Leita í fréttum mbl.is

“Nei” er líka ávísun á breytingar!

bændablaðið,,Samkvæmt Bændablaðinu hefur bændum í Finnlandi fækkað um helming frá því að landið gekk í Evrópusambandið. Samkvæmt úttekt Vísbendingar hefur norskum bændum fækkað heldur meira á sama tíma og þróunin virðist hafa verið svipuð hér á landi.

Vakin er athygli á þessum upplýsingum í frétt í Fréttablaðinu í dag en þær eru góð áminning þess að höfnun þjóðar á Evrópusambandsaðild er enginn trygging þess að samfélagið standi í stað. Yfirgnæfandi líkur eru á því að störfum í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði muni halda áfram að fækka á næstu árum og áratugum, líkt og  undafarin ár og áratugi, óháð því hvort Íslendingar gangi í ESB eða ekki.

Ný störf þurfa að skapast á öðrum vettvangi. Einn af ávinningunum við aðild Íslands að ESB er sá að hér skapast stöðugra rekstrarumhverfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem er sambærilegt við það umhverfi sem slík fyrirtæki njóta í nágrannalöndunum. Stöðugur gjaldmiðill og lægri vextir munu þó ekki bara nýtast þessum fyrirtækjum heldur líka þeim sem starfa í sjávarútvegi og landbúna."

Heimild: www.sterkaraisland.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

ESB og EES fyrirtæki hafa lítinn áhuga á því að fjárfesta hér og byggja upp fyrirtæki.Áhuginn er allur frá aðilum vestan hafsins.Kanadíska fyrirtækið sem á Magma þurfti að fara krókaleið til að komast hingað.Það þurfti að skrá sig innan EES til standast lög ESB.Það átti samt að reka það burt.Það er ljóst að tækifæri til að fá erlend fyrirtæki til að hefja hér atvinnurekstur með eða án samvinnu við íslendinga er ekki innan ESB eða ESS nema síður sé.Nei við dragbýtnum ÉSB á ísland og íslenskan almenning.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@SJ: ,,ESB og EES fyrirtæki hafa lítinn áhuga á því að fjárfesta hér og byggja upp fyrirtæki."

Geturðu rökstutt þessa fullyrðingu þína með dæmum?

Sem og þetta hér: ,,Það er ljóst að tækifæri til að fá erlend fyrirtæki til að hefja hér atvinnurekstur með eða án samvinnu við íslendinga er ekki innan ESB eða ESS nema síður sé."

Eða er þetta bara byggt á tilfiningu(m)?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 16.10.2010 kl. 14:05

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Óstöðugt rekstrarumhverfi dregur auðvitað úr áhuganum. Það segir sig sjálft.

Þessu má breyta með aðild Íslands að ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils.

Jón Frímann Jónsson, 16.10.2010 kl. 15:08

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sauðfjárbúum hefur FÆKKAÐ hérlendis um ÞRIÐJUNG og kúabúum um rúman HELMING frá árinu 1990, síðastliðin 20 ár.

Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, sjá bls. 35-36

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 16:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2008 störfuðu hér 2,5% vinnuaflsins við landbúnað, sem var þá 1,4% af landsframleiðslunni.

Meðalaldur búfjáreigenda hérlendis er 54 ár og margir þeirra eru með mjög lítil sauðfjárbú, þannig að þeir vinna einnig utan búanna, sem verða sumarbústaðir þegar þeir bregða búi.

Árið 2008 voru hér 1.318 sauðfjárbú, þar af 1.083, eða 82%, með 400 ærgildi eða færri. Blönduð bú voru 138 og kúabú 581.

Fastur kostnaður meðalsauðfjárbús var þá 249 þúsund krónur á mánuði AÐ MEÐTÖLDUM LAUNUM eigendanna.

Hagtölur landbúnaðarins 2010

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 16:56

6 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Hafið þið skoðað viðskiptajöfnuð Finnlands nýlega? Finnskum bændum fækkar ekki vegna þess að Finnar hætta að borða. Þeim fækkar vegna þess að þeir fara á hausinn. Finnland er orðið ósamkeppnishæft hagkerfi. Þökk sé evrunni.  

Eftir situr finnska þjóðin með landbúnað á heljarþröm og kaupir inn frá útlöndum. Húsnæðiseigendur eru (97% þeirra) fóðraðir á of lágum breytilegum vöxtum sem er að þýða það að Finnland er á góðri leið með að sprengja sig í loft upp á næstu árum þegar seðlabankinn þeirra í Frankfurt þarf að hækka vextina, vegna efnahags Þýskalands. Þá mun restin af finnska landbúnaðinum og skógariðnaðinum fara sömu leiðina og hann er að fara í Danmörku; á hausinn.

Þó svo að gullnámur þurfi ekki að ráða alla menn í vinnu í landinu, þá sjá þær þjóðfélögunum fyrir þeim efnum sem notuð eru til þess að búa til restina af hagkerfinu. Þetta ættuð þið að vita.

Samkvæmt kenningu ykkar um að . .. 

"Yfirgnæfandi líkur eru á því að störfum í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði muni halda áfram að fækka á næstu árum og áratugum"

. . þá verð ég að segja að þetta er eins og segja að leggja ætti niður vatns- og rafmagnsveitur vegna þess að það vinna ekki allir við þær.

Sjávarútvegur Íslands hefur útvegað ykkur öllum á Evrópusamtökunum það líf sem þið eruð fær um að lifa. Sama gildir um landbúnað. Það er einmitt þess vegna sem þetta eru kallaðir "grunnatvinnuvegir þjóðarinnar". Þetta eru gullnámur Íslands. Náttúran gaf okkur þær. 

Eggið kemur sem sagt ekki á undan hænunni - nema í Brussel.

Bara að sjá orðin "Yfirgnæfandi líkur" fær mig til að sperra eyrun. Við höfum öll heyrt þau áður.

ESB-aðild þýddi mesta efnahagshrun Finnlands síðan 1918 

Finnska hagstofan gerði grein fyrir árinu 2009 í heild þann 1. mars. Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 8,0% á árinu í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991 þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2009, þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Mynt Finnlands er evra. 

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð: Hagstofa Finnlands 

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 19:09

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir
og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

ÚTFLUTNINGURINN ER MIKLU MEIRI NÚ EN ÞÁ.

SÉRSTAKLEGA ER ÞÓ ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIÐ MEIRA EN ÞAÐ VAR.


Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

ÚTFLUTNINGURINN HEFUR MEÐ ÖÐRUM ORÐUM AUKIST HRÖÐUM SKREFUM OG MIKLU HRAÐAR EN INNFLUTNINGUR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM."

Sænskir bændur og Evrópusambandið


"Lantbrukarnas Riksförbund (LRF) är en opolitisk intresse- och företagarorganisation för människor och företag inom de gröna näringarna.

LRFs nästan 169 000 medlemmar driver tillsammans 90 000 företag och de gröna näringarna står för 9 procent av Sveriges BNP.

LRF ska medverka till utveckling av företag och företagare med jord, skog, trädgård och landsbygdens miljö, så att de kan förverkliga sina ambitioner om tillväxt, lönsamhet och attraktionskraft.

Läs mer om de gröna näringarna och deras betydelse för samhällsekonomin och en hållbar utveckling.


Lantbrukarnas Riksförbund

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sænskir bændur fá um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna, en tæplega helmingur allra útgjalda sambandsins fer til landbúnaðarmála.

Sænskir bændur og Evrópusambandið

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:40

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Matarreikningur Finna lækkaði um 11% þegar Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu.

"- matprisene falt
i gjennomsnitt 11% da Finland ble EU-medlem i 1995 (årsak reduksjon i produsentprisen)

- fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%"


Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 10


Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis var um 1,7% af landsframleiðslu á árunum 2000-2002 en 2% í Sviss, 1,5% í Noregi og 1,3% í Evrópusambandinu.


Matarverð á Íslandi og í Evrópusambandinu - Hagfræðistofnun árið 2004, sjá bls. 9

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 19:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.

Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.


ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.


Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.

ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.


En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.

EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 20:03

14 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Svíþjóð hefur aldrei fengið eina krónu nettó frá ESB Steini. Hún hefur alltaf verið nettó greiðandi til ESB. Meira að segja Norrbotten sem er fátækasta lén í Svíþjóð er nettógreiðandi til ESB. Á þar síðasta ári greiddi Svíþjóð um 18 miljarða SEK til Brussel. Það kostar að vera í ESB.
 
Ekki gleyma meðvindinum á hjólastígunum í Danmörku, Steini. Hann kemur gratís frá Brussel. 
 
copy/paste - copy/paste - copy/paste -  

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 16.10.2010 kl. 20:11

15 identicon

Hvar getur maður fundið Svíþjóð og Finnland í símaskránni? Ég hef ekki fundið þau þar.

Það er hægt að gera málin mjög flókin.

Það þarf ekki annað en að skoða landbúnað á Íslandi til að sjá hversu flókin þessi mál eru.  Þau hafa ekkert með ESB að gera heldur þróun sem hófst þegar mannskepnan hóf landbúnað.  Síðan þá hefur átt sér mikil þróun úr frá því að hver og einn vann landbúnaðarstörf þangað til í dag þegar stór hluti manna í öllum heiminum sinnir öðrum störfum.

Fluttu ekki Íslendingar til Ameríku vegna þess að ekki var til nóg land á Íslandi fyrir alla til að stunda landbúnað?  

Menn skipta með sér verkum í dag.  Það er þróun en ekki hluti af "djöflaverki" ESB.

Rökræða út í loftið er ekki áhugaverð.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:34

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Magma og Norðurál eru bæði tilbúin til að fjárfesta hér.Norðurál hefur þegar gert það og er tilbúið til að fjárfesta en frekar.Móðurfyrirtæki þess er bandaríksts.Magma er í raun kanadíkst þótt það sé að nafninu til skráð í Svíþjóð.Engin smbærileg ESB fyrir tæki hafa sínt áhuga á að byggja hér upp atvinnurekstur.Og dæmin eru fleiri.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 20:37

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Guðmundur Jóhannesson ellilífeyrisþegi fær á bilinu 48 til 69 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun.

Þá fær hann um þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóðnum Gildi og 53 þúsund krónur frá Lífeyrissjóði verslunarmanna.

Flesta mánuði þarf Guðmundur að draga fram lífið á 121 þúsund krónum á mánuði. Eiginkona hans er öryrki.

Hann á að baki 56 ára starfsferil á vinnuvélum og í erfiðisvinnu og segist aldrei hafa tekið sér svo mikið sem sumarfrí um ævina. Ekki einu sinni farið til útlanda."

Lepur dauðann úr skel eftir 56 ára erfiðisvinnu

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 20:47

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenskir bændur eru stór hluti ferðaþjónustunnar á Íslandi með tilheyrandi gjaldeyrissköpun.Verkfræðingur frá Siglingastofnun var með fyrirlestur í Turninum í kópavogi í gær.Hann sýndi með dæmum og útreikningum að hægt er nú þegar að framleiða eldsneyti með ræktun á repju á Íslandi með hagnaði og meiri framleiðala væri á hektara en í löndum innan ESB.Og hér væri nóg land til repjuframleiðslu, öfugt við það sem er þar.Hann minntist ekki á það að til þess að hefja repjuframleiðslu til eldsneytis þyrftum við að ganga í ESB.Og íslenskur lansbúnaður hefur dafnað þrátt fyrir tilburði ESB til að draga hann niður í gegnum EES.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 20:53

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar síðastliðnum.

Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð, þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.

Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.

"Ég var á Íslandi um daginn og fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.

Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.

Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.

Það er of dýrt að vera Íslendingur.
"

Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.

Búið væri að ræna fólkið aleigunni.
"

Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 21:18

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af hverju er ekki steini br.í Svíþjóð.

Sigurgeir Jónsson, 16.10.2010 kl. 22:49

22 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Steini Briem! hve oft ætlar þú að nota þessa tilvísun frá íslendingi í Svíðþjóð sem er orðin að tuggðri tuggu !! : http://www.dv.is/frettir/2010/9/24/fludi-island-ogedslegt-ad-horfa-thetta/

Guðmundur Júlíusson, 16.10.2010 kl. 23:50

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður hefur búið í Svíþjóð, eins og þúsundir annarra Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 16.10.2010 kl. 23:58

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.

Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 02:54

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Af hverju býr ekki steini br. núna í Svíþjóð.Er það af því að hann flúði til Íslands .Margir svíar hafa flúið atvinnuleysið í Svíþjóð og farið til Noregs.Rúv hefur verið með það í fréttum.Nei við atvinnuleysi sem er einkenni ESB.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 12:22

27 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og hver er annars steini br.Hann hefur ekki komið með neinar heimildir um hver hann er .Lýgur hann kanski til nafns.Upplýsingar óskast frá steina br.Ef ekkert svar kemur verður að taka allt frá honum með fyrirvara.Er hann kanski leigupenni ESB sem skrifar undir dulnefni.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 12:25

28 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Sigurgeir, Rökleysi þitt er æpandi hérna. Þú ferð í nafnið á Steina vegna þess að þú getur ekki komið með nein mótrök gegn því sem hann er að segja.

Hvað bullið í Gunnari Rögnvalds, þá er það eins og það er. Bara tómt bull og lítið annað.

Staðreyndin er að ESB jafnar lífsskilyrðin innan Evrópu. Það hinsvegar gerist ekki á einni nóttu, jafnvel ekki á einum áratug. Heldur mun jöfnun lífsskilyrða innan Evrópu taka nokkra áratugi í viðbót. Á meðan svo er þá munu þau aðildarríki ESB sem standa betur borga meira í sjóði ESB en þau fá úr þeim.

Í dag borgar Ísland í sjóði ESB í gegnum EES samninginn en fær lítið úr þeim. Sem dæmi þá fá íslendingar ekkert úr dreifbýlissjóðum ESB eftir því sem ég kemst næst. Það mundi breytast við aðild Íslands að ESB.

Hvað finnska bændur varðar. Þá hefur þeim verið að fækka síðan árið 1960 eftir því sem ég kemst næst.

Íslenskum bændum hefur verið að fækka síðan árið 1970 eftir því sem ég kemst næst (það getur vel verið að íslenskum bændum hafi farið að fækka fyrr án þess að ég viti það).

Sigurgeir, Íslendingar eru búnir að vera með atvinnulög ESB í heild sinni síðan árið 1994 með síðari breytingum. Þannig að atvinnuleysi hefur ekkert með ESB aðild að gera og hefur aldrei gert. Fullyrðing þín hérna um slíkt er því einfaldlega röng.

Jón Frímann Jónsson, 17.10.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband