Leita í fréttum mbl.is

Óskhygga Evrópuvaktarinnar um SI

SIAndstæðingar ESB á Evrópuvaktinni reyna nú eftir fremsta megni að láta líta út svo út að Samtök Iðnaðarins séu að breyta um stefnu í Evrópumálum, með tilkomu nýs framkvæmdastjóra, Orra Haukssonar.

Orri er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær og þar m.a. um Evrópumál. Þar kemur fram að stefnan í Evrópumálum, en SI er fylgjandi aðild Íslands að ESB, sé mótuð á hverju Iðnþingi.

Það er því í raun ekki framkvæmdastjórans að ákveða um af eða á varðandi Evrópustefnu samtakanna. Er hann ekki sá aðili sem sér um daglegan rekstur samtakanna, rétt eins og aðrir framkvæmdastjórar? Sem er jú mikilvægt hlutverk!

Orri segist vilja líta ,,raunsæjum" (pragmatískum) augum á Evrópumálin og hann segir að það sé ákveðinn ferill í gangi í þessu. Sem er alveg rétt hjá honum.

Hann ítrekar að hans hlutverk sé að vernda hagsmuni aðildarfélaganna og í viðtalinu er hann spurður hvort það muni verða blaktandi Evrópufánar á næsta Iðnþingi, eins og síðustu ár?

Þessu svarar Orri þannig: ,,Eins og ég sagði áður mun stefna þessara samtaka ekki breytast við komu nýs framkvæmdastjóra," segir Orri og brosir"

Ritari sér enga stefnubreytingu í þessum orðum.

Er þetta þá ekki bara óskhyggja ESB-andstæðinga? Það hlýtur að vera.

Bendum einnig á leiðara SI frá því í lok ágúst, en hann skrifar Helgi Magnússon, formaður samtakanna.

Fyrirsögn leiðarans er: NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI og þar segir m.a.:

,,Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Þess er vænst að hagsmunaaðilar og stjórnvöld taki höndum saman um að vanda allan undirbúning vegna samningaviðræðnanna með það að markmiði að ná sem hagkvæmustum samningi við ESB. Mikilvægt er að ljúka því ferli sem hafið er með hagstæðum samningum fyrir allar atvinnugreinar og almenning á Íslandi þar sem hagsmuna Íslendinga verði gætt í hvívetna.

Einhverjir stjórnmálamenn hafa látið sér til hugar koma að heppilegast væri fyrir Íslendinga að draga aðildarumsóknina til baka og hverfa frá því samningsferli sem hafið er. Það væri afar óskynsamlegt og yrði ekki til annars en að rýra álit á landsmönnum á alþjóðavettvangi enn frekar en orðið er.  Íslendingar yrðu sér til minnkunar með slíku framferði enda verður því tæplega trúað að stjórnmálamenn sem vilja láta taka sig alvarlega muni halda slíku fram þegar á reynir.

Stjórnmálamenn, stjórnsýslan og fulltrúar hagsmunaaðila á ýmsum sviðum þjóðfélagsins þurfa að sýna ábyrgð, sameina krafta sína og standa saman um að ná sem hagstæðustum samningi við Evrópusambandið.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu mun svo þjóðin hafa síðasta orðið.

Eru unnendur lýðræðis nokkuð hræddir við það?"

Evrópusamtökin taka heilshugar undir þessi orð Helga.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband