10.9.2010 | 15:34
Guðmundur Gunnarsson í MBL: Krónan og launamenn
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands skrifaði grein í MBL í vikunni undir fyrirsögninni Krónan og launamenn. Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á málefnum launafólks og hann skrifar:
,,Krónan hjálpar augljóslega ekki Íslandi, þegar gengið er skráð svona lágt er verið að búa til gríðarlegan skuldavanda með allt of lágu gengi, kemur í veg fyrir hagvöxt og heldur Íslandi á botninum. Gjaldmiðillinn er rúinn trausti erlendis sem innanlands, Ísland er því í risavaxinni skuldakreppu samhliða gjaldmiðlakreppu. Í raun er verið að búa til risavaxna skuldakreppu og veldur því að stærstur hluti lána fyrirtækja er í erl. gjaldmiðli og eykur því skuldavandann gífurlega. sbr. stöðu OR, sem er dæmigerð. Sama á við um sveitarfélög og einstaklinga. Allt of lágt gengi, skapar meiri verðbólgu en ætti að vera, og því miklu hærri vexti en ættu að vera, sem aftur hamlar því að gerlegt sé að taka lán til framkvæmda. Krónan er eins og korktappi úti á reginhafi hinna öflugu heimsmynta, sem birtist vel þegar fjárfestar hafa verið að spila á þessa örmynt okkar. Danir eru með sína krónu, en yfirlýsing Evrópska seðlabankans um að hann muni tryggja stöðu hennar styrkir dönsku krónuna gagnvart fjárglæframönnum, með aðildarviðræðum er möguleiki að við kæmumst í var undir Grænuhlíð með korktappann."
Síðan segir Guðmundur:
,,Það er klárt að við munum aldrei ná okkur upp frá botninum til framtíðar með krónunni. Við verðum að taka til og það duglega hvort sem við göngum í ESB eða ekki. En það er ljóst að ef við stefnum markvisst að ESB munum við komast í var og fá stuðning til þess að mynda nauðsynlegan stöðugleika. Danskir launamenn eru ekki í sömu stöðu og við. Íslenskum launamönnum er í kjarabaráttu sinni gert að hlaupa á hlaupbretti þar sem stjórnmálamenn stýra hraðanum. Við hlaupum sem best við getum, en erum nánast alltaf á sama stað. Búin að semja um tæplega 4.000% launahækkanir á meðan danskir launamenn hafa samið um 330% og ganga fram örugglega, án þess að vera gert að standa á hlaupabrettinu, til vaxandi kaupmáttar við stöðugleika og lága vexti með eignir sínar varðar í stöðugu hagkerfi á meðan 24 þús. íslensk heimili liggja í valnum."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það er nú gott að G.G. hefur gott vit á stöðu launafólks í landinu, gæti allt eins verið að staðan sé svona slæm vegna þess að hann og hans nótar hafa verið allt of talhýðnir viðsemjendum sínum og hugsað um það eitt að hafa það sæmilegt sjálfir, ekki of mikil vinna en góð laun.
Ég hef fulla trú á að aðrir séu betur til þess fallnir að leiða okkur úr ógöngum en þeir sem gera vart annað en að tala krónuna í skítinn
Kjartan Sigurgeirsson, 10.9.2010 kl. 15:57
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 16:00
Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu er frjáls fjármagnsflutningur undir venjulegum kringumstæðum, þannig að við Íslendingar getum átt bankareikninga hvar sem er á evrusvæðinu og tekið þar lán í evrum, rétt eins og íbúar á evrusvæðinu hafa átt peninga á bankareikningum hérlendis, ekki síst vegna þess að vextir voru mun hærri hér en á evrusvæðinu.
Við tökum lán erlendis í erlendum gjaldeyri og þurfum að greiða þau til baka í erlendum gjaldeyri, ásamt vöxtum.
Tekjur íslenskra fyrirtækja eru aðallega í evrum og þar af leiðandi er eðlilegast að þau að greiði hér laun í evrum.
Vörur í verslunum hérlendis eru aðallega keyptar í evrum og því eðlilegast að þær séu einnig seldar hér í evrum.
Vöruverð hérlendis hefur hækkað mjög mikið undanfarin ár, fyrst og fremst vegna gengishruns íslensku krónunnar og hækkun á vöruverðinu veldur hér verðhækkun á öllu sem tengt er vísitölu neysluverðs.
"Árið 1995 voru sett lög um vísitölu neysluverðs, nr. 12/1995 og leysti hún vísitölu framfærslukostnaðar af hólmi. Þá var jafnframt ákveðið með lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 að nota vísitölu neysluverðs eina til verðtryggingar."
Vegna gengishruns íslensku krónunnar og mikillar verðbólgu hér undanfarin ár hafa erlend aðföng og rekstrarvörur einnig hækkað hér mikið í verði.
Og kaupmáttur hefur fallið mikið hérlendis undanfarin ár vegna gengishrunsins og verðbólgunnar hér.
Í fyrra, árið 2009, komu 65% af innflutningi okkar Íslendinga frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.
Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu. Við Íslendingar ferðumst einnig aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og þurfum að kaupa evrur fyrir íslenskar krónur þegar við greiðum fyrir vörur og þjónustu á evrusvæðinu.
Við Íslendingar getum hvorki notað íslenskar krónur né rússneskar rúblur á ferðalögum okkar á evrusvæðinu og er rússneska rúblan þó mun stærri gjaldmiðill en íslenska krónan.
Mun færri Íslendingar ferðast nú til útlanda en fyrir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008.
Hérlendis hefur hins vegar verið stöðug árleg fjölgun erlendra ferðamanna allan þennan áratug, að meðaltali 6,8% á ári, þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið bæði mjög hátt og mjög lágt á þessu tímabili.
Nú eru 1% stýrivextir og 1,6% verðbólga á evrusvæðinu, sem eru mun lægri stýrivextir og verðbólga en hér. Þar af leiðandi er mun auðveldara fyrir fyrirtæki og einstaklinga á evrusvæðinu að gera áætlanir varðandi rekstur og fasteignakaup en íslensk fyrirtæki og einstaklinga.
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 15.685 milljarðar króna í árslok 2007 en sjö milljörðum króna hærri ári síðar, eða 22.675 milljarðar króna í árslok 2008.
Þegar litið er á heildarmyndina bjargar íslenska krónan því ENGU fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
"Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum var inneign íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum að meðaltali um 110 milljarðar króna síðustu tvö ár fyrir bankahrunið."
"Gjaldeyrishöftin eru einfaldlega yfirlýsing um að íslenska krónan sé ekki í lagi, þau virka eins og stórt viðvörunarskilti," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Fréttablaðið.
Vilhjálmur segir að fyrirtæki kjósi því að halda erlendum gjaldeyri á gjaldeyrisreikningum, frekar en að skipta honum í krónur.
Og samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum áttu íslensk fyrirtæki um 174 milljarða króna í erlendum gjaldeyri á svokölluðum gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum í maí [í fyrra]."
Samtök atvinnulífsins um gjaldeyrishöftin
Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 16:16
Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 16:18
HVERS VEGNA VAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EKKI LÖNGU BÚINN AÐ FELLA HÉR NIÐUR INNFLUTNINGSTOLLA OG LÆKKA VEXTI, FYRST ÞAÐ VAR OG ER SVONA SVAKALEGA AUÐVELT?!
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir upp í 18% haustið 2008 þegar Davíð Oddsson var seðlabankastjóri og höfðu þá verið MJÖG HÁIR undir hans stjórn í bankanum NÆSTLIÐIN ÁR VEGNA MARGRA ÁRA OFÞENSLU HÉR Í EFNAHAGSLÍFINU!!!
OG HVERJUM VAR HÚN AÐ KENNA?!
RÆSTINGAKONUM HÉR KANNSKI?!
Þorsteinn Briem, 10.9.2010 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.