Leita í fréttum mbl.is

Evrópuvaktin og Evran

EvraÞað er nokkuð skondið hvernig Evrópuvaktin "vinklar" frétt EuObserver um stöðu evrópskra banka, sem birtist í morgun. Látið er í veðri vaka að Evran sé í hremmingum, en þetta snýst fyrst og fremst um alvarlega stöðu nokkurra banka, m.a. í Portúgal og Anglo Irish Bank. Um er að ræða sjálfstæðar fjármálastofnanir.

Svo kemur reyndar fram í fréttinni að Grikkir séu á góðu róli varðandi aðhaldsaðgerðir og að fullt traust ríki gagnvart stjórnvöldum á Írlandi til að leysa það sem fyrir liggur þar.

Fjármálakerfi heimsins hafa gengið í gegnum eld og brennistein undanfarin misseri. Bandaríkjamenn pumpuðu hrikalegum summum inn í sitt bankakerfi, en það dugði ekki til og bankar fuku, t.d. Lehmans.

Fjármálakrísan er ,,enn að," fyrir skömmu fór HQ bankinn í Svíþjóð á hausinn.

En Evran er ekki ,,farin á hausinn" eins og margir úrtölumenn sögðu. Og íslenska krónan féll í dag gagnvart flestum gjaldmiðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Efnahagssamdráttur á Írlandi og Grikklandi er ekki neitt miðað við Ísland einsog nýjar tölur frá Hagstofu benda á.

Þrátt fyrir að þessi blessaða króna átti að bjarga öllu hér.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2010 kl. 16:43

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þruman og co.

Þetta er alrangt hjá ykkur.

Í þessum löndum ESB þ.e. Írlandi og Grikklandi og reyndar fleirum til og mætti þar t.d. nefna Portúgal og Spán líka hefur efnahagssamdrátturinn og kaupmáttarskerðingin orðið enn verri og lendingin orðið enn harðari en á Íslandi. Atvinnuleysi er í þessum löndum frá því að vera 2-falt og uppí 3-falt meira en það er á Íslandi og það þrátt fyrir ESB og þrátt fyrir gjaldmiðilinn Evru.

Fyrir utan það nú að almenn lífskjör og lífsgæði í öllum þessum löndum voru mun verri fyrir en í litla en sjálfstæða krónu ríkinu Íslandi sem ekki er í ESB og ekki með evru og enn eru lífsskilyrði og framtíðarhorfur Íslands miklu betri og bjartari en allra þessara fyrrnefndu ESB landa og reyndar flestra annarra landa ESB samrunans.

En reyndar er það fyrst og fremst bundið við það að við íslenska þjóðin höfnum ESB kúgunar og ófrelsis klafanum og því tilskipana og reglugerðar helsi öllu saman og höldum áfram að vera stolt og fullvalda sjálfstæð þjóð.

Það munum við að sjálfsögðu gera á afgerandi hátt þegar okkar tími kemur og það styttist stöðugt í það að ykkur og ESB helsinu, verður algerlega hafnað af þjóðinni

Eins og ég hef áður sagt hér þá getið þið breytt þessari ESB- áróðurs síðu ykkar í "professional" mataruppskriftar síðu með sérstakri áherslu á gamla evrópska matarrétti og sérstakt ESB staðlað öldrunarfæði fyrir stærstan hluta þegna ESB. 

Gunnlaugur I., 8.9.2010 kl. 17:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 41% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 32% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2010:

"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

UPPTAKA EVRU Í PÓLLANDI.

Norðurlandabúar, Pólverjar og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafa lánað okkur Íslendingum RAUNVERULEGAN GJALDEYRI eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.

16.12.2009:
"The year 2015 is more likely than 2014, but it's not like 2015 is a new date which would replace 2012, it's not that kind of target," [Polish Deputy Finance Minister Ludwik] Kotecki said in Otwock during his opening remarks of a Finance Ministry-organized seminar on the euro-adoption process."

Poland delays adoption of the Euro until 2015


6.5.2010:
"In January, [Polish Prime Minister Donald] Tusk vowed that euro-hopeful Poland would meet a key condition for joining the eurozone by reducing its public deficit to 3.0 percent of gross domestic product by the end of 2012.

Polish Prime Minister Donald Tusk


Brussels has given Poland, which joined the EU in 2004, until 2012 to rein in its public deficit under the 3.0 percent of GDP limit specified by the Maastricht Treaty governing criteria for entry into the eurozone."

Economy of Poland - Pólverjar eru um 38 milljónir


Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

EISTLAND TEKUR UPP EVRU NÚ UM ÁRAMÓTIN.

"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.

Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.

Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.

Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.

In addition:

     - it will be easier to compare prices across euro area countries;

     - risks related to the exchange rate will be minimized;

     - the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;

     - transaction costs will decrease."

Estonia will change over to the euro

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.

"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

FINNAR ERU MEÐ EVRUNA.

"The Finnish markka [finnska markið] was added into the ERM system in 1996 and then became a fraction of the euro in 1999, physical euro money arriving later in 2002.

It has been speculated that if Finland had not joined the euro, market fluctuations such as the tech bubble would have reflected as wild fluctuations in the price of markka.

(Nokia, formerly traded in markka, was in 2000 the European company with the highest market capitalization.)"

Þorsteinn Briem, 8.9.2010 kl. 17:52

10 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Finnar er taldir vera besta land í heimi fyrir þegna sína. Finnland er í ESB. ESB ríkin sem teljast til Norðurlanda eru öll í top ten, líka Noregur sem er "laumu ESB ríki".

Ísland er dottið út af þessum lista. Var þarna einhverstaðar einhverntíman. En er nú ekki talið áhugavert "að reita". Þetta sýnir manni hversu óbjörgulega er komið fyrir oss. Amen.

Gísli Ingvarsson, 8.9.2010 kl. 22:48

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þvert á það sem Gunnlaugur I, heldur fram hérna. Þá er ágætur gangur á Spáni og Írlandi. Þrátt fyrir þau vandamál sem eru til staðar.

Hérna eru nýjustu GDP tölur frá Eurostat. Þar kemur augljóslega fram að Ísland stendur sig langverst miðað þær þjóðir sem Eurostat fylgist með.

Jón Frímann Jónsson, 8.9.2010 kl. 23:30

12 identicon

Evran er ekkert að fara.  Það er ekkert verið að ræða um það í Þýskalandi af einhverri alvöru.  Skoðanakannanir sýna annað, en það er aðeins til að sýna mótmæli.

Portúgal seldi ríkisskuldabréf í gær.  Það var tvöfalt meiri eftirspurn.  Vextir hækkuðu, en eru undir 7 prósent fyrir 11 ára skuldabréf og 4 prósent fyrir 3 ára skuldabréf.  Hér er hægt að lesa um það.

Það eru fundir ESB ríkjanna þessa daga.  Þar er verið að ræða um það hvernig á að styrkja evruna sem gjaldmiðil ESB ríkjanna.

Í frétt www.faz.de kemur fram að Bretar og Svíar eru á móti því að skattleggja bankana.

Þessi grein skilar því vel hvernig umræðan um ESB er í Evrópu.  Með yfirvegun og í takt við raunveruleikan.

Þannig að allt er eðlilegt á meginlandinu þrátt fyrir ævintýralegar sögur um annað á Íslandi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 06:03

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta var alltaf fáránleg umræða sem var að birtast hérna á ísl. fyrir 3-5 mánuðum um,,hrun evrunnar"  og bal bala eitthvað.  Bara fáránleg og aldrei í takti við neinn raunveruleika og umfjöllun erlendis.  Þessi grein á svokallaðri ,,evrópuvakt" er bara dauðakippir ruglsins sem óð hér uppi frir 3-5 mánuðum.

Meina, sko, fólk verður að fatta það, að í dag er hægt,  í hverri viku,  að finna eitthvað neikvætt um hvern einasta hlut einhversstaðar á internetinu.  Ef menn taka bara það neikvæða er þeir finna og ýkja það kannski helst dádið upp eftir atvikumo.s.frv.  þá skapast raunveruleikaskekkja.  Það er ekki fréttamennska.  Það er áróður.

Td. það sem andsinnar segja um EU heilt yfr - það er ekki í tengslum við neinn raunveruleika heldur einhver þvæla mestanpart.  Virkilega þreytandi.    Þer eru ófærir um málefnalega umræðu.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2010 kl. 18:02

14 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ómar minn. Þorirðu í málefnalega umræðu? Svaraðu eftir töldum spurningum þá og engin undanbrögð kallinn minn.

1) Aðlögunarferlið að ESB sem nú er í gangi er ekkert nema innlimun áður en við höfum einusinni séð samning og getum kosið um eitt né neitt. Ertu sáttur við svona vinnubrögð?

2) ESB er að þróast yfir í stórríki, heimsveldi einsog USA. Hvernig heldurðu að Ísland komi útúr því eftir fáein ár? Eða 200 ár þið þarna ESB sinnar eruð allir í langtímaplönunum.

3) Krónan er ennþá við lýði og ekkert á leið út. Hvernig skýrir þú það þá að LÍÚ geri allt sitt upp í Evrum? Nei annars ég ætlaði ekki að spyrja um þetta.

4) Fyrst við erum að tala um Evrur finnst þér það vera fullveldi að afsala sér peningamálstjórnunni til Brussel. Er ekki nóg að hafa hérna AGS næsta áratuginn eða svo?

...og svona get ég nú haldið þér uppá snakki endalaust. Og ef þú makkar ekki rétt þá kemur Jón Valur og skýtur allar svokölluðu ESB röksemdir þínar í kaf.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 09:34

15 identicon

Gísli:  Það þora allir ESB sinnar í málefnalegar umræður.  En það er nú samt þannig að allir ESB sinnar eru ekki með allt á hreinu.

Þurfa þeir það?  Nei.

Þetta eilífða snakk um innlimun og nasisma er alveg óþolandi.

Er Ísland með fullveldi í fjármálum?  Nei.  Er landið með fullveldi í gjaldeyrismálum? Nei.  Er Ísland með fullveldi í einhverju í dag?  Nei.

Af hverju?  Vegna þess að ríkið fór illa með þjóðina.  

Það er þjóðinni fyrir bestu að ganga í ESB.  Það er annað með ríkið.  Það missir völd og vill það ekki.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 10:25

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gísli, Ég mæli með því að þú kynnir þér hugtakið innlimun áður en þú setur það aftur fram. Vegna þess að umsókn með frjálsum og fúsum vilja er ekki innlimun og hefur aldrei verið það. Þetta er ekkert nema ómerkilegur hræðsluáróður hjá ykkur andstæðingum ESB á Íslandi.

ESB er ekki ríki. Það er ekkert meira um það að segja í raun. Þetta er staðreynd og allt ykkar væl í andstæðingum ESB breytir engu þar um.

Íslenska krónan er við lýði á Íslandi, en er hvergi annarstaðar tekin gild. Enda er ekki hægt að skipta krónunni í næstu nágrannalöndum okkar í dag, svo sem Danmörku. Það þýðir einfaldlega að krónan er handónýtur gjaldmiðill og hefur í raun alltaf verið það.

Öll evruríki fá fulltrúa í stjórn ECB. Það yrði reyndar mikill léttir fyrir íslenskan almenning að hafa peningastjórnina í Frankfurt, Þýskalandi þar sem höfuðstöðvar ECB eru staðsettar.  Þá sérstaklega vegna þeirrar staðreynd að Seðlabanki Íslands er í reynd gjaldþrota (aftur) og varð gjaldþrota árið 2008 í kjölfarið á bankahruninu. Einnig sem að Seðlabanki Íslands er alls ófær um að viðhalda þeim markmiðum sem hann hefur sett sér varðandi efnahagsmál á Íslandi.

Jón Valur er aðeins fær um að skjóta sjálfan sig í kaf með sinni eigin þvælu.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2010 kl. 15:07

17 Smámynd: Gísli Ingvarsson

:) ég hélt kannski að Ómar myndi falla fyrir þessari þvælu úr mér en takk. Þetta var skemmtilegt.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband