Leita í fréttum mbl.is

Már Guðmundsson hélt líka ræðu á aðalfundi SF

Á sama fundi hélt Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, einnig ræðu, sem hann nefndi "Upp úr öldudalnum." Í henni reyndi hann að meta "ástand og horfur" í íslenskum efnahagsmálum. Ræða Más er 11 síður að lengd og má lesa hér en í lok hennar segir Már:

"Að lokum vil ég segja þetta: Takist okkur að ljúka því
ætlunarverki að endurreisa traust á íslenskt efnahagslíf sem er
kjarninn í áætlun stjórnvalda með AGS og þar með talið að
komast út úr höftunum og opna aðgang að erlendum
lánsfjármörkuðum munum við komast upp úr öldudalnum.
Hitt er
svo annað mál hversu hröð sú sigling verður sem þá tekur við.
Það getur verið að við þurfum að sætta okkur við minna í þeim
efnum en áður. Það er þó alls ekki víst. Sé rétt á spilunum haldið
getur lítið land með okkar legu og auðlindir haft margvíslega
möguleika. Það sem við megum hins vegar ekki gera aftur er að
reyna að þvinga hagkerfið hraðar en það kemst með hrikalegum
afleiðingum fyrir stöðugleikann." (Feitletrun: ES-blogg)

SpennitreyjaOg hvar stendur þá hnífurinn í kúnni? Er það ekki óviðunandi staða í gjaldmiðilsmálum sem er hér að bremsa allt? Hvaða erlendi aðili, sem undir EÐLILEGUM kringumstæðum myndi kannski vilja fjárfesta hér, treystir (og getu runnið) með gjaldmiðli í höftum (les: spennitreyju) ?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband