10.10.2010 | 10:21
Skýrsla um garðyrkjubændur og ESB - væntanleg áhrif hér
Samtök Garðyrkjubænda sendu í vikunni frá sér skýrslu, sem Hagfræðistofnun H.Í. hefur gert og ber heitið Staða og horfur garðyrkjunnar Ísland og Evrópusambandið. Í byrjun hennar segir:
,, Í þessari skýrslu er fjallað um stöðu garðyrkjunnar og undirgreina hennar. Horft er sérstaklega til reynslunnar af afnámi tolla á tómötum, gúrkum og paprikum árið 2002 og hvað hægt sé að læra af þeirri reynslu. Þar að auki eru áhrif frekara tollaafnáms metin út frá fyrri reynslu og skoðað hver gætu orðið áhrif aðildar Íslands að Evrópusambandinu á stöðu garðyrkjunnar. Þessi skýrsla er unnin að beiðni Sambands garðyrkjubænda og hófst vinna haustið 2009 og lauk í ágúst 2010.
Sé rýnt í niðurstöður hennar kemur í ljós að aðild að ESB myndi hafa breytingar í för með sér fyrir þessa litlu atvinnugrein (um 400 heilsársstörf, í um 140 fyrirtækjum, með framlag til landsframleiðslu upp á 0,15%, sem hefur minnkað með árunum.)
Sérstaklega er horft til Finnlands varðandi samanburð: ,, Af reynslu Finna má sjá að landbúnaðurinn hefur tekið örum breytingum frá aðild. Bú hafa stækkað en þeim hefur fækkað en landsvæði undir ræktun ýmiskonar landbúnaðarvara hefur þó ekki mikið breyst. Svipaða sögu er að segja af garðyrkjunni í Finnlandi.Fyrirtækin hafa stækkað mjög ört á þessu tímabili en að sama skapi hefur þeim fækkað en þó er það flatarmál sem notað er undir ræktina óbreytt. Samsetning framleiðslunnar hefur breyst. Opnun markaðar hefur gert það að verkum að innlendir aðildar eru hættir að rækta margskonar blóm og hafa þess í stað fundið sínu fyrirtæki farveg í ræktun á pottaplöntum eða öðrum tegundum grænmetis og ávaxta.
Síðar er bent á þetta: ,, Skjót aðlögun í tekjum ræktenda í finnskum gróðurhúsum eftir aðild er athyglisverð. Tekjusamdráttur var töluverður strax við aðild en árið eftir höfðu tekjur aukist og náð fyrra stigi. Svo virðist sem finnsk garðyrkja hafi aðlagast betur inngöngu í ESB en finnskur landbúnaður í heild sinni. Það má einnig merkja af nýlegri gögnum frá aldamótum til ársins 2008 en þar má sjá að hlutfall styrkja af tekjum ræktenda í gróðurhúsum hefur farið lækkandi. Tekjur ræktunarinnar hafa verið að aukast undanfarin ár en á sama tíma hafa styrkir staðið í stað sem bendir til þess að ræktunin sé sjálfbærari í dag en árin eftir aðild.
Í skýrslunni segir að aðild myndi alls ekki leiða af sér dauðadóm yfir garðyrkjunni í heild sinni, ,,en ræktendur og ráðamenn þurfi þó að undirbúa sig undir breytingar á samsetningu innlendrar ræktunar.
Skýrslan sýnir e.t.v. vel að í komandi aðildarviðræðum þarf sérstaklega að huga að stöðu og málefnum garðyrkjubænda. Íslenskt grænmeti er í háum gæðaflokki og íslenskir neytendur kunna að meta það.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.