14.10.2010 | 18:22
Er þetta ekki búið með norsku krónuna?
Í þættinum ESB: Nei eða Já, á Útvarpi Sögu í dag skeggræddu þeir Andrés Pétursson og Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur/doktorsnemi, málin.
Nokkur tími fór í að ræða gjaldmiðilsmál og ræddu menn þar þrjá valkosti. Einn þeirra var m.a. upptaka eða tenging við norsku krónuna. Vandamálið við þetta er hinsvegar það að Norðmenn vilja ekkert leyfa okkur að taka upp eða nota norska krónu.
Það er í raun nokkuð merkilegt að menn séu að ræða "möguleika" sem af norskum ráðmönnum hefur verið sleginn út af borðinu! Sjá m.a. hér
Íslendingar stunda í raun lítil viðskipti við Noreg, en um 70% af útflutningi Íslands fara hinsvegar til meginlands Evrópu.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvernig vitið þið það? Hafið þið rannsakað málið?
En þetta er nú ekki allur sannleikurinn þessi 70% sem þið nefnið. Fyrst fer sá útflutningur sem fer með skipum inn í norska landhelgi. Svo siglir skipið áfram til Rotterdam, oft og iðulega. Útflutningurinn fór því til Noregs, ekki satt?
En öllu gamni sleppt. Í Rotterdam eða álíka höfnum er útflutningnum skipað upp og hann sendur áfram til ákvörðunarstaðar, eða til þess staðar þar sem notkun vörunnar á að fara fram. Íbúar Rotterdam neyta ekki alls þess sem kemur í höfn þeirra frekar en Lundúnabúar borða alla farþega sem millilenda í Heathrow.
Fyrsta skrefið var að fá pöntun. Hún er það mikilvægasta. Hún gæti hafa verið frá Nýja Sjálandi. Greiðslan gæti hafa farið fram Bandaríkjadölum, svissneskum frönkum eða norskum krónum (ákaflega vinsæll gjaldmiðill). En frá Íslandi séð (hagstofunni) er ákvörðunarstaður vörunnar í Rotterdam ef varan fer fyrst þangað með skipi. Þaðan fer hún ef til vill í transit ef til vill via alþjóðlegan broker eða heildsala.
Svo er það rafmagnssalan. Hún fer ekki neitt. En greiðslan fyrir hana kemur í Bandaríkjadölum.
Svo er það hugbúnaðarframleiðslan, hún er seld í gegnum símalínu eða gervihnött út um allt.
Svo er það þjónustan og svo framvegis.
Það er sem sagt þvættingur að 70% af útflutningi Íslands fari til megin-lands Evrópu.
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 18:52
Gunnar.
Það er bara staðreynd ef þú hefur einhverja þekkingu á alþjóðarviðskiptum.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.10.2010 kl. 19:26
Svo skil ég ekki áráttu NEI sinna að vilja alla gjaldmiðla NEMA evru.... sætta sig við hvaða þvælu sem er svo lengi sem hún heitir ekk evra.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.10.2010 kl. 19:26
Þruman.
Ef herra Warren gamli Buffet vill ekki evrur þá vil ég hana ekki heldur. Herra Buffet ráðleggur mönnum að halda sig langt frá evrum. Í mikilli fjarlægð (einnig líkamlega). Ég ráðlegg þér að hlusta á þann góða mann.
Manstu hversu hratt Sovétríkin féllu eins og þruma og sleggja ofan á alla? Það man ég vel. Og ég gleymi því ekki. Ég bjó í ESB þá - en þá hét það EEC.
Að öðru leyti er ég sammála því að það væri óðs manns æði og ekki nein vitglóra í því að taka upp mynt annarra landa, og allra síst stórríkis ESB. Fáránlegt væri líka að taka upp norska krónu. Við erum með okkar eigin mynt, íslensku krónuna, takk. Hún dugar okkur vel. Ég er mjög ánægður með hana.
Kveðjur
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 19:43
Gunnar Albert Rögnvaldsson,
Það er sem sagt ekkert hvalket flutt hér út til Japans en Hollendingar graðga í sig allt ketið, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Og bílar ekki fluttir frá Japan til Íslands, nema þeir séu fluttir hingað án viðkomu í til að mynda Rotterdam, stærstu höfn Evrópu.
Grænfriðungar í Rotterdam hlekkja sig við skip með hvalkjöt frá Íslandi
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 19:44
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 19:47
@GAR: Í fyrra fluttum við út vörur til Noregs fyrir 29 milljarða, en 63 milljarða til Bretlands. Bara eitt lítið dæmi, tekið frá Hagstofunni.
Noregur er ekki okkar mikilvægasta viðskiptaland eða markaður. Það er bara staðreynd. Þeir eru hinsvegar stór samkeppnisaðili á sviði sjávarútvegs eins og bent hefur verið á hér á blogginu.
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.10.2010 kl. 19:48
Og ég sem ætlaði að fara að spyrja að því hvar Steini væri? Var of seinn Hann er kominn.
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 19:49
"Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 19:51
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 19:52
Nafnlaus ritari Evrópusamtakanna.
Ég ráðlegg ykkur að kynna ykkur það sem hagstofan þarf að glíma við þegar utanríkisviðskiptin eru gerð upp. Ágætt væri að lesa rit þeirra sem heitir UTANRÍKISVIÐSKIPTI. Í einu slíku var "Rotterdam vandamálið" tekið fyrir. Ég man ekki í hvaða ársfjórðungsnúmeri það var.
Þið þyrftuð að fara að ráða mann.
Kveðjur
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 19:53
Gengi evru gagnvart sænsku og norsku krónunni er nú nánast það sama og þegar evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002, eða 0,13% lægra gagnvart sænsku krónunni og 0,72% hærra gagnvart norsku krónunni.
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 19:55
GENGI EVRU er nú 57% HÆRRA gagnvart Bandaríkjadal og 41% HÆRRA gagnvart breska sterlingspundinu en í ársbyrjun 2002 þegar evruseðlar voru settir i umferð.
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 20:00
Jón Bjarnason Sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var spurður að því á opnum fundi í dag hvort hann gæti hugsað sér og stuðlað að því að sett yrðu tímamörk á ESB aðildarviðræðurnar.Hann svaraði því þannig að vissulega hefði Alþingi ekki sett nein tímamörk þegar ákveðið var að sækja um inngöngu.En hugsanlega yrði kosið um það í næstu Alþingiskosningum.Og bætti svo við að flestum væri sinn hugur kunnur með að hafna inngöngu.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 14.10.2010 kl. 20:38
"To join the euro area, the 16 countries had to fulfil the convergence criteria:
the ratio of government debt to GDP exceeds a reference value (defined in the Protocol on the excessive deficit procedure as 60% of GDP), unless the ratio is sufficiently diminishing and approaching the reference value at a satisfactory pace."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 20:47
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 20:52
.
Nánar um 70% delluna
.
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 14.10.2010 kl. 20:54
Gunnar Albert Rögnvaldsson, Mitt ráð er mjög einfalt. Vertu ekki að tjá þig um hluti sem þú augljóslega skilyur ekki og þú ennfremur kýst að ljúga til um heldur en að kynna þér viðkomandi hluti og fara með rétt mál.
Norska krónan er olíu gjaldmiðill og byggir tilveru sína í dag eingöngu á stöðu olíunnar sem Norðmenn hafa úr að spila. Þetta má sjá þegar staðreyndir (Wiki) um efnahag Noregs eru skoðaðar.
Íslendingar eru ekki að selja neitt hvalkjöt. Þetta fyrirtæki sem er að kaupa kjötið í Japan er víst í eigu Hvals ehf (eða hf) á Íslandi að mér skylst. Þannig að þeir eru að selja sjálfum sér hvalkjötið. Annars eru núna komnar nokkura ára birgðir af hvalkjöti inná frysti og þær seljast lítið sem ekki neitt og ekkert fer til útflutnings. Þessum hvalveiðum er því augljóslega sjálfhætt.
Jón Frímann Jónsson, 14.10.2010 kl. 21:02
Sænska krónan gagnvart evru 1.1.2002-14.10.2010:
Skráning 0,1082.
Lokaskráning 0,1084.
Breyting 0,13%.
Meðalgildi 0,1061.
Flökt 5,83%.
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 21:03
Norska krónan gagnvart evru 1.1.2002-14.10.2010:
Skráning 0,1248.
Lokaskráning 0,1239.
Breyting -0,71%.
Meðalgildi 0,1237.
Flökt 6,6%.
Þorsteinn Briem, 14.10.2010 kl. 21:10
@GAR: Sendu okkur krækju inn á þessa mynd sem þú settir inn, hún er allt of stór! Við PÖNTUM hér með krækju hjá þér
,, ÞAÐ MIKILVÆGASTA Í VIÐSKIPTUM ER AÐ FÁ PANTANIR! Halló? "
Getum ekki verið meira sammála!!!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 14.10.2010 kl. 21:18
Þessi viðskipti í Rotterdam hlítur að fara fram í Evrum.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.10.2010 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.