Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð: Byggingabransinn á fullri ferð - aftur

krani_1034421.jpgFram kom í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi að það hefur birt verulega til í sænskum byggingariðnaði. Mest er byggt af svokölluðum búsetu-íbúðum, sem felur í sér s.k. búsetuétt (í líkingu við það sem Búseti gerir hér á landi).

Talið er að byggingariðnaðurinn muni vaxa um 3% á þessu ári og 5% á næsta ári. Mest er byggt í stórborgunum, t.d. Gautaborg og Málmey (Malmö) um þessar mundir.

Einnig er mikið um viðhaldsverkefni og endurnýjanir, enda sænska skattakerfið notað með virkum hætti með þetta að markmiði

Frétt SVT


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Það er greinilegt að Svíþjóð er ekki með evru. Enda eru stýrivextir sænsku krónunnar fjórum sinnum lægri en stýrivextir evru hjá seðlabankanum sem við minnumst helst ekki á. 

Eitt sem ekki er minnst á hér. Stór hluti húsnæðismassa Svíþjóðar stendur tómur. Það er svo erfitt að fá búseturétt að fólk lætur húsnæðið sitt standa tómt þó svo að það búi annars staðar. Það þorir ekki að sleppa réttinum. Þjóðhagslega mjög óhagkvæmt og svartur markaður blómstrar.   

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Gunnar Albert Rögnvaldsson, Svona áður en þú missir þig í bullinu. Þá er það staðreynd að önnur ESB ríki eru að ná sér á strik úr kreppunni. Þar á meðal er byggingaiðnaður annarstaðar að ná sér á strik aftur.

Þetta hefur ekkert með evruna að gera eins og þú heldur hérna ranglega fram.

Framleiðni er upp um 1.0% á Evrusvæðinu, 0,8% á öllu ESB 27. Sjá hérna.

GDP er upp um 1.0% á evrusvæðinu og ESB 27. Sjá hérna.

Þessi skjöl eru fengin frá Eurostat.

Fullyrðingar þínar Gunnar eru eins og svo oft áður ekkert annað nema tómt bull.

Jón Frímann Jónsson, 14.10.2010 kl. 10:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Albert Rögnvaldsson,

"Það er greinilegt að Svíþjóð er ekki með evru. Enda eru stýrivextir sænsku krónunnar fjórum sinnum lægri en stýrivextir evru hjá seðlabankanum sem við minnumst helst ekki á."

Stýrivextir sænska seðlabankans eru nú 0,75% og Seðlabanka Evrópu 1%.

Gengi evru gagnvart sænsku og norsku krónunni er nú nánast það sama og þegar evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002, eða 0,13% lægra gagnvart sænsku krónunni og 0,72% hærra gagnvart norsku krónunni.

Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

HÚSNÆÐISLÁN Í SVÍÞJÓÐ:

Handelsbanken - Aktuella boräntor


Stýrivextir í Svíþjóð eru nú 0,75% og verðbólgan 1,4%
en verðbólgumarkmið sænska seðlabankans er 2%.

Sveriges Riksbank


Stýrivextir á evrusvæðinu eru 1%
en verðbólgan 1,8% og því nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, sem er 2%.

European Central Bank - Key interest rates


Euro area inflation estimated at 1.8%

Publish Date: 30-SEP-2010

Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 15:08

6 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Ja hérna Steini.

Sænski seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti tvisvar frá 7. júlí í ár. Þeir voru áður 0,25% í heilt ár á meðan þeir voru fjórum sinnum hærri hjá ECB seðlabankanum sem heil 16 lönd í ESB verða að láta sér nægja.

Þetta virðist hafa virkað hjá Svíum. Svona er að hafa eigin seðlabanka, sína eigin mynt og eigin vexti sem passa fyrir sitt eigið hagkerfi. Þetta ætti hver maður að geta skilið núna. Svíar eru heppnir að hafa ekki evru. 

Kveðjur

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 18:24

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Noregur er nær eina landið sem gengur illa og framleiðnin er í mínus.... ekki hjálpar norska krónana þeim.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.10.2010 kl. 19:01

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar Albert Rögnvaldsson, Það má alveg færa fyrir því rök að ákvörðun Svía og Danmerkur að vera með sína eigin gjaldmiðla hafi dregið úr hagvexti þeirra í kjölfarið á kreppunni. Það sama gildir um Bretland.

Hagvaxtatölunar nefnilega segja sína sögu, og þær benti ég á hérna á ofan. Þú virðist ekki einu sinni hafa haft fyrir því að skoða þær. Kaust frekar bara að bulla eins og fyrri daginn.

Jón Frímann Jónsson, 14.10.2010 kl. 19:29

9 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@GAR: ,,Stór hluti húsnæðismassa Svíþjóðar stendur tómur. Það er svo erfitt að fá búseturétt að fólk lætur húsnæðið sitt standa tómt þó svo að það búi annars staðar. Það þorir ekki að sleppa réttinum. Þjóðhagslega mjög óhagkvæmt og svartur markaður blómstrar.  "

Hvernig veist þú það? Hefurðu rannsakað málið?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.10.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband