Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð Össurar vegna ummæla forsetans

Ólafur Ragnar GrímssonUmmæli Ólafs Ragnars hafa vakið viðbrögð utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar. Á www.visir.is segir: ,,Forseti hefur málfrelsi sem aðrir Íslendingar en æskilegt væri að hann gæti þess að tjá sig ekki með þeim hætti að hægt sé að túlka það sem einhverskonar ágreining við þá utanríkisstefnu sem samþykkt er af Alþingi Íslendinga," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í samtali við blaðamenn erlendra fjölmiðla í gær að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna vektu upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Alþingi, sem er æðsta vald þjóðarinnar, hefur samþykkt að hefja aðildarviðræður við ESB, koma heim með samning og leggja hann í þjóðaratkvæði. Þetta er skýr afstaða Íslands. Forseti hefur hvorki vald né umboð til að segja neitt annað," segir Össur. Hann segir það vera alveg ljóst að það sé ríkisstjórnin sem móti utanríkisstefnuna en ekki forsetinn."

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.2009:

"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 15.9.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ætlar Össur Skarphéðinsson af öllum mönnum að fara að segja forsetanum hvað segja má á opinberum vettvangi og hvað ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 15.9.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.

14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 16.9.2010 kl. 00:07

4 Smámynd: Elle_

ÆSKILEGAST væri að Össur tjáði sig bara alls ekki.  Ekki nokkursstaðar opinberlega.  Punktur.

Elle_, 16.9.2010 kl. 00:19

5 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Hvernig væri að lesa stjórnarskrá Íslands. Forseti er bæði hluti af framkvæmdarvaldinu og löggjafarvaldinu. Hvernig gat Forsetinn stöðvað lagasetingu Alþingis ef hann er ekki rétthærri en Alþingi. Mynni á að hann stjórnar Ríkisráðsfundum.  En endilega haldið áfram að efla andstæðinga aðildar með bulli,rökleysum og rógi.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 16.9.2010 kl. 01:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Össur Skarphéðinsson er utanríkisráðherra.

Ólafur Ragnar Grímsson er hins vegar valdalaus forseti og þyrstir í völd sem hann hefur ekki samkvæmt stjórnarskránni.

Stjórnmálamenn eiga ekki að verða forsetar Íslands.

Og þá gildir einu hvort þeir eru hægri eða vinstri sinnaðir.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 16.9.2010 kl. 01:16

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Össur Skarphéðinsson er EKKI utanríkisráðherra íslenzka lýðveldisins, heldur
málsvari Brussels-valdhafa og annara erlendra
afla. Þess vegna þarf forseti vor að halda uppi
merki íslenzkra hagsmuna á erlendum vettvangi í dag, sbr. Icesave, sem Össur brást GJÖRSAMLEGA!   Já bara HEILL forseta vorum EN EKKI núverandi óþjóðhollri ríkisstjórn! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.9.2010 kl. 01:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2010 (í dag):

"Þrotabú Landsbankans gæti átt yfir 300 milljarða króna í reiðufé um áramótin verði endurheimtur eins góðar og útlit er fyrir.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Gangi spár um endurheimtur eftir gæti þrotabúið GREITT ALLAR FYRIRLIGGJANDI FORGANGSKRÖFUR, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Þær kröfur eru 1161 milljarður vegna ICESAVE og 158 milljarðar vegna innlána."

Ríflega 300 milljarða króna eignir þrotabús Landsbankans í reiðufé

Þorsteinn Briem, 16.9.2010 kl. 01:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2010, átti þetta nú að vera (en ekki í dag).

En um að gera að halda áfram að gapa um IceSave og eldgos úti um allar heimsins koppagrundir.

Þorsteinn Briem, 16.9.2010 kl. 02:08

10 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

ÆSKILEGAST væri að Össur tjáði sig bara alls ekki.  Ekki nokkursstaðar opinberlega.  Punktur  . samala

Össur Skarphéðinsson er EKKI utanríkisráðherra íslenzka lýðveldisins, heldur
málsvari Brussels-valdhafa og annara erlendra
afla. Þess vegna þarf forseti vor að halda uppi
merki íslenzkra hagsmuna á erlendum vettvangi í dag, sbr. Icesave, sem Össur brást GJÖRSAMLEGA!   Já bara HEILL forseta vorum EN EKKI núverandi óþjóðhollri ríkisstjórn! 

eg hefdi ekki getad sagt tetta betur

Össur Skarphéðinsson is a pathetic treasonist

Sigurður Helgi Ármannsson, 16.9.2010 kl. 08:55

11 identicon

Ótrúlegt finnst mér þegar menn bera ekki virðingu fyrir lýðræði á Íslandi.

VG og Samfylkingin hefur meirihluta á Alþingi.  Össur er utanríkisráðherra okkar Íslendinga í dag.  Hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Bera allir andstæðingar ESB enga virðingu fyrir íslensku lýðræði?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 09:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

BJARGVÆTTURIN:

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":


"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.

Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""

Þorsteinn Briem, 16.9.2010 kl. 14:34

14 Smámynd: Einar Karl

Kjósið Ólaf Ragnar á þing, þegar hann lýkur kjrtímabilinu. Þið sem dýrkið hann og dáið.

Hann gæti orðið forsætisráðherra, þegar hann klárar Forsetann.

Einar Karl, 16.9.2010 kl. 15:02

15 identicon

Einar Karl:  Ég held að þeir einu sem dýrka forsetan séu þeir sem ekki vilja greiða Icesave reikninga Landsbanka Íslands.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 15:13

16 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ólafur er ekki forsti í mínum huga. Doritt ætlar að skilja við hann bráðum. Konulaus er Ólafur búinn að vera.

Gísli Ingvarsson, 17.9.2010 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband