

Martín Fragueiro, sjávarmálastjóri Spánar, er greinilega með það viðhorf (eins og Kristinn R. Ólason miðlaði því til okkar), "að Spánverjar muni, eðlilega, standa fast á sínu í komandi aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins." – Sem sé alls ekki sammála hinum dularfulla Steina Briem á Íslandi (ef hann er þá hér).

Ert þú, Steini, sammála þessum orðum sama ráðherra: "Ég hygg að þegar ríki gengur í Evrópusambandið, beri að tala um „evrópusambandsvæðingu" auðlinda og rökrétt að aðgangur að auðlindum þessum byggist á veiðireynslu"? Og hann bætti (óvænt fyrir þig og þína líka) þessu við: "Ég hygg að við höfum mikilvæga þætti okkur í hag. Sögulega sókn flotans á Íslandsmið." – Þarna vísar hann í veiðireynslu Spánverja hér fyrir löngu! – og eins og ég benti á í innlegginu tilvísaða, er hann "hér að viðra þá tillögu eða hugmynd, sem ég sjálfur hef talið yfirvofandi breytingu á lagaverki ESB einhvern tímann á komandi árum, þ.e. að "LENGT" verði í VEIÐIREYNSLUTÍMA-VIÐMIÐINU til að láta það henta útgerðar- og sjómönnum þeirra þjóða, sem áður fyrr hafa sótt hér fiskimið, fyrir mörgum áratugum. Þar að auki geta þeir vitaskuld keypt sig hér inn í útgerðir og stundað kvótahopp til viðbótar."

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 11:43

121 Smámynd: Þorsteinn Briem

EINGÖNGU íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem er EKKI hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 15:33

122 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn ein endurtekning þess sama!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sama hvað ég hef komið með af upplýsingum hér sem hnekkja þessu einfeldningslega áliti þínu, hvað "bindandi" aðildarsamning um ræðir!

Spánverjar og líkl. fleiri í ESB munu ekki samþykkja það, að við höldum til frambúðar þeim einkarétti, sem við óvefengjanlega höfum nú til fiskimiða okkar, ef við göngum í evrópska báknið.

Það er 100% ljóst af orðum spænskra ráðamanna hér ofar.

Og ekki er Stefan Füle á þínu máli, vesalings Steini.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 16:22

123 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINGÖNGU íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband