8.10.2010 | 20:41
Verður MAKRÍLLINN aðal málið?
Jón Bjarnason segir Ísland hafa fengið hótunarbréf frá ESB.
Ímyndum okkur innihaldið: "Hei, Ísland, hvað er eiginlega að ykkur, af hverju eruð þið að veiða allan þennan makríl? Við hérna í Brussel erum ekkert sérlega hress með þetta. Ef þið hættið ekki, þá hættum við að flytja inn evrópskan bjór til Íslands."
Þetta er að sjálfsögðu grín!
Í frétt á Eyjunni stendur: ,,Kallar Jón Bjarnason bréfið hótunarbréf í Morgunblaði dagsins en hann heldur fast við þá skoðun sína að um tvö óskyld mál sé að ræða. Ekki aðeins skrifar undir Maria Damanaki, yfirmaður sjávarútvegsmála, heldur einnig stækkunarstjórinn Stefan Fühle og Karel De Gucht sem fer með almenn utanríkismál.
Eyjan spurðist fyrir um það í ágúst síðastliðnum hvort Jón óttaðist að hörð afstaða hans varðandi makrílveiðar hefðu áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB og vísaði hann því á bug þá með sömu rökum. Er velþekkt að Jóni hugnast aðild að ESB afar illa og hefur ráðherrann ítrekað lýst þeirri skoðun sinni."
Jón er nokkuð sniðugur í andsvörum, og sagði í sambandi við þetta í RÚV-útvarpsfréttum að ,,..nú erum við ekkert að fara inn í Evrópusambandið."
Ræður hann því?
Á ekki íslenska þjóðin að fá að kjósa um aðildarsamning?
En þetta með makrílinn mun að öllum líkindum leysast og væntanlega mun aðild / ekki-aðild, EKKI ráðast vegna MAKRÍLS! Það eru stærri mál þar á ferð eins og vextir, verðbólga, gjaldmiðilsmál o.s.frv.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Jón Bjarnarson er maður sem snýr hlutunum eftir því sem það hentar honum. Ekki eftir því hvernig raunveruleikinn er. Þetta er ekkert hótunarbréf þarna á ferðinni. Þarna var hinsvegar alveg augljóslega mjög harðort bréf á ferðinni til íslenskra stjórnvalda vegna fiskveiðistefnu þeirra varðandi Makríl.
Jón Frímann Jónsson, 8.10.2010 kl. 20:50
MAKRÍLL ER FLÖKKUSTOFN og Ísland er þar svokallað STRANDRÍKI, þar sem makríllinn gengur inn í okkar fiskveiðilögsögu.
Og íslensk samninganefnd undir forystu Tómasar H. Heiðars þjóðréttarfræðings nær trúlega í vetur samkomulagi við Evrópusambandið, Noreg og Færeyjar um heildaraflakvóta íslenskra skipa úr makrílstofninum.
RÚV 8.9.2010: Viðtal við Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðing um makrílveiðar
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:05
Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:15
Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:
"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda
1. Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.
2. Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]
"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda
1. Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.
2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar." [...]
"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar
1. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.
2. Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."
64. gr. Miklar fartegundir
1. Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.
65. gr. Sjávarspendýr
Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.
Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:20
Jón Bjarnason er maður sem hefur þá embættisskyldu að standa með íslenzkum sjávarútvegi og landbúnaði. Það er að vonum, að hann getur aldrei orðið þess fýsandi að leggja litla Ísland með sínar miklu auðlindir inn í útþenslugjarnt Evrópubandalagið sem áskilur sér m.a. allt æðsta lagavald yfir meðlimaríkjunum.
Steini Briem fer svo að tala hér um HVALI, vitnandi í skjal frá Sameinuðu þjóðunum, en gengur alveg fram hjá því, að bæði Þýzkaland og EBS-ráðamenn í Brussel og Strassborg hafa ályktað mjög harkalega gegn hvalveiðum. Hyggja innlimunarsinnar sig geta falið þá staðreynd, að í ESB væru íslenzkum hval-, sel- og hákarlaveiðimönnum allar bjargir bannaðar?
Svo talar þessi Jón Frímann í þeim tón, að ætla má, að hann standi með Skotum og ESB-mönnum í makríl-málinu, ekki Íslendingum.
Ástandið hér á síðunni!
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 21:32
HVALVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 208:
"Eitt af markmiðum Norðmanna í samningaviðræðunum var að tryggja að unnt yrði að halda áfram hvalveiðum við strendur Noregs.
Tilskipun bandalagsins 92/43 gildir meðal annars um hvali.
Norðmenn töldu það ókost við tilskipunina að hún tæki ekki nægjanlegt tillit til norskrar náttúru.
Aðalregla tilskipunarinnar kemur fram í 12. gr., þar sem í raun er lagt bann við veiðum og verslun með afurðir allra hvalategunda en hvalur er á válista samkvæmt tilskipuninni.
Í samningaviðræðunum litu Norðmenn svo á að slíkt bann skorti allar vísindalegar forsendur og töldu að ÞESSAR NÁTTÚRUAUÐLINDIR ÆTTI AÐ NÝTA Á GRUNDVELLI MEGINREGLU UM SJÁLFBÆRA NÝTINGU.
Þeir lýstu því þó yfir að þeir myndu virða bandalagsreglur um þær en halda áfram hvalveiðum á sama grundvelli og áður."
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:40
SELVEIÐAR.
STEFÁN MÁR STEFÁNSSON LAGAPRÓFESSOR OG ÓTTAR PÁLSSON LÖGFRÆÐINGUR:
Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins - Þróun, samanburður og staða Íslands, bls. 210:
"Bandalagið hefur EKKI sett afleidda löggjöf um SELVEIÐAR.
Tilskipun 92/43 gæti þó átt við einhverjar sjaldgæfar tegundir.
Verslun með skinn og aðrar afurðir sela fellur undir tilskipun 83/129 en þar kemur fram að aðildarríkin eigi að koma í veg fyrir innflutning skinna og skinnafurða KÓPA í atvinnuskyni.
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:41
Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:46
Svo að þeir vilja, að menn drepi bara urturnar frá kópunum?!
Og sérðu það ekki þrátt fyrir orðalengingarnar, að þeir banna hvalveiðar?
Og veiztu ekki, að þeir banna líka verzlun með hákarl?
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 21:47
Aukin áhrif íslenskra sveitarfélaga vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu - Mastersritgerð 2009
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:48
Við Íslendingar græðum mun meira á aðild Íslands að Evrópusambandinu en Evrópusambandslöndin á aðild Íslands að sambandinu, til að mynda UPPTÖKU EVRU, STÓRLÆKKAÐ MATVÖRUVERÐ, AUKNA ERLENDA FJÁRFESTINGU, SAMKEPPNI Í BANKASTARFSEMI OG MATVÖRUVERSLUN, NIÐURFELLINGU TOLLA Á ÍSLENSKUM SJÁVARAFURÐUM OG LANDBÚNAÐARVÖRUM í Evrópusambandslöndunum, MUN MINNI VERÐBÓLGU, MIKLU LÆGRI VEXTI OG ENGA VERÐTRYGGINGU.
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:52
Svo er færibands-inneggjarinn búinn að bæta við innleggi um tekjur og veltu ESB og allt annað í viðbót, eins og þetta sé bara umræðuvettvangur um allt milli himins og sjávarbotns.
Þarf að benda lögfræðilærðum á, að það er leikandi létt fyrir Brusselvaldið að láta breyta ákvæðum um hámarkstekjur bandalagsins?
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 21:52
BRÉF MARÍU TIL JÓNS.
"Ég skrifa þér með blýant, því blek er ekki til,
blaðið það er krypplað og ljósið er að deyja.
En þegar þú færð bréfið, þá veistu hvað ég vil,
og veist að ég er heima ...
Í náttkjól meira að segja."
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:56
Steini, þó að þetta um "stórlækkað matvöruverð" og "miklu lægri vexti" komi ekki umræðunni hér við, þá hefurðu ENGA sönnun fyrir því, að verðlag hér yrði það sama og í Bretlandi eða Danmörku og Svíþjóð, hvað þá eitthvert "ESB-meðalverð", enda er slík fullyrðing út í hött og tekur ekki tillit til mikils flutningskostnaðar hingað né til smæðar markaðarins, sem merkir: hærra verðlag ÞESS VEGNA (en ekki vegna þess að við séum nú utan þessa ESB). Svo bætirðu aldrei upp rán á íslenzkum nytjastofnum né ásælni (líklega) í olíulindir í lögsögu okkar með þessum "freistandi tilboðum" þínum til að kaupa Íslendinga til ags við þetta stórveldi, SEM JÓN SIGURÐSSON HEFÐI ALGERLEGA HAFNAÐ AÐ LÁTA OKKUR SAMEINAZT.
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 21:58
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Hvað skattlagningu innan aðildarríkja Evrópusambandsins varðar er hún alfarið í höndum ríkjanna sjálfra, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hefur aðild að Evrópusambandinu ekki áhrif á tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða fyrirtækjaskatta, svo dæmi séu nefnd.
Öll afskipti Evrópusambandsins af skattamálum eru háð einróma samþykki aðildarríkjanna."
"Innan Evrópusambandsins gilda reglur um hámarks- og lágmarkshlutfall virðisaukaskatts með það að markmiði að tryggja eðlileg viðskipti á innri markaði, en grunnhlutfall hans má ekki vera lægra en 15% og ekki hærra en 25%."
"Við inngöngu í Evrópusambandið myndu tollar milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins falla niður en tollar á vörum frá þriðju ríkjum yrðu samkvæmt tollskrá ESB.
Til framtíðar litið munar mestu um að tollar féllu niður af varningi frá ríkjum Evrópusambandsins, meðal annars landbúnaðarafurðum."
"Nefndin ræddi einnig þær reglur sem gilda innan Evrópusambandsins um vörugjöld á áfengi, tóbaki og eldsneyti. Þrátt fyrir þær reglur hafa aðildarríki sambandsins töluvert svigrúm til að ákveða hlutfall gjaldsins.
Fram kom á fundum nefndarinnar að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi engu breyta sem slík um einkasölu ríkisins á áfengi, enda er slík einkasala enn við lýði til dæmis í Svíþjóð en Svíar settu það á sínum tíma sem sérstakt samningsmarkmið.
Í ljósi þess telur meiri hlutinn ekkert því til fyrirstöðu að slíkt fyrirkomulag haldist hér.
Loks má nefna að tolltekjur sem ESB-ríkin innheimta fara að mestu í sameiginlega sjóði Evrópusambandsins."
"Fram kom á fundum nefndarinnar að tekjur Evrópusambandsins (framlög aðildarríkja) voru árið 2008 um 1% af heildarþjóðartekjum aðildarríkja Evrópusambandsins."
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 21:59
... til LAGS við þetta stórveldi ...
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 21:59
Af hverju ertu alltaf að cópera sömu textana alls staðar, Steini?
Og þú svarar því ekki frá mér, að ESB getur breytt sínum fjárheimildum (skattlagningu). Þetta er ekki bandalag í einhverju eilífu NUNC (núi), það breytist og vill t.d. (skv. orðum æðstu manna þess) verða bæði "heimsveldi” og "Großmacht!" – stórveldi. Það vill líka ná til ALLRAR Evrópu.
Jón Valur Jensson, 8.10.2010 kl. 22:12
Jón Valur hinn síkáti krossfestur af Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 22:13
Þið eruð ekki í lagi strákar að vilja steypa landinu í þennann pytt
http://www.cnbc.com/id/39570154
Anna Grétarsdóttir, 8.10.2010 kl. 23:13
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar.
Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.
Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.
"Ég var á Íslandi um daginn og ég fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.
Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.
Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.
Það er of dýrt að vera Íslendingur."
Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.
Búið væri að ræna fólkið aleigunni."
Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:16
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.
Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.
Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda.
Síðasta starf Guðmundar áður en hann fór á eftirlaun var hjá verktakafyrirtæki sem varð gjaldþrota árið 2008.
Hann átti inni fjögurra mánaða laun hjá fyrirtækinu og fékk á endanum hluta þeirrar kröfu greiddan, alls um 593 þúsund krónur.
Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:18
VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.
"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.
Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
RÚV 21.6.2009: Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:20
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi, til dæmis á síðasta áratug.
Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:33
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:34
ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.
"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.
Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."
Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:36
HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 0,9% en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.
Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1% en verðbólgan 1,8% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.
Sveriges Riksbank
Euro area inflation estimated at 1.8%
Publish Date: 30-SEP-2010
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:45
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:
ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:
Lánsupphæð 20 milljónir króna.
Lántökugjald 200 þúsund krónur.
Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.
Opinber gjöld 301 þúsund krónur.
Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.
HEILDARENDURGREIÐSLA:
Afborgun 20 milljónir króna.
Vextir 11,7 milljónir króna.
VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.
Greiðslugjald 18 þúsund krónur.
SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.
Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.
EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.
Þorsteinn Briem, 8.10.2010 kl. 23:47
Ef mið sé tekið af frammistöðu evrópuáhuga landans hér á þessari síðu þurfa andstæðingar aðildar ekki að hafa áhyggjur, það virðist sem aðeins einn þeirra hafi skotleyfi á þessari síðu, og hann kann aðeins eitt, að fara sífellt með sömu endurtekningarnar aftur og aftur, er raunar eins og biluð plata sem endurtekur sig í sífellu!
Það væri gaman að fá hann til að taka þátt í raunverulegum samræðum svona til tilbreytingar.
Guðmundur Júlíusson, 9.10.2010 kl. 01:23
ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.
Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR á vörur frá Evrópusambandsríkjum FELLDIR NIÐUR en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."
"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."
Þá leggur ríkið bara hærri skatta á vöruna á móti, því ríkið þarf á þessari innkomu að halda og það breytist ekkert við innlimun í ESB.
Fólk sem vinnur í landbúnaði beint og afleidd störf, verður atvinnulaust vegna þess að það getur ekki lækkað sínar vörur um þessi 30 og þá kemur ríkið til með að þurfa ennþá meiri innkomu, aftur þarf að hækka skatta á vörur eða laun, eða lækka laun.
Að halda því fram að vöruverð hér lækki um 30 og laun haldist eins og þau eru bara stenst ekki, þessir hlutir koma til með að haldast í hendur.
VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN ......
Hlutur sem hægt er að breyta án þess að innlimast í ESB.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.10.2010 kl. 01:25
Þetta grín ,,ef þið hættið ekki þessu(að veiða Makríl), segja þeir í Brussel, þá hættum við að flytja inn evrópskan bjór til Íslands. Gera þeir það? Eða er það líka djók?
Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2010 kl. 01:34
TOLLAR af landbúnaðarvörum frá löndum í Evrópusambandinu FALLA HÉR NIÐUR við aðild Íslands að sambandinu og þannig getur matarreikningur okkar Íslendinga LÆKKAÐ UM FIMM MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI.
Matarreikningur Finna LÆKKAÐI UM 11% við aðild Finnlands að Evrópusambandinu.
"- matprisene falt I gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem I 1995 (årsak reduksjon I produsentprisen)
- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10
Býlum hér mun áfram fækka og þau munu stækka enn frekar, eins og í Finnlandi.
Sauðfjárbúum HEFUR FÆKKAÐ UM ÞRIÐJUNG hérlendis og kúabúum um RÚMAN HELMING frá árinu 1990, SÍÐASTLIÐIN 20 ÁR.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:38
FIMM MILLJARÐAR KRÓNA AF STUÐNINGI VIÐ ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ ERU GREIDDIR HÉR ÁRLEGA Í MATARVERÐI.
"Árin 1986-1988 nam opinber stuðningur við íslenska bændur (PSE) 75% af framleiðslu þeirra en hlutfallið lækkaði í 63% á árunum 2000-2002.
Þessum stuðningi má skipta í tvennt. Annars vegar eru bein fjárframlög frá hinu opinbera til bænda og hins vegar er framleiðslan vernduð gegn erlendri samkeppni.
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur."
Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9
Greiðslur íslenska ríkisins vegna mjólkurframleiðslu á þessu ári, 2010, eru um 5,6 milljarðar króna, sauðfjárframleiðslu um 4,2 milljarðar og grænmetisframleiðslu um hálfur milljarður, samtals um 10,3 milljarðar króna.
Og við þá upphæð bætist um einn milljarður króna vegna annarra landbúnaðarstyrkja úr ríkisjóði.
Styrkir íslenska ríkisins vegna landbúnaðar eru því um 11,3 milljarðar króna á þessu ári, 2010.
Fjárlög fyrir árið 2010, sjá bls. 65-69
En þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt MATVÆLAVERÐ HÉR HÆST Í EVRÓPU árið 2006, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:40
Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:43
"Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu.
Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd ["nordisk bistand", OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU]."
"LAGALEG STAÐA UNDANÞÁGU EÐA SÉRLAUSNAR Í AÐILDARSAMNINGI ER STERK, ÞVÍ AÐILDARSAMNINGUR HEFUR SAMA LAGALEGA GILDI OG STOFNSÁTTMÁLAR EVRÓPUSAMBANDSINS."
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79
"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne ER IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."
Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14
"BY VIRTUE OF Article 142 OF THE ACCESSION TREATY, the Commission HAS AUTHORISED FINLAND AND SWEDEN TO PAY LONG-TERM NATIONAL AID to ensure that agriculture is maintained also in the northern regions.
In Finland northern aid has been paid during the whole time Finland has been in the EU in support areas C1–C4."
Finnland - Ministry of Agriculture and Forestry
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:45
"Countries: Finland
Payments per ha as part of the ACCESSION TREATY OF FINLAND to the EU (Article 142), which allows to pay national Northern aid on a PERMANENT basis." (Bls. 61.)
"Payments per animal as part of the PERMANENT Northern aid (see above) or as part of transitional payments to producers to compensate for the decline in support prices following the accession to the EU." (Bls. 61.)
Skýrsla OECD: The European Union - Support to agriculture
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:46
Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.
Sænskir bændur og Evrópusambandið
Árið 2008 störfuðu 2,5% vinnuaflsins hér við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.
Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.
Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús árið 2008 var 249 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum launum eigendanna.
Þá voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með færri en 400 ærgildi. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.
Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.
Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
En hérlendis eru einungs um tíu svínabú.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:48
Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:
"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."
"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.
Sænskir bændur eru bjartsýnir og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.
ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.
SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.
Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.
ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."
Sænskir bændur og Evrópusambandið
"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.
LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.
LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.
Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.
Lantbrukarnas Riksförbund
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:50
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Um 6% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til reksturs stofnana sambandsins.
Um 45% renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum, 1% til ríkisstyrkja í sjávarútvegi og 39% til uppbyggingarsjóða.
Og um 7% fara í málefni sem Ísland tekur nú þegar þátt í samkvæmt EES-samningnum."
"Nefndin fjallaði um mögulegan kostnað Íslands við aðild að Evrópusambandinu og í því samhengi hvernig greiðslum aðildarríkja til sambandsins er háttað.
Við mat á kostnaði er nauðsynlegt að taka tillit til greiðslujöfnuðar við Evrópusambandið en með því er átt við svokallaðar nettógreiðslur.
Nettóframlag aðildarríkja eða nettógreiðslur eru greiðslur hvers aðildarríkis til ESB að frádreginni heildarfjárhæð STYRKJA sem koma til baka úr sjóðum Evrópusambandsins til verkefna í aðildarríkinu."
"Meirihlutinn telur rétt að benda á að Ísland greiðir árlega háar fjárhæðir til stofnana EES-samningsins og í þróunarsjóð EFTA-ríkjanna."
"Beinn kostnaður árið 2007 var áætlaður rúmlega 1,3 milljarðar króna.
En vegna gengisbreytinga telur meirihlutinn raunhæft að tvöfalda þá upphæð og því megi segja að rúmlega 2,5 milljarða króna útgjöld falli niður á ári verði af aðild Íslands að Evrópusambandinu."
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:51
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:
Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.
"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."
"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.
Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."
[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]
En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."
Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.
Og árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:52
"Svínabúum hefur fækkað mikið á undanförnum árum og búin hafa stækkað."
"Á Íslandi eru 20 svínabú dreifð um landið. Eitt sæmilega stórt bú í Danmörku gæti séð Íslendingum fyrir öllu því svínakjöti sem við neytum."
Svínarækt á Íslandi árið 2008
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:56
6.3.2010:
"Arion banki hefur tekið yfir rekstur tveggja stórra svínabúa, Brautarholts á Kjalarnesi og Hýrumels í Borgarfirði.
Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka voru búin tekin yfir vegna skuldavanda en bankinn gefur ekki upp um hversu háar skuldir hafi verið að ræða.
Samkvæmt ársreikningi Brautarholts fyrir árið 2008 námu skuldir 919 milljónum króna og voru þá 278 milljónum króna hærri en eignir."
Arion banki tekur yfir svínabú
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:57
4.8.2010:
"Arion-banki sem átti tvö af stærstu svínabúum landsins eftir gjaldþrot þeirra hefur selt þau Stjörnugrís, stærsta svínaræktanda landsins.
Á meðan bankinn rak svínabúin þurfti hann að greiða á annað hundrað krónur með hverju kílói af kjöti frá búunum.
Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir að STAÐA SVÍNABÆNDA HAFI SJALDAN EÐA ALDREI VERIÐ EINS ALVARLEG OG NÚ, þar sem framboð af svínakjöti sé miklu meira en eftirspurn.
Í DAG ERU REKIN UM TÍU SVÍNABÚ Í LANDINU með um fjögur þúsund gyltum."
Arion-banki selur svínabú
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 01:58
KJÚKLINGARÆKT HÉRLENDIS - RANNSÓKNARSKÝRSLA ALÞINGIS.
"Þróunin í átt að stórbúum hófst fyrr í kjúklingarækt en svínarækt en um aldamótin stefndu Brautarholtsfeðgar að því að ná undir sig bróðurpartinum af kjúklingamarkaðnum.
Þeir höfðu keypt hlut í Móabúinu 1985. Þá var búið með aðeins 8% markaðshlutdeild en hóf þegar stórfelldar fjárfestingar og árið 2000 var það komið í þriðjungs markaðshlutdeild.
Helsti samkeppnisaðili Móabúsins var Reykjagarður sem lengst af var stærsti framleiðandinn.
Árið 2001 keypti Fóðurblandan, sem þá var í eigu GB Fóðurs, Reykjagarð en seldi hann svo til Búnaðarbankans sem hugðist sameina Reykjagarð Móabúinu.
Brautarholtsfeðgar voru þá orðnir mjög umsvifamiklir, áttu annað stærsta svínabú landsins, annað stærsta eggjabú landsins og annað stærsta kjúklingabú landsins og voru með mikil umsvif í kjötvinnslu.
Með sameiningu Móabúsins og Reykjagarðs hefðu Brautarholtsfeðgar verið komnir með nærri 70% markaðshlutdeild á kjúklingamarkaði. Samkeppnisyfirvöld lögðust gegn sameiningunni.
Útþensla Brautarholtsfeðga var fjármögnuð með lánsfé en skuldir þeirra voru fimm milljarðar í árslok 2002.
Sumar fjárfestingar þeirra þóttu misráðnar og þeir sagðir tilbúnir að borga óhóflega hátt verð fyrir þau fyrirtæki sem þeir keyptu en kaupverðið á bæði Nesbúinu og Síld og fiski þótti óeðlilega hátt og vandséð hvernig rekstur fyrirtækjanna átti að geta staðið
undir afborgunum af lánum sem Brautarholtsfeðgar tóku til að fjármagna kaupin.
Í júlí 2001 tóku Brautarholtsfeðgar í notkun stórt og öflugt sláturhús og kjötvinnslu fyrir Móa í Mosfellsbæ. Fasteignafélagið Landsafl, sem var í eigu Landsbankans, EFA og Íslenskra aðalverktaka, átti húsið og leigði Móabúinu.
Framleiðslugeta hússins var slík að það hefði getað annað allri kjúklingaframleiðslu landsins og því nauðsynlegt fyrir Móa að stórauka framleiðslu sína til að nýta fjárfestinguna.
Um skeið lét Reykjagarður slátra í kjötvinnslu Móa í Mosfellsbæ
en haustið 2002, eftir að slitnaði upp úr samvinnu búanna, ákvað Móabúið að auka framleiðslu sína. Í kjölfarið sigldi verðstríð á kjúklingamarkaði.
Tap var á rekstri Reykjagarðs á meðan Búnaðarbankinn átti búið. Tap á árinu 2001 nam 313 milljónum en árið áður nam tapið 71 milljón.
Um áramótin 2001-2002 var eigið fé Reykjagarðs neikvætt um 146 milljónir króna en árið 2000 hafði það verið jákvætt um 72 milljónir króna. Rekstur annarra stórra kjúklingabúa gekk sömuleiðis illa.
Tap Móa á árinu 2001 var 241 milljón og eigið fé neikvætt í lok ársins um 244 milljónir. Íslandsfugl á Dalvík tapaði líka miklu - 54 milljónum en eigið fé var þó jákvætt.
Ísfugl var eina fyrirtækið sem var rekið með hagnaði og var hagnaðurinn 14,2 milljónir króna. Ísfugl hafði farið hvað rólegast í fjárfestingar.
Afleiðing verðstríðsins og offjárfestinga var sú að bæði Móabúið og Reykjagarður voru nálægt gjaldþroti árið 2002.
Haustið 2003 keypti Sláturfélag Suðurlands Reykjagarð af Búnaðarbankanum og Matfugl eignaðist þrotabú Móa, sem var úrskurðað gjaldþrota í nóvember 2003.
Offjárfesting í kjúklingarækt þýddi að offramboð var á kjöti.
Verðstríð kjúklingaframleiðenda kom einnig niður á svínakjötsframleiðslu.
Árið 2002 hættu tíu svínabú rekstri og árið 2003 voru aðeins 17 bú starfandi. Mörg búanna voru þó tengd og því voru í raun
ekki nema 10 sjálfstæðir framleiðendur árið 2004."
Rannsóknarskýrsla Alþingis - Viðauki 5, bls. 91-92
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:00
21.4.2010:
Salmonella í kjúklingi frá Matfugli
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:01
9.3.2009:
Salmonella í kjúklingi frá Reykjagarði
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:02
8.12.2008:
Salmonella í kjúklingi frá Matfugli
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:03
Neysla á kindakjöti á öðrum Norðurlöndum er mjög lítil og engin ástæða til að reikna hér með innflutningi á kindakjöti í einhverjum mæli, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Og Sjálfstæðisflokkurinn myndi kaupa hér áfram íslenskt nautakjöt, enda þótt það yrði dýrara en innflutt.
Þar að auki yrði tæpast mikið flutt hér inn af mjólk. Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og mjólk hefur ekki mikið geymsluþol.
Innflutningur á svínakjöti, kjúklingum og eggjum gæti hins vegar orðið töluverður en hér eru einungis um tíu svínabú, kjúklinga- og eggjaframleiðendur og hörmungarsaga þeirra undanfarin ár er rakin hér að ofan.
Eitt svínabú í Danmörku gæti nú annað allri eftirspurn okkar Íslendinga eftir svínakjöti.
Héðan voru fluttar út landbúnaðarvörur fyrir átta milljarða króna í fyrra og þar af 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Við flytjum út um fjögur þúsund tonn af sauðfjárafurðum á ári, þar af um 1.200 tonn af kindakjöti, langmest til Evrópska efnahagssvæðisins, 2.200 tonn af gærum og 500 tonn af ull.
Í fyrra voru flutt hér út 1.589 lifandi hross og þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:05
Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.
Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.
Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.
EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:07
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
Landbúnaðarmál:
"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.
Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.
Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.
Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.
Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:11
28.9.2010:
Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:16
Aukinn kraftur á evrusvæðinu en minni í Bandaríkjunum
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:17
GENGI EVRU er nú 55% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 41% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:18
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:20
Vextir og verðbólga í Danmörku
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:21
DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:21
FÆREYJAR.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
The Faroe Islands - Wikipedia
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:24
"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorvaldur Gylfason - Krónan sem kúgunartæki
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:25
"Hekla Dögg á skemmtilegt og seiðandi verk í sundlauginni sjálfri, þar sem hún hefur fleytt þúsundum álkróna, sem voru í umferð hér sællar minningar á verðbólguárunum.
Krónurnar voru hæddar á sínum tíma fyrir smæðina og efniviðinn og kallaðar flotkrónur.
Í sundlauginni sökkva þær annaðhvort til botns eða fljóta og grúppa sig saman í lítil eylönd úr áli.
Það má segja að peningarnir leiti þangað sem þeir eru fyrir og verkið sýni fram á að það er hreint og klárt náttúrulögmál sem stjórnar þessu.
Gunnhildur Hauksdóttir er með óvenju nærgöngula innsetningu sem fjallar um "ástandið", meintar kanamellur og ástandsbörn.
Hún dregur upp mynd af Íslandi sem litlu (ástands)barni með túttu og naflastreng sem er enn fastur við Bandaríkin í hinni langdregnu fæðingu þjóðarinnar inn í samtímaveruleika kapítalisma Vesturlanda."
Grein - Flotkrónur og fæðing þjóðar - mbl.is
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:29
11.12.2009:
"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.
Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.
"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.
Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."
Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:30
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:30
"Jöklabréf eða krónubréf (e. glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.
Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.
Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:32
Ísland best í heimi!
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:34
15.9.2009:
"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."
Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:36
BJARGVÆTTURIN:
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.
Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:43
NÁNAST ENGIN SPILLING Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2005.
"24. October 2005
Least corruption in Iceland
Iceland ranks #1 of 159 countries included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."
News - Least corruption in Iceland
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 02:52
Þú ert ótrúlegur copy/peistari, Steini Briem, slærð alla út, og þetta er ekki hrós.
En 5 milljarða tal þitt er eins og hvert annað bull.
Þú getur ekki borið Finnland saman við Ísland.
Í 1. lagi veit ég ekki til þess, að Finnland hafi verið með EES-samning fyrir 1995, en skv. honum og eldri samningi erum við væntanlega með lægri tolla á mörgum matvælum en Finnar hafa verið fyrir 1995. Þess vegna er 11% matvöruverðslækkun (eins og í Finnlandi frá 1995) ólíkleg hér við innlimun í ESBéið þitt.
Í 2. lagi geldur innflutningur hingað alltaf fyrir mikinn flutningskostnað og fyrir smæð markaðarins; þessu er öðruvísi hjá Finnum sem eru mun nær Mið-Evrópu og eru 17 sinnum fleiri en við.
Heild- og smásalar hér hafa líka verið mjög gjarnir á að krafsa í bætt kjör sem þeim bjóðast í innkaupum, sem sé láta ekki viðskiptavinina njóta þeirra óskoraðra. Nýjasta dæmið um þetta er, að þeir hafa ekki lækkað verðlag sitt á innfluttum vörum til jafns við þá styrkingu krónunnar, sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum.
Þetta ætti ekki að koma þeim, sem kunnugir eru málum í ESB, á óvart, því að söluaðilar í Portúgal, á Spáni, Grikklandi og víðar hækkuðu óvenjumikið verðlag sitt, þegar skipt var yfir í EVRU (engan töfrasprota!) í þeim löndum, svo að verulega gremju vakti meðal neytenda. Það sama mundi gerast hér.
Svo ertu í innleggi þínu greinilega búinn að reikna með og fagna útrýmingu mjólkur- kjöt- og eggja-framleiðslu hér á landi við innlimun landsins í ESB. En þá áttu líka eftir að reikna kostnaðinn, atvinnuleysið, margfeldisáhrifin á byggðalögin (sem yrðu gríðarleg, sbr. þau umtalsverðu áhrif sem talað er um nú vegna einbers niðurskurðar á sjúkrahúsum á Húsavík og víðar) og meiri kostnað við að halda öryggis- og björgunarmálum í góðu horfi þar. Það, sem kann að "græðast" í matarkörfunum (sem eru þó samanlagðar ekki nema um 16% af útgjöldum meðalfjölskyldu á mánuði), verður bara goldið í heldur meiri sköttum í staðinn. Um leið hefurðu líka gengið af ísl. landbúnaði sama sem dauðum. En þér er ósárt um það, en annt um að gylla þetta risabákn fyrir almenningi í þeim tilgangi að fá hann til að afsala sér frumburðarrétti sínum til landsins fyrir nokkra baunadiska.
Svo átti ég alveg eftir að efna hið hrikalega tap okkar fyrir missi fiskveiði-einokunarréttinda okkar, sem þér er líka ósárt um eða skrökvar því ella, að ekkert muni tapast í þeim geira!
Svo bætist við "þátttökugjaldið", ESB-skatturinn, sem er meira en tvöfaldir 5 milljarðarnir þínir, en á sikkert eftir að hækka.
Eva Heiða Önnudóttir fer með afar hæpna hluti í ályktunum sínum, eins og ég hef rakið áður hér á vefsetrinu; hún gefur sér rangar forsendur.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 03:33
Þú kannt ekki, Steini, betur að reikna út greiðslubyrði verðtryggðra lána en margir aðrir hér á landi. Þvælan í þér að leggja þetta fram sem einberar tölur – átt að vita, að kauplag hækkar líka eins og verðlag og að verðbólga hérlendis þýðir miklu fleiri krónur bæði í lánaafborgunum með árunum OG LÍKA Í LAUNAUMSLAGINU.
20 milljónir eftir 15 ár eru ekki það sama og 20 milljónir nú. Verðtrygging þýðir, að SAMA verðmæti er á hlut ár eftir ár eftir ár, það eru bara vextirnir sem hækka. Það eru ÞEIR, sem eru of háir hér að mínu mati, Íls. á að bjóða lægri vexti en 5-6%, sér í lagi handa fyrstu kaupendum íbúða, en enginn á að sleppa við að borga upphaflegan höfuðstól.
Já, Steini, það er nefnilega vitlaust gefið ... hjá þér sjálfum. Þetta getur hver sem er með snefil af viti á þessu verðtryggingardæmi sagt þér (og eins þeim, sem lýgur mest um það, undir nafninu Valsól; ert þú kannski hann? – og Össur er reyndar afar drjúgur í þessari skreytni líka; ekki við öðru að búast af þeim manni). Ræddu málið við hinn talnaglögga Carl Eiríksson verkfræðing, hann mundi koma þér niður á jörðina.
PS: Þú slepptir því alveg að svara innleggi mínu kl. 21:47 um urtudráp, hvalveiðar og hákarlaveiðar, kaust fremur að fara að tala um eitthvað annað! Ég skil það vel. Þú varst rökþrota þar.
PPS. Ég var ekkert að líta á þessa síðu, meðan ég fyrst lagði mig og horfði síðan á rúmensku myndina í Sjónvarpinu. Það vita allir fyrir, sem hér til þekkja, að þú hamast gríðarlega með tugum innlegga í hvert sinn sem þú finnur, að saumað er að ykkar bága málstað, innlimunarinnanna!
En vitaskuld hef ég ekki tíma um miðja nótt til að lesa allar þínar cópíur hér (einu sinni enn!); þeim hefur flestum verið svarað áður á öðrum vefsíðum þessara Evrópubandalagssamtaka.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 03:44
Þessu er öðruvísi FARIÐ hjá Finnum ... átti að standa þarna í lengra innlegginu.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 03:46
Svo átti ég alveg eftir að NEFNA hið hrikalega tap okkar ... (sst.)
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 03:50
STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.
Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.
Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tekur upp evru nú um áramótin.
Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.
Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.
Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.
Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.
Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.
Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 03:56
Mikill er copy-meistarinn,
já, makalaus copy-peistarinn
Steini, blessaður Briemarinn,
bit er ég á því rímarinn.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 03:57
Erlendir bankar hafa verið tregir til að starfa hér vegna íslensku krónunnar en það myndi breytast með upptöku evru
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 03:57
ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.
"The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."
Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.
Statistical Yearbook of Estonia 2009
Swedbank:
"We have 9.5 million private customers and 650,000 corporate customers with 362 branches in Sweden and 222 branches in the Baltic countries.
The group is also present in Copenhagen, Helsinki, Kaliningrad, Luxembourg, Marbella, Moscow, New York, Oslo, Shanghai, St. Petersburg, Ukraine and Tokyo.
In June 2010, the balance sheet amounted to SEK 1,905 billion and the number of employees totaled about 17,500."
Skandinaviska Enskilda Banken (SEB):
"SEB är en nordeuropeisk finansiell koncern som betjänar över 400 000 företag och institutioner samt mer än fem miljoner privatpersoner.
Verksamheten omfattar främst banktjänster, men SEB har också en betydande livförsäkringsrörelse.
I Sverige, Estland, Lettland, Litauen och Tyskland är SEB en universalbank.
SEB har också verksamhet i övriga Norden, Polen, Ryssland och Ukraina samt på ytterligare ett tiotal platser i världen.
Fler än hälften av SEB:s cirka 20 000 medarbetare finns utanför Sverige.
Även på den nya marknaden i Ukraina är SEB inriktad på att vara en universalbank."
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 03:59
Stórauknar fjárfestingar hér, segir hann, en ESB-ríkin eru með uppdráttarsýki, rétt eins og evran oflofaða.
Erlendar fjárfestingar hér hafa verið frá:
Sviss (Swiss Aluminium), utan ESB,
Noregi (Elkem), utan ESB,
Bandaríkjunum (Norðurál)
og nú frá Kanada (Magma, bara í plati í Svíþjóð) – allt utan ESB.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:01
Í fyrra, árið 2009, fluttum við út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og LANDBÚNAÐARVÖRUR fyrir um ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:05
Og ég tok eftir, að Steini var að (of)lofa Svíana.
Aðrar fregnir hef ég nú af hnignun mála þar í landi; tveir vinir mínir hafa verið þar mikið nýlega, og ekki lízt mér á ...
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:05
Steini, það er allt í lagi að græða á verzlun við nálæg ríki.
Við gerum það nú þegar, en viljum ekki missa sjálfstæðið.
Er þetta of flókið fyrir þig að skilja?
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:07
"Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér," segir Steini, en þessi "nokkur prósent" skipta máli í samanburði við ESB, ekki sízt ef menn (foolishly) bera saman við "meðalverð í ESB".
"Foolishly" segi ég, af því að Bretar, Hollendingar, Danir, Svíar og Þjóðverjar eru allir með verulega hærra verðlag en löndin í suður- og austurhluta ESB. Meðalverð í NV-hluta ESB er því umtalsvert hærra en meðalverð í ESB.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:15
8.9.2010:
Mikill hagvöxtur í Svíþjóð
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:17
Steini, af hverju ertu svona lengi að svara, ertu að fá þér te, eða ertu að tjasla saman vísu? Eða voru allar fyrirliggjandi cópíurnar þínar upp urnar?
Þú ættir frekar að halla þér að píunum en cópíunum.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:18
Jæja, auðvitað varstu búinn að svara!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:19
Segðu okkur svo frá hagvextinum á Spáni, Grikklandi og Írlandi, please.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:20
SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.
"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.
Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna.
Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.
Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda."
Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:23
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:
"Hvað skattlagningu innan aðildarríkja Evrópusambandsins varðar er hún alfarið í höndum ríkjanna sjálfra, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hefur aðild að Evrópusambandinu ekki áhrif á tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða fyrirtækjaskatta, svo dæmi séu nefnd.
Öll afskipti Evrópusambandsins af skattamálum eru háð EINRÓMA samþykki aðildarríkjanna."
"Innan Evrópusambandsins gilda reglur um hámarks- og lágmarkshlutfall virðisaukaskatts með það að markmiði að tryggja eðlileg viðskipti á innri markaði, en grunnhlutfall hans má ekki vera lægra en 15% og ekki hærra en 25%."
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:25
Verðbólga á Íslandi 1940-2008
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:28
Kreppan hefur þurrkað út kaupmáttaraukningu áranna 2004-2008
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:29
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."
Jöklabréf - Wikipedia
Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:31
Ég var búinn að sjá þetta um hann Guðmundur ellilífeyrisþega, Steini.
En er ekki MAKRÍLLINN aðalmálið, hvernig var það annars?
Einróma samþykki (í hluta málefna ESB) verður ekki við lýði mörg ár í viðbót.
Það er ljótt að frétta hjá þér, að grunnhlutfall virðisaukaskatts í ESB má ekki vera lægra en 15%. Þegar ég var að læra í Englandi, var hann ekki nema um 4,5%. Thanks to EU, then, this appaling increase in VAT?
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:33
APPALLING!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:33
DANSKA KRÓNAN ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Denmark: the Danish kroner joined ERM II on 1 January 1999, and observes a central rate of 7.46038 to the euro with a narrow fluctuation band of ±2.25%."
Vextir og verðbólga í Danmörku
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:35
Jón Valur: Það er alveg rétt hjá þér að bera okkur saman við Grikkland, Spán og Írland þegar kemur að hagtölum frekar en Þýskalandi.
En hver er aftur hagvöxturinn í Þýskalandi?
hvað kostar eiginlega mjólkurlítrinn á Íslandi og hvað kostar hann í Þýskalandi?
Gaman að þessu hérna. Alver frábær skemmtun á laugardagsmorgni.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 04:36
19.8.2010:
"Þýski seðlabankinn, Bundesbank, spáir því að hagvöxtur í Þýskalandi verði 3% á þessu ári.
Spáin kemur í kjölfar niðurstaðna um að þýska hagkerfið, sem er það stærsta í Evrópu, hafi vaxið um 2,2% á öðrum ársfjórðungi.
Fyrri spá bankans gerði ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári.
Bundesbank sagði að hagstæðar aðstæður, bæði á heimamarkaði og í öðrum löndum, hefðu gert það að verkum að hagvöxtur væri meiri en spáð var."
Spá 3% hagvexti í Þýskalandi á þessu ári
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:38
Gert ráð fyrir 2% hagvexti í Finnlandi á þessu ári og 3% á næsta ári
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:39
The Euro is constanty falling.
Still, the VAT is appalling,
and Steini can hardly deny it:
he could die on that EU diet!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:39
Hagvöxtur á ný í Litháen
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:40
Methagnaður þýskra fyrirtækja
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:41
Hagnaður þýska bílaframleiðandans Volkswagen fjórfaldast
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:41
"Breska hagkerfið óx um 1,1% á öðrum fjórðungi ársins, að sögn hagstofu landsins. Er þetta meiri hagvöxtur en reiknað var með en nú hefur landsframleiðslan vaxið þrjá ársfjórðunga í röð.
Ástæðan fyrir vextinum nú var einkum aukin starfsemi í fjármálaþjónustu, viðskiptum og byggingastarfsemi."
Áfram hagvöxtur í Bretlandi
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:43
Hagvöxtur hoppar í Kazakstan og Makaó!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:43
Áfram Steini í Berlín!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:43
Jón Valur: Evran hefur styrkst um 10% á móti dollar á einum mánuði. Evran hefur styrkst um 6% gagnvart pundi og um 4% gagnvart frankanum.
Þannig að þú ert nú ansi seinn með vísuna þína.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 04:44
9.8.2010:
"Vöruskiptaafgangur eykst enn mikið í ÞÝSKALANDI, sem bendir til að VÖXTUR á öðrum ársfjórðungi gæti hafa verið SÁ MESTI FRÁ SAMEININGU LANDSINS fyrir 20 árum.
Frá Þýskalandi, sem er NÆSTMESTA ÚTFLUTNINGSHAGKERFI HEIMSINS á eftir Kína, berast nú þær fregnir að útflutningur hafi farið upp í 86,5 milljarða evra í júní, það mesta frá því í október 2008.
Innflutningur náði einnig nýjum hæðum í 72,4 milljörðum evra.
Það er MESTI INNFLUTNINGUR Í EINUM MÁNUÐI FRÁ ÞVÍ MÆLINGAR HÓFUST ÁRIÐ 1950.
Þetta þýðir að afgangur á vöruskiptum Þýskalands við útlönd jókst um 44% frá maí og fram í júní, um 14,1 milljarð evra."
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:44
GENGI EVRU er nú 55% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 41% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002, þegar evruseðlar voru settir i umferð.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:46
Soundspell á Rás 2 núna.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:48
Í febrúar í fyrra kostaði kílóið af smjöri í þýskum verslunum 2,64 evrur, 391 íslenska krónu á þávirði, en 537 krónur í verslunum hérlendis og verðmunurinn því 37%, miðað við verðlag á öllu landinu.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:54
Til tilbreytingar: Írar á hraðri niðurleið og óánægðir með ESB – Ragnar Arnalds segir að inngrip ESB í málefni Anglo Irish Bank valdi reiði (Mbl. í gær).
"Írar gera sér grein fyrir því að á meðan við erum á uppleið eru þeir á hraðri niðurleið,“ segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, og hefur eftir stjórnarformanni Anglo Irish Bank að Írar séu ekki ánægðir með að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skyldi ekki rétta þeim hjálparhönd í erfiðleikum þeirra heldur fyrirskipa þeim að skipta bankanum í tvennt með ærnum tilkostnaði fyrir almenning og ríkissjóð."
Lesið meira sjálfir, strákar.
En þetta megið þið fá:
"Krónan bjargvættur
Að sögn Ragnars var rætt [á ráðstefnu í Dublin, sem hann tók þátt í nýlega] um hvernig sjálfstæð mynt nýttist við svona aðstæður. Hann benti á að þótt krónan hefði fallið og valdið miklu tjóni hjá atvinnurekendum og heimilum gerði lága gengið Íslendingum kleift að vinna sig út úr vandræðunum og upp úr þessari djúpu gröf, sem þjóðin hefði lent ofan í vegna þess að gengið hefði lagað sig að íslenskum veruleika. Á Írlandi væri allt frosið fast því að Írar hefðu ekki þetta sveigjanlega gengi. Sama væri uppi á teningnum í Portúgal og á Grikklandi þar sem væri gríðarlegt atvinnuleysi, en þessar þjóðir gætu ekki brugðist við með því að vera með lágt gengi sem hjálpaði þeim út úr erfiðleikunum. Sumir hagfræðingar teldu reyndar að Þýskaland væri vandamálið, því Þjóðverjar héldu genginu eins háu og raun bæri vitni og gætu þolað það. Því væri kannski einfaldast að Þýskaland færi út úr evrusvæðinu ef það ætti ekki að springa vegna gjörólíkra aðstæðna, annars vegar hjá ýmsum smáríkjum sem verst væru stödd, og hins vegar hjá nokkrum stórum ríkjum sem best væru stödd."
Þið eruð orðnir tveir gegn einum – þá birtist allt í einu Ragnar hér!
How fair indeed.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:55
Samkvæmt ákvörðun Verðlagsnefndar búvara hér hækkaði verð á viðmiðunarmjólk frá framleiðendum í 83,49 krónur fyrir lítrann 1. janúar 2005 en í febrúar það ár var verð á mjólk í verslunum hérlendis 80 krónur fyrir lítrann, miðað við verðlag á öllu landinu.
Beingreiðsluhluti mjólkur til framleiðenda var þá 39,32 krónur fyrir lítrann og afurðastöðvahluti greiðslu til framleiðenda fyrir innlagða mjólk 44,17 krónur fyrir lítrann, eða 53% af verði mjólkurinnar til framleiðenda.
Verð á lítra af mjólk til framleiðenda hérlendis var 100 krónur að beingreiðslum meðtöldum árið 2008, en 91 króna í verslunum hér í ágúst það ár, miðað við verðlag á öllu landinu.
Hagtölur landbúnaðarins 2010
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 04:57
Mogginn í dag var að koma, hvernig ætti ég að nenna að skrifast á við ykkur lengur? – Þið eigið líka eftir að svara vísu með vísu, rhyme with rhyme, please.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 04:59
Finnska hagstofan - Verð til framleiðenda:
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 05:00
INNFLUTNINGSKOSTNAÐUR FRÁ 2% AF VÖRUVERÐI.
Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, segir að langmestur hluti af innflutningi verslunarinnar komi frá Evrópu.
Andrés segir að kostnaður við innflutninginn vegi mismikið í verði hverrar vöru, frá 2% og upp í 20%.
Bræðurnir Ormsson hafa undanfarin ár meðal annars flutt hér inn myndavélar, leikjatölvur, hljómtæki, sjónvarpstæki, fartölvur og heimilistæki.
Innflutningskostnaður frá 2% af vöruverði
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 09:15
Ritstjórn ES-bloggsins trúði vart sínum eigin augum er í ljós komu 110 athugasemdir við þessa færslu.
Ábending til Steina B. er m.a. sú hvort hægt sé að hafa aðeins meiri stjórn á flæðinu, það er margt gott sem sett er inn, en sjálfsagi er líka góður í þessum efnum sem öðrum.
Umræður eru að sjálfsögðu vel þegnar og hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með blogginu að undanförnu.
En það er spurning kannski að vera aðeins "selektívari" á vondri íslensku!
Góðar (ESB)-stundir!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 9.10.2010 kl. 09:53
Höfnin í Rotterdam í Hollandi er sú stærsta í Evrópu.
Jafn langt er að sigla frá Rotterdam til Reykjavíkur og Lissabon í Portúgal.
Flutningskostnaðurinn ætti því að vera sá sami á þessum siglingaleiðum.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 10:18
Það verður aldrei kosið um neinn á "aðildarsamning" við ESB. Það verður kosið um það hvort hafna beri aðild að ESB eða ekki.Það er hægt að gera það hvenær sem er.Enginn þarf að efast um niðurstöðuna.Það hefði að sjálfsögðu átt að gera það áður en sótt var um aðild.Ekki var meirihluti fyrir því á Alþingi , samkvæmt stjórnarskrá Íslands þegar sótt var um aðild, því sumir þingmenn sem greiddu aðildarumsókn atkvæði ,lýstiu því jafnframt yfir að samviska þeirra væri á móti aðild.Þar með brutu þeir stjórnaskrá.steini br.nokkur hefur verið duglegur að byrta áróður fyrir ESB aðild, og hafi hann þakkir skilið fyrir það því allur hans áróður virðist hafa þau áhrif að stöðugt fleira fólk sér að við eigum ekkert erindi í ESB.En það er einn galli á steina br.Hann hefur verið að hreykja sér af því að hafa verið blaðamaður á Morgunblaðinu og telur sig trúverðugri fyrir vikið sem er rétt ef svo hefði verið.Hvergi hefur neitt komið fram sem styður þessa fullyrðingu steina. br.Meðan steini br.getur ekki komið með neinar sannanir fyrir því að hann hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu ber að sjálfsögðu að skoða öll hans skrif um að Ísland eigi að ganga í ESB með hliðsjón af því hvort steini br. beri nokkra virðingu fyrir sannleikanum,og lýti fyrst og fremst á, að tilgangurinn helgi meðalið.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 11:20
En hafa ber í huga að steini br. er skáld og skáldskapur hans er að mínum dómi góður sem skáldskapur, þótt erfitt sé að sanreyna það sem kemur fram í skáldskap hans.En ljóðabók steina br.um ESB á fullt erindi á jólabókamarkaðinn í ár og ég er viss um að margir myndu kaupa hana og bíð ég eftir fyrst eintakinu.Skáldnafnið steini br.er gott skáldnafn.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 11:27
Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 11:28
Sigurgeir: Ljóð Steina hafa heimildir, en þín skrif engin. Hafa skal það í huga.
Þín skrif verða til í höfðinu á þér á meðan að skrif Steina eru uppfull af heimildum héðan og þaðan.
Ég hef beðið þig áður um að koma með heimildir, en þú vilt það ekki.
Spurning af hverju ekki;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 11:59
Sigurgeir Jónsson,
Fjöldi fólks getur staðfest að ég hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu, til að mynda Hjörtur Gíslason með sjávarútvegsfréttir, Agnes Bragadóttir, Sigtryggur Sigtryggsson og Ágúst Ingi Jónsson fréttastjórar.
Einnig Kristján Jónsson í erlendum fréttum, Andrés Magnússon, nú á Viðskiptablaðinu, Bogi Þór Arason í erlendum fréttum, Pétur Gunnarsson, nú blaðamaður á Fréttablaðinu, Urður Gunnarsdóttir, nú blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins, Styrmir Gunnarsson og Matthías Johannessen ritstjórar.
Sjálfur var ég í innlendum fréttum og skrifaði aðallega um sjávarútvegsmál.
Þú ert hins vegar svo mikill aumingi að þú gast ekki hringt í Morgunblaðið til að kanna málið. Þú ert illkvittinn, lítill og gamall karl sem enginn tekur mark á.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 12:26
Til þeirra sem málið varðar: Ekki vera með persónulega illkvittni og athugasemdir hér á blogginu. Við VERÐUM að vera málefnaleg!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 9.10.2010 kl. 12:38
Sigurgeir: Nú hefurðu haft þó nokkið marga daga til að hugsa og leita. Bentu mér á landbúnaðarafurðir í ESB sem seldar eru undir nafni ESB eða þá merkjum ESM.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 12:51
Jón Valur heimildarlausi, Hvernig væri nú að þú kæmir með heimildir fyrir fullyrðingum þínum. Hvað bullið þitt um verðtrygginguna varðar. Þá áttar þú þig ekki á þeirri staðreynd að verðtrygging hækkar höfuðstóls láns samfellt í 20 ár ef viðkomandi lán er til 40 ára. Annarstaðar í Evrópu er engin verðtrygging til staðar, og því jafngreiðast húsnæðislán þar niður sem og önnur lán sem eru tekin þar fyrir húsum og bílum.
Þessi aðdáun þín á verðtryggingunni er sjúk að mínu mati.
@Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.10.2010 kl. 01:25, Nei. Þetta er ekki rétt. Þar sem að ríkin geta ekki hækkað skatta til þess að ná inn meintu tekjutapi við það að tollar falli niður. Slíkt er andstætt skattaleiðbeingunum (ESB hefur ekki neina skattastefnu pr.se) ESB. Þess stað gilda ákveðnar leiðbeingar um skatta til þess að koma í veg fyrir að aðildarríki undirbjóði hvort annað varðandi skatta.
Það er ennfremur ljóst að íslenska ríkið mundi græða á þeim auknu viðskiptum sem mundu fylgja í kjölfarið á niðurfellingu tolla gagnvart ESB löndum í kjölfarið á inngöngu í ESB. Þar sem þetta mundi örva efnahag Íslands, sem er núna í dag farinn að staðna og staðna hratt.
Jón Frímann Jónsson, 9.10.2010 kl. 14:09
Steini skrifar: "Flutningskostnaðurinn ætti því að vera sá sami á þessum siglingaleiðum" (meginlandið––> Reykjavík; Portúgal––> Niðurlönd). – En hann er það einfaldlega ekki, eins og ég komst að raun um, þegar ég kannaði þessi mál á 9. áratugnum, en þá kom í ljós, að hann var allt að því fimmfaldur hingað miðað við flutningskostnað erlendis, t.d. frá Suður-Afríku til Bretlands. (Ég ritaði tvær greinar um þetta í Morgunblaðið, átti þar í ritdeilu við Jón Hákon Magnússon um málefnið.)
Ofar var Steini búinn að skrifa: "Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér," og svo vitnar hann kl. 9:15 í fréttina: 'Innflutningskostnaður frá 2% af vöruverði', en þar kemur reyndar í ljós, að Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, segir að "kostnaður við innflutninginn vegi mismikið í verði hverrar vöru, frá 2% og upp í 20%," – menn taki eftir því!
Þetta bendir ekki til þess, að meðal-flutningsverðið sé 2 eða 3%.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 14:09
Stefán.Næst þegar þú kemur til Íslands þá kemurðu væntanlega til Sandgerðis.Ég skal með glöðu geði fara með þig í Bónus og fleiri verslanir á Suðurnesjum og benda þér á E merkingar ESB á matvælum.En ég spyr þig Stefán Júlíussonelur þú að steini br.sé ekki maður til að svara spurningum um hann sjálfan.Ertu ekki að lítilsvirða steina br.Þú heimtar að ég komi með heimildir um að steini br.hafi verið blaðamaður á Mogganum.steini br, segist hafa verið blaðamaður á Mogganum.Ég bið hann um heimildir.steini br. kemur ekki með þær.En þar sem þú hefur tekið að þér að svara fyrir steina br. þá spyr ég þig:Komdu með heimildir fyrir því að steini br.hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 14:51
Á að vera telur þú.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 14:51
Bræðurnir Ormsson flytja inn vörur sem sumar taka lítið en aðrar mikið pláss í gámum.
Þannig tekur kaffikanna að sjálfsögðu mun minna pláss en eldavél.
Hvað þá sælgætispoki í matvöruverslun.
Því er eðlilegt að kostnaður við innflutninginn hingað til Íslands vegi mismikið í verði hverrar vöru.
Hins vegar eru eldavélar nú yfirleitt ekki seldar í matvöruverslunum.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 14:57
steini br.Ég er búinn að biðja þig að vísa í fréttagreinar eftir þig í Morgunblaðinu sem þú segir skipta þúsundum.Þú kemur ekki með eina einustu.Það er rétt hjá þér ég er gamall karl, hef lesið Morgunblaðið í 60 ár, og les þar allar greinar um sjávarútvegsmál og lýg ekki til um aldur minn eins og þú gerir.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 15:01
Sigurgeir Jónsson,
Ef þú vilt endilega fá það staðfest að ég hafi verið blaðamaður á Morgunblaðinu er þér í lófa lagið að hringja í einhvern af þeim sem ég nefndi hér að ofan.
Í Morgunblaðinu var ekki tilgreint hverjir skrifuðu fréttirnar.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 15:10
Myndin hér til hliðar er tekin sumarið 2005.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 15:18
Sigurgeir: Hvað, veistu hver ég er;) Það er frábært.
Það eru engar vörur seldar undir merkjum ESB, auðvitað þarf að merkja uppruna matvöru eins og allar aðrar matvörur sem eru seldar til manneldis.
Það er ekkert öðruvísi á Íslandi og var fyrir EES. Hvert frystihús var með númerað leyfi og voru allir kassar merktir með því.
Mjög logískt;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:23
Steini, varstu skírður Steini, eða er þetta kannski dulnefni?
Ég þekkti einn Steina á Mogganum, en það er örugglega annar maður.
Þú ert meiri háttar dularfullur.
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 17:50
Stefán, þú biður mig um að benda þér á vörur með merki ESB. Ég hef fallist á að verða við þessari bón þinni næst þegar þú kemur til Sandgerðis.Ég verð bara að bíða og sjá hvort þú stendur við orð þín.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 18:29
Ég var skírður Eiríkur Kjögx en fannst það ekki nógu sniðugt.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 18:59
Sigurgeir: Ég bað þig ekki um að fara með mið í verslunarleiðangur.
Ég veit satt að segja ekki hvort ég hafi tíma til þess. Ég þarf að kaupa jólagjafir;)) Svona er sjómennskan.
Best væri ef þú kæmir bara með eina vöru sem seld er undir merkjum ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 19:00
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá finnst mér þetta blogg Evrópusamtakana ( eða Steina Briem blogg ) hið mesta bull og tímaeyðsla greinilega að standa í að reyna að koma inn athugasemdum, þar sem maður fær sjaldnast svör tilbaka, en þá heldur copy paste ræður úr smiðju ákveðns aðila sem greinilega ræður ríkjum á þessu Evrópubloggi, ég skil ekki hvernig Jón Valur vinur minn heldur það út að reyna að halda út eins lengi og raun ber vitni, en það er kannski af því að hann hefur lúmskt gaman af því að lesa þessi svarskeyti Steina B ??
Guðmundur Júlíusson, 9.10.2010 kl. 20:20
Gleðileg jól Stefán.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 20:38
En annars geturðu gengið úr skugga um það Stefán hvort E merkiingar séu á vörum í verslunum á ESB og EES svæðinu með því að fara út í búð í Berlín.Ég treyst þér alveg til að fara einn, án minnar hjálpar.Og taktu þér gott frí um jólin til að skoða þetta.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2010 kl. 20:49
Sigurgeir: Þú sagðir að vörurnar væru seldar undir merkjum ESB. Það er annað ef þær eru með staðlaðar upprunamerkingar.
Staðlaðar upprunamerkingar hjálpa mér og þér að sjá hvaðan varan kemur. Frá hvaða fyrirtæki og frá hvaða landi.
Þetta hefur ekkert með það að gera að vara sé seld undir merkjum ESB. Íslensk framleiðsla hefur þessa merkingu líka. Alveg nákvæmlega sömu.
Mér finnst gott að hafa þessa merkingu. Það hjálpar mér sem neytenda í mínum innkaupum að vita hvaðan varan kemur.
Tökum bara hundamat sem dæmi. Stór þýsk matvælakeðja er að selja hann með sínum merkjum. Umbúðirnar eru merktar með númerum. Á undan númerunum er HU. Þá veit ég að varan er ekki þýsk heldur ungversk. Uppruni vörunnar er ljós svo og verksmiðjunúmer framleiðslufyrirtækisins.
Erlendis hafa verið gefnar út margar bækur þar sem neytendum er þannig sýnt hvar hægt er að kaupa sömu vöru ódýrar því hún er oft seld undir öðrum merkjum í lágvöruverðsverslunum.
Það er ekkert til sem heitir ESB mjólk, ESB kex eða ESB ostur. Hún er ekki í bláum umbúðum með stjörnum;)
Ég er búinn að kynna mér þetta hvernig þetta er í Berlín. Ég hef verslað þar í 9 ár og það þarf enginn að segja mér á Íslandi hvernig þetta er heima hjá mér. Nema þá ef ég fæ einhver dæmi um þessa vöru.
Sem þú hefur því miður ekki. Það myndi hjálpa mér ansi mikið til að sanna að ég hafi rangt fyrir mér. Ég skal þá viðurkenna að ég hafi rangt fyrir mér og að vara er seld sem ESB vara.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 21:11
Guðmundur Júlíusson,
Þér finnst náttúrlega vera mikið vit í athugasemdum þínum á þessu bloggi undanfarna mánuði.
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 21:47
"Erum við að sjá nýtt "Nasista" dæmi í uppsiglingu í Þýskalandi??
Þetta minnir óþægilega á uppgangstímanna hjá þýskurum á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Guðmundur Júlíusson, 14.8.2010 kl. 00:36"
Þorsteinn Briem, 9.10.2010 kl. 21:51
Og hvernig gengur með málssóknina, Steini lögfræðingur?!
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 23:20
Málsóknina - vildi ég sagt hafa, Steini (alias Eiríkur Kjögx).
Jón Valur Jensson, 9.10.2010 kl. 23:22
Já, hvur "grefillinn´( í merkingunni, hver fjandinn) eins og góður bloggari sagði forðum og ég sakna hans mikið í umræðunni.
Steini, finnst þér ekkert að því að svara ekki bloggi manna með öðru en að "peista" setningum héðan og hvaðan, sem svarskeyti? ef svo, erum við allmargir sem eru illa sviknir og hvað mig varðar, það er lágkúrulegt af þér að ráðast á mig með þetta "nasista dæmi" þitt, sem árás eða hótun í minn garð! sem einhverja vörn gegn "vonnabee" evrópuvæðingu þinni.
Guðmundur Júlíusson, 9.10.2010 kl. 23:43
Hver er Eiríkur Kjögx Jón ?
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 00:48
Það er ekki mitt að ákæra Guðmund Júlíusson í þessum efnum.
Nasistatal hans beindist ekki gegn undirrituðum.
Undanfarna mánuði hefur alls kyns ÓRÖKSTUDDUM FULLYRÐINGUM andstæðinga Evrópusambandsins verið svarað á þessu bloggi með STAÐREYNDUM OG TILVITNUNUM Í FRÆÐIMENN á viðkomandi sviði.
Og ég hef engan áhuga á að taka hér þátt í KAPPRÆÐUM um hvað einhverjum FINNST um Evrópusambandið.
Engin ástæða til að umorða STAÐREYNDIR í hvert sinn sem þær eru birtar hér.
Og hvorki mér né nokkrum öðrum ber skylda til að svara allri steypu sem hér er sett fram.
En ef þess er óskað sérstaklega er tímakaup mitt tuttugu þúsund krónur og greiðist fyrirfram inn á reikningsnúmer mitt, 0311-26-6300.
Þorsteinn Briem, 10.10.2010 kl. 00:48
En þú hótaðir engu að síður að kæra mig ( Guðmund Júlíusson) Steini, og það finnst mér óafsakanlegt, og þú hafðir slíkar hótanir í minn garð að erfitt sé aftur tekið!!
Ekkert nema afsökunrabeiðni frá þér getur gert mér lundina léttari á þessum annars erfiðu tímum þar sem við erum nær öll að missa húsnæði okkar og lífsafkomu til "ríkisbankanna"
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 00:58
Góður Stefán Júlíusson, þetta er nefnilega hárrétt hjá þér.
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 01:01
ok ég skil, Steini Briem = Eirikur Kjögx
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 01:04
Það er ekki mitt að ákæra í þessum efnum en allir geta að sjálfsögðu tilkynnt um lögbrot og fylgst áfram með hegðun viðkomandi.
Alltaf best að vera löghlýðinn og kunna níu sinnum töfluna.
Þorsteinn Briem, 10.10.2010 kl. 01:11
Ertu að brigða mér um að vera ólöghlýðinn Steini Briem?
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 01:22
Svar við þessari spurningu kostar tuttugu þúsund krónur.
Þorsteinn Briem, 10.10.2010 kl. 01:38
Væri ekki rétt að Evrópusamtökin borguðu þér þetta ágæta tímakaup fyrir að skrifa EKKI þessar langlokur á síðuna sína? Voru þau ekki farin að kvarta yfir gegndarlausum innleggum þínum með athugasemd frá þeim kl. 9:53 í morgun? ("Ábending til Steina B. er m.a. sú hvort hægt sé að hafa aðeins meiri stjórn á flæðinu, það er margt gott sem sett er inn, en sjálfsagi er líka góður í þessum efnum sem öðrum. Umræður eru að sjálfsögðu vel þegnar og hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með blogginu að undanförnu. En það er spurning kannski að vera aðeins "selektívari" á vondri íslensku!")
Það er vel sloppið hjá þeim að borga þér bara 20.000 á tímann fyrir þögnina!
PS. En af hverju tekurðu ÍSLENZKAR KRÓNUR í kaup – hvað merkir það hjá þér? Ertu þá hættur við að lýsa frati á krónuna?
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 02:11
Evrur eða krónur, maðurinn er lögfæðingur, ef málmurinn skín og hægt er að skipta honum í banka, þarf að segja meira!!!
Guðmundur Júlíusson, 10.10.2010 kl. 02:31
Spjallið þið bara saman.
Ég hef skemmtilegra fólki að sinna klukkan hálf þrjú aðfaranótt sunnudags.
Þorsteinn Briem, 10.10.2010 kl. 02:39
Hann reiðir oft hátt til höggs
og heitir víst Eiríkur Kjögx.
Hans ást er á krónu
og kannski'henni Jónu.
Þó blessi hann Brussel-vald
í bak og fyrir, er hald
flestra á síðunni, að senn muni'hann taka
sönsum––og draga allt rugl sitt til baka.
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 02:52
Ég er fyrst núna að taka eftir svari Jóns Frímanns um verðtrygginguna, en nenni ekki að svara þvílíkum erkimisskilningi.
PS. Auðvitað var þetta ásláttar-fljótfærni að hafa ekki "l" í constantly.
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 02:56
Ég sé nú ekki betur en að þú viðurkennir Stefán Júlíusson að vörur séu með E merkingum eins og ég hef haldið fram.Þú hefur margétið upp að ég skuli sýna þér vöru sem er með merki ESB.Ég býðst til að sýna þér hana þegar þú kemur til Íslands, en þá vilt þú ekki þiggja það.Kanski verð ég bara að fara tilBerlínar til að reka þetta ofan í þig.Ég er til dæmis með gleraugu núna á nefinu sem ég keypti í Njarðvík fyrir stuttu.Þau voru kyrfilega merkt með E merki ESB, og á því var yfirstrikaður bíll.Þetta þýðir að ESB tekur upp á því að banna mér að keyra með lesgleraugum, sem ég hef gert í mörg ár.ég henti að sjálfsögðu þessu merki, og nota gleraugun við akstur enda sé ég ágætlega með þeim.Þótt þú sért ánægður með að hafa þetta ESB óféti inni á gafli hjá þér þá er ég það ekki.Og, ég hef hitt marga Þjóðverja sem eru þér ekki sammála, Þjóðverja sem hafa verið á ferð um Ísland og búið í húsnæði mér tengt.En þú vilt kanski fá nöfnin á þeim en það færðu ekki.En nú er ég á leiðinni í sveitina að tala við bændur betur um ESB og afskipti þess af Íslenskum landbúnaði.ég vona að þú fiskir eitthvað.Útlitið er ekki bjart fyrir uppsjávarveiðar næsta sumar, og verður enn svartara ef við göngum ESB á hönd.Nei við ESB og ofríki þess.
Sigurgeir Jónsson, 10.10.2010 kl. 08:47
Það þekkja flestir þetta E-merki sem Brusselvaldið fyrirskipar.
Það er til dæmis á þessum bannsettum kvikasilfurs-ljósaperum sem þeim datt í hug að væru svo hollar og þrengdu þeim rétttrúnaði sínum upp á meiri hlutann af Evrópu, með miklum kostnaðarauka fyrir heimili og fyrirtæki.
Það vantaði bara, að RÉTT BOGNU bananarnir væru með E-merki líka.
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 10:11
Sigurgeir: Ég er ekkert að éta ofan í mig. Þvílíkt bull í þér hérna. Þó þetta er skriflegt hér allt saman.
Þú segir að vara sé seld undir merkjum ESB!!! Að Ísland eigi ekki að ganga í ESB því þá verði hún seld undir merkjum ESB!!!!
Hvernig væri að þú kæmir með dæmi um þetta hér máli þínu til stuðnings!!!!
Þú þarft ekki að halda því fram að ég hafi rangt fyrir mér ef þú ert svo tregur að geta ekki sjálfur komið með dæmi.
En kannski er þetta hluti af þessu öllu að vera nei-sinni. Hvað sem skrifað er með ESB, þá verður þú að vera á móti og gera aðra tortryggilega.
Ég hef annað að gera þessa fjóra daga sem ég er í fríi frá því að redda þér og öðrum Íslendingum gjaldeyri en að eltast við bullið í þér ef þú getur ekki einu sinni komið með eitt dæmi um vöru sem er seld undir merkjum ESB.
Eru vörur seldar undir merkjum Þýskalands ef það stendur DIN á þeim? Hmmmm. Alveg meiriháttar mikið vit í umræðunum hérna.
Heldur því svo virkilega fram að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég held að þú sért búinn að toppa marga vitleysingana hérna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 11:58
Jón Valur, CE merkið sem þú kallar ranglega "E merkið" er bara staðlamerki samkvæmt ESB lögum og hefur verið í gildi. Þetta þýðir einfaldlega að varan hafi uppfyllt skilyrði um neytendaöryggi.
Það kemur hinsvegar ekkert á óvart að þú sért á móti neytendavernd og öryggi eins og þú lýsir hérna í ógeðfelldri skoðun þinni.
Hérna er tilskipun ESB um CE merkingar. Hérna eru upplýsingar um staðla innan ESB.
Jón Frímann Jónsson, 10.10.2010 kl. 15:31
Það er engin neytendavernd fólgin í því að missa ljósaperu og fá kvikasilfrið út um allt gólf. – En Frímann, sem sí og æ níðir mig, hefur líklega rétt fyrir sér í þessu með CE-merkinguna. En á Osram-perupakka stendur reyndar bæði C E (og E-ið með C- eða hálfmána-lagi), en einnig með áberandi E-merki, þar sem listi er með flipum með A til G og þetta stóra E bendir á E-ið á listanum. Ekki hef ég hugmynd um, hvað þetta þýðir! Er ekki nógu staðlaður!
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 17:19
Hér eru upplýsingar um CE merkingar á Wikipedia.
Svo eru hér upplýsingar um merkingar sem verða að vera á matvælum sem eiga uppruna sinn úr dýrum.
Jón Valur: Samt ertu á móti;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 18:10
Að sjálfsögðu er ég á móti innlimun í ESBéið.
Við getum auðveldlega séð sjálf um vörumerkingar.
Stefán: Og samt ertu með! – þótt tilskipunin um kvikaslfurs-ljósaperurnar sé dæmigerð fyrir kostnaðarsama vitleysu sem streymir frá þessu bandalagi.
Jón Valur Jensson, 10.10.2010 kl. 18:46
Jón Valur: Þrátt fyrir þessa galla perunnar, þá er hún náttúruvænni en gömlu perurnar.
Hlustaði á þátt um þessar perur á Deutschlandfunk um daginn og allir voru á því máli þrátt fyrir allt.
Við getum auðvitað allt saman sjálf, en höfum bara ekki gert neitt. Af hverju ekki? ;)
Ég er viss um það að þú verðir sáttur við ESB þegar Ísland er gengið í bandalagið.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 19:04
Flurosam ljósaperur eru að verða úreltar. LED ljósaperur munu taka við á næstu árum og þær hvorki innihalda kvikasilfur eða aðra þungmálma.
Það segir sig auðvitað sjálft að enginn mundi taka mark á íslenskum stöðlum. Það yrði einfaldlega hlegið af íslendingum.
Andstæðingar ESB á Íslandi eru hinsvegar þekktir kjánar, og því kemur ekki á óvart að svona heimskulegar hugmyndir komi þaðan.
Jón Frímann Jónsson, 10.10.2010 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.