Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde í Financial Times: "Vorum barnalegir, héldum að kerfið væri ekki fyrir lítil opin hagkerfi"

Geir HaardeGeir Haarde, segir í Financial Times að megin ástæðu hrunsins megi rekja til bankanna og æðstu stjórnenda þeirra. Svo segir hann þetta:

,,In one of his first interviews since stepping down, Mr Haarde said the Icelandic crisis was part of a pan-European regulatory failure. “We had exactly the same regulations as the rest of Europe. We did not realise that the system was not created for a small, open economy like our own. It has caused havoc in Greece and Ireland. We were naive in thinking that because the system came from Europe, it must be right.” (Heimild: FT.com)

Þýðing: ,,Við áttuðum okkur ekki á því að kerfið var ekki skapað fyrir lítið, opið efnahagskerfi, eins og okkar. Það hefur skapað ringulreið í Grikklandi og Írlandi. Við vorum barnalegir að halda að fyrst kerfið komi frá Evrópu, þá hlyti það að vera í lagi."

Grikkir lugu og fölsuðu tölur í ríkisbúskap landsins og það er m.a. stór hluti þess vanda sem þeir glíma við.

Voru Írar líka að hugsa eins og við (les: Geir), þ.e. að þeir hafi ekki fattað að þetta var ekki kerfi fyrir lítil opin efnahagskerfi? Voru þeir þá líka barnalegir (naive)?

Er hægt að afskrifa heilt efnahagshrun með þessum hætti? Eru ekki einhverjar fleiri skýringar? T.d. vaknar spurningin: Hverjir slepptu bönkunum lausum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Er hægt að afskrifa heilt efnahagshrun með þessum hætti?""

SVAR:

JÁ 

""Eru ekki einhverjar fleiri skýringar? T.d. vaknar spurningin: Hverjir slepptu bönkunum lausum?""

SVAR:

NEI, Regluverk EES sem tekið var upp hér í blindni slepptu bönkunum lausum. 

Guðmundur Jónsson, 3.10.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann
."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf
- Wikipedia


Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 15:19

4 identicon

Eitthvað hefur fyrirsögnin skolast til hjá ykkur strákar.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:15

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@PGI: Nei, fyrirsögnin á að vera svona.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.10.2010 kl. 20:46

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skarplega athugað Guðmundur Jónsson, það er bílnum að kenna ef einhver keyrir fullur.

Það átti aldrei að gera bíla þannig úr garði að þeir gætu keyrt á yfir 20 kílómetra hraða og nú verður að sækja Toyota, Volvo og alla hina bifreiðaframleiðendur vegna þeirra bílslysa og ölvunaraksturs sem gerst hafa.

Jafnframt borga háar skaðabætur til allra sem hafa ranglega misst ökuréttindin vegna ölvunaraksturs. Það var auðvitað ekki þeim sjálfum að kenna, hvernig dettur nokkrum manni það í hug?

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 21:32

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já og því má bæta við að það að láta drukkna ökumenn svara til saka eru auðvitað ekkert annað en pólitískar ofsóknir hjá lögregluyfirvöldum gagnvart viðkomandi einstaklingum.

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 21:33

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Skarplega athugað Guðmundur Jónsson, það er bílnum að kenna ef einhver keyrir fullur""

Það var enginn fullur Theódór, bíllin var hinsvegar bremsulaus og hvorki seljandi né kaupandi vissi af gallanum fyrr en um seinan. Samskonar bílar og Geir fékk hjá EES renna nú stjórnlaust á veggi um alla Evrópu vegna þess að þeir eru bremsulausir en ekki vegna þess að ökumennirnir eru fullir.

Guðmundur Jónsson, 3.10.2010 kl. 22:31

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var ekki að segja að ráðamenn hefðu verið fullir, a.m.k. ekki að staðaldri. Þeir hinsvegar hegðuðu sér af ábyrgðarleysi, eins og fullur maður gerir oftast. Þú virðist ekki hafa fylgst með umræðunni.

Það var hægt að auka bindiskylduna (var gert þveröfugt) koma Icesave-reikningum Landsbankans í dótturfélög (Kjartan framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins vildi frekar geta gengið í sjóði skattgreiðenda og formaður FL-okksins var sammála honum) og ekki henda peningum Seðlabankans/skattgreiðenda á eftir bönkunum í fallinu.

Þó nokkur ríki eins og Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland standi illa, flest vegna innri spillingar eins og við, þá eru flest ríki EES-svæðisins að komast í skjól og hafa ekki velt vandanum yfir á heimili þjóðanna.

Theódór Norðkvist, 3.10.2010 kl. 22:45

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Þó nokkur ríki eins og Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland standi illa, flest vegna innri spillingar eins og við, þá eru flest ríki EES-svæðisins að komast í skjól og hafa ekki velt vandanum yfir á heimili þjóðanna.""

Þú ættir að lesa meira en bara fréttablaðið Theódór. Allt evrópska bankakerfið fór í þrot í sumar, Því var bara bjargað með því að prenta evrur. og þar með hætti myntin evra að vera til í sinni upprunalegu mynd.

Guðmundur Jónsson, 3.10.2010 kl. 23:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

GENGI EVRU er nú 52% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 39% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 23:44

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Grikkir hafa fengið LÁN hjá öðrum Evrópusambandslöndum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, rétt eins og við Íslendingar höfum fengið LÁN hjá öðrum Norðurlandaþjóðum, Pólverjum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Pólverjar og rúmlega 80% af íbúum ALLRA Norðurlandanna eru í Evrópusambandinu.


19.8.2010:


"Grikkir hafa nú uppfyllt öll skilyrði til að fá aðra útborgun af 110 milljarða evra lánapakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir að hafa náð miklum árangri í endurgerð fjárhagsáætlunar landsins, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins."

Grikkir uppfylla skilyrði Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins

Þorsteinn Briem, 3.10.2010 kl. 23:48

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðmundur Jónsson og Theódór Norðkvist. Það kemur EES og EFTA ekkert við þó svo að íslendingar hafi orðið gjaldþrota. Innan EES og EFTA eru þrjár aðrar þjóðir og samtals fjórar þjóðir innan EFTA. Engin af þeim hefur lent í samskonar efnahagshruni og íslendingar lentu í.

Ástæðan er mjög einföld. Efnahagshrunið er eingöngu íslendingum að kenna, og þannig hefur þetta alltaf verið.

Jón Frímann Jónsson, 4.10.2010 kl. 00:34

14 identicon

Er grundvallarmálskilingi ábótavant hjá ESB mönnum?

Það er alveg ljóst í greininni að Geir H. Haarde segir akkúrat ekki það sem vitnað er til með gæsalöppum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband