Leita í fréttum mbl.is

Ráðning Bjarna Harðarsonar vekur athygli - Pressan: Enginn (af 29) boðaður í viðtal!

Bjarni HarðarsonRáðning Bjarna Harðarsonar, stjórnarmanns í Heimssýn og bóksala, í stöðu upplýsingafulltrúa Sjávarútvegsráðuneytisins, hefur vakið töluverða athygli.

Eyjan hefur birt lista yfir þá sem sóttu um starfið og er hann að finna í þessari frétt.

Fjallað var um málið í hádegisfréttum RÚV í dag en þar segir m.a. að gera ráðningaferli ráðuneytanna skýrara. Hljóðfréttin er hér (textafrétt hér)

Pressan fjallar einnig um málið og í henni segir m.a. ,,Ráðning Bjarna Harðarsonar í starf upplýsingafulltrúa er tímabundin. Alls sóttu 29 um stöðuna en eftir því sem Pressan kemst næst var enginn boðaður í viðtal. Bjarni var áður þingmaður en þurfti að segja af sér eftir að tölvupóstur sem hann sendi, þar sem hann grefur undan Valgerði Sverrisdóttur þáverandi flokkssystur hans, rataði fyrir slysni til fjölmiðla.

Meðal þeirra sem sóttu um starfið voru Þröstur Emilsson, sem hefur áratuga reynslu af fjölmiðlum, og Soffia Sigurgeirsdóttir. Hún er MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá London School of Economics og fjallaði lokaritgerð hennar um hvalveiðar. Auk þess hefur hún umtalsverða reynslu af kynningar- og markaðsstörfum."

Að minnsta kosti tveir umsækjendur hafa ákveðið að óska eftir rökstuðningi ráðherra og í frétt Pressunnar er talað um grunsemdir manna sem beinast að því að það hafi raun verið búið að ákveða að Bjarni fengi starfið.

Sem stjórnarmaður í Nei-samtökum Íslands eru Bjarni Harðarson og Jón Bjarnason sammála um að Ísland eigi ekki að ganga í ESB. Þeir þurfa því ekkert að rífast um það 

Morgunblaðið hefur einnig birt frétt um málið, sem og visir.is Bændablaðið (sem Bjarni ÁTTI einu sinni, hefur hinsvegar ekki sagt frá þessu á vefnum www.bondi.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband