Leita í fréttum mbl.is

Ekkert makrílstríð! Viðræður ganga vel

makrill_1025282.jpgFram kemur á RÚV að viðræður deiluaðila um MAKRÍL hafi gengið vel. Svona er fréttin: ,,iðræður Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðar Íslendinga voru mjög gagnlegar, segir Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndarinnar.

Einhliða ákvörðun Íslendinga um makrílkvóta hefur undanfarin ár vakið upp harða gagnrýni hagsmunasamtaka, einkum í Noregi og Skotlandi. Íslendingum hefur ekki verið hleypt að samningaborði strandveiðiríkjanna um makríl, á þeim forsendum að Ísland væri ekki strandveiðiríki þar sem makríllinn væri ekki í íslenskri lögsögu. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á með rannsóknum Íslendinga og Norðmanna að sú forsenda er röng. Tómas H. Heiðar segir að í viðræðunum við ESB hafi hvergi verið ýjað að refsiaðgerðum vegna kvóta Íslendinga. Fyrir ári var ákveðið að íslensk sendinefnd tæki þátt í viðræðunum um kvótaákvörðun næsta árs. Þær verða haldnar um miðjan október."

Heimildin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er villa í textanum, þarna stendur "Svona er fréttin: ,,iðræður Íslendinga og Evrópusambandsins um makrílveiðar Íslendinga voru mjög gagnlegar,"

Villan er feitletruð.

Jón Frímann Jónsson, 23.9.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er önnur villa. Ef smellt er á linkinn "Heimildin" lendir maður á Forbidden síðu. Er það táknrænt!

En þetta er skemmtileg frétt.

Íslendingum var ekki hleypt að samningaborðinu af því að Ísland er "ekki strandveiðiríki".  Hvaðan er sú skilgreining? Telst ríki ekki strandveiðiríki nema það sé makríll í lögsögunni?

Come on! Ísland er eyja og það er veiddur fiskur við strendur landsins. Er þetta einhver brusselska eða fundu þeir ekki Ísland á landakortinu?

En nú hefur sem sagt verið "sýnt fram á með rannsóknum" að við veiðum makríl. Börn sem sátu með færi á bryggjum landsins og mokuðu makrílnum upp hefðu getað sparað mönnum rannsóknir. 

Ef Ísland villist í ESB þarf líklega að rannsaka hvort Ísland sé eyja, hvort hafið sé úr sjó, hvort skipin séu skip og fiskurinn sé fiskur. Bjúrókratarnir gætu byrjað á að spyrja börnin.

Haraldur Hansson, 23.9.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

EN MAKRÍLL
ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.

Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.

RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar

Þorsteinn Briem, 24.9.2010 kl. 00:50

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haraldur, ef að íslendingar hefðu verið aðildar að ESB þegar makrílinn fór að ganga í íslenska lögsögu. Þá hefði einfaldlega verið samið um kvóta á þeim grundvelli.

Ekkert vesen og engin vandamál.

Jón Frímann Jónsson, 24.9.2010 kl. 21:29

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Jón Frímann: Auðvitað hefði verið samið, en VIÐ hefðum ekki samið um neitt heldur hefði ESB samið við Noreg og Færeyjar. Síðan hefðum við fengið tilkynningu frá frú Damanakis um hvað við mættum veiða.

Það er einmitt aðalatriðið.

Að innan ESB þá getum VIÐ ÍSLENDINGAR ekki samið við neinn um neitt. Það er bannað! Þetta er eitt af því sem við verðum að láta af hendi við inngöngu.

Við megum ekki loka augunum fyrir afsali réttinda, allra síst þegar um fiskveiðilögsöguna er að ræða. Það getur beinlínis verið hættulegt.

Haraldur Hansson, 25.9.2010 kl. 14:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA Í EVRÓPUSAMBANDINU ÚR MAKRÍLSTOFNINUM OG ÖÐRUM FLÖKKUSTOFNUM.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aflakvóti íslenskra skipa úr FLÖKKUSTOFNUM hluti af heildaraflakvóta Evrópusambandsríkjanna ÚR ÞEIM STOFNUM.

dómi frá 1987, bls. 2671, var það EKKI talið fara í bága við MEGINREGLUNA UM HLUTFALLSLEGA STÖÐUGAR VEIÐAR AÐ VIÐHALDA HEFÐBUNDNU HLUTFALLI VEIÐIKVÓTA Á MILLI AÐILDARRÍKJANNA, jafnvel þótt einstök aðildarríki hafi ekki haft þörf fyrir eða hafi ekki getað veitt upp í allan landskvótann sem þeim var úthlutaður."

(Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor og Óttar Pálsson lögfræðing, bls. 70.)

Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband