Leita í fréttum mbl.is

Bændasamtökin og "samsærið"

dv-logoÍ frétt á dv.is kemur fram: ,,Bændasamtök Íslands hafa sent Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðar í samningaferlinu við Evrópusambandið (ESB) verði skýrð. Að mati samtakanna hafa bæði stjórnvöld og ESB þrýst verulega á um að stjórnsýsla og löggjöf verði aðlöguð að reglum sambandsins á meðan á aðildarviðræðum stendur og áður en aðildarumsókn hefur fengið stjórnskipulega meðferð.

Segir í frétt á vef Bændasamtakanna að ef fram fer sem horfir verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild marklaus enda verði búið að innleiða regluverk Evrópusambandsins hér á landi áður en til hennar kemur."

Bændur eru algerlega að misskilja þetta mál. Hér er ekki um neina aðlögun að ræða, heldur undirbúning. Búið er að samþykkja að sækja um aðild og halda þjóðaratkvæði um það. Ef, niðurstaðan verður já, vilja þá bændur standa algerlega óundirbúnir í því máli? Með engan aðgang að stofnunum og þeim greiðslukerfi sem fylgir aðild?

Það er verið að gera bændur betur undir það búna að takast á við aðild! Ef að aðild verður! Er það svona rosalega vont?

Síðar segir í frétt DV:
,,Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna segir ljóst að samningaferlið feli í sér aðlögun að reglum ESB. Það eigi ýmist að gerast strax eða mjög fljótlega þó um einhver atriði ríki óvissa um hversu hart ESB ætli að ganga fram. „Það hefur verið staðfest í vinnu samningahóps Íslands um landbúnaðarmál að reglur ESB ganga gegn varnarlínum þeim sem Bændasamtökin hafa dregið upp. Aðlögun að stjórnkerfi ESB vegna aðildarumsóknarinnar er þegar hafin í ýmsum málaflokkum. Það er í fullri andstöðu við það sem sagt var þegar umsókn Íslands um aðild var send. ESB virðist líta svo á að Ísland verði aðildarríki og fjöldi starfsmanna sambandsins hefur það eitt hlutverk að vinna að þeirri niðurstöðu. Við bændur krefjumst þess því að tekin verði af öll tvímæli um þessi mál og staða landbúnaðar í aðildarviðræðunum verði skýrð hið fyrsta.“(Feitletrun-ES-blogg)

Hefur ESB sagt að ísland verði aðildarríki? Ritari kannast bara ekkert við það. Og hvaða ,,fjöldi starfsmanna" er þetta sem talað er um? Er þá s.s. eitthvað samsæri í gangi hjá ESB um að Ísland verði aðili hvað sem það kostar?? Er það ekki þjóðin sem á að ákveða það?

Kröfugerð Bændasamtakanna hljómar líka svolítið sérkennilega, sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafa lýst því yfir að þau vilji ekki verða með í aðildarferlinu, en Búnaðarþingið í fyrra lýsti því yfir að það vildi eignlega ekkert með umsóknina að hafa og að Alþingi bæri alfarið ábyrgð á henni.

Sjá hér

Hér eru annars samningmarkmiðin í landbúnaði gagnvart ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Málið er að Össur mun þröngva þessu í gegn með falsundirskrift. Það er alveg á hreinu. Það verða sömu vinnubrögð og hafa viðgengist og svo látið reyna á það. Já. Magma ofl. 

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 20:38

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Þetta er lygi hjá þér. Það er þjóðin sem fer með lokaorðið þegar það kemur að ESB aðildarsamningum. Náist að klára að semja um það ferli. Ég reyndar óttast að öfl á Íslandi sem eru fjandsamleg ESB aðild Íslands muni á næstu mánuðum reyna að stoppa aðildarferlið hjá Íslandi með því að búa til fréttir um gagn mála, eins og Bændsamtök Íslands eru að gera hérna.

Jón Frímann Jónsson, 22.9.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sjáðu bara til hvort þetta verði lygi en hvað var með Magma. Hvað var og er með ECA og önnur mál sem þröngvað er í gegn. Hvað með ráðuneytin og  dagblöðin sem fá pening frá ESB til að aðlaga fólk undir yfirtöku ESB . Ef þú sérð þetta ekki þá vona ég bara heitt og innilega að við sem erum á móti getum bjargað lendi undan ánauð næstu 1000 árin. Við höfum verið þar.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já gleymdi því þegar Össur sagði við afhendingu falsaða svokallaða umsókn um aðild sem var aðeins leifi til kynningar viðræðna að allir á íslandi væru ESB þenkjandi og brosti út fyrir eyru en það er full af svoleiðis lygi sem hann hefir sagt á erlendum vettvangi. Skömm að eilífu sé á hann.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 21:15

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón aftur lestu þetta http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1098105/#comments  og nýttu þér upplýsingarnar sem þar er að finna.

Valdimar Samúelsson, 22.9.2010 kl. 22:15

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.

Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.

Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.

Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.


Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.

Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.

Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið


Árið 2008 störfuðu 2,5% vinnuaflsins hér við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Fastur kostnaður
meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.

Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

En hérlendis eru einungis um tíu svínabú.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið


"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.

LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.

LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.

Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.


Lantbrukarnas Riksförbund

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:37

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Býlum hér mun ÁFRAM fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.

Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36


"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita SÉRSTAKA STYRKI VEGNA LANDBÚNAÐAR á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.

Sú lausn felur í sér að þeir mega SJÁLFIR STYRKJA LANDBÚNAÐ sinn sem nemur 35% UMFRAM ÖNNUR AÐILDARLÖND ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."

"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:38

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Og Sjálfstæðisflokkurinn myndi kaupa hér áfram íslenskt nautakjöt, enda þótt það yrði dýrara en innflutt.

Þar að auki yrði tæpast mikið flutt hér inn af mjólk. Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og mjólk hefur ekki mikið geymsluþol.


Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú, kjúklinga- og eggjaframleiðendur og hörmungarsaga þeirra undanfarin ár er rakin hér að ofan.

Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.

Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.


Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.

Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:42

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:52

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núna semjum við Íslendingar EKKI þau lög sem við tökum upp samkvæmt aðildarsamningi okkar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 22.9.2010 kl. 22:54

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Valdimar, Bloggarinn Páll Vilhjálmsson er öfgamaður sem ekki er nokkur ástæða til þess að taka mark á. Sérstaklega þegar hann er að ljúga um ESB. Sérstaklega þar sem hann lýgur alltaf til um starfsemi og hlutverk ESB í Evrópu.

Ég sóa ekki tíma mínum í að lesa svona vitleysu. Hinsvegar hefur ég stundum reynt að leiðrétta þessa vitleysu í þessum mönnum. Það hefur hinsvegar þýtt afskaplega lítið hingað til.

Jón Frímann Jónsson, 23.9.2010 kl. 07:24

17 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Frímann þetta eru örgustu öfugmæli og vitleysur hjá þér sem oftast áður.

Það ert nefnilega þú sjálfur og Steini Briem sem eruð mesu öfgamenn Íslands þegar kemur að ESB, en þar raðið þið ykkur ævinlega upp með hagsmunum ESB Elítunnar og skirrist ekki við að fara gegn hagsmunum og sjálfstæði ykkar eigin þjóðar.

Bloggarinn Páll Vilhjálmsson (Palli Vill) er hinns vegar mjög vel lesinn þjóðfrelsismaður og mikill raunsæjismaður og um leið einn dyggasti og traustasti tasmaður íslenskra hagsmuna og stendur ávallt vörð um sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar, hvar og hvenær sem er.

Það hljómar því svo sem ekkert undarlegt að frá þínum þrönga og einstrengislega ESB sjónarhóli séð þá skulir þú kalla hann öfgamann !

Af því að Páll skrifar ævinlega gegn öllum áróðri og ásælni ESB og ykkar agenta þeirrra hérlendis og gegn öllu þeirra lamandi helsi !  

Gunnlaugur I., 23.9.2010 kl. 08:32

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnlaugur I.

Hér birti ég fyrst og fremst STAÐREYNDIR en það þolir þú að sjálfsögðu ekki og munt aldrei þola, því SANNLEIKURINN ER ÞINN VERSTI ÓVINUR.


Þú hefðir aldrei verið ráðinn sem blaðamaður á Morgunblaðinu þegar Matthías Johannessen var þar ritstjóri.

Þú ert gamall lygalaupur, sem yrði tekinn inn í hvaða fasistaflokk sem væri með hraði.


ENGINN nennir að lesa þitt eilífa holtaþokuvæl og sjúklegt ofsóknaræði en mínar fréttir og fréttaskýringar í Morgunblaðinu lásu daglega 200 þúsund manns án þess að kvarta í eitt skipti.

Þorsteinn Briem, 23.9.2010 kl. 09:14

19 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I, Það er nú bara þannig að Páll Vilhjálmsson er hvorki vel lesin eða raunsæismaður. Hann er þrönsýnismaður og fordómafullur maður í garð ESB.

Annars er það með þig eins og aðra andstæðinga ESB á Íslandi. Þið getið ekki svarað þeim spurningum sem að ykkur er beint.

Jón Frímann Jónsson, 23.9.2010 kl. 11:22

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Valdimar.

Já segðu okkur hvað er málið með Magma og ECA?

Fyrir utan það að þetta eru útlendingar.... og útlendingar eru vondir og vilja okkur illt.

Valdimar þú og þínar skoðanir gerir mig mjög sorgmæddan. Ekki vegna þess að þær eru frábrugðar mínum skoðunum heldur að ég skammast mín að Íslendingur skildi hugsa svona.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.9.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband