Leita í fréttum mbl.is

Bændur verða að kynna sér ESB!

Mats PerssonFréttablaðið birtir í dag viðtal/frétt um ESB og sænska bændur. Þar er rætt við Mats Persson, sem vinnur hjá sænsku bændasamtökunum.

Í fréttinni segir: ,,„Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB," segir Mats Persson, forstjóri Landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar. "

Og í lokin segir þetta: ,,Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér landbúnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skilað miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á," segir hann."

Hvað segir bændaforystan um þetta og jafnvel Bændablaðið? Það blað er jú fullt af ,,Nei-fréttum"  og ,,Nei-umfjöllun" um ESB í hverju einasta tölublaði.

Að auki hafa Bændasamtökin (sem eru ríkisrekin) unnið með Nei-samtökunum, Heimssýn. Gengur það upp?

Fréttin öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Bændurnir "rákust á vegg skrifræðisins" en hafa "jafnað sig síðan þá".

Hljómar eins og Súkkat: Það er vont en það venst.

Haraldur Hansson, 11.9.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mats Persson starfar ekki fyrir sænsku bændasamtökin eins og þið haldið fram heldur sænska ríkisstofnun sem kallast á sænsku Jordbruksverket, en stór hluti af starfsemi hennar snýr að því að framfylgja stefnu Evrópusambandsins í landbúnaðar- og dreifbýlismálum í Svíþjóð.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 12:55

3 Smámynd: Ár & síð

Mikið er það gott þegar hægt er að setja inn athugasemd til að leiðrétta það sem maður telur vera rangt sagt á síðum annarra. Ekki satt, Hjörtur?

Matthías

Ár & síð, 11.9.2010 kl. 13:07

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, Þetta er nú útúrsnúningur hjá þér varðandi þessa stofnun. Landbúnaðarstefna Svíþjóðar er CAP stefna ESB. Eins og augljóst má vera.

Um þessa stofnun.

"It is responsible for agriculture, horticulture and reindeer husbandry, and functions as the Swedish government's expert authority in the field of agricultural and food policy."

Tekið héðan.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 13:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið


Árið 2008 störfuðu 2,5% vinnuaflsins hér við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

En hérlendis eru einungs um 20 svínabú.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 16:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14


"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.

In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4.
"

Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry


"Countries: Finland

Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)

"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)

Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 17:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Svínabúum hefur fækkað mikið á undanförnum árum og búin hafa stækkað."

"Á Íslandi eru 20 svínabú dreifð um landið. Eitt sæmilega stórt bú í Danmörku gæti séð Íslendingum fyrir öllu því svínakjöti sem við neytum."

Svínarækt á Íslandi árið 2008

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 17:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.3.2010:

"Arion banki hefur tekið yfir rekstur tveggja stórra svínabúa, Brautarholts á Kjalarnesi og Hýrumels í Borgarfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka voru búin tekin yfir vegna skuldavanda en bankinn gefur ekki upp um hversu háar skuldir hafi verið að ræða.

Samkvæmt ársreikningi Brautarholts fyrir árið 2008 námu skuldir 919 milljónum króna og voru þá 278 milljónum króna hærri en eignir.
"

Arion banki tekur yfir svínabú

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 17:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.8.2010:

"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.

Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.


Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.

Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU
með um fjögur þúsund gyltum."

Arion-banki selur svínabú

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 18:14

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Eiga þá stoltir íslenskir bændur að "segja sig á sveitina" og verða einhverjir styrkþegar hjá ESB? Við skulum átta okkur á því að tekjustofn ESB styrkja hefur rýrnað í kreppunni og það eru margir um hituna.

Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutningur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðarafurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. 

Furðurlegt að útflutningur sænskar bænda hafi ekki aukist við ESB aðild  og enn furðulegra að sænskir bændur skuli ekki geta fætt sína þjóð .

Sem betur fer eru íslenskir bændur dugnaðarforkar sem veigra sér ekki við að tryggja matvælaöryggji þjóðar sinnar!

Áfram Ísland! Áfram íslenskur landbúnaður! 

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 19:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

KJÚKLINGARÆKT HÉRLENDIS - RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS.

"Þróunin í átt að stórbúum hófst fyrr í kjúklingarækt en svínarækt en um aldamótin stefndu Brautarholtsfeðgar að því að ná undir sig bróðurpartinum af kjúklingamarkaðnum.

Þeir höfðu keypt hlut í Móabúinu 1985. Þá var búið með aðeins 8% markaðshlutdeild en hóf þegar stórfelldar fjárfestingar og árið 2000 var það komið í þriðjungs markaðshlutdeild.

Helsti samkeppnisaðili Móabúsins var Reykjagarður sem lengst af var stærsti framleiðandinn.

Árið 2001 keypti Fóðurblandan, sem þá var í eigu GB Fóðurs, Reykjagarð en seldi hann svo til Búnaðarbankans sem hugðist sameina Reykjagarð Móabúinu.

Brautarholtsfeðgar voru þá orðnir mjög umsvifamiklir, áttu annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta eggjabú landsins og annað stærsta kjúklingabú landsins og voru með mikil umsvif í kjötvinnslu.


Með sameiningu Móabúsins og Reykjagarðs hefðu Brautarholtsfeðgar verið komnir með nærri 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Samkeppnisyfirvöld lögðust gegn sameiningunni.

Útþensla Brautarholtsfeðga var fjármögnuð með lánsfé en skuldir þeirra voru fimm milljarðar í árslok 2002.

Sumar fjárfestingar þeirra þóttu misráðnar og þeir sagðir tilbúnir að borga óhóflega hátt verð fyrir þau fyrirtæki sem þeir keyptu en kaupverðið á bæði Nesbúinu og Síld og fiski þótti óeðlilega hátt og vandséð hvernig rekstur fyrirtækjanna átti að geta staðið
undir afborgunum af lánum sem Brautarholtsfeðgar tóku til að fjármagna kaupin.

Í júlí 2001 tóku Brautarholtsfeðgar í notkun stórt og öflugt sláturhús og kjötvinnslu fyrir Móa í Mosfellsbæ. Fasteignafélagið Landsafl, sem var í eigu Landsbankans, EFA og Íslenskra aðalverktaka, átti húsið og leigði Móabúinu.

Framleiðslugeta hússins var slík að það hefði getað annað allri kjúklingaframleiðslu landsins og því nauðsynlegt fyrir Móa að stórauka framleiðslu sína til að nýta fjárfestinguna.

Um skeið lét Reykjagarður slátra í kjötvinnslu Móa í Mosfellsbæ
en haustið 2002, eftir að slitnaði upp úr samvinnu búanna, ákvað Móabúið að auka framleiðslu sína. Í kjölfarið sigldi verðstríð á kjúklingamarkaði.

Tap var á rekstri Reykjagarðs á meðan Búnaðarbankinn átti búið. Tap á árinu 2001 nam 313 milljónum en árið áður nam tapið 71 milljón.


Um áramótin 2001-2002 var eigið fé Reykjagarðs neikvætt um 146 milljónir króna en árið 2000 hafði það verið jákvætt um 72 milljónir króna. Rekstur annarra stórra kjúklingabúa gekk sömuleiðis illa.

Tap Móa á árinu 2001 var 241 milljón og eigið fé neikvætt í lok ársins um 244 milljónir. Íslandsfugl á Dalvík tapaði líka miklu - 54 milljónum en eigið fé var þó jákvætt.

Ísfugl var eina fyrirtækið sem var rekið með hagnaði og var hagnaðurinn 14,2 milljónir króna. Ísfugl hafði farið hvað rólegast í fjárfestingar.

Afleiðing verðstríðsins og offjárfestinga var sú að bæði Móabúið og Reykjagarður voru nálægt gjaldþroti árið 2002.

Haustið 2003 keypti Sláturfélag Suðurlands Reykjagarð af Búnaðarbankanum og Matfugl eignaðist þrotabú Móa, sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2003.

Offjárfesting í kjúklingarækt
þýddi að offramboð var á kjöti.

Verðstríð kjúklingaframleiðenda kom einnig niður á svínakjötsframleiðslu.

Árið 2002 hættu tíu svínabú rekstri og árið 2003 voru aðeins 17 bú starfandi. Mörg búanna voru þó tengd og því voru í raun
ekki nema 10 sjálfstæðir framleiðendur árið 2004.
"

Rannsóknarskýrsla Alþingis - Viðauki 5, bls. 91-92

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 19:24

12 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, áður en þú ferð á nýtt stig í bullinu. Þá er nauðsynlegt fyrir þig að kynna sér málið. Svo að þú verðir þér ekki meira til skammar en er orðið nú þegar.

Hérna er vefsíða ESB með fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Það er ekki búið að samþykkja þessa áætlun ennþá, og því geta atriði þarna breyst. Hérna er frjáhagsrammi ESB fyrir árin 2007 til ársins 2013.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 20:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið


"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.

LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.

LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.

Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.


Lantbrukarnas Riksförbund

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 20:29

14 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón Frímann, áttu virkilega von á því að fjárhagsáætlun ESB sem var unnin fyrir árið 2007 sem sagt fyrir heimskreppuna standist?

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 21:23

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dreifbýlisstefna EU var til stórlegra bóta og framþróunnar í svíðþjóð og hagnaðist ma. bændum. 

Þetta er eg margbúinn að benda á að sé vankannaður effekt viðvíkandi aðild íslands. Almenn dreifbýlisstefna EU.   Mun sennilega hagnast dreifbýli hér jafn stórlega  - þvert á það sem andsinnar gaspra um af litlu viti og enn minni þekkingu.

Það er þannig að andsinnar eru eins og gagnvísar varðani ESB og hvernig það virkar.  Ef andsinni segir að eitthvað sé svona eða hinnveginn varðandi nefnt samband - þá er það mjög sennilega alveg gagnstætt í raunveruleikanum.  Það er bara nánast óhætt að gefa sér það fyrirfram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2010 kl. 21:24

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Þetta er ekki neitt sem telst til svars.

Ég hinsvegar reikna ekki með því að þú getir svarað þessu almennilega eða með neinum rökum.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 21:52

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Nú þegar að tekjustofnar ESB minnka verulega vegna kreppunar þá rýrna styrkirnir, það væri því skelfilega heimskulegt fyrir íslendinga að ganga inní ESB.

ESB hefur þrjá sjálfstæða tekjustofna

Hlutdeild í tollum og innflutningsgjöldum sem leggjast á vörur frá ríkjum utan ESB nema 15% af tekjum ESB

Hlutdeild í virðisaukaskatti nemur einnig 15 % af tekjum ESB

Hlutdeild af vergum þjóðartekjum aðildarríkjanna nemur 69% af tekjum ESB

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 21:54

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.

Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum,
1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.

Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í
samkvæmt EES-samningnum."

"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.

Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.

Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð STYRKJA sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."

"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."

"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.

En vegna gengisbreytinga telur meirihlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að
rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 22:09

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:

Samtök iðnaðarins
töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því  verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]

En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."

Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.

Og
árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 22:19

20 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvað skyldi ESB verða af miklum tekjum vegna hruns Grikklands? Hvað skyldi ESB verða af miklum tekjum vegna ástandsins á Spáni? Svo ekki sé talað um öll hin ríki ESB sem eiga í kreppu. Hvað skyldi ESB þurfa að draga mikið saman í styrkveitingum? Á svo að "gambla" með íslenska bændur og launþega til að Samfylkingin geti notið sín með hinum sósíaldemókrötunum?

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 22:29

21 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Fyrir það fyrsta. Þá er Grikkland ekki stærsta hagkerfið í ESB, ennfremur þá hefur verið hagvöxtur í flest öllum aðildarríkjum ESB núna í ár. Þannig að áhrifin af kreppunni á ESB verða lítil sem engin. Þó svo að niðurskurður sé áætlaður innan ESB eins og annarstaðar.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2010 kl. 22:35

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðrún Sæmundsdóttir,

Grikkir hafa fengið
LÁN hjá öðrum Evrópusambandslöndum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, rétt eins og við Íslendingar höfum fengið LÁN hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, Pólverjum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Pólverjar og rúmlega 80% af íbúum ALLRA Norðurlandanna eru í Evrópusambandinu.


19.8.2010:


"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 22:40

23 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Bretar gangast undir gríðarlegan niðurskurð og munu þarafleiðandi skila færri pundum í ESBkassan ( þeir prísa sig sæla yfir að hafa ekki tekið evruna upp hjá sér)

Og hvernig skyldi svo Spáni reiða af í kreppunni?

Miðað við gríðarlegan samdrátt í ferðaþjónustunni þar og bullandi aukið atvinnuleysi má nú ekki búast við miklum tekjum þaðan í ESB kassan. 

Og þið Evrópusinnar eru ennþá tilbúnir til að halda áfram að gambla með framtíð íslensks launafólks og bænda!

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 23:16

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 41% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 32% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:22

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.8.2010:

"Þýski seðlabankinn, Bundesbank, spáir því að hagvöxtur í Þýskalandi verði 3% á þessu ári.

Spáin kemur í kjölfar niðurstaðna um að þýska hagkerfið, sem er það stærsta í Evrópu, hafi vaxið um 2,2% á öðrum ársfjórðungi.

Fyrri spá bankans gerði ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári.

Bundesbank sagði að hagstæðar aðstæður, bæði á heimamarkaði og í öðrum löndum, hefðu gert það að verkum að hagvöxtur væri meiri en spáð var."

Spá 3% hagvexti í Þýskalandi á þessu ári

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:24

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:26

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:27

33 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Gott að sjá þessa umræðu og yfirleitt um kosti þess fyrir íslenskan landbúnað að við göngum í ESB.  

Svo voru það þessi rök frá Guðrúnu: Sem betur fer eru íslenskir bændur dugnaðarforkar sem veigra sér ekki við að tryggja matvælaöryggji þjóðar sinnar!

Áfram Ísland! Áfram íslenskur landbúnaður!

Enn og aftur blessaði þjóðernisbelgingurinn á ferðinni. Vitanlega er gripið til hans þegar rökin þrjóta.  Ég spái hinsvegar að hann verði nei -sinnum tvíeggjað sverð.

Eyjólfur Sturlaugsson, 11.9.2010 kl. 23:34

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Breska hagkerfið óx um 1,1% á öðrum fjórðungi ársins, að sögn hagstofu landsins. Er þetta meiri hagvöxtur en reiknað var með en nú hefur landsframleiðslan vaxið þrjá ársfjórðunga í röð.

Ástæðan fyrir vextinum nú var einkum aukin starfsemi í fjármálaþjónustu, viðskiptum og byggingastarfsemi."

Áfram hagvöxtur í Bretlandi

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:35

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gengi dollars gagnvart japanska jeninu hefur ekki verið lægra í 15 ár.

Dollarinn féll í verði á föstudaginn þegar nýjar tölur voru birtar um atvinnuleysi í Bandaríkjunum, en þar hefur störfum fækkað.

Atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum og aukin óvissa um efnahagslíf landsins gera það að verkum að trú á dollarann minnkar.
"

Bandaríkjadalur ekki lægri gagnvart japanska jeninu í fimmtán ár

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:39

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.8.2010:

"Vöruskiptaafgangur eykst enn mikið í ÞÝSKALANDI, sem bendir til að VÖXTUR á öðrum ársfjórðungi gæti hafa verið SÁ MESTI FRÁ SAMEININGU LANDSINS fyrir 20 árum.

Frá Þýskalandi, sem er NÆSTMESTA ÚTFLUTNINGSHAGKERFI HEIMSINS á eftir Kína, berast nú þær fregnir að útflutningur hafi farið upp í 86,5 milljarða evra í júní, það mesta frá því í október 2008.

Innflutningur
náði einnig nýjum hæðum í 72,4 milljörðum evra.

Það er MESTI INNFLUTNINGUR Í EINUM MÁNUÐI FRÁ ÞVÍ MÆLINGAR HÓFUST ÁRIÐ 1950.

Þetta þýðir að afgangur á vöruskiptum Þýskalands við útlönd jókst um 44% frá maí og fram í júní, um 14,1 milljarð evra."

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:40

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.

Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.

Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.

Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.

Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.

Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."

Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:42

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga á Íslandi 1940-2008

Og hér hefur áður verið töluvert
atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:45

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Atvinnuleysi hefur verið svipað undanfarið í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum, 9,6% í Evrópusambandinu og 9,7% í Bandaríkjunum nú í maí.

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í maí 2010


Vinnumálastofnun - Atvinnuleysi hérlendis í maí 2010


Ísland er hins vegar örlítill vinnumarkaður miðað við Evrópusambandslöndin og Bandaríkin.

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:48

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

MÖRG ÞÚSUND útlendingar hafa starfað hér Í SJÁVARÚTVEGI í mörg undanfarin ár, aðallega Pólverjar, enda er FRJÁLS FLUTNINGUR VINNUAFLS á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og aðild Íslands að Evrópusambandinu breytir því ekki á nokkurn hátt.

Þúsundir Íslendinga starfa einnig í fjölmörgum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.


Evrópska efnahagssvæðið
- Wikipedia


Evrópusambandslöndin og Bandaríkin eru með þéttbýlustu landsvæðum í heiminum og þau greiða há laun en Ísland er nálægt því að vera strjálbýlasta land heimsins, í 232. sæti af 239.

List of countries by population density


Hérlendis hefur hins vegar verið töluvert atvinnuleysi eftir að íslensku bankarnir urðu gjaldþrota haustið 2008 og atvinnuleysið hér fór upp í 5% á síðasta áratug.

Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:51

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Seinni heimsstyrjöldinni lifðum við fyrst á breska hernum en þvínæst á þeim bandaríska fram á þessa öld.

Þáverandi forsætisráðherra, nú á jötu sægreifanna og kominn út í Móa, GRÁTBAÐ bandaríska herinn um að vera hér áfram
en allt kom fyrir ekki og sá undir iljarnar á hernum þegar hann fór héðan út um allar heimsins koppagrundir sumarið 2006 til að verja mann og annan.

Þá var hins vegar svo mikið GÓÐÆRI í landinu að ráða varð tugi Pólverja, búsetta í Reykjavík, og greiða þeim hálfa milljón króna á mánuði fyrir að pakka niður búslóðum bandaríska hersins á Miðnesheiði eins fljótt og auðið væri.

Lítils voru þá virði mörg og fögur íslensk tár sem féllu í Hvíta húsinu vegna yfirvofandi íslensks atvinnuleysis í Keflavík.

Þorsteinn Briem, 11.9.2010 kl. 23:57

43 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ekki eru franskir bændur nú beint hrifnir af sambandinu blessaða, skv, þessari klausu sem ég rakst á frá þvi í fyrra, og á það öruggleglega enn við i dag:

Mjólkurverkfall hafið í Frakklandi

Franskir kúabændur ákváðu í gær, fimmtudag, að hefja mjólkurverkfall um óákveðinn tíma. Segjast þeir frekar vilja hella mjólkinni niður eða gefa hana en að selja hana á þeim smánarprís sem nú er í boði. Þetta er gert til þess að mótmæla lágu verði á mjólk og aðgerðarleysi Evrópusambandsins og evrópskra landbúnaðarráðherra. Búist er við að verkfallið muni breiðast út til margra Evrópuríkja og hafa Belgía, Þýskaland, Holland, Ítalía, Sviss, Austurríki, Lúxemborg og Danmörk verið nefnd til sögu.

Eftir mikla uppsveiflu á mjólkurverði á alþjóðamarkaði árið 2007 hefur verðið hrunið um tugi prósenta. Evrópskir bændur fengu yfirleitt 30-40 evrusent fyrir lítrann árið 2007 en nú er það komið niður undir 20 sent. Framkvæmdastjórn ESB gaf út skýrslu um ástandið í júlí í sumar án þess að þar væri lögð til nein umtalsverð stefnubreyting. Þessu undu mörg aðildarríki ekki og kröfðust þess að ESB gripi inn í.

Guðmundur Júlíusson, 12.9.2010 kl. 01:33

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 02:08

45 Smámynd: Dingli

ÉG VIL FREKAR ÍSLENZKA BELJUMJÓLK Á 100kall, EN GEISLAVIRKT RÚMENSKT HORMÓNAHLAND FRÁ HVÍTRÚSSNESKU KJARNORKUVERI á 70!!

Dingli, 12.9.2010 kl. 02:21

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býlum hér mun ÁFRAM fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.

Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita SÉRSTAKA STYRKI VEGNA LANDBÚNAÐAR á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega SJÁLFIR STYRKJA LANDBÚNAÐ sinn sem nemur 35% UMFRAM ÖNNUR AÐILDARLÖND ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 02:27

47 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Steini, ertu Arsenalmaður er Man U, eða jafnvel poolari ?????

Guðmundur Júlíusson, 12.9.2010 kl. 02:31

48 Smámynd: Dingli

Hann veit það ekki. Horfir bara á EUROSPORT

Dingli, 12.9.2010 kl. 02:44

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dingli,

Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum Sjálfstæðisflokknum:


Enginn mun banna flokknum að kaupa íslenska kúamjólk í Evrópusambandinu.

Þar að auki yrði tæpast mikið flutt hér inn af mjólk. Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og mjólk hefur ekki mikið geymsluþol.


Við búum ekki á meginlandi Evrópu, ef einhver skyldi ekki hafa tekið eftir því.

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 02:53

50 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Þetta er ekki spurning um hvort að Evrópusinnar séu tilbúnir að spila með framtíð bænda og hins venjulega íslendings. Enda vita Evrópusinnar sem svo að ESB aðild Íslands mun gagnast öllum. Jafnt hinum venjulega íslendingi sem bændum, fyrirtækjum og öllum þar á milli. Hagsæld fæst með stöðuleika, og stöðuleiki fæst með aðild Íslands að ESB.

Þetta er spurning um það hvort að andstæðingar ESB á Íslandi séu tilbúnir til þess að réttlæta kjaraskerðingu, verðbólgu, verðtryggingu, vexti, hækkandi verðlag, óstöðuga krónu, óstöðugt viðskiptaumhverfi fyrir almenning og fyrirtæki á Íslandi. Hingað til hef ég ekki séð neinn andstæðing ESB á Íslandi réttlæta þetta, enda er það augljóst að ef íslendingar ganga ekki í ESB þá mun þetta umhverfi verða til staðar áfram og ekki breytast neitt af neinu ráði eftir því sem tíminn líður.

Íslenska krónan er núna í gjaldeyrishöftum vegna þess að hún er ónýtur sem gjaldmiðill og hefur verið það síðan haustið 2008. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir almenning og fyrirtæki. Ert þú (Guðrún) sem andstæðingum ESB aðildar Íslands tilbúin til þess að réttlæta þetta ástand eins og það er í dag ?

Ég ekki mark á þjóðrembu og öðru slík. Ef slíkt kemur, þá mun ég einfaldlega líta á það sem rökleysu og rökþrot.

Jón Frímann Jónsson, 12.9.2010 kl. 02:55

51 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held AÐ SJÁLFSÖGÐU með Arsenal!!!

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 02:57

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 03:03

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 03:13

55 Smámynd: Dingli

Nellurnar komu með innfluttu korni og voru CE merktar

Dingli, 12.9.2010 kl. 03:40

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég hef fulla trú á að aðrir séu betur til þess fallnir að leiða okkur úr ógöngum en þeir sem gera vart annað en að tala krónuna í skítinn."

Kjartan Sigurgeirsson
, 10.9.2010 kl. 15:57

Kjartan Sigurgeirsson MUN TALA KRÓNUNA UPP ÚR SKÍTNUM í Valhöll
í hádeginu á morgun, sunnudag.

Ókeypis kjúklingur frá Matfugli í boði.


Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sérstakir heiðursgestir:

Herra Johnsen, herra Mathiesen og herra Haarde.

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 03:45

57 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef þú ert Gunners eins og ég fyrirgef ég þér næstum allt sem þú hefur sagt um mig ! Því Arsenal er mitt líf, ásamt Víking að sjálfsögðu!

Guðmundur Júlíusson, 12.9.2010 kl. 04:33

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

OK!!!

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 05:44

59 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Steini, ég ber ekki ábyrgð á þeim þjófum sem stálu af okkur íslendingum gríðarlegum fjármunum. En að fara úr öskunni í eldinn, því mótmæli ég.

Það sem okkur hérna greinir um er: hvernig bætum við hag þjóðarinnar?

Þið viljið skríða undir pislfaldinn á ESB

Ég vil að við vinnum okkur sjálf útúr þessu. Við höfum allar forsendur til þess.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.9.2010 kl. 09:56

61 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Þú ert ekki ennþá búinn að svara þeirri spurningu sem ég set hérna fram.

Jón Frímann Jónsson, 12.9.2010 kl. 12:44

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:18

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor


Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9%
en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.

Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1%
en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.

Sveriges Riksbank


Euro area inflation estimated at 1.6%

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:23

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.


Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.


HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.


SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.

EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:24

65 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:32

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:39

67 Smámynd: Þorsteinn Briem

FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.

"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.

Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.

Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

TÆPAN HELMING GREIÐA LANDSMENN Í MATARVERÐI en rúman helming með sköttum.


Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum EN INNFLUTNINGSBANN ER NÚ EINGÖNGU SETT Á AF HEILBRIGÐISÁSTÆÐUM.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9


Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.

Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.

Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.


Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69


En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, borið saman í evrum,
eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:42

68 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 14:46

69 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Og Sjálfstæðisflokkurinn myndi kaupa hér áfram íslenskt nautakjöt, enda þótt það yrði dýrara en innflutt.

Þar að auki yrði tæpast mikið flutt hér inn af mjólk. Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og mjólk hefur ekki mikið geymsluþol.


Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú, kjúklinga- og eggjaframleiðendur og hörmungarsaga þeirra undanfarin ár er rakin hér að ofan.

Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 12.9.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband