Leita í fréttum mbl.is

Eva Joly: ESB mun ekki gleypa auðlindir Íslands - hægt að ná góðri lausn í sjávarútvegi

Eva JolyEva Joly var gestur í "Silfrinu" í dag, en hún lætur nú af störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara. Hún er þingmaður Evrópuþingsins og þekkir það vel. Eyjan birti frétt um viðtalið við hana:

,,Eva Joly, sem nú er að láta af störfum sem ráðgjafi sérstaks saksóknari, telur hagsmunum Íslendinga best borgið innan Evrópusambandsins. Þá segir hún það þjóðsögu að ESB ásælist auðlindir Íslands, þvert á móti eigi Íslendingar möguleika á hagstæðum samningum um sjávarútveg.

„Ég tel að þar eigi þið heima, meðal okkar í Evrópu. Þið yrðuð dýrmætur félagi, með ykkar löngu lýðræðishefð, auðlindir ykkar og þekkingu,“ sagði Joly.

„Þið eruð hluti af Evrópu og þið hafið nú þegar tekið upp allar reglur , en án þess þó að hafa áhrif á þær. Þið þurfið að vita að innan ESB eru ákvæði um aðlögun smáríkja einsog ykkar svo þið gætuð bæði orðið hluti af Evrópu og haft áhrif á stefnuna,“ sagði hún.

Eva Joly er þingmaður á Evrópuþinginu. Hún segir það mikinn misskilning að vald innan ESB færi eingöngu eftir fólksfjölda aðildarríkjanna. Sjálf væri hún sem græningi hluti af minnihluta á Evrópuþinginu, en hún telur græningja hafa mikil áhrif á stefnu ESB, mun meiri en sem sem nemur þingstyrk þeirra."

Hún segir það rangt að ESB ásælist auðlindir Íslands: ,,

„Það er bara þjóðsaga (að ESB ásælist auðlindir Íslands). Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar,“ sagði hún aðspurð.

„En ESB er einnig pólitískt samband. Þið þarfnist Evrópu núna,“ sagði Eva Joly og benti á að hún teldi heillavænlegra fyrir Ísland að geta haft áhrif á stefnu ESB frekar en taka eingöngu á móti tilbúnu regluverki."

Í viðtalinu kom einnig fram að hún telji það mjög líklegt að Ísland geti náð hagstæðum samningi hvað varðar sjávarútvegsmál.

Hér er viðtalið við EJ 

Frétt Eyjunnar

 MBL er einnig með frétt um málið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eva Joly er græningi sem hefur truflast af einhverskonar umhverfisáhrifum.Nærvera hennar hefur stórskaðað alla rannsókn í sambandi við bankahrunið.Í silfri Egils kom það skýrt í ljós, hún beinlínis sagði það sjálf að Englendingar hefðu ekki viljað hafa samskipti við hana og ekki viljað afhenda gögn.Skýringin er sú að Bretar telja hana ekki normal.Hún hefur krafist lögreglurannsóknar og rannsóknar sérstaks saksóknara á kaupum Magma á HS Orku.Húnsegir að Magma sé skúffu og gerfi fyrirtæki.Magma er sænskt fyrirtæki.Eva Joly er þingmaður á Evrópuþinginu.Af hverju kærir hún ekki tilvist þessa gerfifyrirtækis sem hún telur vera til ESB og dómstóla þess, eða Eftadómstólsins.Hún er búin að hafa íslendinga að fíflum og heldur því áfram.En Bretar sáu við henni.Nei við ESB, Evu Joly og henni sjálfri.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 20:55

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En það kom líka skýrt fram í málflutningi Evu Joly að hún gaf hvergi til kynna að um einhverjar varanlegar undanþágur yrði að ræða ef Ísland gengi í ESB.Nei við ESB, Gæninga og Nazista.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Græningja.

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 21:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:

"Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meirihlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom EKKERT fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er EKKI viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna þar sem innri markaðslöggjöfin tekur EKKI á eignarhaldi.

Því er EKKI um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
[...]

"Meirihlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga. [...]

Grundvallaratriði er að EKKI ER HRÓFLAÐ VIÐ FULLVELDISRÉTTI ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.


Jafnframt minnir meirihlutinn á að við gerð AÐILDARSAMNINGS Norðmanna á sínum tíma var sett inn BÓKUN um að þeir héldu yfirráðum yfir ÖLLUM sínum auðlindum."

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 21:30

5 identicon

Manni verður illt að lesa það sem þú skrifar Sigurgeir. Þú ert komin í hóp manna eins og Ingva Hrafns Jónssonar og fleiri í úthrópunum þínum um menn og málefni sérstaklega þeim er vilja hér betra samfélag. Það er merkilegt að þú og fleiri skuluð úthúða manneskju eins og Evu,  sem er virt um allan heim fyrir baráttu sína gegn spillingu. Það er greinilegt að þið viljið og verjið spillingu annað er ekki hægt að lesa úr skrifum ykkar. Sorglegt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 21:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

STAÐBUNDNIR NYTJASTOFNAR Á ÍSLANDSMIÐUM ERU ÍSLENSK AUÐLIND.

EINGÖNGU
íslensk fiskiskip veiða innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar, fyrir utan umsamdar veiðar erlendra fiskiskipa í lögsögunni ÚR FLÖKKUSTOFNUM.

Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Staðbundnir nytjastofnar á Íslandsmiðum
eru ÍSLENSK AUÐLIND, sem AÐGREIND er frá fiskveiðilögsögu aðildarríkja Evrópusambandsins.

Og nytjastofnar á Íslandsmiðum eru að sjálfsögðu AUÐLIND, rétt eins og olía í Norðursjó, þar sem til að mynda Bretar og Danir dæla upp olíu Í EIGIN EFNAHAGSLÖGSÖGU og hirða sjálfir ágóðann af henni.

Efnahagslögsaga ríkja við Norðursjó

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 21:34

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sú staðreynd að það hefur tekið lengri tíma að fá gögn frá lúx og london kemur Evu Joly ekkert við.

Að halda annað fram er vitleysa.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2010 kl. 21:44

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Græningjar í ESB og þeim alþjóðlegu öfgaumhverfisamtökum sem þeir eru aðilar að hafa verið með stöðugan áróður og hótanir gagvart Íslandi vegna hvalveiða íslendinga.Og fiskveiðum íslendinga stafar veruleg hætta af þessum samtökum sem nálgast það að vera hryðjuverkasamtök.Þessi samtök vilja banna allar togveiðar.Og þessi samtök auglýsa það að þorskur sé í útrýmingarhættu og eigi að vera bannvara í verslunum.Þorskur á íslendsmiðum er ekki undantekinn í þessum áróðri.Sem betur fer þá hefur fólk í Evrópu og annarsstaðar ekki tekið mark á þessum öfgalýð Evu Joly.En eftir að henni hefur tekist að ljúga sig eins kyrfilega inn á íslendinga eins og henni hefur tekist, þarf að bregðast við strax og öfgasamtökum hennar og Bjarkar. 

Sigurgeir Jónsson, 17.10.2010 kl. 22:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.10.2009:

"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.

Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.

"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.

Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.


Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""

Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 23:08

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010


Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 23:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mbl.is 12.6.2008: "Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336.000 krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru.

Gera má ráð fyrir að það taki starfsmanninn 18-36 mánuði að fá tilskilda þjálfun og réttindi sem liggja að baki fyrrgreindum launum."

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 23:15

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið. Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna
(FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna


Flugfreyjufélag Íslands


Flugvirkjafélag Íslands


Flugumferðarstjórar í BSRB


Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum, álverum sem ferðaþjónustu.

Herbergisþernur vinna á hótelum og sumarið 2008 voru 300 hótel og gistiheimili á landinu, misjafnlega stór að sjálfsögðu. Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Um 200
þeirra sem starfa á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum tóku þátt í launakönnun VR í ársbyrjun 2009. Einnig um 200 þeirra sem starfa í flugsamgöngum og um 400 þeirra sem vinna við flutningaþjónustu og samgöngur á sjó og landi, sem ætti að vera marktækt úrtak, enda ólíklegteingöngu þeir sem hæst höfðu launin hafi svarað könnuninni.

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 23:16

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki koma erlendir ferðamenn til Íslands allt árið.

Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 17.10.2010 kl. 23:17

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Eva Joly nýtur mikils traust á Íslandi og með þessari yfirlýsingu er líklegt að margir Íslendingar mun snúast hugur og biðja að stiðja aðildarferlið.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.10.2010 kl. 23:24

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD


Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 10:55

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bláa lónið er sá staður á Íslandi þar sem koma saman  flestir ferðamenn, fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar.Báðir þessir staðir eru í á Suðurnesjum, flugstöðin í Sandgerði og Bláa lónið í Grindavík.Bláa lónið er orkuver.Margir þessara ferðamanna sem koma til Suðurnesja fara síðan út á Reykjanes og skoða orkuverið þar.Þegar álverið í Helgvík verður komi verður ferðamönnum að sjálfsögðu boðið að skoða það, rétt eins og ferðamenn fá nú að sjá í Grindavík hvernig fiskur er unninn.Þeir ferðamenn sem hafa verið í Sveitarfélaginu Hornafjörður og ég hef spurt hvort þeir teldu að ferðamönnum hér myndi fjölga ef Ísland væri í ESB, þá hefur svarið alltaf verið NEI,Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2010 kl. 13:04

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma aðallega til Íslands til að sjá og njóta hér eldvirkra svæða, til að mynda í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, sem náði frá Ölfusá að botni Hvalfjarðar. Á þessu eldvirka svæði eru til dæmis Bláa lónið, Hveragerði og Þingvellir. Og skammt þar frá eru Gullfoss og Geysir.

Erlendir ferðamenn dvelja hérlendis að meðaltali í viku og þeir fara flestir í miðbæinn í Reykjavík, en ekki til að mynda Kringluna, og í miðbænum gista þeir á hótelum, snæða á veitingahúsum íslenskt sjávarfang og landbúnaðarvörur, til dæmis lambakjöt, sem er þá í raun útflutningur. Og á krám drekka þeir íslenskt öl.

Á Umferðarmiðstöðinni, sem einnig er í 101 Reykjavík, fara erlendir ferðamenn með rútu að Bláa lóninu, Gullfossi, Geysi og Þingvöllum, sem er dagsferð. Og sumir þeirra fara á þessa staði í leigubíl frá Reykjavík.

Erlendir ferðamenn sem gista á hótelum í Reykjavík skoða því mun fleiri staði en Reykjavík eina en þar fara þeir í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni, með bát út í Viðey, hestaferðir, skoða Höfða, Þjóðminjasafnið og íslensku handritin, fara í sund með heitu vatni úr jörðinni, á tónleika með íslenskum hljómsveitum og kaupa hér tónlist með þeim á geisladiskum, svo fátt eitt sé nefnt.

Af öllum þessum vörum og þjónustu er greiddur virðisaukaskattur og þeir sem starfa á hótelum, veitingahúsum, krám og í annarri ferðaþjónustu greiða að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt.

Frá Reykjavík
fljúga erlendir ferðamenn til nokkurra annarra staða á landinu en mestan áhuga hafa þeir á öðrum eldvirkum stöðum og svæðum, til að mynda Snæfellsjökli, Heklu, Vestmannaeyjum, Þórsmörk, Landmannalaugum, Öskju, Herðubreið, Mývatni, jarðböðunum í Mývatnssveit, Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Dettifossi.

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 13:17

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gestir Bláa lónsins voru tæplega hálf milljón í fyrra, flestir erlendir, en starfsmenn um tvö hundruð og heildartekjur Bláa lónsins voru 1,26 milljarðar króna árið 2006.

Árið 1987 var opnuð þar baðaðstaða fyrir almenning og 1992 var Bláa lónið hf. stofnað. Árið 1994 tók það yfir rekstur baðstaðarins, í kjölfarið var opnuð þar göngudeild fyrir psoriasis- og exemsjúklinga og fyrstu Blue Lagoon-húðvörurnar komu á markað.

Efnasamsetning
vatnsins skiptir mestu máli fyrir Evrópubúa en hitastigið hins vegar fyrir Japani og Bláa lónið hefur fengið verðlaun sem besta náttúrulega heilsulind í heiminum.

Tillaga um aðgang að hinum gríðarstóra Þríhnúkagíg, sem er í Reykjanesfólkvangi í lögsögu Kópavogs, birtist í grein í Morgunblaðinu 4. janúar 2004. Þar er lagt til að aðgengi að gígnum verði um 200 metra löng göng inn á svalir í gígnum.

Svalirnar stæðu út í rýmið í miðjum gígnum á 64 metra dýpi og í 56 metra hæð frá gígbotninum. Útsýni niður í gígpottinn yrði æði mikilfenglegt og tvö 20 hæða hús myndu komast fyrir neðan svalanna.

Ef Þríhnúkagígur fengi sömu aðsókn og Bláa lónið, um hálfa milljón gesta á ári, en aðgangseyrir að gígnum yrði tvisvar sinnum lægri, tvö þúsund krónur, yrðu tekjur þar af aðgangseyri um einn milljarður króna á ári og kostnaðurinn við framkvæmdirnar greiddur upp á einu ári en hann er um 900 milljónir króna.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá bls. 48

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 13:19

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Turn Holmenkollen-skíðastökkpallsins í Noregi, sem er 60 metra hár, kæmist tvisvar sinnum fyrir inni í Þríhnúkagíg, þar sem gíghvelfingin er 120 metrar á hæð og þvermálið á botninum er 50 metrar, sem er mesta breidd Hallgrímskirkju.

Turn Hallgrímskirkju, sem er í 101 Reykjavík, er um 75 metra hár og hún er fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík.

Aðgengi Þríhnúkagígs - Nóvember 2009, sjá teikningu á bls. 10

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 13:21

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Krafla er líka orkuver við Mývatn.Þar er stöðugur ferðamannastraumur langt fram á haust og svo hefur verið í ár.Þjónusta við ferðamenn er að langmestu leyti á landsbyggðinni þar sem andstaðan við ESB er mest.Ferðamönnum fjölgar stanslaust í sveitum landsins.Þar er því sem næst algjör andstaða við ESB inngöngu.Nei við GRæningjum, Öfgaumhverfissinnum og Nazistum. Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2010 kl. 13:38

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

CCP á Grandagarði í Reykjavík selur áskrift að tölvuleiknum (Netleiknum)  EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og erlendir áskrifendur eru nú tæplega 300 þúsund talsins.

Tekjur CCP af EVE Online eru samkvæmt því um 600 milljónir króna á mánuði, um sjö milljarðar króna á ári, miðað við núverandi gengi, og jukust að sjálfsögðu í krónum talið með gengishruni krónunnar nú í haust. Gengi krónunnar mun hins vegar hækka frá því sem nú er en áskrifendunum fjölgar jafnt og þétt.

Um sjö milljarða króna gjaldeyristekjur á ári af þessum eina tölvuleik nægja til að greiða laun um tvö þúsund manna með 300 þúsund króna tekjur á mánuði, til dæmis í álveri.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu hins vegar um 500 manns í lok síðastliðins árs, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, fái þar nú 308.994 króna mánaðarlaun.

En Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.

Steini Briem, 19.10.2008 kl. 23:22

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 14:11

24 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stuðningur við inngöngu í ESB er að stærstum hluta fólk sem býr á og við innnesin við Faxaflóann.Það er stöðugt að aukast að ferðamenn sem koma á Suðurnesin í gegnum flugstöðina í Sandgerði taki bílaleigubíl á Suðurnesjum, gisti þar fyrstu nóttina og skoði sig um, keyri svo í gegnum innnesin við Faxaflóann og keyri austur Suðurlandið og skoði það, og áfram austur í Skaftafell, Jökulsárlón og gsti á þessu svæði eina til tvær nætur með skoðunarferð á Skálafellsjökul, haldi svo áfram að skoða Austurog Norður og Vesturland og eyði svo síðasta deginum í að skoða innnesin við Faxaflóann og gisti svo á Suðurnesjunum síðustu nóttina.Með suðurstrandarvegi verður ferðamönnum auðveldað enn frekar að nota þennann ferðamáta sem er sífellt að verða vinsælli.

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2010 kl. 16:42

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600. Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga, sem eru um 118 þúsund.

Í póstnúmeri 101 búa 15 þúsund manns, í 107 um 9.300 og í 105 um 15.800. Og Seltirningar eru 4.400 en þeir vinna flestir og stunda nám í miðbæ Reykjavíkur.

Á svæðinu frá Gömlu höfninni að Nauthólsvík eru nú til að mynda Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Hótel Loftleiðir, Umferðarmiðstöðin, Norræna húsið, Þjóðminjasafnið, Ráðhúsið, Alþingi, Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Stjórnarráðið, Seðlabankinn, Borgarbókasafnið, Kolaportið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Þar að auki er í Kvosinni fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám, verslunum og bönkum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Hvergi í heiminum eru því að öllum líkindum skapaðar jafn miklar tekjur á hvern vinnandi mann og í 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 16:48

26 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jú, í Grindavík.

Sigurgeir Jónsson, 18.10.2010 kl. 17:23

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu,
einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en 70% flyst úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 18.10.2010 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband