Leita í fréttum mbl.is

Eygló Harðardóttir: Styður ekki að umsókn að ESB verði dregin til baka

Eygló Harðardóttir,,Ég mun ekki styðja að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka," sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í pallborðsumræðum á málþingi um aðild Finna og Svía að ESB, sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.

Eygló sagðist vera í flokki þar sem þetta mál væri mjög umdeilt, en hún virðist þeirrar skoðunar að lýðræðið eiga að fá að hafa sinn gang og styður því ekki að umsóknin verði dregin til baka.

Fjölmenni var á málþinginu, en m.a. var sagt frá því kvöldfréttum RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eygló hefur sagt á fundum hjá Framsókn að hún styðji ekki aðild að ESB.Jón Bjarnason sagði á fundi í gær að það yrði hugsanlega kosið um aðildarumsókn Íslands í næstu Alþingiskosningum, ef ekki væri kominn samningur, eða þannig mátti skilja hann.Eygló verður þá að taka afstöðu hvort hún styður lýðræðið sem ég efast ekki um að hún mun gera.Nei við ESB. XB ekki ESB. 

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.9.2010:

Í könnun Fréttablaðsins vilja 83,8 prósent fylgismanna Samfylkingarinnar ljúka aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, 63,6 prósent fylgismanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, 47,8 prósent fylgismanna Framsóknarflokksins og 46,4 prósent fylgismanna Sjálfstæðisflokksins.

Þá vill 65,1 prósent karla og 63,2 prósent kvenna ljúka umsóknarferlinu.

Hringt var í 800 manns og 88,9 prósent tóku afstöðu.

Tveir þriðju Íslendinga vilja ljúka aðildarviðræðunum við Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Viðræðunum er að sjálfsögðu lokið þegar annar aðilinn lýsir því yfir að þær hafi siglt í strand eða þegar viðræðurnar hafi staðið ákveðinn tíma án árangurs.Þess vegna er ekkert eðlilegra en að setja tímamörk á viðræðurnar.Flokkarnir geta að sjálfsögðu lýst yfir stefnu sinni hvað eytt skuli löngum tíma í viðræðurnar á næstu landsfundum flokkanna og það hljóta að koma fram tillögur um það.ESB hefur haldið áfram aðlögunarviðræðum sínum við Tyrki árum saman án þess að neinn samningur líti dagsins ljós.í Næstu Alþingiskosningum verður trúlega kosið um ESB viðræðurnar ef samningur hefur ekki komið fram áður, eins og Jón Bjarnason sagði réttilega.Nei við ESB.XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2010 kl. 23:11

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Líka er að sjálfsögðu hægt að láta kjósa um það hvenær sem er hvað ESB býður okkur íslendingum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 15.10.2010 kl. 23:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Ráðhúsinu á morgun, laugardag, verða kynnt laus störf í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Hollandi, Eistlandi, Tékklandi, Þýskalandi og Bretlandi.

Einnig verða veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu og fólki gefst færi á að ræða beint og milliliðalaust við evrópska atvinnurekendur.

Mikill áhugi á kynningu á lausum störfum í Evrópu

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 23:41

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust hér 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.

Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."

Landsmönnum fjölgar ekki

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 23:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir innflytjendur hér eru með iðn- eða háskólamenntun.

Rannsókn á viðhorfum innflytjenda hérlendis

Þorsteinn Briem, 15.10.2010 kl. 23:47

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir. Þú greinilega þekkir ekkert inná aðildarferlið hjá ESB. Því mæli ég með því að þú kynnir þér það hérna (íslenska) og hérna (vefsíða ESB).

Ástæða þess að aðildarviðræður Tyrklands og ESB ganga svona illa er sú staðreynd að Tyrkir uppfylla ekki þær kröfur sem lög ESB gera til þeirra. Ennfremur sem er að herseta Tyrklands á Kýpur er mjög stórt vandamál í öllu þessu ferli og mun tefja aðildarviðræður Tyrklands enn frekar.

Ísland á ekki við neitt af þessum vandamálum að etja eins og Tyrkland.

Jón Frímann Jónsson, 15.10.2010 kl. 23:47

12 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Steini Briem, ertu að hvetja íslendinga til að flýja frá landinu í leit að vinnu erlendis ? það er ekki annað að skilja á þessum orðum þínum:

"Í Ráðhúsinu á morgun, laugardag, verða kynnt laus störf í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Hollandi, Eistlandi, Tékklandi, Þýskalandi og Bretlandi.

Einnig verða veittar upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði víða í Evrópu og fólki gefst færi á að ræða beint og milliliðalaust við evrópska atvinnurekendur."

Guðmundur Júlíusson, 16.10.2010 kl. 01:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 fleiri en þeir sem fluttust brott frá landinu."

Landsmönnum fjölgar ekki

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 01:49

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir innflytjendur hér með iðn- eða háskólamenntun.

Rannsókn á viðhorfum innflytjenda hérlendis

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 01:58

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ísland sótti um inngöngu í ESB.Esb gefur til kynna áður en Ísland sækir um, að skilmálar fyrir inngöngu séu ekki á hreinu og hægt sé að gefa undanþágur frá hinu og þessu.Það ætti að vera öllum ljóst að ESB ætlar sér að stjórna því hvenær viðræðunum lýkur með samningi.ESB mun ekki brenna sig á því sem gerðist með Noreg að á borðinu liggi samningur sem síðan sé felldur.Því verður að setja tímamörk á viðræðurnar og kjósa sóðan um það sem ESB hefur boðið og hvort viðræðunum skuli haldið áfram.Það hlýtur að liggja á borðinu eftir þrjú ár þegar kosið verður til Alþingis í síðasta lagi hvað ESB býður.En að sjálfsögðu hlýtur það að liggja á borðinu innan árs hvað ESB býður.Ef svör þeirra reynast loðin ber að sjálfsögðu að kjósa um það hvort viðræðunum verði haldið áfram, því það er ljóst að meðan ríkisstjórnin einblínir á ESB gerist ekki neitt,Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 10:40

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lög ESB eru æðri íslenskum lögum eftir að Ísland er komið í ESB.Ísland verður ekki lengur með fullveldi heldur verður að hlýta lögum ESB og gerir það nú þegar að hluta með EES.Nei við EES og ESB og gerum tvíhliða samning við ESB eins og Sviss gerði.Sviss vildi ekki afsala ´ser fullveldi sínu og hafnar bæði EES og ESB.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 10:49

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Ennþá sýnir þú og sannar vanþekkingu þína á ESB og hvernig það virkar. Það er engin dagsetning á því hvenær viðræðunar taka enda. Staðreyndin er hinsvegar sú að vegna EES samningins þá eru íslendingar nú þegar búnir að taka upp 2/3 hluta af lögum ESB nú þegar. Það auðvitað flýtir fyrir. Íslendingar verða auðvitað að taka upp restina sem er 1/3 hluti af lögum ESB.

Hérna er tímalína aðildarviðræðna ýmissa ríkja sem eru núna aðildar að ESB í dag.

Jón Frímann Jónsson, 16.10.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband