12.10.2010 | 08:08
Árni Þór: "Evrópuvaktin í gíslingu hægri-öfgamanna"
Í nýjum pistli á vefritinu Smugunni segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður og formaður þingsflokks VG, að vefmiðillinn Evrópuvaktin sé í gíslingu hægri-öfgamanna. Árni skrifar:
"Vefmiðillinn Evrópuvaktin hefur verið starfræktur um nokkurt skeið. Var til hans stofnað til að fjalla um málefni Evrópusambandsins, þróun evrópskra stjórnmála og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Hugmyndin á bak við slíkan vefmiðil er góð en því miður er nú orðið ljóst að þessi vefmiðill er til allt annarra hluta hugsaður. Hann er nú ekki síst notaður til að koma á framfæri pólitískum áróðri og árásum hægri öfgamanna undir forystu þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar. Vafalaust undir dyggri handleiðslu hrunkeisarans í Hádegismóum, Davíðs Oddssonar.
Þetta sést ekki síst á því að vefmiðillinn er iðulega fullur af hóli og sjálfsánægju með framgöngu Sjálfstæðismanna í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur. Um leið er látlaust ráðist að pólitískum andstæðingum með óhróðri og ósannindum ef ekki vill betra til, jafnvel þótt í hlut eigi andstæðingar ESB-aðildar. Með framgöngu sinni vinna þeir Björn og Styrmir baráttunni gegn ESB-aðild ómælanlegt tjón, enda fjölmargir sem geta með engu móti samsamað sig þeim hatursfulla áróðri sem þessir hægri öfgamenn stunda.
Nú nýlega birtist frétt undir fyrirsögninni Árni Þór þegir um meistarasamning sinn við ESB-þingmenn. Í fréttinni segir m.a.:
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur litið á það sem meginhlutverk sitt, frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var mynduð að tryggja framgang ESB-aðildar Íslands. Hinn 4. og 5. október var stofnuð sameiginleg nefnd þingmanna frá ESB-þinginu og Alþingi. Við stofnun nefndarinnar var samþykkt ályktun, sem ber öll merki þess, að þeir, sem hana samþykktu af Íslands hálfu berjist fyrir aðild Íslands að ESB. Árni Þór Sigurðsson samdi um ályktunartextann fyrir Íslands hönd. Hann var þannig úr garði gerður, að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sameiginlegu nefndarinnar hafnaði honum hinn 5. október.
Hér er ekki frekar en fyrri daginn leitast við að vanda fréttaflutning heldur er pólitískur rétttrúnaður látinn ráða efnistökum og umfjöllun og vitaskuld ekki reynt að ræða við þennan agalega formann utanríkismálanefndar Alþingis. Sannleikurinn er sá að afstaða mín til aðildar að ESB er óbreytt, ég tel að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan. Um leið vil ég að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um kosti og galla ESB-aðildar og ólíkt þeim Birni og Styrmi óttast ég ekki niðurstöðu þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ein af meginástæðum þess að ég tel rétt að ljúka viðræðum við ESB og kynna niðurstöðurnar þjóðinni sem síðan á lokaorðið."
Í lokin segir svo Árni: "Evrópuvaktin skeytir hins vegar hvorki um skömm né heiður, hún er nú þegar í gíslingu hægri öfgamanna og grefur undir málefnalegri andstöðu við ESB-aðild. Vinstrimenn, hvar í flokki sem þeir eru, geta ekki átt neitt samneyti við þjóðernisöfgar eins og Evrópuvaktin er orðin boðberi fyrir."
Meira: http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/4157
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Árni Þór ætti að fjalla um að íslenska þjóðin er í gíslingu vinstri öfgamanna. Árni Þór leggur þar sitt af mörgum. Nú hef ég litið á Evrópuvaktina sem grínþátt. Nýlega, var t.d. ýjað að því að ESB væri eins konar holræsahreinsir. Ef penni Evrópuvaktarinnar er hægri sinnaður öfgamaður, þá hefur honum sannarlega vel tekist til. Ef hann hins vegar styður ESB aðild er hann auli.
Sigurður Þorsteinsson, 12.10.2010 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.