25.9.2010 | 15:00
Húsfyllir á Joe Borg: ,,Rétt tímasetning, Ísland getur haft áhrif"
Hússfyllir var á fyrirlestri Joe Borg, fyrrum sjávarútvegsstjóra ESB í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. Joe fór með skipulegum hætti yfir umsókn og aðildaferli Möltu, sem gekk í sambandið árið 2004.
Maltverjar, sem eru um 400.000, eru ánægðir með veru sína í ESB og samkvæmt Joe Borg náðu þeir mjög góðri niðurstöðu í samningum sínum við ESB.
Borg lagði á það mikla áherslu að nauðsynlegt væri fyrir umsóknarríki að upplýsingar um aðildarferlið og hvað aðild fæli i sér, væru aðgengilegar. Rétt eins og á Möltu, þyrftu Íslendingar á fá vita með sem bestum hætti, hvað aðild fæli í sér.
Að mati Joe Borg er tímasetning umsóknar mjög hentug, sérstaklega hvað varðar sjávarútvegsmál. Verið væri að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB og þess vegna gætu Íslendingar haft áhrif í þeim málaflokki. Í raun væri það hans mat að ,,ESB myndi koma til Íslands," en ekki öfugt í sambandi við sjávarútvegsmál. ,,Breytingarnar verða mun minni en fólk kannski heldur," sagði Joe Borg.
Hann sagði að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir Möltu að komast að borðinu, þar sem mikilvægar ákvarðanir séu teknar. M..ö.o, Malta hefði fengið pólitísk áhrif, sem landið hefði ekki haft.
Hann sagði smáríki innan ESB vera jafn skilvirk í því að hafa áhrif á málaflokka sér til hagsbóta og stærri ríkin. Stærri ríkin hefðu mörg mál á sinni könnu, litlu ríkin hefðu færri mál og geti því unnið þau á mjög skilvirkan hátt.
Borg ræddi einnig aðstæður hér á Íslandi af yfirgripsmikilli þekkingu og greinilegt að hann þekkir vel til aðstæðna hér á landi.
Eftir fyrirlesturinn var svo opnað fyrir spurningar og almennar umræður.
Á Vísir.is er einnig frétt um málið og þar segir:
,,Malta fékk ýmsar sérlausnir við inngöngu landsins í Evrópusambandið, sagði Joe Borg, fyrrverandi utanríkisráðherra Möltu og fyrrverandi sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, í ræðu sem hann hélt í Háskólanum í Reykjavik í dag.
Malta gekk í Evrópusambandið árið 2004. Borg sagði á fundinum í dag að þrátt fyrir að landbúnaður og sjávarútvegur væru aðeins lítill hluti efnahagslífsins á Möltu hefðu Maltverjar beitt sér af alefli fyrir þessar greinar og fengið margar sérlausnir."
Vefmiðillinn Eyjan er einnig með frétt um málið, þar segir m.a.: ,,Borg ráðleggur samninganefnd Íslands að reyna að finna fáar en góðar sérlausnir fyrir Ísland. Betra væri að horfa á gæði en ekki magn í því sambandi. Benda megi á sérstöðu Íslands á ýmsum sviðum, m.a. hve sjávarútvegur er mikilvægur í hagkerfi landsins.
Þá benti Borg á að Íslendingar gætu haft jákvæð áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB. Þannig væri líklegt að ESB færðist nær Íslendingum í því hvernig reka megi sjálfbæran sjávarútveg án þess að setja fiskistofna í hættu. Minnti hann á að Malta hefði með aðild haft veruleg áhrif á stefnu sambandsins og því gætu Íslendingar haft svipuð áhrif, jafnvel meiri."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ég sá hvergi steina br.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 15:10
Í AÐILDARSAMNINGI Íslands að Evrópusambandinu er hægt að BINDA að EINUNGIS íslensk skip megi veiða úr STAÐBUNDNUM NYTJASTOFNUM innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands.
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ EVRÓPUSAMBANDINU HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR SAMBANDSINS OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
EN MAKRÍLL ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.
Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.
RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 15:17
Frábært að fá þennan mann til að upplýsa okkur
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.9.2010 kl. 16:28
Lítil lönd geta einbeitt sér að málum sem skipta þau máli. Þ.e sérhæft sig og þannig afht áhrif.
Einsog Borg bendir á þá hefur það gengið vel.
Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2010 kl. 16:58
VEIÐAR ÍSLENSKRA SKIPA Í EVRÓPUSAMBANDINU ÚR MAKRÍLSTOFNINUM OG ÖÐRUM FLÖKKUSTOFNUM.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði aflakvóti íslenskra skipa úr FLÖKKUSTOFNUM hluti af heildaraflakvóta Evrópusambandsríkjanna ÚR ÞEIM STOFNUM.
"Í dómi frá 1987, bls. 2671, var það EKKI talið fara í bága við MEGINREGLUNA UM HLUTFALLSLEGA STÖÐUGAR VEIÐAR AÐ VIÐHALDA HEFÐBUNDNU HLUTFALLI VEIÐIKVÓTA Á MILLI AÐILDARRÍKJANNA, jafnvel þótt einstök aðildarríki hafi ekki haft þörf fyrir eða hafi ekki getað veitt upp í allan landskvótann sem þeim var úthlutaður."
(Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins, eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor og Óttar Pálsson lögfræðing, bls. 70.)
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 16:59
Joe Borg sagðist trúa að Íslendingar gætu náð hagstæðum samningum.Hnn sagði hinsvegar ekki, að Íslendingar gætu ná fram breytingum á lögum Evrópusambandsins um fiskveiðistjórnun.Hann veit sem er að það geta Íslendingar ekki.Hann talaði að eins um samninga.Nei við áróðri og græðgi gömlu nýlenduveldanna.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 18:12
Það er svolítið erfitt að skilja þetta allt saman;
Stundum er sagt að samningsreynsla Maltverja sé lærdómsrík og vegvísir að lausnum fyrir Ísland í samningaviðræðum við ESB. Merki um sveigjanleika ESB í þessum málaflokki.
Stundum er sagt að sjávarútvegsstefna ESB sé þannig að hún smellpassi Íslandi og að engu þurfi að breyta. Jafnvel að hún sé sem sniðin fyrir okkur sakir veiðireynslu okkar í eigin landhelgi.
Nú er það sagt að umsókn Íslands eigi sér stað á heppilegum tíma af því að verið sé að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB og því gætum við haft áhrif í þeim málaflokki. Fyrrum ,,sjávarútvegstjóri" ESB telur að ,,ESB myndi koma til Íslands," en ekki öfugt í sambandi við sjávarútvegsmál. ,,Breytingarnar verða mun minni en fólk kannski heldur,"
Stangast ekki eitthvað á í þessum sjónarmiðum?
Ólafur Eiríksson, 25.9.2010 kl. 18:53
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 19:15
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten i Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.
In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 19:19
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT SÉ AÐ AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS SÉU JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."
"AÐILDARSAMNINGARNIR sjálfir (accession treaties) eru yfirleitt einungis nokkrar almennar greinar en Í VIÐAUKA VIÐ ÞÁ eru sett fram SKILYRÐI AÐILDAR OG AÐLAGANIR Á STOFNSÁTTMÁLUM ESB, SEM ERU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF AÐILDARSAMNINGNUM.
Samanber til dæmis 2. gr. AÐILDARSAMNINGS BÚLGARÍU OG RÚMENÍU."
Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum, enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB.
Komi upp vandamál vegna ÁKVEÐINNAR SÉRSTÖÐU eða sérstakra aðstæðna Í UMSÓKNARRÍKI er þó reynt að leysa málið með því að SEMJA UM tilteknar afmarkaðar SÉRLAUSNIR.
Eitt þekktasta dæmið um slíka SÉRLAUSN er að finna í AÐILDARSAMNINGI DANMERKUR árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.
Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.
MALTA samdi um svipaða SÉRLAUSN í aðildarsamningi sínum en samkvæmt BÓKUN VIÐ AÐILDARSAMNINGINN má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.
Rökin fyrir þessari BÓKUN eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.
Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða FRÁVIK FRÁ 56. GR. STOFNSÁTTMÁLA ESB, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.
Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.
Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.
FINNA MÁ ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM SEM TAKA TILLIT TIL SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA OG HÉRAÐA HVAÐ VARÐAR LANDBÚNAÐARMÁL.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR 1994 VAR FUNDIN SÉRLAUSN sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú LAUSN felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn
sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að SEMJA við ESB um SÉRSTUÐNING fyrir Suður-Finnland.
Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til VIÐ INNGÖNGU BRETLANDS OG ÍRLANDS Í ESB en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var SAMIÐ UM SÉRSTAKAN HARÐBÝLISSTUÐNING til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.
FINNLAND, SVÍÞJÓÐ OG AUSTURRÍKI SÖMDU einnig SÉRSTAKLEGA um þannig stuðning Í AÐILDARSAMNINGI SÍNUM og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."
"Af minni undanþágum eða SÉRLAUSNUM má nefna að SVÍÞJÓÐ fékk heimild til að selja munntóbak (snus) en sala þess er bönnuð í öðrum aðildarríkjum ESB."
"Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð SÉRSTAKLEGA með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.
Þegar GRIKKIR gengu inn í Evrópusambandið var SÉRÁKVÆÐI um bómullarframleiðslu sett inn Í AÐILDARSAMNING þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.
Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá SÉRSTÖÐU bómullarræktunar viðurkennda Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM.
HIÐ SAMA GERÐIST ÞEGAR SPÁNVERJAR OG PORTÚGALAR GENGU Í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
MALTA OG LETTLAND sömdu einnig um tilteknar SÉRLAUSNIR í sjávarútvegi Í AÐILDARSAMNINGUM SÍNUM sem fela í sér SÉRSTAKT stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum en þær LAUSNIR byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang.
Þá er Í AÐILDARSAMNINGI MÖLTU að finna BÓKUN um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar en SAMBÆRILEGT ÁKVÆÐI VARÐANDI ÍRLAND er að finna í BÓKUN með Maastricht-sáttmálanum 1992.
Einnig gilda SÉRÁKVÆÐI UM ÁLANDSEYJAR sem eru undir stjórn Finnlands.
LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR SEM ER Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB.
HIÐ SAMA GILDIR UM BÓKANIR EN ÞÆR ERU HLUTI AF AÐILDARSAMNINGUM OG HAFA ÞVÍ SAMA LAGALEGA GILDI OG ÞEIR.
Í 174. GR. AÐILDARSAMNINGS AUSTURRÍKIS, FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG NOREGS ER TIL DÆMIS SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ AÐ BÓKANIR SÉU ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF SAMNINGNUM."
"HVER AÐILDARSAMNINGUR FELUR EINNIG Í SÉR BREYTINGU Á STOFNSÁTTMÁLUNUM [EVRÓPUSAMBANDSINS]."
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 19:25
STAÐBUNDNIR NYTJASTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM ERU ÍSLENSK AUÐLIND.
EINGÖNGU íslensk fiskiskip veiða innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar, fyrir utan umsamdar veiðar erlendra fiskiskipa í lögsögunni ÚR FLÖKKUSTOFNUM.
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Staðbundnir nytjastofnar á Íslandsmiðum eru ÍSLENSK AUÐLIND, sem AÐGREIND er frá fiskveiðilögsögu aðildarríkja Evrópusambandsins.
Og nytjastofnar á Íslandsmiðum eru að sjálfsögðu AUÐLIND, rétt eins og olía í Norðursjó, þar sem til að mynda Bretar og Danir dæla upp olíu Í EIGIN EFNAHAGSLÖGSÖGU og hirða sjálfir ágóðann af henni.
Efnahagslögsaga ríkja við Norðursjó
"1. gr. Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.
Hugtakið auðlind samkvæmt lögum þessum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins annarra en lifandi vera."
Lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins
"Náttúruauðlindir geta verið ólífrænar og lífrænar."
"Auðlindir Íslendinga felast meðal annars í nytjastofnum sjávar."
(Lögfræðiorðabók með skýringum, útg. Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008.)
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru lífverur og að mestu leyti gerðar úr lífrænum efnum, rétt eins og olía í Norðursjó.
STAÐBUNDNIR nytjastofnar á Íslandsmiðum eru hins vegar LIFANDI OG SJÁLFBÆR AUÐLIND sem gengur EKKI yfir í lögsögur aðildarríkja Evrópusambandsins.
Hins vegar ganga flökkustofnar á milli fiskveiðilögsagna og þar af leiðandi þurfum við Íslendingar að semja um veiðar úr makrílstofninum, eins og til að mynda kolmunnastofninum.
Fiskveiðilögsaga Íslands og fiskimiðin við landið
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Efnahagslögsaga aðildarríkja Evrópusambandsins
Efnahagslögsaga Bretlands - Kort
Efnahagslögsaga nokkurra ríkja - Exclusive Economic Zones (EEZ)
"North Sea oil is a mixture of hydrocarbons, comprising liquid oil and natural gas, produced from oil reservoirs beneath the North Sea."
"Following the 1958 Continental shelf convention and after some disputes on the rights to natural resource exploitation the national limits of the exclusive economic zones were ratified.
Five countries [Norway, United Kingdom, Denmark, Germany and Netherlands] are involved in oil production in North Sea.
All operate a tax and royalty licensing regime. The respective sectors are divided by median lines agreed in the late 1960s."
North Sea oil
"Organic deposits of coal, peat, oil and methane clathrates."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.
Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.
Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna. [...]
"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga. [...]
Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.
Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 20:08
Norðmenn sáu við græðgi gömlu nýlendveldanna og ESB til auðlinda Noregs og aðgengi að norður-íshafinu og sögðu nei við gylliboðum ESB.Það gera Íslendingar líka.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2010 kl. 20:49
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands. Tímabundnar eða varanlegar veiðiheimildir, bls. 199-204:
"Þótt AÐILDARLÖGIN GETI vissulega FALIÐ Í SÉR BREYTINGAR Á RÓMARSAMNINGNUM eða öðrum grundvallarreglum verður ávallt að hafa í huga að SVO ER EKKI NEMA SKÝRT SÉ AÐ ORÐI KVEÐIÐ.
FRÁ ÁKVÆÐUM SAMNINGSINS VERÐUR AÐEINS VIKIÐ SAMKVÆMT ÓTVÍRÆÐRI HEIMILD."
"VIÐAUKAR OG BÓKANIR TELJAST HLUTI AÐILDARLAGANNA EN YFIRLÝSINGAR HINS VEGAR EKKI.
Saman mynda þessi skjöl eina heild SEM ER BINDANDI AÐ BANDALAGSRÉTTI."
YFIRLÝSING nr. 33 gekk "miklu skemur en að kvótaskipting milli aðildarríkjanna og hlutdeild Noregs sé fastbundin til frambúðar.
Hún gefur þvert á móti til kynna að sú hafi EKKI verið ætlunin með aðildarlögunum.
Í tengslum við þessa umræðu er þó rétt að huga nánar að lögfræðilegri þýðingu YFIRLÝSINGAR nr. 33 og kanna hvort í henni hafi falist einhver réttindi sem Norðmenn hefðu getað gripið til.
YFIRLÝSINGIN er svohljóðandi:
"Sambandinu er kunnugt um þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir Noreg og aðildarríkin að viðhalda meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar sem grundvöll þess að ná markmiðum um varanlegt kerfi til að úthluta fiskveiðiheimildum í framtíðinni."
YFIRLÝSINGIN hefði að sjálfsögðu getað haft einhverja þýðingu í framtíðinni EN ÞAR SEM HÚN VAR EKKI HLUTI AÐILDARLAGANNA HEFÐI HÚN ALDREI GETAÐ TRYGGT NORÐMÖNNUM LAGALEGA TIL FRAMBÚÐAR ÞAU RÉTTINDI SEM ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR NOTIÐ."
"Alveg öruggt er að eignarréttarleg krafa Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna lögsögu náði EKKI fram að ganga. Augljóst er að slíka grundvallarbreytingu á stjórnkerfi bandalagsins um fiskveiðar HEFÐI ÞURFT AÐ TAKA FRAM SKÝRUM ORÐUM Í AÐILDARLÖGUNUM en það var EKKI gert."
"Hafa verður í huga að NORÐMENN DEILA FLESTUM MIKILVÆGUM NYTJASTOFNUM SÍNUM MEÐ EVRÓPUBANDALAGINU EÐA RÚSSUM OG HALDA ÞEIR FISKSTOFNAR SIG ÝMIST INNAN NORSKRAR EFNAHAGSLÖGSÖGU EÐA Á YFIRRÁÐASVÆÐI RÚSSA EÐA BANDALAGSINS, þar sem þessi svæði liggja saman í Norðursjó, Skagerak og Kattegat.
SAMVINNA er milli þessara aðila, meðal annars varðandi ákvarðanir um leyfilegan hámarksafla."
"Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er sterk, því AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR Evrópusambandsins."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, bls. 98-99
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:03
Er Ísland olíuríki eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Er Ísland með sterkan gjaldmiðil eins og Bretland og Noregur? - Nei.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:07
GENGI EVRU er nú 49% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 37% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:09
"The only member state to hold a national referendum on withdrawal was the United Kingdom in 1975, when 67.2% of those voting voted to remain in the Community."
Withdrawal from the European Union
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:11
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
"Norway experienced rapid economic growth [...] from the early 1970s, a result of exploiting large oil and natural gas deposits that had been discovered in the North Sea and the Norwegian Sea.
Today, Norway ranks as the third wealthiest country in the world in monetary value, with the largest capital reserve per capita of any nation. Norway is the world’s fifth largest oil exporter, and the petroleum industry accounts for around a quarter of its GDP.
Following the ongoing financial crisis of 2007–2010, bankers have deemed the Norwegian krone to be one of the most solid currencies in the world."
Þorsteinn Briem, 25.9.2010 kl. 21:15
Náið í spennutreyjuna, vælubíllinn er á leiðinni
Guðmundur Júlíusson, 26.9.2010 kl. 01:19
Gott að einhver vill sinna þeim sem komnir eru út í Móa.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 01:32
@Sigurgeir, Það er alveg ljóst að sem umsóknarríki um aðild að ESB þá hafa íslendingar ekki nein áhrif á lög ESB. Þetta hinsvegar breytist við aðild, og þá hafa íslendingar öll þau áhrif eins og önnur aðildarríki ESB þegar það kemur að lagasetningu. Það gildir líka um fiskveiðstefnu ESB (CFP). Þannig að fullyrðing þín er í grundvallaratriðum röng.
Fullyrðing þín um norðmenn er ennfremur röng að öllu leiti.
Jón Frímann Jónsson, 26.9.2010 kl. 01:51
Ef einhver vill kvarta undan íslenskri aðlögun að Evrópusambandinu geta þeir hringt í Morgunblaðið.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 02:00
Vert er að þakka Steina Briem hans framlag. Mannlaus ljósritunarvél gæti ekki gert betur.
Ólafur Eiríksson, 26.9.2010 kl. 06:02
Ólafur Eiríksson,
Fjöldinn allur af fólki hefur þakkað mér fyrir mitt framlag á þessu bloggi, eins og dæmin sanna.
Þitt framlag hér er hins vegar EKKERT.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 06:44
Þegar fólk les fréttir og fréttaskýringar í dagblaði fær það ekki blaðamanninn sendan heim með blaðinu til að útskýra fyrir því STAÐREYNDIR.
Það sem fram kemur í athugasemdum mínum hér er nógu skýrt fyrir fólk með fulla greind og fólk á SJÁLFT að draga ályktanir af þeim STAÐREYNDUM sem fyrir liggja.
Ég birti hér nánast DAGLEGA STAÐREYNDIR sem ekki hafa birst hér áður og STÖÐUGT bætast nýir lesendur í hópinn sem ekki hafa lesið það sem hér hefur komið fram.
Þar af leiðandi er SJÁLFSAGT að birta sömu staðreyndirnar mörgum sinnum.
Og þær STAÐREYNDIR sem ég birti hér eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um Evrópusambandið.
Ég hef ENGAN áhuga á að taka hér þátt í kappræðum við þá sem gapa stöðugt um hvað þeim FINNST um hitt og þetta.
Auðvelt er að birta hér langan lista af nánast DAGLEGUM FULLYRÐINGUM andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu, SEM ERU BEINLÍNIS RANGAR og auðvelt að hrekja, enda vitna þeir nánast aldrei í heimildir máli sínu til stuðnings.
Þetta fólk er því tilbúið að LJÚGA að fjölskyldum sínum og allri þjóðinni, þess vegna DAGLEGA, og því greinilegt að það ber ENGA virðingu fyrir sjálfu sér, hvað þá öðru fólki.
Þorsteinn Briem, 26.9.2010 kl. 08:21
mér fannst .etta athyglisvert í ljósi þess að á íslandi eru einungis 3 íb pr fkm :)
Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS, SVÍÞJÓÐAR OG AUSTURRÍKIS er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða ESB en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali ESB.
Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.