Leita í fréttum mbl.is

Landið í austri og fyrrum heimsveldi

norges-flagga-300x218.pngMorgunblaðið í dag leitar sér stuðnings í ESB-andstöðu sinni í Noregi - og Bretlandi. Þar sýnir könnun að Norðmenn eru mjög andvígir aðild að ESB. Norðmenn felldu aðildarsamning 1972 og 1994 og sköpuðu sér því ,,sérstöðu" í Evrópumálum.

Þá er ákveðinn hluti almennings í Bretlandu einnig andsnúinn ESB. Það er ekkert nýtt. Bretland var einu sinni stórveldi (British Commonwealth) og teygði anga sína víða. Svo er ekki lengur. Getur verið að það skýri, að minnsta kosti að hlluta til, andúð Breta á ESB? 

David Cameron og utanríkisráðherrann, William Hague (íhaldsmenn!) hafa sagt að samtarf Breta og ESB muni ekki breytast.

Svo eru önnur nágrannaríki okkar sem eru hæstánægð með ESB, t.d. Danir og Svíar. Um 75% Dana eru ánægðir innan ESB og yfir helmingur Svía. Finnar eru á fullu með í ESB, með Evruna og allan pakkann.

Norðmenn eru því kannski það sem kallað er ,,the odd man out" og þurfa að taka við löggjöf frá ESB, án þess að hafa nokkuð um hana að segja, rétt eins og við Íslendingar, í gegnum EES-samningin.

T.d. hafa menn lýst því á skondin hátt hvernig norskir ráðamenn hafa þurft að læðast á eftir mönnum, eftir fundi á vegum ESB, til þess að fá upplýsingar, einfaldlega vegna þess að þeir eru ekki með. 

Það sama gildir okkur. Þetta heitir að vera á hliðarlínunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er Ísland olíuríki eins og Bretland og Noregur? - Nei.

Er Ísland með sterkan gjaldmiðil eins og Bretland og Noregur? - Nei.

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 07:41

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Norðmenn eru "laumu-aðildarsinnar" en vilja ekki gera neinar breytingar á EES samningnum einsog sakir standa. Róttækir vinstri menn og þjóðernissinnar með skírskotun til "gamalla norskra gilda" og andspyrnuhreyfingarinnar í stríðinu 1940 til 1944. Þjóðverjahatrið er sterkast í Norður-Noregi enda skildu þjóðverjar þar eftir sig sviðna jörð í bókstaflegri merkingu og enduruppbyggingin eftir að íbúarnir komust heim aftur skilur enn eftir sig spor í þeim sem við það ólust upp. Það er því í hæsta máta skiljanlegt að þjóðverjahatrið hafi færst að nokkru leyti yfir á ESB enda þjóðverjar gildir limir í því mikla þjóðarsamstarfi. - Verkamannaflokkurinn vill því fresta næstu umsóknarlotu þangað til kynslóð eftirstríðsáranna hefur misst tennurnar en það gerist óðum og yngra fólk með önnur viðmið og víðsýnni tekur við þjóðarskútunni. Hægri menn sem nú eru í skoðannakönnunum stærsta stjórnmálaaflið sér enga meinbugi á aðild Noregs að ESB. Þó breski íhaldsflokkurinn hafi "keypt" sér atkvæði í kosningunum núna útá ESB andúð breskrar lágstéttar sem auðvelt er að mata með hverskyns hindurvitnum eftir þörfum pólitískrar hentistefnu, þá svíkur flokkurinn það allt þegar til valda er komist enda fráleit hugmynd í raun og veru.

Þess vegna er athyglisvert að sjá að íslenska ´"íhaldið" er ekkert hægri flokkur lengur og hefur stefnu sem á ekkert skylt við raunverulega hægri flokka í evrópu. Þjóðernishyggjuflokkar eru reyndar oft kenndir við "hægri"-stefnu en það er mjög úrelt tenging og stafar frá tímum gamla evrópufasismans í byrjun síðustu aldar. Í dag hafa þjóðernisofstækismenn meira og minna yfirgefið klassiska hægri stefnu og hafa mörg "vinstri"-markmið til að vinna sér hylli hjá lágstéttarfólki en þar eru atkvæðin helst á lausu. Þannig sé ég amk breska Þjóðarflokkinn fyrir mér en hann er í dag fyrirmynd íslenska Sjálfstæðisflokksins hvað varða evrópu"efasemdir".

Íslendinga vantar hægri flokk ekki þjóðernissinna. Þjóðernisvakningin hjá ESB andstæðingum hefur sameinað gamla Austantjaldskomma einsog Ragnar Arnalds og Hjörleif og gamla herstöðvasinna köldu stríðsáranna einsog Davíð og Styrmi í einn flokk. Þessir dínósárar kaldastríðsins kunna bara eina hugmyndafræði og hún er ekki andstæðari en svo þegar upp er staðið að nú eru þetta samherjar gegn allri umræðu að mögulega breyttri og semmilega bættri framtíð íslensku þjóðarinnar.

Þegar upp er staðið eru Styrmir og Björn Bjarna "laumu-kommar". Hagsmunagæslumenn einokunarafla og skoðanakúgara.

Gísli Ingvarsson, 14.9.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er eðlilegt að Bretar séu á móti aðild. Skíringin er ekki bara að þeir hafi verið fyrrverandi heimsveldi. Málið er að bæði Bretar og Ameríkanar eru föðurlands vinir og munu alltaf vera. Hér höfum við ekkert nema föðurlandssvikara og erum ekki heldur stórveldi sem þýðir enn meir að við eigum ekki að vara í ESB sambandið

Valdimar Samúelsson, 14.9.2010 kl. 09:47

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vladirmir, Bretar eru ekkert á móti ESB. Ef það væri svo hefðu þeir tækifæri til að segja sig úr bandalaginu. Samkvæmt fullyrðingum þínum eru þeir nú þegar orðnir "föðurlandssvikarar" enda á kafi í ESB þó þeir hafi ekki Evruna.

Gísli Ingvarsson, 14.9.2010 kl. 13:14

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bretar voru alltaf á móti inngöngu í EU og eru enn á móti en málið er að fólk er platað enda probaganga maskínan svo sterk að það getur engin þjóð varnast gegn henni. Þú veist vel hvernig þeir eru hér og það eru engin rög fyrir inngöngu okkar sem frjáls þjóð.

Valdimar Samúelsson, 14.9.2010 kl. 13:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."

Withdrawal from the European Union

Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 14:55

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þvælan sem veltur útur þér Valdimar.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2010 kl. 18:54

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Folk er hrætt við það sem það skilur ekki.

Þess vegna er andstaðan svona mikil.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband