12.10.2010 | 07:22
Össur Skarphéðinsson um ESB-málið í MBL
Össur "utanríkis" Skarphéðinsson, skrifar ítarlega grein um ESB-málið í Morgunblaðið í dag. Í greininni fer hann yfir málið og í byrjun hennar varar hann við því að draga umsóknina til baka og hætta aðildarviðræðum. Össur skrifar:
,,Á þeim krossgötum sem Íslendingar standa í dag er þýðingarmikið að þeir fái sjálfir að velja hvert ber að stefna í kjölfar þungbærs efnahagshruns. Ein af leiðunum í boði liggur í gegnum Evrópusambandið. Samningar um aðild eru formlega hafnir og samkvæmt ákvörðun Alþingis á ferlinu að ljúka með því að þjóðin fær frelsi til að velja hvort hún vill standa innan, eða utan sambandsins. Forsenda upplýstrar ákvörðunar er að fullgerður samningur liggi fyrir. Þá fyrst getur sérhver Íslendingur á grundvelli jafnræðis tekið sjálfstæða og upplýsta afstöðu. Þeir sem tala fyrir því að ónýta hina þríþættu ákvörðun Alþingis um viðræður, samning og þjóðaratkvæðagreiðslu, vilja því í reynd svipta þjóðina frelsinu til að velja sér og börnum sínum framtíð. Það væri ólýðræðislegt og ekki fallið til að setja niður deilur í samfélaginu. Ábyrgðarleysi af því tagi er skaðlegt fyrir hagsmuni, og orðstír, Íslands og því væri óráð að hætta við formlegar samningaviðræður núna."
Síðan víkur Össur að tveimur mikilvægustu málaflokkum aðildarviðræðnanna, en það eru sjávarútvegur og landbúnaður:
,,Ýmsir óttast að aðild leiði til þess að Íslendingar tapi auðlindum sínum. Í skriflegri greinargerð Íslands við upphaf samningaviðræðnanna í júlí er skýrt af Íslands hálfu að aldrei verður fallist á framsal á yfirráðum auðlinda. Mitt mat er jafnframt að reglur Evrópusambandsins skapi engri þjóð rétt til að krefjast aflaheimilda úr staðbundnum stofnum innan íslensku efnahagslögsögunnar. Erfiðasta viðfangsefnið verður fremur á sviði gagnkvæmra fjárfestinga, og að tryggja að aðild færi ekki atvinnu á sviði sjávarútvegs úr landinu. Skýrsla framkvæmdastjórnarinnar um sjávarútveg á Íslandi kvað skýrt að orði um að innganga Íslands myndi leiða til breytinga á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Vart verður það skilið með öðrum hætti en menn telji æskilegt að taka tillit til sjónarmiða Íslendinga. Á þetta verður að reyna við samningaborðið. Niðurstaðan í sjávarútvegi mun ráða mestu um hvort Íslendingar samþykkja eða hafna aðild."
Um landbúnaðinn segir Össur:
,,Um landbúnað er staða okkar betri en margir gefa sér fyrirfram. Finnska leiðin, sem leiddi til þess að norðurskautslandbúnaður varð til í reglum Evrópusambandsins, byggðist á rökum, sem eiga enn betur við Ísland. Með harðfylgi ættum við því að geta náð enn rýmri heimildum en þeir. Reglur sambandsins geta tekjið tillit til fábreytni tegunda í framleiðslu, til fjarlægðar frá mörkuðum, og til einangraðra erfða, sem njóta sérstakrar verndar út frá sjónarmiðum líffræðilegrar fjölbreytni.
Evrópusambandið hefur jafnframt gert fæðuöryggi að forgangsþætti. Ísland liggur fjarri matarkistum heimsins. Það er landfræðilega einangrað, og viðkvæmt gagnvart hamförum á borð við eldgos, stríð, eða faraldra í skepnum og mönnum. Engin evrópsk þjóð er því í jafn ríkri þörf fyrir skothelt fæðuöryggi og við Íslendingar.
Sterkustu vopnin liggja þó í landbúnaðinum sjálfum. Íslenskir bændur framleiða afurðir sem flokka má sem hágæðavörur. Reynslan, eins og af grænmetinu, sýnir að Íslendingar eru líklegir til að halda mikilli tryggð við innlenda framleiðslu. Aðild að Evrópusambandinu mun jafnframt opna tækifæri til að brjótast inn á nýja markaði, þar sem vaxandi áhersla er á hágæðavörur, og strangar kröfur með tilliti til umhverfisgæða í framleiðslu og heilsu neytendanna. Í þessu felast sóknarfæri, ekki síst fyrir unga bændur framtíðarinnar."
(Mynd: DV)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.