Leita í fréttum mbl.is

Árni Þór: "Evrópuvaktin í gíslingu hægri-öfgamanna"

Árni Þór SigurðssonÍ nýjum pistli á vefritinu Smugunni segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður og formaður þingsflokks VG, að vefmiðillinn Evrópuvaktin sé í gíslingu hægri-öfgamanna. Árni skrifar:

"Vefmiðillinn „Evrópuvaktin“ hefur verið starfræktur um nokkurt skeið. Var til hans stofnað til að fjalla um málefni Evrópusambandsins, þróun evrópskra stjórnmála og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Hugmyndin á bak við slíkan vefmiðil er góð en því miður er nú orðið ljóst að þessi vefmiðill er til allt annarra hluta hugsaður. Hann er nú ekki síst notaður til að koma á framfæri pólitískum áróðri og árásum hægri öfgamanna undir forystu þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar. Vafalaust undir dyggri handleiðslu hrunkeisarans í Hádegismóum, Davíðs Oddssonar.

Þetta sést ekki síst á því að vefmiðillinn er iðulega fullur af hóli og sjálfsánægju með framgöngu Sjálfstæðismanna í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur. Um leið er látlaust ráðist að pólitískum andstæðingum með óhróðri og ósannindum ef ekki vill betra til, jafnvel þótt í hlut eigi andstæðingar ESB-aðildar. Með framgöngu sinni vinna þeir Björn og Styrmir baráttunni gegn ESB-aðild ómælanlegt tjón, enda fjölmargir sem geta með engu móti samsamað sig þeim hatursfulla áróðri sem þessir hægri öfgamenn stunda.

Nú nýlega birtist „frétt“ undir fyrirsögninni „Árni Þór þegir um meistarasamning sinn við ESB-þingmenn.“ Í „fréttinni“ segir m.a.:

„Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur litið á það sem meginhlutverk sitt, frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var mynduð að tryggja framgang ESB-aðildar Íslands. Hinn 4. og 5. október var stofnuð sameiginleg nefnd þingmanna frá ESB-þinginu og Alþingi. Við stofnun nefndarinnar var samþykkt ályktun, sem ber öll merki þess, að þeir, sem hana samþykktu af Íslands hálfu berjist fyrir aðild Íslands að ESB. Árni Þór Sigurðsson samdi um ályktunartextann fyrir Íslands hönd. Hann var þannig úr garði gerður, að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sameiginlegu nefndarinnar hafnaði honum hinn 5. október.“

Hér er ekki frekar en fyrri daginn leitast við að vanda fréttaflutning heldur er pólitískur rétttrúnaður látinn ráða efnistökum og umfjöllun og vitaskuld ekki reynt að ræða við þennan agalega formann utanríkismálanefndar Alþingis. Sannleikurinn er sá að afstaða mín til aðildar að ESB er óbreytt, ég tel að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan ESB en innan. Um leið vil ég að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um kosti og galla ESB-aðildar og ólíkt þeim Birni og Styrmi óttast ég ekki niðurstöðu þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ein af meginástæðum þess að ég tel rétt að ljúka viðræðum við ESB og kynna niðurstöðurnar þjóðinni sem síðan á lokaorðið."

Í lokin segir svo Árni: "Evrópuvaktin skeytir hins vegar hvorki um skömm né heiður, hún er nú þegar í gíslingu hægri öfgamanna og grefur undir málefnalegri andstöðu við ESB-aðild. Vinstrimenn, hvar í flokki sem þeir eru, geta ekki átt neitt samneyti við þjóðernisöfgar eins og Evrópuvaktin er orðin boðberi fyrir." 

Meira: http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pennar/nr/4157 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Árni Þór ætti að fjalla um að íslenska þjóðin er í gíslingu vinstri öfgamanna. Árni Þór leggur þar sitt af mörgum. Nú hef ég litið á Evrópuvaktina sem grínþátt. Nýlega, var t.d. ýjað að því að ESB væri eins konar holræsahreinsir. Ef penni Evrópuvaktarinnar er hægri sinnaður öfgamaður, þá hefur honum sannarlega vel tekist til. Ef hann hins vegar styður ESB aðild er hann auli.

Sigurður Þorsteinsson, 12.10.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband