Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin heldur fundaherferð um Evrópumál

SamfylkinginÁ vefsíðu Samfylkingarinnar er þetta að finna:

"Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur.  Óskar Guðmundsson rithöfundur ríður á vaðið þriðjudaginn 14. september og fjallar um tengsl Íslendinga við umheiminn og spyr hvort Ísland hafi ávallt verið afskipt og einangrað. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.

Evrópuvaktin hefur staðið fyrir Evrópuskólum og fræðslufundum innan Samfylkingarinnar og stendur nú fyrir opnum hádegisfundum udnir yfirskriftinni Ísland í Evrópu. Markmið fundanna og Evrópuskólans eru þau sömu, þ.e. að stuðla að aukinni þekkingu á stöðu Íslands, samvinnu þjóða í Evrópu, ákvarðanatöku og stofnunum ESB og helstu málaflokkum þess.

Þriðjudaginn 14. september
Var Ísland ávallt afskipt og einangrað? Tengsl Íslendinga við umheiminn
Óskar Guðmundsson rithöfundur
Þriðjudaginn 28. september
Landsbyggðin lifir í Evrópu
Anna Margrét Guðjónsdóttir alþingismaður og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna
Þriðjudaginn 12. október
ESB: Stærsta friðarbandalagið eða hernaðarbandalag?
Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
Þriðjudaginn 26. október
Evra eða króna?
Kristján Guy Burgess aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Þriðjudaginn 9. nóvember
Evrópusambandið fyrir Ísland?
Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður
Þriðjudaginn 23. nóvember
Evrópusambandsaðild og auðlindir
Aðalsteinn Leifsson lektor í viðskiptafræðideild og Kristján Vigfússon aðjúnkt í viðskiptafræðideild
Þriðjudaginn 7. desember
Endurtekur sagan sig? Sögulegar víddir Evrópuumræðunnar
Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði og Torfi H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband