17.9.2010 | 17:49
Össur um hagsmuni Íslendinga í DV
"Tillagan er stórskaðleg fyrir hagsmuni Íslendinga. Hún rýrir orðstír Íslands sem þjóðar, og gæti komið í veg fyrir að Ísland ætti kost að sækja aftur um aðild á næstu áratugum. Hún lokar því mikilvægum björgunarleiðum fyrir íslensku þjóðina. Háskaleikurinn er ekki síður atlaga að afar dýrmætum möguleikum fyrir fyrirtæki, fjölskyldur, að ógleymdu ríkinu, sem kunna að felast í aðild að Evrópusambandinu. Einn þeirra var reifaður af körskum kaupfélagsstjóra í Borgarnesi sem skrifaði á dögunum pistil á Pressuna. Sá vakti þjóðarathygli. Þar bar hann saman kostnaðinn við 20 milljóna króna íbúðarlán á Íslandi, þar sem gjaldmiðillinn er langveikur, og í öðru Evrópulandi. Niðurstaðan var sú, að á 25 árum þyrfti Íslendingurinn að borga 31,6 milljónum meira en Evrópubúinn. Það kostar sem sagt unga Íslendinginn í dæmi kaupfélagsstjórans 105 þúsund krónum meira á mánuði að koma sér upp húsnæði en jafnaldra hans í Evrópu."
Síðan talar Össur um atvinnumál:,, Aðild snýst ekki síst um að skapa ný störf. Í febrúar voru um 15 þúsund manns án atvinnu. Á næstu árum þarf að fjölga störfum um 23 þúsund
á ári. Á næstu tíu árum þurfum við því 3035 þúsund störf til að tryggja að allir hafi atvinnu á Íslandi...Störfin þurfa að verða til í iðnaði, ferðaþjónustu og ekki síst í nýsköpunar- og sprotageiranum. Umhverfi Evrópusambandsins tryggir stöðugt og öflugt rekstrarumhverfi fyrir þessi sólrisufyrirtæki framtíðarinnar, sem þegar í dag skapa fjórðung gjaldeyristeknanna.Tillaga Davíðs og Heimssýnar lokar þessu tækifæri, sem gæti fætt af sér tugþúsundir starfa."
Að lokum snýr Össur sér að gjaldmiðilsmálum:
,,Forystumenn í atvinnulífi kynntu fyrir nokkrum misserum útreikninga, sem sýndu, að tækju Íslendingar upp evruna gætu þeir sparað sér samanlagt í vaxtagreiðslur á ári á annað hundrað milljarða króna. Á ári! Drýgstur hluti sparnaðarins yrði hjá fyrirtækjum, eða yfir 100 milljarðar miðað við þáverandi stöðu. eimilin gætu einnig sparað sér tugi milljarða. Þá er ótalinn vaxtasparnaður skuldsetts ríkissjóðs. Tillaga Davíðs og Heimssýnar hindrar að skuldsett þjóð í vanda geti með þessum hætti sparað sér upphæðir, sem á einu ári gætu numið töluvert hærri upphæðum en Icesave-samningurinn kynni að kosta ríkissjóð á núvirði. Hin besta og varanlegasta kjarabótin til framtíðar kann því að liggja um Evrópusambandið."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Össur minn. Við sem viljum ekki ESB erum ekki eingöngu að hugsa um hagsmuni heldur sjálfstæði. Lestu grein sem ég sendi þér um Lissabon sáttmálan ef þú þá lest einhvað en þetta er skýring á þessum sáttmála og sýnir að við munum hafa 0.06 % vægi eða einhvað í þá átt miðað við stjórnarskrá ESB. Ef þú kíkir á póstin þá sér þú þetta. Já einn á móti.
Valdimar Samúelsson, 17.9.2010 kl. 18:12
Össur hér er slóðin http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/1095836/#comment2991347 og farðu að hugsa að við erum sjálfbær hér á landi og sjálfstæði er okkur mikilvægt. Í ESB þá verðum við bara eins og rollurnar hjá bændunm. EF þú nennir lestu þetta líka http://ireport.cnn.com/docs/DOC-488812?ref=email en þar er fjallað um hvernig ESB er að kaupa okkur og ólögleg heit þín vegna ESB samningsins.
Valdimar Samúelsson, 17.9.2010 kl. 18:18
ESB, nei takk.
Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2010 kl. 18:22
Það er borðleggjandi að innganga í ESB er mikil kjarabót fyrir alla Íslendinga... Þeir sem hafa kynnt sér málið eru fylgjandi ESB... sístækkandi hópur.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2010 kl. 18:23
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:27
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:29
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1% en verðbólgan 1,6% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
Sveriges Riksbank
Euro area inflation estimated at 1.6%
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:32
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:33
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:37
Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.
Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.
Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:41
EINGÖNGU íslensk skip hafa rétt til veiða úr staðbundnum nytjastofnum innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og slíkt er hægt að BINDA í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu, sem EKKI er hægt að breyta nema með samþykki okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:44
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
Þorsteinn Briem, 17.9.2010 kl. 18:46
Össur er óvenju herskár í þessari grein og ekkert þar að finna nema það sem allir vita. Ég vona að þetta þýði að Össur láti sverfa til stáls þegar kvótamálin verða tekin fyrir alþingi. Stórútgerðin er tæknilega gjaldþrota og það á fara með hana alla leið og láta nýtt og frískt fólk taka við.
Gísli Ingvarsson, 17.9.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.