Leita í fréttum mbl.is

Sameiginleg þingmannanefnd stofnuð

ISESBÁ vef MBL má lesa frétt sem hefst svona:,,Sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins verður stofnuð formlega á morgun. Sameiginlegri þingmannanefnd, sem skipuð er þingmönnum Evrópuþingsins og þjóðþings umsóknarríkis, er ætíð komið á fót í aðildarviðræðuferli. Hlutverk sameiginlegu þingmannanefndarinnar verður að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu. Hin sameiginlega þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins samanstendur af 18 þingmönnum, níu frá Alþingi og níu frá Evrópuþinginu" Hér er öll fréttin

Einnig er fjallað um þetta á Eyjunni og þar segir:

,,Orðið á götunni er að þessi frétt hafi ekki fengið mikla athygli í dag, en á bak við hana leynist nokkur tíðindi.

Á morgun verður sem sagt stofnuð sameiginleg þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins, en hlutverk hennar verður að fylgjast með samskiptum Íslands og Evrópusambandsins og þá sérstaklega umsóknar- og aðildarviðræðuferlinu sem í hönd fer í vetur.

Þetta væri í sjálfu sér ekki mjög fréttnæmt – enda er ávallt staðið sameiginlega að þessu milli umsóknarríkis og ESB – nema fyrir þær sakir hverjir sitja í nefndinni fyrir hönd Alþingis. Meirihluti nefndarmanna studdi aðildarumsóknina þegar hún var samþykkt í fyrrasumar, en þarna má líka sjá formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Báðir greiddu þeir atkvæði gegn aðildarumsókninni, auk þess sem háværar raddir hafa verið í flokkum þeirra beggja að draga umsóknina til baka. Bjarni Benediktsson hefur auk þess landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins á bakinu, um að ESB-umsóknin verði dregin til baka, og því vekur sérstaka athygli að hann stígi ákveðið sáttaskref með því að taka þátt í þessari samvinnu við ESB.

Auk þess er athyglisvert að sjá hvern Bjarni velur með sér í nefndina, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem er ein tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hefur stutt aðildarferlið. Á bak við það er þó engin samsæriskenning, heldur skýrist það einfaldlega af því að Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA rennur inní þessa nýju ESB-nefnd, þannig að fimm af níu fulltrúum koma úr EFTA-nefndinni.

Engu að síður er orðið á götunni að Bjarni sýni með þátttökunni skýran sáttahug við ESB-arm Sjálfstæðisflokksins, sem brást hinn versti við ályktun landsfundarins í sumar og sögðu margir sig jafnvel úr flokknum í kjölfarið.

Orðið á götunni er að æ minni líkur séu á því að þingsályktunartillaga um að draga umsóknina til baka verði nokkuð lögð fram á Alþingi. Flutningsmenn tillögunnar hafa gert sér grein fyrir því að tillagan yrði kolfelld á þingi og því er heldur minni áhugi á því að fá hana afgreidda en var síðasta vor. Er reyndar svo komið staðan hefur snúist við, að nú séu það ESB-sinnar á þingi sem vilji ólmir að slík tillaga komi fram, þannig að Alþingi geti staðfest stuðning við aðildarferlið."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband