14.9.2010 | 23:08
Öfgavefurinn AMX ánægður með Ólaf forseta
Hægri-öfgavefurinn AMX er ánægður með forseta Íslands, sem sagði í dag að Íslendingar spyrðu sig þeirrar spurningar ,,hvernig klúbbur ESB væri" í framhaldi af hegðun Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi í Icesave-málinu (sem er vont mál, engum blöðum um það að fletta).
AMX telja ESB vera kúgunarbatterí og nýlenduseggi. Það er hinsvegar staðreynd sem AMX-liðar eru ekkert að flagga að ESB er það fyrirbæri sem gefur mest í þessum heimi til mannúðar og þróunaraðstoðar.
ESB traðkar ekki á smáríkjum, þó AMX haldi það (og reynir að flagga því við hvert tækifæri) og ESB er í raun samband smáríkja. Það má segja margt um Breta og Hollendinga, en þetta eru bara tvær af 27 þjóðum ESB.
Icesave hefði aldrei gerst, ef Ísland hefði verið aðili að ESB og hér hefði verið heilbrigt bankakerfi. Það gerðist hinsvegar og er magnað klúður. Sem verður að leysa!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
5.9.2010:
"Þrotabú Landsbankans gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.
Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið GREITT ALLAR FYRIRLIGGJANDI FORGANGSKRÖFUR, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
Þær kröfur eru 1161 milljarður vegna ICESAVE og 158 milljarðar vegna innlána."
Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé
Þorsteinn Briem, 14.9.2010 kl. 23:53
"Þetta hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB og með EVRU"
Mesta lygi Íslandssögunnar ef ekki mannkynnssögunar hefur verið afhjúpuð enn og aftur. Grikkland með ESB í 34 ár og Evruna í 10 ár er gjaldþrota og í TOPP 20 sætinu yfir lönd sem eru með mestar líkujr á að verða gjaldþrota
Þetta hefði aldrei gerst hefðum við verið í ESB eða með EVRU er einhver mesta lygi og blekking mannkynnssögunnar.
Sjálfur bý ég í ESB landinu Spáni með frosið og ónýtt hagkerfi með 40% atvinnuleysi ungs fólks og viðvarandi almennt 20% atvinnuleysi almennings.
Gunnlaugur I., 15.9.2010 kl. 19:15
Eitthvað hafiði nú ruglast blessaðir. Landsbankinn hefði ekki getað stofnað „icesave“ innlánsreikninga sína í Bretlandi og annars staðar nema sökum aðildar Íslands að EES.
Hefði Ísland ekki verið aðili að EES, þá hefðu þessar deilur ekki getað komist af stað.
Hefðu Íslendingar innlimast inn í ESB áður en til reikninganna var stofnað hefðu Íslendingar ekkert meira getað gert, enda yrðu þá reglur ESB um fjármál sett ofar landslögum.
Ekki hafa þessar reglur komið í veg fyrir fjármálahrun á Írlandi og öðrum héruðum ESB. Hvað þá gjaldþrot Grikklands, sem virðist á næsta leyti.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 19:24
19.8.2010:
"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."
Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 19:26
Ísland á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og því getur Íslendingurinn Gunnlaugur I. búið og starfað hvar sem er á svæðinu.
Og tæpast byggi hann og starfaði nú á Spáni ef það væri eins hryllilegt eins og hann gapir hér um daglega.
Ekki myndi ég kjósa að búa á Raufarhöfn ef mér þætti það skelfilegt.
Og kvartaði svo undan því opinberlega á hverjum degi.
Enginn myndi taka mark á slíkum furðum.
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 19:41
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 19:51
"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.
Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.
Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 21:00
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 21:07
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1% en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
Sveriges Riksbank
Euro area inflation estimated at 1.6%
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 21:09
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 21:11
Þetta er nú alveg óskiljanleg framkoma hjá forsetanum.
Málið er náttúrulega að Ólafur hefur alltaf verið beint og óbeint það kallað er í Evrópu ,,EU-Skeptiker" og eru þar almennt álitnir hálfgerðir furðufuglar og hlegið að þeim. Það er bara þannig. Hann er í raun Andsinni. Hann var á móti EES.
En núna náttúrulega er hann búin að koma sér og landinu í ákv. stöðu sem maður er ekki alveg að sjá hvernig verður leyst. Hvað er hann að segja í raun. Ætlar hann að neita að skrifa undir aftur?
Eina skynsamlega leiðin væri að alþingi tæki af skarið og samþykkti þennan helv. samning formlega sem í raun er fe faktó búið að samþykkja - en málið er að maður er ekkert að sjá þð gerast. Það er minnihlutastjórn í landinu. Hún kemur ekkert brýnum málum fram. Málum sem nayðsynlegt er að afgreiða til að hlaði ekki á sig skaðakostnaði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2010 kl. 21:23
"Þetta reddast!"
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 21:28
Nær væri að spyrja hvers konar forseti er ÓRG. Þegar forseti Íslands er farinn að gangrýna samtök sem eru einhver áhrifamestu samtök sem berjast fyrir mannréttindum í heiminum í landi eins og Kína þar sem mannréttindi eru fótum troðin er forsetinn kominn á hálli ís en þegar hann gapti upp í útrásarvíkinga.
ÓRG er ekkert sameiningartákn lengur, enda hefur hann dregið embætti Forseta Íslands niður á lágkúrulegt pólitísk plan.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.9.2010 kl. 22:14
15.9.2009:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.