Eins og kunnugt er hefur Jón Bjarnason, landbúnađarráđherra sett á svokallađa ofurtolla á ýmsar tegundir innfluttra matvćla, m.a. osta. Ţetta er m.a. umfjöllunarefni í leiđara FRBL frá ţví í lok ágúst.
Bloggarinn Björn S. Lárusson kemur einnig međ áhugaverđan vinkil á ţetta, undir fyrirsögninni: Ef ég smíđađi eldavél. Fćrslan er svona:,,
(Ef ég smíđađi eldavél)... gćti ég ţá gert ţá kröfu til iđnađarráđherra ađ hún setti ofurtolla á innfluttar eldavélar?
Eldavélin sem ég mundi smíđa vćri auđvitađ sú besta í heimi. Sparađi orku og skaffađi nokkrum mönnum vinnu. Hún tryggđi líka eldunaröryggi í landinu. Viđ yrđum ekki háđ ţví ađ einhverjir bavíans útlendingar skrúfuđu allt í einu fyrir útflutning á eldavélum til Íslands.
Ef ykkur finnst ţessi röksemdarfćrsla mín út í hött ćttu ţiđ ađ skođa ofurtolla landbúnađarráherrans og rökin fyrir ţeim."
Nýasta Bćndablađiđ (BBL) fjallar líka um ţessi tollamál og ţar er komiđ annađ hljóđí strokkinn. Tollarnir eru til ţess ađ vernda neytendur. Ţetta er alveg nýr vinkill, ađ okkar hyggju hér á ţessu bloggi eru tollar til ađ vernda framleiđendur, en ekki neytendur.
Í BBL segir: ,,Tollvernd er brjóstvörn landbúnađar til ađ ekki leggist af framleiđsla ţegar ódýrar vörur frá öđrum löndum geta eyđilagt atvinnuveginn. Svo einfalt er ţađ.(Leturbr. ES-blogg)
Okkur hér er spurn: Eru framleiđendur á Parmesan osti ađ eyđilegga einhverja atvinnuvegi hér á Íslandi???
Síđar segir: ,,Nútímavćđa ţarf margt í verslunarháttum á Íslandi."
Má ekki segja ţađ sama um landbúnađinn? Er íslenskur landbúnađur sem ţarf á ofur(verndar)tollum ađ halda, nútíma landbúnađur?
Athugasemdir
Ísland best í heimi! - Myndband
Ţorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 23:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.